Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STIGIÐ ÚR SKÚMASKOTI Fjármál stjórnmálaflokkannahafa lengi verið í dimmuskúmaskoti og löngu tíma- bært að reglur séu settar þar um og þau dregin fram í dagsljósið. Það eykur trúverðugleika flokkanna og þeirra sem starfa að stjórnmálum og treystir þannig stoðir lýðræðisins. Búist er við að þverpólitísk nefnd sem vinnur að gerð frumvarps um lagalega umgjörð stjórnmálastarf- semi á Íslandi ljúki störfum í næstu viku og að frumvarpið fari til með- ferðar þingflokka . Mikilvægt er að loksins takist sam- staða um ramma í þessum efnum. Og auðvitað er það meira en sjálfsagt að stjórnmálaflokkar lúti uppgjörs- reglum, að bókhald þeirra sé endur- skoðað af löggiltum endurskoðend- um, kveðið sé á um upplýsingaskyldu um lykiltölur og að ríkisendurskoð- andi verði yfirskoðunarmaður bók- halds stjórnmálaflokkanna. Það er athyglisvert að samkvæmt tillögunum mega fjárframlög frá lög- aðilum til stjórnmálaflokka og ein- staklinga í prófkjörum að hámarki vera 300 þúsund krónur og sama máli gegnir um framlög frá einstakling- um. Framlög lögaðila verða birting- arskyld en ekki frá einstaklingum. Lagt er til að sömu reglur gildi um framlög lögaðila og einstaklinga til frambjóðenda til forsetaembættisins. Ef tillögurnar verða að lögum, og þær hafa raunar fengið jákvæðar undirtektir hjá formönnum stjórn- málaflokkanna, er stigið skref í rétta átt. Með þaki á framlög í prófkjörs- baráttu er dregið úr líkum á því að einstaklingar sem sækjast eftir ábyrgð í stjórnmálum séu nánast á framfæri fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja, jafnvel í vasanum á þeim, eins og stundum er komist að orði. Til þess að mæta þessu er gert ráð fyrir því, að norrænni fyrirmynd, að sveitarfélög veiti styrki til stjórn- málastarfsemi og bent á að nauðsyn- legt verði fyrir hið opinbera að auka fjárframlög sín til stjórnmálaflokka til þess að þeir geti haldið uppi svip- aðri starfsemi og þeir gera í dag. Þá setur nefndin fram tillögur að reglum sem eru mismunandi eftir stærð kjördæma og fjölda á kjörskrá og fela það í sér að í stærstu og fjöl- mennustu kjördæmunum megi próf- kjörsbarátta hvers einstaklings að hámarki kosta 10 milljónir króna. Ástæða er til að setja spurningar- merki við þá fjárhæð, verði þetta nið- urstaða nefndarinnar. Kostnaður við dýrustu prófkjörsframboð í haust var álitinn um tíu milljónir, þar sem gengið var lengra en áður, t.d. hvað varðar auglýsingar og úthringingar. Ekki er á margra færi að afla slíkra fjármuna fyrir prófkjörsbaráttu og margir munu staldra við áður en þeir hætta sér í slíka kostnaðargildru. Þess vegna er ekki verið að jafna leik- inn með svo háu þaki heldur viðhalda ójöfnuði milli fólks sem vill láta að sér kveða í stjórnmálum. Eru flokkarnir að kinoka sér við að stíga skrefið til fulls úr skúmaskotinu? BYGGÐASTEFNA Á MARKAÐSFORSENDUM Þingmenn úr öllum flokkum hvöttutil þess í umræðum á Alþingi í fyrradag að flugbraut Akureyrar- flugvallar yrði lengd og aðflugsskil- yrði á vellinum bætt. Þessar umræð- ur fóru fram í framhaldi af fréttum um að flugfélagið Iceland Express hygðist hætta millilandaflugi að vetr- arlagi til og frá Akureyri vegna þess að aðstöðunni á flugvellinum væri ábótavant. Það liggur fyrir að millilandaflug Iceland Express hefur mætt miklum velvilja norðanlands og austan, enda þótt það hafi stundum verið stopult vegna hinna erfiðu skilyrða. Auðvitað kunna Norðlendingar og Austfirðing- ar vel að meta að þurfa ekki að aka eða fljúga til Keflavíkur til að komast í millilandaflug. Í umræðunum á Alþingi var málið fyrst og fremst sett í samhengi við byggðastefnu; að jafna yrði aðstæður fólks úti á landi við það, sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki rétt að horfa á málið fyrst og fremst í því samhengi. Það verður aldrei hægt að jafna aðstöðu fólks að fullu í þessu efni og fráleitt að setja fram enn eitt mislukkað og óraunhæft byggða- stefnumarkmið um að alþjóðaflug- völlur eigi að vera í hverjum lands- fjórðungi. Þetta mál snýst fyrst og fremst um það, hvort markaður er fyrir milli- landaflug til og frá Akureyri. Eftir- spurnin frá fólki, sem býr í ökufæri við flugvöllinn, er augljóslega