Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ið í veg fyrir alla áfengisfram- leiðslu. „Við í AL-ANON erum fyrst og fremst að eiga við meðvirkni. Viðbrögð mín við þessum að- stæðum voru sjúk. Við förum ná- kvæmlega í gegnum reynslusporin tólf, eins og alkóhólistar. Fyrsta sporið segir: „Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.“ Þegar ég, sem hef aldrei neytt áfengis eða notað dóp, átti að viðurkenna þetta hváði ég. Ég taldi mig hafa verið fulltrúa heilbrigðisins á heimilinu, borgað reikningana, skúrað gólfin og gert hreint. Þá spurði trúnaðarmað- urinn hvort það hefði ekki verið ég sem faldi flöskurnar? Ég sem merkti við á flöskunum til að sjá hvort alkóhólistinn væri að drekka? Jú, það var ég. Ég varð að við- urkenna vanmátt minn gagnvart áfengi – þótt ég hafi aldrei neytt þess.“ Sporin tólf eru ekki reglur, held- ur leiðbeiningar á ferðalaginu til heilbrigðis. Viðmælandinn sagði það mjög mikilvægt að fólk legði AL-ANON-samtökin hafa mjög sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin fimm ár, að sögn þátttakanda í starfi samtakanna. Samkvæmt erfðavenjum þeirra má ekki nefna nafn eða birta mynd af félögum og því féllst Morgunblaðið á nafnleynd viðmælandans. „Ég held að hver einasta fjöl- skylda á Íslandi hafi einhvern tím- ann komist í kynni við sjúkdóminn alkóhólisma. Í kringum hvern alkó- hólista eru 4–5 aðstandendur að meðaltali og oft fleiri. Þörfin er mikil fyrir þetta starf,“ sagði við- mælandinn. Ein skýring á eflingu AL-ANON er að mati viðmælandans að nú eru þátttakendur farnir að vinna eftir 12 spora kerfinu með trún- aðarmanni, líkt og AA-fólk hefur gert. Viðmælandinn kveðst hafa al- ist upp við ofdrykkju á heimili sínu. Á barnsaldri lét hann sig dreyma um að geta eytt öllu áfengi og kom- ekki einsamalt í það ferðalag, held- ur ynni með trúnaðarmanni. „Mað- ur á að nýta sér reynslu þeirra sem hafa farið í gegnum sporin og öðl- ast bata. Trúnaðarmaðurinn leiðir mann í gegnum sporin og miðlar þeim bata sem hann hefur öðlast.“ Mælt er með því að fólk, sem hyggst hefja 12 spora vinnu í AL- ANON, mæti á sex fundi, sem geta verið á ýmsum fundarstöðum, og finni þann fundarstað þar sem því finnst það eiga heima. Eftir það er fyrst talið að maður sé reiðubúinn að ákveða að hefja vinnuna. Mælt er með því að karlmenn velji sér trúnaðarmann úr hópi karla og konur úr hópi kvenna. Þó er það ekki algilt. „Hafa ber í heiðri að þarna er einn einstaklingur að styðja annan á jafnréttisgrundvelli. Það má eng- inn í samtökunum setja sig á háan hest og þykjast hafa náð eitthvað lengra en hinir. Það eru allir jafn- ingjar, hversu lengi sem þeir hafa tekið þátt í starfinu. Það er feg- urðin í prógramminu.“ – En í hverju er batinn fólginn? „Maður fer að sjá vandamálin í réttu samhengi. Þar með missa þau tökin á manni og stjórna ekki leng- ur hugsunum manns og lífi. Alkó- hólismi er sjúkdómur – fjöl- skyldusjúkdómur. Það er ekki nóg að alkohólistinn nái bata, heldur verða aðstandendur að skoða sinn þátt líka. Kraftaverkið í AL-ANON felst í því að við, aðstandendur, öðl- umst sjálfsvirðingu og jafnvægi. Þá sýnum við öðrum, líka alkóhólist- anum, skilning og hvatningu.