Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EFTIR að hafa fylgst með mál-
flutningi Magnúsar Þórs Hafsteins-
sonar, varaformanns Frjálslynda
flokksins, um innflytjendamál setur
að manni nokkurn óhug. Ekki verð-
ur annað séð en
Magnús Þór vilji loka
á erlent vinnuafl og
ala af sér fordóma fyr-
ir fólki af öðrum upp-
runa en íslenskum.
Magnús segir að
„þessu flæði hafa fylgt
margvísleg vandamál
sem við erum ekki
tilbúin að takast á
við“. Ég hef lengi
starfað að innflytj-
endamálum og telst
reyndar sjálf til þeirra
en hef ekki orðið vör
við að þar séu meiri
vandamál en hjá öðrum þjóðfélags-
hópum. Oftast er um að ræða
vinnusaman hóp manna sem vinna
oftar en ekki í líkamlega erfiðum
störfum sem teljast til láglauna-
starfa s.s. í þjónustu aldraðra, ræst-
ingum, fiskvinnslu, byggingavinnu
o.fl. Hins vegar eru mörg verkefni
sem krefjast úrlausnar eins og önn-
ur verkefni í samfélaginu. Verkefni
sem felast í því að ákvarða hvernig
og hver beri ábyrgð á upplýsinga-
streymi til innflytjenda og hvernig
íslenskukennslu skuli fyrir komið.
Við skulum hafa í huga að atvinnu-
leysi á Íslandi er í lágmarki og hef-
ur verið eitt af því lægsta sem ger-
ist í heiminum á undanförnum
árum. Ef til vill er hluta af því lága
atvinnuleysi að þakka því erlenda
vinnuafli sem hefur komið hér til
starfa og þannig lagt sitt af mörk-
um til að unnt verði að halda út
þeim verkum sem atvinnulífinu hef-
ur færst í fang. Mikil uppbygging
hefur verið á Íslandi síðustu miss-
eri og ekki líkur á að það dragi
mikið úr þenslu á næstunni. Það er
því enginn að taka vinnu frá öðrum,
þvert á móti hefur erlent vinnuafl
verið einn af lyk-
ilþáttum í að geta
haldið uppi öflugri at-
vinnustarfssemi í land-
inu.
Í málflutningi sínum
talar Magnús Þór um
betri nýtingu „þess
mannauðs sem fyrir er
í landinu, til dæmis
fólk yfir fimmtugu og
fólki sem býr við ör-
orku“. Áttar maðurinn
sig ekki á því að það
er hvergi í heiminum
jafn mikil atvinnuþátt-
taka þeirra sem eldri
eru en einmitt á Íslandi. Það er
einnig afar ólíklegt að fólk yfir
fimmtugu sem hefur til dæmis unn-
ið í skrifstofustörfum í gegnum tíð-
ina treysti sér til þess að vinna í
störfum sem krefjast mikillar lík-
amlegrar áreynslu s.s. við aðhlynn-
ingarstörf, ræstingar eða fisk-
vinnslu. Sama má segja um þá
öryrkja sem búa við verulegan
heilsufarsskort, ekki er líklegt að sá
hópur fari til að mynda í bygginga-
vinnu. Ég vil þó ekki gera lítið úr
þeim verkefnum sem blasa við
stjórnvöldum við að endurhæfa ein-
staklinga sem búa við örorku út á
vinnumarkaðinn eða þeirra sem
hafa misst atvinnu en þeir munu
ekki verða í samkeppni um störf við
innflytjendur því þeir þurfa á ann-
ars konar störfum að halda sem
munu krefjast meiri þekkingar en
líkamlegrar færni. Íslendingar
þurfa að nýta betur þann mannauð
m.a. með því að bæta þekkingarstig
þessa fólks svo að það geti tekist á
við breyttan vinnumarkað og ný
verkefni. Við þurfum líka að nýta
betur þann mannauð sem býr í hópi
innflytjenda en án hræðslu og for-
dóma eins og málflutningur frjáls-
lyndaflokksins ber með sér og hafa
í huga að tenging og samskipti við
upprunalönd þessara nýju íbúa fela
einnig oft í sér tækifæri fyrir sam-
félagið sem unnt er að nýta. Það er
verkefni okkar að vinna fyrir þenn-
an hóp eins og aðra hópa í sam-
félaginu, bæta upplýsingaflæði,
tungumálakennslu og samfélags-
fræðslu því að innflytjendur leggja
mikið til samfélagsins en hafa verið
þiggjendur að mjög takmörkuðu
leyti. Um þessi mál þarf að fjalla af
tillitssemi og nærgætni því að nei-
kvæð umræða með æsingakenndu
yfirbragði eins og málflutningur
Frjálslynda flokksins getur skapað
vandamál og alið á fordómum sem
oft leiða af sér stærri vandamál en
þau verkefni sem nú bíða úrlausn-
ar.
