Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 45
hverju fyrir fullorðna, sem okkur krökkunum fannst vont. – Gaman, ef hægt væri að smakka nú. Hún var listakokkur og -skreyt- ingarmaður og frábær heim að sækja. Það fengu þau að reyna þýsku tengdaforeldrar Lilju sem tóku Dúdú í dýrlingatölu strax í upphafi. Hún knúsaði þau við fyrstu kynni, nokkuð sem ekki er alvana- legt í þeirra ranni og þar með var ísinn brotinn. Þau féllu alveg fyrir henni og þótt hún talaði ekki þýsku og þau ekki ensku töluðu þau saman með handahreyfingum og bara hvert á sínu máli og skemmtu sér konunglega þegar þau hittust. Senda þau innilegar samúðarkveðj- ur til ástvina Dúdúar. Í gamla daga átti hún bródering- arvél sem hún bróderaði lykkju- sporamynstur með og hafði silki- pappír á milli, sem við fengum stundum að hjálpa til við að pilla burt ef við vönduðum okkur. Meðal annars bróderaði hún pilsið og slóð- ann á brúðarkjólnum sem við syst- urnar giftum okkur í og þykir ein- hver flottasti brúðarkjóll sem sést hefur. Hún festi perlur og steina inn í mynstrin þannig að það glitti á. Svo rifjast líka upp öll flottu rýja- teppin, petit-point myndirnar, olíu- myndirnar og postulínshlutirnir sem hún gerði og gaf í gjafir. Líka fallega matar- og kaffistellið sem hún málaði með natni með alls kyns myndum eftir því sem við átti og í stíl við listrænan smekk. Hún gerði allt vel sem hún gerði, fannst ekki taka því að gera það öðruvísi. Við Hulda, Lilja og Hafliði Hall- dórsbörn sendum innilegar samúð- arkveðjur til Óttars, Ragnars og fjölskyldu. Minningin lifir. Hulda Halldórsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elskuleg mágkona mín Lilja kvaddi þennan heim fimmtudags- kvöldið 9. nóvember. Hún hefur ef- laust verið södd lífdaga eftir eins og hálfs árs dvöl á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, en þar reyndist allt starfsfólkið henni vel og var un- un að sjá hve fín hún var hjá þeim. Fyrstu kynni mín af Lilju voru fyrir tuttugu árum, er eldri bróðir minn kynnti hana fyrir okkur og fjölskyldunni. Frá fyrsta degi féll okkur vel við hana og það var eins og hún hefði alltaf tilheyrt fjöl- skyldunni. Lilja var átján árum eldri en Ótt- ar bróðir, en við fundum engan ald- ursmun á þeim. Þau báru mikla virðingu fyrir hvort öðru og sam- band þeirra var yndislegt. Lilja var einstaklega falleg kona bæði innst sem yst. Hún hafði yndi af að klæða sig vel og var alltaf glæsileg. Það voru nokkur símtölin sem ég fékk, þar sem hún var í vafa um hverju hún ætti að klæðast við þetta eða hitt tækifærið, og þótti mér afar vænt um að hjálpa henni með valið. Lilja var mikil listakona og hönnuður. Hún saumaði kjóla og bróderaði í þá, málaði heilu stellin, lampa og vasa, málaði myndir og hannaði og saumaði veggteppi. Margt af þessum munum prýða hennar fallega heimili í Eskihlíð. Óttar og Lilja ferðuðust mikið með- an heilsa hennar leyfði. Aðallega var farið til Spánar eða Ameríku og oftast með vinafólki sínu. Við Einar eigum góðar minningar frá ferð með þeim til Flórída. Ég held að það hafi rignt meiripart ferðarinnar en við Lilja létum það ekki á okkur fá og eyddum dögunum í mollunum. Lilju fannst við hjónin vera alltaf á ferðalögum og sagði oft við mig þegar ég hringdi í hana „ertu að koma, eða ertu að fara“. Ég get ekki annað en hælt Óttari bróður hve vel hann hugsaði um Lilju eftir að hún veiktist á meðan hún var heima. Eftir að hún fór á dvalarheimilið fór hann á hverjum degi og sat hjá henni. Þó að erfitt hafi verið að skilja hvað hún sagði, náðu þau samt sambandi við hvort annað með því að haldast í hendur. Ég veit að missir Óttars er mikill. Nú er hún Lilja mín lögð upp í sitt síðasta ferðalag héðan af jörðu. Ég bið algóðan guð að vernda hana. Elsku Óttar minn, Ragnar, Sig- rún, Bylgja, Örvar, Dröfn og fjöl- skyldur, megi góður guð halda verndarhendi yfir ykkur og milda hjá ykkur sorgina. Ólöf Októsdóttir. Góð sambýliskona okkar hefur kvatt þennan heim. Lilja Hafliða- dóttir