“ AL-ANON-samtökin halda fundi alla daga vikunnar, eins og sjá má á heimasíðu þeirra (www.al-anon.is). Vandamálin missa tökin og stjórna ekki lengur hugsunum manns og lífi OPINN afmælis- og kynningar- fundur AL-ANON-samtakanna verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Háteigskirkju kl. 20.30. Þar segja tveir AL-ANO-félagar, einn AL-ATEEN-félagi og einn fé- lagi í AA-samtökunum reynslusögur sínar. AL-ANON-samtökin voru stofnuð hér á landi 18. nóvember 1972 og fagna því 34 ára afmæli á laugardag- inn. Þau eru grundvölluð á 12 reynslusporum AA-samtakanna og eru félagsskapur ættingja og vina alkóhólista. Eina skilyrðið fyrir inn- göngu er að ættingi eða vinur eigi eða hafi átt í vanda vegna alkóhól- isma. AL-ANON-félagar telja að alkó- hólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. „Afstaða okkar er mikilvæg og þegar við lærum að setja vandamál okkar í rétt samhengi finnum við að þau tapa valdi sínu til að stjórna hugsunum okkar og lífi. AL-ANON- samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhól- ista,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Allir eru velkomnir, aðgangur ókeypis og verður kaffispjall að fundi loknum. AL-ANON með opinn afmælisfund Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÍSLENSK sveitarfélög þurfa að halda áfram að styrkjast sem stjórn- unareiningar til að geta tekið að sér aukin verkefni. „Það verður aðeins gert með áframhaldandi sameiningu sveitarfélaga. Frumkvæði að frekari sameiningu verður hins vegar að koma frá sveitarfélögunum sjálfum,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, á fjármálaráðstefnu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) sem haldin var á Hótel Nordica í gær og verður fram haldið í dag. Halldór Halldórsson, formaður SÍS, kvað þá staðreynd að á árunum 2003 til 2006 hefðu 37 sveitarfélög fengið bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, segja mikið um stöðu þeirra. Hann sagði sum þessara sveitarfélaga vera í vexti og eiga bjarta framtíð gengju áætlanir eftir en of mörg glímdu við vandamál og ættu vart annan kost en að draga frekar saman í rekstri og þar með þjónustu við íbúana. „Stefna sveitar- félaganna og sambandsins er skýr. Við teljum að breikka og styrkja þurfi tekjustofna sveitarfélaganna og það sé sanngirnismál að þau fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti. Jafnframt þarf að tryggja aukið fjár- magn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í sama tilgangi og tímabundnu árlegu 700 m.kr. framlagi er ætlað að gegna, en það framlag fellur að óbreyttu niður í lok árs 2008.“ Horfa verður á tækifærin Forsætisráðherra sagði einn helsta þröskuld þess að unnt væri að færa viðamikil verkefni til sveitarfé- laga vera smæð þeirra en einungis rúmur þriðjungur þeirra hefur fleiri en eitt þúsund íbúa. Hann bætti því hins vegar við að nauðsynlegt væri að víkja umræðunni frá þeim veik- leikum sem fylgja fámennustu sveit- arfélögunum og horfa á tækifærin sem eru til staðar. „Þannig má hugsa sér að fela stærstu sveitarfélögum í hverjum landshluta að þjónusta hin minni. Slíkt fyrirkomulag þekkist er- lendis þótt það eigi sér ekki fordæmi að neinu marki hér á landi,“ sagði ráðherra og einnig að þjónustusvæð- in myndu þá miðast við fyrirfram skilgreindan íbúafjölda og sam- gönguaðstæður í stað þess að miðast við sveitarfélagamörk. Geir sagði umræður um frekari flutning verkefna hafa verið til um- ræðu frá flutningi grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 og hefðu þær einkum lotið að málefnum aldraðra og fatlaðra. „Ég er sammála þeim sjónarmiðum að ýmis nærþjónusta, eins og þjónusta við aldraða og fatl- aða, sé betur komin hjá sveitarfélög- um en ríki.