Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lilja SigríðurHafliðadóttir fæddist í Bolunga- vík 6. desember 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 9. nóvember 2006. Foreldrar hennar voru Sigríður Bach- mann Jónsdóttir húsmóðir, frá Steinsholti í Borgarfirði, f. 23. ágúst 1891, d. 9. desember 1972, og Guttormur Andrésson arkitekt, f. 13. september 1896, d. 1. apríl 1958. Sigríður giftist Hafliða S. Bjarnasyni, sútunarmeistara, frá Skálavík f. 9. október 1892, d. 11. mars 1970 en hann ættleiddi Lilju. Hálfbræður Lilju voru Egill, f. 15. apríl 1923, d. 16. september 1988, og Halldór, f. 16. apríl 1928, d. 6. mars 1987. Hinn 10. október 1942 giftist Lilja Ragnari Kjærnested stýri- manni, f. 25. ágúst 1918, en hann fórst með Goðafossi 10. nóvember 1944. Ragnar og Lilja eignuðust einn son, Ragnar Kærnested flug- virkja f. 1. apríl 1945, eiginkona hans er Sigrún Ólafsdóttir kenn- ari f. 13. desember 1950. Börn þeirra eru 1) Bylgja Kærnested hjúkrunarfræðingur, f. 5. ágúst 1973, gift Gizuri Bergsteinssyni hér- aðsdómslögmanni. Börn þeirra eru Þórunn María, f. 15. desember 1996, Bergsteinn, f. 9. október 2001, og Ólafur Árni, f. 4. september 2006. 2) Örvar Kærnested viðskiptafræðingur, f. 13. júlí 1976. Kona hans er Harpa Ævarsdóttir, flug- freyja, f. 14. febrúar 1976. Börn þeirra eru Ragnar Snær, f. 17. mars 1997, Ævar, f. 3. júlí 2002, og Eva, f. 21. júlí 2005. 3) Dröfn Kærnested lögfræðing- ur, f. 22. september 1981. Maður hennar er Kristinn Guðjónsson verkfræðingur, f. 3. janúar 1981. Í ágúst 1955 giftist Lilja Jóni S. Elíassyni verslunarstjóra f. 19. febrúar 1930, d. 21. október 1983. Sambýlismaður Lilju er Óttar Októsson verslunarmaður, f. 5. janúar 1936. Lilja vann mestan hluta starfs- ævi sinnar við verslunarstörf. Hún var mjög listræn og vann ár- um saman við að sauma út í flíkur fyrir fyrirtæki í Reykjavík. Útför Lilju verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku ástin mín, hún Lilja, er horfin til fegurri heima. Lilja Haf- liðadóttir lést að kvöldi 9. nóvember sl. Ein af hinum elskulegu hjúkr- unarfræðingum á hjúkrunarheim- ilinu að Droplaugarstöðum hringdi og tilkynnti mér að Lilja væri að deyja. Þó að ég vissi að hverju stefndi síðustu dagana, var þetta samt eins og reiðarslag. Við Lilja kynntumst fyrir tuttugu árum eða í nóvember 1986 í ferða- lagi á vegum Oddfellowstúkunnar Þórsteins sem ég er bróðir í, en hún var ekkja Oddfellow bróður míns, Jóns S. Elíassonar. Lilja var lífsglöð og laðaði fólk að sér, en einnig mikill listamaður eins og sjá má af því sem hún hefur gert. Eftir hana liggur mikið verk, svo ótrúlegt má teljast. Hún málaði á postulín, heilt matarstell, fjöldann allan af veggplöttum, skálum, ösku- bökkum, vösum og lömpum af öllum stærðum. Einnig málaði hún olíu- málverk mest af blómum en einnig af landslagi. En þetta var ekki nóg, hún var líka mikil hannyrðakona, saumaði stór og lítil veggteppi og bakhlið á fjölda handspegla, sem saumað var með mjög litlu spori (petidpong) auk þess rýjaði hún stór gólfteppi sem hún teiknaði sjálf munstrið að. Hún var í eðli sínu mikill hönnuður, sem sjá má af öllum þeim fjölda af fatnaði sem hún hannaði og saum- aði á sig. En hin frjóa hugsun hennar skóp hina ótrúlegustu nytjahluti sem hún bjó til, saumaði og bróderaði fyrir verslanir og einstaklinga. En líf hennar var ekki þrauta- laust, hún giftist æskuástinni sinni, Ragnari M. Kjernested stýrimanni hjá Eimskip 1942 en hann fórst með Goðafossi 1944, en þá var hún ófrísk að Ragnari syni sínum. En Lilja gafst ekki upp, hún vann hin ýmsu verslunarstörf sem einstæð móðir. Árið 1955 giftist hún síðan Jóni S. Elíassyni en hann dó 1983. Við áttum saman tuttugu yndis- leg ár, þar sem við ferðuðumst mik- ið, bæði innan lands og utan til hinna ólíkustu landa og áttum þar margar eftirminnilegar stundir. Það var mér mikil gæfa að kynnast Lilju og hún gjörbreytti