Málflutningur Frjálslynda
flokksins á villigötum
Grazyna M. Okuniewska fjallar
um málefni innflytjenda »Um þessi mál þarf aðfjalla af tillitssemi
og nærgætni því að nei-
kvæð umræða með æs-
ingakenndu yfirbragði
eins og málflutningur
Frjálslynda flokksins
getur skapað vanda-
mál...
Grazyna M.
Okuniewska
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
NÚ ÞEGAR líða tekur að aðvent-
unni er ágætt að staldra við og
íhuga stöðuna mitt í velsældinni
sem er ofarlega á baugi.
Fram hefur komið í ný-
legri könnun sem gerð
var í Bretlandi að þessi
nágrannaþjóð okkar
eyðir milljörðum punda
í munaðarvörur og gjaf-
ir fyrir jólin sem enginn
þarf á að halda og flest-
ir mundu án vera.
Markaðskannanir eru
að vísu engin guðspjöll
en það má vel draga
ályktanir af slíkum upp-
lýsingum. Enginn vafi
er á því að margir
hlaupa eftir áróðri fag-
urgalans og sækja í
hunangið og umhverfið
stendur á öndinni yfir
því að missa nú ekki af
neinu. Hér er ekki verið
að gagnrýna þann fal-
lega sið kristins fólks að
færa vinum og ætt-
ingjum gjafir og halda
gleðileg jól. Velmegun
hefur sjaldan verið
meiri og því ber að
fagna. Lífið er stutt og
það er full ástæða til að
gera sér dagamun þegar ástæða er
til. Ef ekki um aðventu og jól, þá
hvenær?
Enn hvað sem því líður og hvað
sem líður þeim könnunum sem sýna
að við erum þjóða ánægðust með
okkar kjör eigum við talsvert í land
að því marki að nota kristindóminn
til að ýta undir mannlega reisn. Það
þarf ekki að leita langt yfir skammt
til að finna hjálparþurfendur sem
við getum lagt lið. Við lesum fréttir
af því að á sl. ári leituðu yfir tvö
þúsund fjölskyldur á náðir hjálp-
arstofnana. Mörg
börn eiga að erfitt
uppdráttar, ekki síst
börn sem glíma við
alls konar fötlun. Við
skulum muna að fagn-
aðarerindið birtist
mannkyninu í litlu
barni. Oft eru jólin
líka kölluð hátíð
barnanna. Enn eru
mörg börn á biðlista
hjá Greiningarstöð
ríkisins sem starfar
að velferð fatlaðra
barna og fjölskyldna
þeirra. Fjárskortur
hefur háð starfsemi
stofnunarinnar. Biðin
getur verið hátt á
annað ár eftir grein-
ingu og þjónustu en
börnum er vísað
þangað þegar grunur
hefur vaknað um
þroskahömlun,
hreyfihömlun og ein-
hverfu. Þessi börn
eru því miður ekki
bara tölur á blaði. Þau
og aðstandendur
þeirra líða oft ótrúlegar þjáningar
og til að bæta gráu ofan á svart bæt-
ist við óvissan og biðin. Mikilvægt
er að greina fötlun barna sem fyrst
svo unnt sé að hefja þjálfun við
hæfi. Forsenda þjónustu, sem fötluð
börn eiga rétt á skv. lögum, byggist
á því að barnið hafi fengið grein-
ingu. Vonir standa þó til að starf-
semin verði efld jafnt og þétt með
auknu fjárframlagi og biðlistar muni
hverfa. En hvers vegna gengur
svona hægt að koma til móts við
þarfir þessara barna? Er það vegna
þess að þau eru meðal þeirra
smæstu í þjóðfélaginu sem eiga lítið
undir sér? Væri ekki þeim mun
meiri ástæða að sinna þeim eins og
þau eiga skilið og rétta hlut þeirra?