“ Byggingaréttur aðeins seldur einu sinni Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs SÍS, greindi m.a. frá afkomu sveitarfé- laga árið 2005. Hann benti á þá at- hyglisverðu staðreynd að rekstrar- afgangur þeirra í heild hefði verið 4,9 milljarðar og hagnaður sveitarfélaga af sölu rekstrarfjármuna, sem fyrst og fremst er sala lands og bygg- ingarréttar, hefði einnig verið 4,9 milljarðar á árinu. „Þannig að sá af- gangur sem sveitarfélögin sýna reikningslega kemur þaðan. Það segir okkur í fyrsta lagi að þetta er ein hlið á þeirri miklu þenslu sem verið hefur og aukinni eftirspurn sem hefur átt sér stað eftir landi og byggingarrétti á landi á suðvestur- horninu fyrst og fremst. En í annan stað má ekki gleyma því að bygging- arréttur er aðeins seldur einu sinni. Ef kreppir að og búið er að selja byggingarréttinn eða eftirspurnin minnkar, þá er afkoma sveitarfélag- anna, þó við tökum landið í heild sinni, ekki svo sérstaklega góð ef við miðum við hina hefðbundnu tekju- stofna sem sveitarfélögin byggja sinn daglega rekstur á. Þau ganga þá braut ekki eilíflega að selja land og byggingarrétt til að hafa borð fyrir báru.“ Gunnlaugur sagði einnig að þrátt fyrir að mörg sveitarfélög stæðu vel væri staðan hjá öðrum þröng. „Við sjáum að það er um tæpur fjórðung- ur sveitarfélaga sem á ekki fyrir út- lögðum kostnaði, þ.e.a.s. að þau fjár- magna launagreiðslur og annan breytilegan kostnað með fjármagns- tekjum eða með lántöku.“ Áframhaldandi sameiningu þarf til að styrkja sveitarfélög frekar Morgunblaðið/Ásdís Áhugi Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar, á ráðstefnunni. Í HNOTSKURN »Fjármálaráðstefnu Sam-bands íslenskra sveitarfé- laga sitja um 350 þátttak- endur alls staðar að af landinu. »Mikið var rætt um mis-jafna fjárhagsstöðu sveit- arfélaganna og kom meðal annars fram að sum þeirra hefðu notið þenslu efnahags- lífsins en önnur ættu í miklum og alvarlegum fjárhagserf- iðleikum. Tæpur fjórðungur sveitarfélaga á ekki fyrir útlögðum kostnaði Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is YFIRSTANDANDI loftslagsbreyt- ingar eru eitt stærsta verkefnið sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Afleiðingar þeirra geta orðið mjög alvarlegar og því verður að bregð- ast við tafarlaust af krafti, sagði Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra meðal ann- ars í ræðu á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi í Kenía. Umhverfisráðherra sagði það lyk- ilatriði í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar að dregið yrði úr notkun jarð- efnaeldsneytis við orkuframleiðslu. Þá yrði að tryggja að loftslagsbreyt- ingar yrðu hafðar til hliðsjónar í stefnumótun, einkum á sviði sam- gangna, skipulags og landnýtingar. Þátttaka fjármálastofnana og ann- arra einkafyrirtækja væri einnig nauðsynleg ef árangur ætti að nást. Hún sagði einnig að það væri skoðun íslenskra stjórnvalda að hefja þyrfti yfirgripsmikla endurskoðun á Kýótó- sáttmálanum og að allar þjóðir heims yrðu að grípa til hertra aðgerða. Jónína Bjartmarz Loftslagið stærsta verkefnið KEPPNI um tit- ilinn sterkasti maður í heimi hefst á mánudag, en forkeppni mun fara fram þann dag í álveri Alcan í Straumsvík. 24 keppendur munu keppa um að komast í úrslit í keppninni, en þar á meðal eru þeir Benedikt Magnús- son, Stefán Sölvi Pétursson og Georg Ögmundsson. Mótið er að þessu sinni haldið hér á landi til heiðurs minningu Jóns Páls Sigmarssonar sem var frum- kvöðull kraftaíþróttarinnar hér á landi og hlaut titilinn sterkasti mað- ur í heimi fjórum sinnum í röð. Sterkasti maðurinn Jón Páll Sigmarsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.