raunveru- lega lífi mínu. Lilja, ástin mín, takk fyrir allar hinar fjölmörgu yndis- legu stundir sem við áttum saman innan lands sem utan. Ég fæ aldrei fullþakkað fyrir þá gæfu að kynnast þér og öll þau tuttugu ár sem við áttum saman. Þú lentir síðustu árin í veikindum sem tóku þig út úr lífs- ins erli og fórst á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði snemma árs 2005 og vil ég þakka öllu því góða fólki sem þar annaðist þig frábærlega allt til síðustu stundar af mikilli hlýju og elskusemi. En nú hafa öll þín mein verið læknuð og þú horfið til fegurri heima. Ég vil votta Ragnari og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Guð veri með þér og varðveiti um alla tíð. Okkar leiðir lágu saman, á lífsins fögru braut. Við höfðum gleði og gaman, uns Guð líknaði þinni þraut. Þín frjóa hugsun færði þér eitt fagurt líf að skapa. Að hanna, mála og sauma hér, eitt heimili, til að taka. Við áttum saman yndisleg ár, um áratugi tvo. Nú felli ég nokkur fögur tár og finn, ég sakna þín svo. Óttar Októsson. Ástkær amma mín Lilja Hafliða- dóttir er fallin frá. Aðeins 28 ára gömul missti hún eiginmann sinn, Ragnar Kjærnested stýrimann, sem fórst með flutningaskipinu Goðafossi við strendur Íslands. Á þeim tíma áttu þau von á barni og eignaðist amma föður minn, Ragnar Kærnested, tæplega hálfu ári síðar. Amma lærði því snemma að standa á eigin fótum. Amma giftist síðar Jóni Elíassyni verslunarstjóra, sem gekk föður mínum í föður stað. Ömmu og Jóni varð ekki barna auð- ið, en við systkinin komum tíðum á heimili þeirra í Eskihlíðinni þar sem okkur var alltaf vel tekið enda amma einstaklega umhyggjusöm og gestrisin. Margar góðar minningar um ánægjulegar stundir sem amma og Jón, eða afi Nonni eins og hann var kallaður, veittu mér og systk- inum mínum koma upp í hugann. Berjaferð á Vestfjörðum, sundferð- ir og hádegisverður á Hótel Loft- leiðum. Þegar ég hugsa til ömmu sé ég fyrir mér geislandi, drífandi og sérstaklega duglega konu. Hún hugsaði vel um heilsuna, bæði gekk og synti daglega enda mjög heilsu- hraust framan af ævi sinni. Við systkinin fórum oft í sund með ömmu og afa. Þar var fyrir hópur kvenna með glæsilegar sundhettur sem allar voru saumaðar af ömmu. Amma vann alla tíð við verslunar- störf. Hún var mjög fjölhæf, sérlega listræn og mikill fagurkeri. Hún virkjaði listahæfileika sína á mörg- um sviðum og sat sjaldan auðum höndum. Eftir hana liggja margir ómetanlegir munir, svo sem út- saumsteppi, handmálaðir postulíns- munir, málverk og svo mætti lengi telja. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af miklum mynd- arskap og alúð. Síðustu árin var heilsa ömmu bágborin. Hún hafði þó alla tíð notið lífsins, ferðast mik- ið og stundað mikla útivist. Þó sökn- uður og tóm ríki í hjarta mínu veit ég að hvíldin var ömmu kærkomin. Ég kveð þig, amma mín, og þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú gafst mér, systkinum mínum og fjölskyldum okkar. Þú varst góð amma. Hvíl þú í friði. Þín Bylgja Elsku amma Lilja, ég kveð þig nú með söknuði. Þegar ég hugsa til baka um liðnar stundir eru margar góðar minning- ar sem skjóta upp kollinum. Það er mér ofarlega í huga allt dótið sem þú áttir og gaman var að gramsa í, máta kjóla, skartgripi og skó. Þú hafðir ætíð mikinn áhuga á tísku, bæði fatatísku og skótísku. Þú áttir ekki orð yfir og hneykslaðist mikið á skótísku unga fólksins þegar ég var unglingur og allir gengu í skóm með þykkum botni. Þér fannst til háborinnar skammar að ungar kon- ur klæddust ekki dömulegri skóm. Þær voru ófáar ferðirnar sem mað- ur gerði sér í Kringluna þar sem þú starfaðir í tískuvöruverslun, og ekki skemmdi fyrir að þú laumaðir gjarnan að mér pening sem ég eyddi iðulega í vitleysu. Þú varst mikil listakona og snillingur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var að mála olíu- málverk, útsaumur eða matargerð. Við systur fórum gjarnan í