Borgarskáldið Tómas Guðmundsson
minnti okkur á:
Því meðan til er böl er bætt þú gast
og barist var á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Caritas Ísland, hjálparstofnun
kaþólsku kirkjunnar, vill með gleði
beina styrkjum frá árlegri aðventu-
söfnun sinni til fatlaðra barna.
Vertu með því framlag þitt mun
koma til ómetanlegrar hjálpar.
Hvert eitt skref og sérhver áfangi
fram á við skiptir miklu.
Caritas Ísland efnir til tónleika til
styrkar fötluðum börnum í Krists-
kirkju við Landakot sunnudaginn
19. nóvember kl.16 þar sem lands-
kunnir listamenn koma fram og gefa
vinnu sína. Þetta verða 13. styrkt-
artónleikarnir sem Caritas stendur
að til styrktar góðu málefni og eins
og á síðasta ári mun allur ágóði tón-
leikanna renna til Greiningar og
ráðgjafarstöðvar ríkisins. Dag-
skráin verður glæsileg í flutningi úr-
vals einsöngvara, kóra og hljóðfæra-
leikara og gefa allir vinnu sína.
Caritas Ísland óskar öllum lands-
mönnum gleðilegrar aðventuhátíð-
ar.
Caritas styrkir fötluð
börn með tónleikum
Sigríður Ingvarsdóttir minnir
á styrktartónleika Caritas
» Caritas Ís-land, hjálp-
arstofnun kaþ-
ólsku
kirkjunnar, vill
með gleði beina
styrkjum frá ár-
legri aðventu-
söfnun sinni til
fatlaðra barna.
Sigríður Ingvarsdóttir
Höfundur er formaður Caritas
Ísland.
MIKIL hríð hefur verið að und-
anförnu í blöðum af hálfu trúboða
siðmenntar og ein-
hverra fleiri um hlut-
leysi kennara og
skóla.
Ég þekki þessa
hugsun þeirra vel og
fylgdi henni nokkuð
stranglega sjálfur
meðan ég var við
kennslu en ég kenndi
í 25 ár frá 1972 til
1997. Að vísu kenndi
ég minnst kristin
fræði en þá alltaf dá-
lítið og lagði ég mig
fram um að kenna
eins og hver annar
kennari og að það
kæmi ekki fram að ég
væri prestur þótt all-
ir vissu það. Ég við-
hafði aldrei tilbeiðslu
í kennslustundum.
Ég hef hins vegar
farið með bænir og
faðir vor hafi ég verið
kallaður sem prestur
til skólans. Til dæmis
að flytja ávörp við
skólasetningu eða
skólaslit eða þá að
tala við bekki vegna
andláts eða slysa sem
tengdust nemendum
skólans. Þá hef ég einnig verið í
„prestafötum“ sem ég notaði yf-
irleitt aldrei í kennslu.
En með aldri, þroska og mennt-
un hef ég linast í þessari hlutleys-
ishugsun. Ég er sannfærður um að
hún er vitleysa. Þess vegna er
þessi umræða á nokkrum villigöt-
um vegna þess að hlutlaus kennari
er ekki til. Ég veit ekki betur en
kennaraháskólar viðurkenni það.
Þetta er vegna þess að kennarinn
getur aldrei kennt neitt annað en
sjálfan sig. Kennarinn kennir ekki
bækur eins og fólk heldur eða ein-
hvern fróðleik. Hann kennir sjálf-
an sig og gefur af sjálfum sér og
þar koma þau skilaboð sem skipta
máli fyrir nemandann. Ég var í
barnaskóla fyrir 55 árum. Ég man
ekki hvað kennarinn sagði en ég
man hvernig kennarinn var og fyr-
ir hvað hann stóð. Ég er líka alveg
sannfærður um að ef prestur og
félagi í siðmennt væru að kenna
börnum, hvor í sinni stofunni og
legðu sig fram um að
vera hlutlausir að þá
hefðu þeir ekki lengi
kennt áður en börnin
hefðu það algjörlega á
hreinu í sínum huga
að presturinn væri
trúaður maður en fé-
lagi siðmenntar væri
ekki kristinnar trúar.
