Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 25
LANDIÐ
Þorlákshöfn | Sturla Böðvarsson
samgöngumálaráðherra klippti á
borða til að opna formlega nýja inn-
keyrslu til Þorlákshafnar. Gamla
innkeyrslan lá í gegnum hafnar- og
vinnslusvæði en nýja innkeyrslan
kemur inn í miðjan íbúðarkjarna og
verður hluti af nýjum miðbæ sem
senn verður reistur.
Vestan við innkeyrsluna er búið
að skipuleggja íbúðarbyggð en að
austanverðu verður verslun og
þjónusta. Ólafur Áki Ragnarsson,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss,
sagði að sér fyndist að þessi góði
áfangi sem verið væri að fagna nú
væri í hans huga hluti af Suður-
strandarveginum og nú væri lag að
þrýsta á ráðamenn um áframhald-
andi framkvæmdir.
Þessi vegarspotti er rétt um þrír
kílómetrar. Samgöngumálar-
áðherra sagði að erfitt væri að upp-
fylla óskir allra en tvöföldun Hellis-
heiðar væri auðvitað forgangsatriði
en fé til þeirrar framkvæmdar yrði
ekki tekið af öðru vegafé heldur
yrðu trúlega farnar nýjar leiðir við
fjármögnunina. Ekkert fé er til
framhalds á Suðurstrandarvegi
fyrr en árið 2008.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Opna nýja
innkeyrslu
Eftir Sigursvein Þórðarson
Vestmannaeyjar | Berglind Krist-
jánsdóttir glerlistakona valdi sér
óvenjulegan stað til að sýna verk sín,
fiskabúrin í Náttúrugripasafni Vest-
mannaeyja. Þar hafa verk hennar
verið undanfarna daga og standa
uppi um helgina.
Berglind hefur fengið verðskuld-
aða athygli fyrir glerlistaverk sín
sem hafa það einkenni að eiga ein-
hvern veginn alls staðar heima. Hún
nær líka að sameina nytjahluti og
verk sem bara hafa það hlutverk að
eiga að gleðja augað. Sem er í sjálfu
sér ekki lítið hlutverk og þar standa
verkin hennar Berglindar undir
væntingum.
Kristján átti hugmyndina
Berglind hefur haldið nokkrar sýn-
ingar á verkum sýnum og það gerði
hún um síðustu helgi, á Nótt safn-
anna. Þar fór hún alveg nýja leið í að
koma verkum sínum á framfæri. Það
hefði flestum þótt nóg að fá salinn,
sem geymir fiskasafnið í Náttúru-
gripasafninu, til umráða fyrir list sína
en Berglind sá möguleikann í sjálfum
fiskabúrunum. Þar sýndi hún verk
sín sem var vel við hæfi því mynd-
efnið sækir hún mikið til hafsins.
Það var skemmtilegt að sjá lista-
verkin inni í búrunum með sinni sér-
kennilegu birtu og voru þau eins og
eðlilegur hluti af því umhverfi sem
fiskunum er skapað í Fiskasafninu í
Eyjum. Það var stofnað um miðja síð-
ustu öld en þetta er örugglega í
fyrsta skipti sem það er notað á þenn-
an hátt í þágu listarinnar.
Berglind segir að hugmyndin sé
komin frá Kristjáni Egilssyni, for-
stöðumanni Náttúrugripasafnsins.
„Ég fór strax að viða að mér efni og
vinna verk sem gætu komið vel út í
búrunum og á safninu sjálfu,“ sagði
Berglind. Hún sagði að mikil vinna
hefði farið í að koma verkunum fyrir í
búrunum og það hafi verið mjög
vandasamt. „Fyrsta verkið brotnaði
og þar sem sum verkin eru sett sam-
an var ég hrædd um að þau færu í
sundur þegar þau blotnuðu en það
gerðist ekki. Þetta tók tíma en tókst
að lokum.“
Berglind sýnir um 50 verk í búr-
unum, þrjá gólflampa þar sem mynd-
efnið er sótt í hafið og þrjú veggljós.