fata- skápinn þinn fyrir árshátíðir og fengum lánaða kjóla og enginn ann- ar í heiminum átti eins, enda gerðir af þér frá a til ö. Kjólarnir vöktu ætíð mikla lukku enda listaverk hver fyrir sig. Þessar minningar eru einungis brot af þeim frábæru stundum sem ég átti með þér og því kveð ég þig með söknuði en þó þakklæti yfir að hafa átt þig sem ömmu og þakklæti yfir því að þjáningum þínum sé loks lokið. Þín Dröfn. Höfðinginn hún Dúdú frænka er látin. Okkur langar til að minnast hennar sem hafði svo mikil áhrif á bernsku okkar en hún var stóra systir pabba, sem leit alla tíð upp til hennar. Var mjög kært með þeim systkinum og umgengust þau mikið, ekki síst þar sem afi Hafliði og amma Sigga bjuggu hjá þeim Jóni á þeim tíma og svo líka síðar þar til pabbi lést 1987. Eftir það dró úr samskiptum, við frændsystkinin komin með okkar fjölskyldur hvert og leiðtogarnir, þau systkinin, ekki til að leiða hópinn lengur. En minn- ingin um elskulega frænku lifir. Pabbi kallaði hana alltaf Dúdú og er okkur það því tamast. Hún var orkubolti og sífellt að, ávallt í góðu skapi og jákvæð. Lifði lífinu lifandi fram í háa elli og var góð fyrirmynd. Hún ferðaðist mikið fótgangandi, létt og keik í fasi og ávallt hin glæsilegasta í klæðaburði og bar sig vel. Tók sig til og lærði að synda á miðjum aldri og stundaði síðan daglega laugarnar á meðan heilsan leyfði. Gaman var að heyra pabba segja frá þessu með stolti, en hann var sundmaður frá unga aldri og hafði aldrei skilið vatnshræðslu systur sinnar. Hvergi voru flottari veislur en hjá Dúdú og voru þær sífellt til- hlökkunarefni. Ekki síst jólaboðin. Hvað skyldi hún hafa að þessu sinni? Konfektsínuna, útlenskt sæl- gæti, nýjar skreytingar, nýja rétti eða eitthvað með líkjör? Það fannst okkur krökkunum verst. Hún bjó til heimsins flottustu kökur og eftir- rétti og maður skóflaði á diskinn en gat svo ekki borðað því það var bragðbætt með sherry eða ein- Lilja Sigríður Hafliðadóttir✝ Okkar elskulegi og ástkæri GUÐMUNDUR INGI ÓLAFSSON, Hólabraut 14, Skagaströnd, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðviku- daginn 8. nóvember, verður jarðsunginn frá Hóla- neskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 18. nóvem- ber kl. 14.00 Ólafur R. Ingibjörnsson, Hrönn Árnadóttir, Árný Guðrún Ólafsdóttir, Haraldur Friðriksson, Rebekka Laufey Ólafsdóttir, Ari Þór Guðmannsson, Brynjar Max Ólafsson, Ingibjörn Hallbertsson. ✝ Elskuleg systir mín, mágkona og móðursystir okkar, JÓDÍS SNORRADÓTTIR, áður Leifsgötu 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 18. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Jónsdóttir, Hafsteinn Hólm og systrabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Höskuldarvöllum 17, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardag- inn 18. nóvember kl. 14.00. Sigurður Kristjánsson, Guðbjörg S. Gísladóttir, Sigurður Guðjónsson, Guðmundur M. Sigurðsson, Edda Auðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Róbert Vogt, María Þ. Sigurðardóttir, Gísli G. Gíslason, Magnús Jenni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR GUÐRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Brekkuhúsi 1, Hjalteyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Skjaldar- vík fyrir einstaka umönnun og ómetanlegan stuðn- ing og hlýju. Karl Sigurðsson, Stefán Karlsson, Nína Guðmunda Ingvarsdóttir, Sigurbjörn Karlsson, Sigurður Karlsson, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Anna Jóna Karlsdóttir, Aðalbjörn Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN I. W. JÖRGENSEN, Öldugötu 9, Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH Landakoti laugardaginn 11. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Íslands. Stefanía G. Snorradóttir, Sigrún S. Snorradóttir, Snorri J. Snorrason, Sigrún Alda Jensdóttir, Carsten J. Kristinsson, Bryndís Bragadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.