Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KONUNGSBÓK, nýútkomin skáld-
saga Arnaldar Indriðasonar, er
boðin til sölu í kiljuútgáfu í Leifs-
stöð. Er bókin
nýkomin í sölu í
flugstöðinni og
fór beint í 2. sæti
á lista yfir sölu-
hæstu kiljurnar,
skv. upplýs-
ingum Bryndísar
Loftsdóttur,
vörustjóra ís-
lenskra bóka hjá
Pennanum – Ey-
mundsson. Að
sögn hennar er
þetta í fyrsta skipti sem þetta er
gert á Íslandi, að samhliða frum-
útgáfu harðspjaldabókar er hún
seld í kiljubroti eingöngu í flugstöð.
Það sé þó algengt í öðrum löndum
að nýjar bækur séu strax boðnar
sem kiljur í flugstöðvum. Konungs-
bók trónir á toppnum á heildarlista
Pennans – Eymundsson yfir mest
seldu bækur í 19 bókaverslunum í
vikunni 8. til 14. nóvember, og á
lista yfir skáldverk. Í öðru sæti á
skáldverkalista er Indjáninn, skáld-
uð ævisaga eftir Jón Gnarr, og
Sendiherrann eftir Braga Ólafsson
er í 3. sæti.
Kiljuútgáfa
í Leifsstöð
Arnaldur
Indriðason
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið, að
tillögu Árna Mathiesen fjármálaráð-
herra og Sivjar Friðleifsdóttur heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
að leggja til að gildistöku 300 þúsund
króna frítekjumarks vegna atvinnu-
tekna ellilífeyrisþega verði flýtt um
þrjú ár. Með frítekjumarkinu er elli-
lífeyrisþegum gert kleift að stunda
atvinnu og fá 300 þúsund krónur á
ári í laun án þess að þessi hluti tekn-
anna skerði tekjutryggingu sem
Tryggingastofnun ríkisins greiðir.
Í sameiginlegri fréttatilkynningu
frá ráðuneytunum tveimur kemur
fram að þetta þýði að ákvæði í frum-
varpi um almannatryggingar, sem
nú er til umfjöllunar á Alþingi, og
gert er ráð fyrir að tækju gildi á
árinu 2009 og 2010 taki að fullu gildi
um áramót. Tekið er fram að sú
ákvörðun að flýta
gildistökunni
endurspegli þann
vilja ráðherranna
og ríkisstjórnar-
innar að koma til
móts við ein-
dregnar óskir
talsmanna full-
trúa aldraðra og
aldraðra sjálfra.
„Það er nýjung að finna skyndi-
legan og ferskan vilja ríkisstjórnar-
innar til úrbóta á högum aldraðra,“
segir Ólafur Ólafsson, formaður
Landssambands eldri borgara
(LEB). Tekur hann fram að tals-
menn LEB hafi að undanförnu átt
fundi með öllum þingflokkum til þess
að þrýsta á um að gildistöku frítekju-
marksins yrði flýtt, en upptaka frí-
tekjumarksins var eitt af því sem
kveðið var á um í sameiginlegri vilja-
yfirlýsingu og grunni að aðgerða-
áætlun til næstu fjögurra ára sem
forsvarsmenn LEB og fulltrúar rík-
isstjórnarinnar undirrituðu í sumar.
„Þetta er skref en baráttunni er
ekki lokið,“ segir Ólafur og bendir á
að frítekjumarkið sé úrræði sem nýt-
ist aðeins þeim sem eru vinnuhæfir.
Aðspurður segir hann þannig líklegt
að gildistaka frítekjumarksins muni
koma um 40% þeirra sem eru 67 ára
og eldri að góðum notum.
„Þetta er eitt af því sem við höfum
lagt höfuðáherslu á, en við viljum
líka sjá úrbætur fyrir lífeyrisþega.
Við þurfum líka að hugsa um þá sem
ekki geta unnið vegna öldrunar eða
örorku.“ Segir Ólafur það því vera
næsta skref.