„Ég hef fengið feikigóð viðbrögð og
sýningin hefur verið vel sótt en á
laugardag og sunnudag komu vel á
fjórða hundrað manns. Ég verð svo
með opið um næstu helgi,“ sagði
Berglind.
Listaverkin njóta sín
vel í fiskabúrunum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fyrir fólk og fiska Sýning Berglindar Kristjánsdóttur í fiskasafni Náttúru-
gripasafns Vestmannaeyja er líklega fyrsta sinnar tegundar.
Í HNOTSKURN
»Berglind Kristjánsdóttirsýnir 50 glerlistaverk í
fiskasafni Náttúrugripasafns
Vestmannaeyja.
»Verkin eru sett ofan ífiskabúrin og njóta sín þar
innan um fiskana í sérkenni-
legri birtu.
Grundarfjörður | Yfir 200 manns
þrammaði í sunnanstrekkingi og
kafaldshríð frá Fjölbrautaskóla
Snæfellinga um síðustu helgi, inn að
nýrri sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar
við austanverðan bæinn. Slík ganga
útheimti að sjálfsögðu töluverða
orku því gengið var mót sunnanvind-
inum og var því sannkölluð orku-
ganga.
Nýjasti flutningabíllinn
Það var Ragnar Haraldsson bif-
reiðastjóri og einn eigandi vöruflutn-
ingastöðvarinnar Ragnar og Ásgeir
ehf. sem dældi fyrstu dropunum á
nýjasta Volvovörubílinn í flotanum.
Orkan hafði heitið á félagsmiðstöð
unglinga, Eden, að greiða 500 kr.
fyrir hvern þann sem mætti í skrúð-
gönguna íklæddur einhverju bleiku.
Því varð einhverjum að orði að jafn-
vel í sumarveðri á þjóðhátíðardag-
inn, 17. júní, mættu ekki jafnmargir í
skrúðgöngu.
Á eftir var öllum viðstöddum boðið
í kakó og vöfflur í Samkomuhúsi
Grundfirðinga þar sem fram fóru
skemmtiatriði og kraftakeppni.
200 fögn-
uðu nýrri
Orkustöð
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Bakkafjörður | Óveður hefur verið á Aust-
urlandi undanfarna daga og sitthvað tekist
á loft í snörpum vindhviðum sem ætt hafa
niður úr fjallaskörðum og utan af sjó.
Þannig fauk tengdamömmubox séra
Brynhildar Óladóttur af bíl hennar og á haf
út á dögunum og eins og það væri ekki nóg
rifnaði vindauga á fjárhúsinu hjá henni upp
og hafnaði inni í hlöðu og hún og maður
hennar misstu bíl sinn út af í roki og krapa-
elg en engan sakaði. Segja Bakkfirðingar
tímabært að veðurguðirnir láti séra Bryn-
hildi nú í friði.
Heitapottslok inn um stofuglugga
Fleira hefur tekist á loft á Bakkafirði
þessa hvössu daga, svo sem þakplötur á
verslunarhúsi Kauptúns, hurðir á því sem
nefnt er Gamli bragginn og heitapottslok
sem fauk inn um stofuglugga. Víðar hefur
verið eitthvað um skemmdir í fjórðungnum,
m.a. varð nokkurt foktjón á Fáskrúðsfirði,
Djúpavogi og í Lóninu um liðna helgi.
Fundum og mannfögnuðum hefur víða ver-
ið aflýst, flugi seinkað og póstbílar hafa taf-
ist. Spáð er ofankomu og norðaustanátt
næstu daga.
Morgunblaðið/RAX
Hvassviðri Mávarnir fleyta sér í rokinu
sem verið hefur um land allt undanfarið.