var einn af frumbýlingum í Eskihlíð 8-a árið 1955 er fluttu inn í nýja blokk sem þá voru helst byggðar. Mikið verk var framundan hjá öllum íbúðareigendum við að ganga frá eigninni að innan og utan. Vann hver íbúðareigandi hörðum höndum við að fullgera eign sína sjálfir, þá voru lán mjög takmörkuð. Lilja sagði eitt sinn í gamni að hún hefði fjármagnað sína íbúð að mestu með heklunálinni. Góð kynni tókust með fólkinu þar sem áhugamálin voru þau sömu og allt samkomulag einstaklega gott. Þegar að lóðinni kom lenti það mest á mönnum okkar að keyra mold, hreinsa steina og sá fyrir grasi. Seinna var trjám plantað og var Lilja í essinu sínu við að skapa og skipuleggja sólbaðskot og blómabeð, hún var hamhleypa til allra verka, einstakur fagurkeri á alla hluti jafnt inni sem úti. Hvað sem hún hönd á festi varð að listaverki, málverk, postulín, teppahnýting og allt sem nöfnum tjáir að nefna lék í höndum hennar. Fleiri kosti hafði hún, hún kunni hvorki að nöldra eða finna að hjá öðrum hún bara lagfærði eða þreif sjálf ef einhverju var ábótavant í húsinu en dáðist að og þakkaði allt hjá öðrum enda skapaðist sterk væntumþykja hjá okkur öllum, hverju til annars sem aldrei mun rofna. Þung áföll fékk hún samt í sínu lífi eins og margir. Nýgift missti hún mann sinn í Goðafoss-slysinu mikla, þá ófrísk að syni sínum sem ber nafn föður síns, sem hann aldrei sá, og er sami ljúflingurinn. Þá missti hún líka seinni mann sinn Jón Elíasson úr hjartaáfalli 1983 eftir nær 30 ára sambúð. Mann sem var hvers manns hugljúfi sem alltaf var tilbúinn til allra verka og áttum við honum mikið að þakka því eins og Lilja var hann fyrstur út ef eitt- hvað átti að gera í sameigninni. Foreldrar Lilju voru líka til heim- ilis hjá þeim fram á gamals aldur að þau fluttu á Hrafnistu. Í lokin, eftir að Jón Elíasson, dó varð mikið tóm- leiki hjá henni einni í íbúð sinni en hún harkaði af sér og vann af kappi við verslunarstörf hjá vinkonum sínum sem ráku kvenfatabúðina Dídó. Fyrst á Hverfisgötunni og svo í Kringlunni, það átti vel við hana. Svo skeði það fyrir nokkrum ár- um að hún vann stærsta vinning sinn í lífsins happadrætti, sem var vinurinn Óttar Októsson, sem bjó með henni „góðu síðustu árin henn- ar“ með fallegu umvafi hlýleikans og annaðist hana veika með sér- stakri umhyggju hvern einasta dag. Hann á heiður skilinn. Kristín og Einar. Nú hefur Liljan okkar fengið hvíldina. Við söknum hennar úr hópnum okkar. Í tugi ára hefur það verið viðtekin venja nokkurra kvenna að hittast hvern virkan dag í sundlaugunum í Laugardal kl. 8 að morgni. Lilja var ein af þeim. Hún var aldursforset- inn í hópnum en yngst í andanum. Við dáðumst að henni þegar hún hnarreist og fjaðurmögnuð tók sinn göngutúr umhverfis laugina eftir sundsprettinn en það gerði hún hvernig sem viðraði, vetur, sumar, vor og haust. Við töluðum stundum um það hinar í hópnum að aldur hennar hlyti að vera tímaskekkja. Hún var dama fram í fingugóma, fíngerð og tíguleg, auk þess sem hún var listakona af guðs náð. Það lék bókstaflega allt í höndunum á henni. Hún var jafnvíg á fatasaum, útsaum og postulínsmálun. Lilja var höfðingi heim að sækja og sló oft upp veislu fyrir okkur sunddrottn- ingarnar. Á heimili hennar var okk- ur ekki í kot vísað. Veggina prýddu útsaumaðar myndir og glæsilegar veitingarnar voru bornar fram í handmáluðum postulínsstellum. Allt voru þetta listaverk sem hún hafði skapað. Lilja var ævinlega jákvæð, glöð og kát og ánægð með líf sitt og til- veruna, þrátt fyrir það að hún hefði fengið sinn skammt af lísins mót- læti. Slíkt bar hún aldrei á borð fyr- ir okkur. Hún sagði okkur alltaf að hún væri lukkunnar pamfíll og byrj- aði hún að tala um það eftir að hún hitti hann Óttar sinn, fyrir ná- kvæmlega tuttugu árum nú í nóv- ember. Ekki munum við það svo gjörla, þó að við vitum hitt, að hún var afskaplega hamingjusöm með honum Óttari sínum og sagði okkur að hann bæri sig á höndum sér og það hefur hann svo sannarlega sýnt á þeim tveimur og hálfa ári sem veikindin hafa bankað markvisst á dyr hennar. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Liljunnar okkar og vottum Óttari, Ragnari syni hennar og fjöl- skyldu einlæga samúð okkar. F.h. sunddrottninganna í Laug- ardalslauginni Sigríður Sigurbergsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 45 Mánudaginn 23. október yfirgaf Ingi- björg vinkona okkar þennan heim eins og hún lifði, í styrkri trú á Krist, æðru- laus og umvafin ástvinum sínum. Hún skilaði einstöku ævistarfi, langt umfram marga sem deyja í hárri elli eins og börnin hennar og barnabörn- in bera vitni um. Jafnt í einkalífi og í vinnu valdi hún að þjóna öðrum af álúð og kær- leika. Hún lifði fyrir fjölskyldu sína en Sævar og börnin voru miðjan í lífi hennar og það var ekkert sem hún vildi ekki gera fyrir þau. Hún hélt styrkri kærleikshendi utan um sína, einnig eftir að hún var sjálf orðin alvarlega veik. Börnin og barnabörnin voru alltaf velkomin og hún naut þess að hafa alla fjölskyld- una hjá sér hvenær sem færi gafst. Lengst af fór hún daglega til föður síns og sinnti honum af einstakri al- úð ekki síst eftir að móðir hennar féll frá og hann tapaði heilsu. Móðir hennar lést fyrir 18 árum eftir löng og erfið veikindi og Ingibjörg stóð Ingibjörg Gestsdóttir ✝ Ingibjörg Gests-dóttir fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 23. október síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 3. nóvember. eins og klettur við hlið hennar allt til enda. Ingibjörg var vina- mörg enda einstök í allri umgengni. Hún var sterk kona en hóg- vær og viðkvæm og alltaf með fullkomlega á hreinu hvað virki- lega skipti máli í lífinu. Við sjáum hana fyrir okkur glaða, rólega og yfirvegaða ýmist prjónandi peysur og húfur á barnabörn eða bjóðandi upp á dýrleg- ar hnallþórur. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur vinkonunum en mestur er þó missir eiginmanns, barna, tengdabarna, föður og bræðra. Hjónaband Ingi- bjargar og Sævars var afar farsælt og þau nutu samvistanna hvert við annað. Síðustu dagana hennar sást skýrt hve vel þeim hefur tekist upp- eldi barnanna. Ásta, Maja, Jónína og Gestur stóðu styrk með föður sínum, umvöfðu móður sína kærleika og hlýju og sýndu vel að þau eru mörg- um sömu eiginleikum gædd og hún. Þétt við hlið þeirra og af sama kær- leika stóðu makar þeirra. Við erum þess fullvissar að nú hef- ur einlæg trú hennar ræst og að hún dvelur sæl í náðarfaðmi Guðs. Megi ljúfar minningar um einstaka konu og kærleika hennar styrkja ástvini hennar alla tíð. Guðrún, Ingibjörg, Jóna, Hjördís og Kristín. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁLFHEIÐAR ÓLADÓTTUR, Garðatorgi 7, Garðabæ. Þórunn Kolbeinsdóttir, Gísli Jónsson, Þórdís Kolbeinsdóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Egill Kolbeinsson, Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ÓLAFS HAUKS HELGASONAR kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða og kær- leiksríka umönnun. Ágúst Hörður Helgason, Herdís Helgadóttir, Guðlaugur Helgason, Anna Helgadóttir, Pétur Baldursson, Hálfdán Helgason, Hjördís Magnúsdóttir, Gizur Ísleifur Helgason, Benedicte Atterdag Helgason. ✝ Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, PETRONELLU S. ÁRSÆLSDÓTTUR, (Ellu frá Fögrubrekku Vestmannaeyjum), sem jarðsungin var þriðjudaginn 7. nóvember sl. Börn hinnar látnu, Laufey, Birna, Kristján og Ásta Gunna Kristjánsbörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns, LEIFS JÓHANNESSONAR hárskera, Rauðagerði 20. Elín Jóhannesdóttir Arnholtz og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur hluttekningu vegna andláts ÁSTU JÓHÖNNU KRISTINSDÓTTUR frá Löndum, Dverghamri 11, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnun- arinnar í Vestmannaeyjum fyrir einstaka umönnun og hlýju. Garðar Sigurjónsson, Þórir Garðarsson, Þórunn Einarsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Sigrún Lilja Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.