„Þetta er skref en bar-
áttunni er ekki lokið“
Ríkisstjórnin flýtir gildistöku 300 þús. kr. frítekjumarks
Ólafur Ólafsson
ALLS hafa um 60
íbúar á Hólmavík
skrifað undir
mótmæli við því
að gamla barna-
skólahúsið verði
rifið en húsið var
reist árið 1913 og
er það næstelsta í
bænum. Sveitar-
stjórn Stranda-
byggðar hefur tekið ákvörðun um að
rífa húsið en þar á að leggja veg.
Í mótmælunum er farið fram á að
ákvörðun sveitarstjórnar verði
frestað fram yfir 30. nóvember en
þá mun húsafriðunarnefnd koma
næst saman. Þann sama dag á hins
vegar að vera búið að rífa húsið,
samkvæmt ákvörðun sveitarstjórn-
ar.
Magnús Skúlason, forstöðumaður
húsafriðunarnefndar, segir að
nefndinni hafi borist bréf frá sveit-
arstjórn í sumar þar sem leitað var
álits vegna fyrirhugaðs niðurrifs en
álit nefndarinnar var að varðveita
bæri húsið. Fram komu kvartanir
vegna málsins og segist Magnús
hafa ritað sveitarstjóra annað bréf
en þá hafi hann fengið þau svör að
ekkert nýtt hefði komið fram í mál-
inu. Hann segir að í ljósi þeirra and-
mæla sem fram hafi komið muni
nefndin ráða ráðum sínum næstu
daga og ákveða hvort eitthvað verði
aðhafst.
Sævar Benediktsson, íbúi á
Hólmavík, stendur fyrir undir-
skriftasöfnuninni. Hann hugðist
koma mótmælunum áleiðis til húsa-
friðunarnefndar í gærkvöldi. „Það
er menningarslys ef þetta hús verð-
ur rifið,“ sagði Sævar.
Valdemar Guðmundsson, oddviti
Strandabyggðar, sagði að mótmælin
myndu ekki breyta afstöðu hans í
málinu, sem hefði verið rætt í þaula í
sumar. Hann segir að sveitarstjórn
hafi fengið bréf frá húsafriðunar-
nefnd þar sem ekki séu gerðar at-
hugasemdir við aðgerðirnar.
Deilt um niðurrif
húss á Hólmavík
Magnús Skúlason
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur komist að
þeirri niðurstöðu að skipan í embætti
sendiráðsprests í London hafi verið
brot gegn jafnréttislögum en ráðið
var í embættið í nóvember 2003. Sér-
stök hæfisnefnd hafði verið sett á
laggirnar til að ganga frá ráðningunni
og var Sigurður Arnarson ráðinn í
starfið en hinn umsækjandinn, Sig-
ríður Guðmarsdóttir, höfðaði mál til
viðurkenningar á skaðabótarétti sín-
um vegna brots á jafnréttislögum.
Hæstiréttur taldi að þegar borin
væri saman menntun og starfs-
reynsla umsækjendanna tveggja
væri Sigríður jafnhæf eða hæfari Sig-
urði til að gegna embættinu. Dómur-
inn vísaði til jafnréttislaga sem eru
skýrð svo að konu skuli veita starf ef
hún er að minnsta kosti jafnt að því
komin og karlmaður, sem við hana
keppir, þegar á starfssviðinu eru fáar
konur. Þessi túlkun jafnréttislaga
styðst við fyrri dóma Hæstaréttar í
sambærilegum málum. Einnig kemur
fram í dómi Hæstaréttar að hæfis-
nefndin hafi veitt framhaldsmenntun
Sigurðar á sviði sálgæslu og sjúkra-
húsþjónustu of mikið vægi, enda hafi
aðeins komið fram í auglýsingu að
slík menntun væri æskileg. Féllst
dómurinn því á viðurkenningarkröfu
Sigríðar um skaðabætur.