Bílboxið
fauk á haf út
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Seyðisfjörður | Seyðisfjarðar-
kaupstað er skylt að veita aðgang
að samningum vegna virkjunar
Fjarðarár.
Hjörleifur Guttormsson óskaði
sl. sumar eftir að fá send eintök af
samningum milli Seyðisfjarð-
arkaupstaðar og Íslenskrar orku-
virkjunar ehf. í tengslum við fyr-
irhugaðar virkjanir í Fjarðará.
Þessari beiðni hafnaði bæjarráð
Seyðisfjarðar með vísan til 5.
greinar upplýsingalaga nr. 50/1996
og sagði það samdóma álit samn-
ingsaðila.
Fyrir hönd Hjörleifs kærði Atli
Gíslason hrl. synjun bæjarráðs til
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál og er niðurstaða hennar að
veita beri Hjörleifi sem kæranda
aðgang að umræddum samningum
í heild sinni. Segir Ólafur Sigurðs-
son, bæjarstjóri á Seyðisfirði, nið-
urstöðuna ekki koma á óvart, en
væntanlega þurfi ýmsir aðilar að
gera samninga sína opinbera í kjöl-
far niðurstöðu nefndarinnar. Hjör-
leifur telur úrskurðinn mikilvægan
fyrir aðra sem standi í álíka spor-
um.
Niðurstaðan
fordæmisgefandi
„Burtséð frá efni samninganna,
sem ég á auðvitað eftir að skoða,
hefur niðurstaðan heilmikla skír-
skotun í almennu samhengi og
hlýtur að vera fordæmisgefandi,“
segir Hjörleifur. „Þetta er mjög
hreinn úrskurður, þ.e. maður gat
búist við að ég fengi að sjá ein-
hvern hluta af þessu og kannski
yrði strikað yfir upphæðir, en það
er ekki. Samningurinn afhendist í
heild sinni og það er mikils virði.“
Í forsendum úrskurðarnefnd-
arinnar kemur m.a. fram að upp-
lýsingar af þeim toga sem fram
koma í samningum aðila geti varð-
að fjárhags- eða viðskiptahags-
muni þeirra. Nefndin segir hins
vegar að þegar tekið sé mið af þeim
ríku almannahagsmunum sem séu
tengdir því að almenningur eigi
kost á að fá upplýsingar um ráð-
stöfun opinberra eigna sé ekki eðli-
legt að þessar upplýsingar fari
leynt.
„Úrskurðurinn er ítarlega rök-
studdur og afar fróðlegur með til-
liti til túlkunar nefndarinnar, ekki
síst á 5. gr. upplýsingalaga sem
fjallar um takmarkanir á upplýs-
ingarétti vegna einkahagsmuna,“
segir Hjörleifur. Segir á kynning-
arvef forsætisráðuneytisins að úr-
skurðir nefndarinnar séu end-
anlegir og verði ekki skotið annað
innan stjórnsýslunnar.
Hluti af samningnum fjallar um
vatnsréttindi Seyðisfjarðarkaup-
staðar og má telja líklegt að þeim
er velta fyrir sér virði vatnsrétt-
inda þyki hann forvitnilegur.
Fleiri að opinbera samninga
Hjörleifur segir niðurstöðu úrskurðarnefndar setja fordæmi
Ljósmynd/Einar Bragi Bragason
Virkjað Heiðarvatn á Fjarðarheiði verður uppistöðulón í Fjarðarárvirkjun.
Í HNOTSKURN
»Seyðisfjarðarkaupstað erskylt að opinbera heild-
arsamninga sína og Íslenskr-
ar orkuvirkjunar ehf. um
fyrirhugaðar virkjanir í
Fjarðará.
»Hjörleifur Guttormssonstóð fyrir því að fá samn-
inginn gerðan opinberan
segir úrskurðinn mikilvægan
fyrir aðra í sömu sporum og
fordæmisgefandi.
AUSTURLAND