Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 30
daglegt líf 30 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst mjög gott að byrja daginn á því að útvarpa morgunspjalli héðan heiman frá mér áður en ég fer úr húsi og þeytist út um allan bæ,“ segir Ingólfur Margeirsson, nýútskrif- aður sagnfræðingur, sem er þessa dagana að skrifa MA-ritgerð en gefur sér þó tíma til að sinna starfi sínu sem útvarpsstjóri á sinni eigin útvarpsstöð. Ingólfur sendir út á hverjum morgni af heimasíðu sinni, fer yfir dagblöðin og veltir fyrir sér þeim málefnum sem þar ber á góma og spilar tónlist á milli. „Ég er að velta fyrir mér að senda út bók- menntagagnrýni í töluðu máli núna fyrir jól- in og forlögin hafa tekið vel í þá hugmynd. Eins er ég að hugsa um að gera það sama með tónlist sem gefin er út hér á landi.“ Kynnist skemmtilegu tónlistarfólki Ingólfur er búinn að vera með heimasíð- una ingo.is í nokkur ár, þar sem hann bloggar um málefni líðandi stundar og setur inn sagnfræðilegan fróðleik, en fyrir fjórum vikum tók hann til við að útvarpa líka af síðunni sinni. „Með nýju Macintosh-tölvunni minni keypti ég forrit þar sem hægt er að taka upp tónlist og talað mál og senda út á heimasíðunni. Þetta byggist á venjulegri út- sendingartækni og þar sem ég er vanur því að vinna í útvarpi, klippa efni til og annað slíkt, þá var ekkert mál fyrir mig að tileinka mér þetta.“ Ingólfur segir að út um allan heim séu svona útvarpsheimasíður, eða Podcast. „Við tölum mikið saman þessir útvarpsstjórar, sendum hver öðrum tónlist og annað slíkt og þetta er mjög skemmtilegt og alþjóðlegt samfélag. Auðvitað er frábært að vera með útvarp sem hægt er að hlusta á um allan heim. Tónlistarmenn sem eru ekki mjög þekktir nota þetta mikið til að koma tónlist sinni á framfæri. Ég hef uppgötvað ótrúlega marga listamenn í gegnum þetta útvarp og er til dæmis í góðu netpóstssambandi við tónlistarmann í Japan, unga stelpu í Am- eríku og djassgrúppu í Hollandi. Allir þessir aðilar eru í skýjunum yfir því að ég sé að spila tónlistina þeirra á Íslandi í útvarpinu mínu.“ Bráðum líka sjónvarpsútsendingar Ingólfur segist fá mikinn lestur á síðuna sína, um 800 innslög í hverri viku. „Ég er rosalega ánægður með það og tvisvar hef ég fengið viðbrögð frá ráðherrum við blogginu mínu. Guðni Ágústsson og Björn Bjarnason voru ósammála einhverju sem ég hafði skrifað og þeir sendu mér póst þess vegna og reyndar skrifaðist ég á við Björn um þetta mál í heilan eftirmiðdag. Ég hafði svo- lítið gaman af því að dómsmálaráðherra Ís- lands eyddi hálfum degi í það að rífast við bloggara vestur í bæ. En auðvitað sýnir þetta líka hvað Netið er orðið sterkur mið- ill. Nokkrir pólitíkusar hafa óskað eftir því að koma í viðtal til mín á útvarpsstöðinni minni og ég á eftir að sinna því. Útvarpið mitt stefnir því í að verða alvöru ljósvaka- miðill. Ég get líka farið með stafrænt hljóð- upptökutæki út í bæ og tekið viðtöl sem ég svo hleð inn á síðuna mína, ég er ekki bund- inn af því að taka efni upp hér heima. Ég ætla fljótlega af stað með sjónvarpsútsend- ingar því þetta forrit býður upp á það að ég geti farið með myndbandsvél út í bæ og tekið viðtöl eða gert hvað annað sem mér dettur í hug og sjónvarpað því af heimasíð- unni minni.