Biskup vék sæti
Hins vegar var því hafnað að máls-
meðferðarreglur hefðu verið brotnar
við ráðninguna og eins að biskup
hefði verið vanhæfur í málinu, en Sig-
urður er tengdasonur hans. Af þeim
sökum vék biskup sæti í málinu en
kom þó að skipun í hæfisnefndina og
ákvörðun um að niðurstaða hennar
yrði bindandi en að mati Hæstaréttar
braut sú aðkoma biskups ekki gegn
vanhæfisreglum stjórnsýslulaga. Þá
taldi dómurinn að biskupi væri heim-
ilt að ákveða að niðurstaða skipunar-
nefndarinnar væri bindandi, enda
hélt hann formlegu skipunarvaldi og
bar áfram ábyrgð á því að skipun í
embættið væri lögmæt. Í héraðsdómi
hafði hins vegar verið fundið að þessu
og talið að biskupi hefði verið óheimilt
að framselja skipunarvald sitt til
nefndarinnar án sérstakrar heimildar
í lögum.
Gestur Jónsson, lögmaður Þjóð-
kirkjunnar, sagði það ánægjulega
niðurstöðu fyrir biskup að Hæstirétt-
ur hefði ekki gert athugasemdir við
stjórnsýslu hans. Ljóst væri hins veg-
ar að Hæstiréttur hefði metið það svo
að menntun og starfsreynsla Sigríðar
væri jafnmikil eða meiri en Sigurðar
og þá ætti ákvæði jafnréttislaga við.
Hann sagði að það sneri hins vegar að
ákvörðunum hæfisnefndarinnar en
ekki biskups. Sif Konráðsdóttir, lög-
maður Sigríðar, sagði niðurstöðuna
ánægjulega bæði fyrir skjólstæðing
sinn og jafnréttisbaráttuna í landinu.
Næsta skref væri að láta reikna út
tjón Sigríðar af því að hljóta ekki um-
rætt starf.
Þjóðkirkjan virti ekki
jafnréttislög við ráðningu
Hæstiréttur telur að hæfisnefnd hefði átt að ráða konu í stöðu sendiráðsprests
Í HNOTSKURN
»Túlkun dómsins á jafnrétt-islögum felur í sér að séu
kona og karl jafnhæf í tiltekið
starf skuli ráða konu ef konur
eru færri á viðkomandi starf-
sviði.
»Þessi túlkun laganna styðstvið nokkur dómafordæmi
en hún kom fyrst fram í dómi
réttarins árið 1993 þar sem
sagði að jafnréttislögin yrðu
þýðingarlítil ef ekki yrði byggt
á þessari túlkun.
Gestur
Jónsson
Sif
Konráðsdóttir
NORRÆNA flugfélagið SAS í Svíþjóð hefur ákveðið að
hefja beint flug á milli Stokkhólms og Keflavíkur á vori
komanda, en gert er ráð fyrir að fyrsta flugið verði farið
27. apríl í vor.
SAS í Svíþjóð er dótturfélag SAS-flugfélagsins og er
flugið til Íslands hluti af fimm nýjum leiðum sem félagið
hyggst byrja að fljúga í vetur, þ.e. auk Reykjavíkur, frá
Stokkhólmi til München, Palma, Malaga og Glasgow.
Á öllum flugleiðum verður notast við annað hvort
MD-80 eða Boeing 737-flugvélar og segir í frétt frá SAS í
Svíþjóð að með þessu sé verið að mæta kröfum við-
skiptavina félagsins um fleiri bein flug frá Svíþjóð og að
vaxandi eftirspurn sé eftir flugi milli Reykjavíkur og
Stokkhólms, bæði vegna viðskiptaferða og eins frá þeim
sem hyggi á orlof.
Sala á farmiðum hófst í gær og er gert ráð fyrir að far-
gjald aðra leið verði frá 650 sænskum krónum eða tæp-
um 6.500 íslenskum krónum.
SAS hefur flug á milli
Stokkhólms og Keflavíkur
Nýjar leiðir SAS mun nota þotur af gerðinni MD-80 og Boeing 737 á öllum nýjum leiðum félagsins.