Börnin eru fljót að
finna hvað að þeim
snýr. Þetta finnst mér
vilja gleymast í þess-
ari umræðu eða þá að
fólk vanmeti þennan
þátt.
Aðalatriði þessa
máls er að bæði kenn-
arar og nemendur
komi til dyranna eins
og þeir eru klæddir.
Það er beinlínis óheið-
arlegt gagnvart öðrum
að villa á sér heim-
ildir. Menn sýni síðan
náunga sínum virðingu
og geri ráð fyrir mis-
munandi lífsviðhorfi.
Það gengur ekki að
þvinga hlutleysi upp á
fólk. Þannig eiga
múslimastúlkur að
klæðast eins og þær
vilja og alveg út í hött að setja
skorður við klæðaburði þeirra eins
og gert hefur verið í Frakklandi
og hugsanlega víðar. Nú er okkar
samfélag að verða fjölþjóðlegt og
því þurfum við að hugsa um þetta
og vanda okkur í samskiptum
hvert við annað. Þar fer best á því
að hver og einn sé eins og hann er
og vill vera. Annað verður bara
vitleysa.
Við kristnir menn höfum því
enga ástæðu til þess að fara í felur
með þá hluti sem eru eðlilegir í
okkar daglega lífi.
Hlutlaus kennari
er ekki til
Úlfar Guðmundsson fjallar
um trúarbrögð og hlutleysi
kennara og skóla
Úlfar Guðmundsson
» Aðalatriðiþessa máls
er að bæði
kennarar og
nemendur komi
til dyranna eins
og þeir eru
klæddir. Það er
beinlínis óheið-
arlegt gagnvart
öðrum að villa á
sér heimildir.
Höfundur er sóknarprestur á Eyr-
arbakka og prófastur í Árnesþingi og
hefur leyfisbréf grunnskólakennara
og framhaldsskólakennara.
ÞAÐ ER kominn tími til að stétt
sjúkraliða láti í sér heyra. Við erum
bundin þagnareiði í vinnunni okkar
en það er málfrelsi í
landinu. Það er á ein-
hvern óskiljanlegan
hátt sem stétt sem
vinnur ein mikilvæg-
ustu störf í landinu
skuli fari um eins og
hulduher. Það er ekki
minnst á það fólk sem
sinnir sjúku og öldr-
uðu fólki í fjölmiðlum
nema það sé í kjara-
baráttu. Fjölmiðlar
ræða til dæmis aldrei
um hversu mikilvæg
góð umönnun er mikið
veiku eða slösuðu
fólki.
Það er endalaust talað við menn
eða konur í stjórnmálum eða við-
skiptum, það skiptir öllu máli hvort
krónan hefur hækkað eða lækkað,
en sjúkraliðar, nei þeir virðast ekki
skipta máli í þjóðfélaginu, þeir eru
ekki til, fyrr en, já ekki fyrr, en ein-
hver veikist eða slasast og þarf að
leggjast inn á sjúkrahús nú eða það
sem á fyrir okkur flestum að liggja
að verða öldruð og veikburða. Flest-
ir ef ekki allir þurfa einhvern tímann
á aðstoð sjúkraliða að halda, ein-
hvern tímann um ævina þurfa þeir
eða aðstandendur þeirra eða vinir á
umönnun okkar að
halda.
Þeir sem þurfa á
umönnun okkar að
halda vita vel hversu
mikilvægt það er að
hafa hæfa og ég tala nú
ekki um hjartahlýja
sjúkraliða til að hugsa
um sig á erfiðum tím-
um. Þessi stétt sinnir
ekki aðeins líkamlegum
þáttum skjólstæðinga
sinna heldur erum við
oft á tíðum í hlutverki
sálusorgara bæði fyrir
þann veika og aðstand-
endur hans. Þó að sálfræðingar og
geðlæknar séu mikilvægar stéttir þá
eru það sjúkraliðar sem eru til stað-
ar fyrir þetta fólk jafnt að nóttu sem
degi. Hvernig stendur á því að þessi
stétt er með ein lægstu laun sem
nokkur stétt getur verið með? Ef við
kjósum heldur að afgreiða í verslun
erum við strax komin með hærri
laun.
Tími til að sjúkralið-
ar láti í sér heyra
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir
fjallar um málefni sjúkraliða
Jónína Þorbjörg
Gunnarsdóttir