“ Útvarp Ingó heima í stofu Morgunblaðið/Árni Sæberg Útvarpsstjóri Ingólfur kann því vel að vera stjórinn á ingo.is og hér tekur hann útvarpsviðtal við Guðna Má Henningsson um tónlist og trú og allt sem hann þarf er tölva og míkrafónn. Hann er með stúdíó heima hjá sér og útvarpar af heimasíðunni. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti ofvirka rithöfundinn, blaðamanninn og sagnfræðing- inn Ingólf Margeirsson. www.ingo.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Fötin mín eru hugsuð fyrirleikskólabörn. Þau eruþægileg og litrík, úr góð-um efnum og eiga að þola þvott og ærslagang. Ég ákvað að skreyta fötin með skemmtilegum smáatriðum, svo sem kanínu- og geimverueyrum, því mér finnst barnaföt oft of alvarleg og lík tísku- fatnaði fullorðinna. Börn eiga að fá að vera börn á meðan þau eru börn,“ segir fatahönnuðurinn Helga Ólafs- dóttir, sem hannaði barnafatalínu sem nýkomin er í verslanir Hag- kaupa. Fatalínan hennar Helgu er fram- leidd í Tyrklandi, Kína og á Indlandi undir vörumerkinu „Snú snú“ og eru fötin sérsniðin fyrir leikskólabörn á öllum aldri. Helga hafnaði í öðru sæti í hönn- unarsamkeppni sem Hagkaup stóð fyrir og hefur í kjölfarið þróað barnafatalínuna Snú snú. Góður hugmyndabanki Helga lærði fatahönnun í Kaup- mannahöfn og London og útskrif- aðist árið 2000 frá BEC Design. Síð- an hefur hún unnið fyrir NTC, All Saints og Nikita. Núna er Helga bú- sett á Íslandi og vinnur heima hjá sér. „Eftir að ég eignaðist börnin mín kom áhuginn á að hanna barna- föt af sjálfu sér. Ég var alltaf að spá og spekúlera í barnafötum og hef verið að teikna hugmyndir að barna- fötum síðustu fjögur árin. Ég á því orðið nokkuð góðan hugmynda- banka með barnafatnaði,“ sagði Helga í samtali við Daglegt líf. Helga segist í sjálfu sér ekki eiga sér nein uppá- haldsefni að vinna með, en litir séu miklu fremur sitt uppáhald. „Ég byrja alltaf að spá í litina áður en ég vel efnin, en auðvitað er mik- ilvægt að velja slitsterk efni í barnaföt. Að öðru ólöstuðu fannst mér sérstaklega skemmti- legt að hanna flísgallana fyrir Snú snú-línuna. Öll íslensk börn eiga orðið flísfatnað enda er mikið af flís- fötum í boði. Hjá mér er treyjan með tvöfaldri hettu, hún er síðari að aftan svo það sé ekki bert á milli og svo er hlíf yfir rennilásahausnum svo hann liggi ekki kaldur á höku barnsins. Buxurnar eru svo með stroffi í mittið svo þær liggi vel að líkamanum og neðst á skálminni er líka stroff svo hún komist ofan í stígvél.“ Þegar Helga er innt eftir framtíð- arplönunum segir hún að hugurinn stefni út fyrir landsteinana. „Mér fannst rosalega gaman að starfa í London og Kaupmannahöfn hefur sömuleiðis alltaf togað í mig enda er mikið að gerast í danskri fatahönn- un. Það hefur líka verið mikill upp- gangur í íslenskri hönnun síðustu árin og það eru margir starfandi fatahönnuðir á Íslandi núorðið. Fólk og fyrirtæki hér á landi eru sífellt að verða meðvitaðri um íslenska hönnuði og á Hag- kaup hrós skilið fyrir hönn- unarsamkeppnina, sem er hreint frábært framtak og tækifæri fyrir íslenska hönnuði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnuðurinn Helga Ólafsdóttir á fjölda hugmynda að barnafatnaði. Slitsterk og litrík föt á líflega leikskólakrakka hönnun Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.