tals- verð. Enn meira máli skiptir þó sennilega hvort hægt er að selja flug- ferðir til Akureyrar í viðskiptalönd- um okkar; hvort erlendir ferðamenn eru tilbúnir að hafa höfuðstað Norð- urlands sem miðstöð og upphafs- punkt er þeir sækja Ísland heim. Það er augljóslega grundvöllur fyrir slíku á sumrin, en getur verið þyngra undir fæti á veturna að fylla flugvélar af út- lendum ferðamönnum. Þó er þetta líkast til fyrst og fremst spurning um frumkvæði og hug- myndaríka markaðssetningu ferða- þjónustu. Fyrst Finnar geta laðað tugi þúsunda ferðamanna til Lapp- lands í svartasta skammdeginu út á snjó og klaka, norðurljós og jóla- sveininn, ættu Íslendingar að geta slíkt hið sama. Ef hægt er að sýna fram á að mark- aður sé fyrir millilandaflug til og frá Akureyri, að það geti staðið undir sér og orðið ferðaþjónustu norðanlands og austan lyftistöng allt árið, er auð- vitað ekki spurning að svo lengi sem ríkisvaldið fer með rekstur og upp- byggingu flugvalla, á það að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar til að greiða fyrir þeim viðskiptum. Talið er að kostnaðurinn við þær fjárfesting- ar sé um 500 milljónir króna. Ef það leiðir jafnframt af sér að aðstöðu- munur fólks á suðvesturhorninu og á norðaustanverðu landinu verður jafnaður, er það gott. Mætti jafnvel kalla það árangursríka byggða- stefnu. Eftir Flóka Guðmundsson og Bergþóru Jónsdóttur Njörður P. Njarðvík veitti ígær viðtöku Verðlaun-um Jónasar Hallgríms-sonar 2006. Tók hann við verðlaununum úr höndum Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við hátíðlega athöfn í sal Hjallaskóla í Kópavogi. Verðlaun Jónasar Hallgrímsson- ar eru veitt á degi íslenskrar tungu ár hvert, 16. nóvember, sem jafn- framt er fæðingardagur Jónasar. Verðlaunin hlýtur einstaklingur sem þykir hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræði- störfum eða kennslu, og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðl- un til nýrrar kynslóðar. Er Njörður ellefti handhafi verðlaunanna frá upphafi en þau voru fyrst veitt skáldinu og grunnskólakennaran- um Vilborgu Dagbjartsdóttur árið 1996. Hefur áhyggjur af amerísku eftirhermufarsóttinni „Viðbrögð mín eru fyrst og fremst undrun,“ segir verðlauna- hafinn einlægur um hinn nýfengna heiður. „Ég átti ekkert von á þessu,“ heldur hann áfram en bætir við að auðvitað líti hann á verðlaun- in sem mikinn heiður. „Ég er stolt- ur af því að vera metinn þess virði að fá þesi verðlaun því þau eru nú kennd við mann sem okkur þykir vænt um … ennþá að minnsta kosti.“ Spurður hvort þessi síðustu orð megi skilja sem svo að hann beri kvíðboga fyrir framtíð íslenskrar tungu og bókmenntaarfs þjóðarinn- ar svarar hann bæði játandi og neit- andi. „Það er ýmislegt sem stendur vel og annað sem stendur illa. Ég hef ekki mestar áhyggjur af þágufalls- sýki eða erlendum slettum. Slettur sem slíkar eru tískufyrirbæri sem koma og fara. Hins vegar hef ég áhyggjur af því sem ég kalla stund- um amerísku eftirhermufarsóttina, þegar menn eru að nota amerísk orð í stað góðra og fullgildra orða sem fyrir eru og þá þegar mönnum finnst fínna að seilast til erlendra orða þegar til eru góð og gild orð. Ég hef líka áhyggjur af því hversu margt fjölmiðlafólk sýnir af sér skeytingarleysi og af skeyting- arleysi fólks almennt. Og ég hef líka miklar áhyggjur af minnkandi orða- forða,“ áréttar Njörður sem kennir m.a. minnkandi lestri og skorti á tengslum milli kynslóða um þessa óheillaþróun. Er íslenskt mál hugleikið Njörður P. Njarðvík á að baki langan og farsælan feril sem kenn- ari í íslenskum bókmenntum og rit- höfundur. Hann hefur auk þess skrifað kennslubækur um bók- menntir og beitt sér fyrir eflingu bókmennta innan skólanna með ýmsum hætti. Þá er Njörður mikils- virtur þýðandi og hefur á þeim vett- vangi einbeitt sér hvað helst að kynningu sænskra og finns mennta. Í gegnum tíðin hann einnig verið áberan ræðum um menningarmál. Njörður hefur gegnt ma um trúnaðarstörfum. Hann formaður framkvæmd Listahátíðar 1978–82 og f Rithöfundasambands Ísla árabil. Í dag er hann heið sambandsins. Í rökstuðningi ráðgjafa dags íslenskrar tungu til málaráðherrra segir m.a.: um sínum og skrifum hefur sýnt að íslenskt mál er hon leikið og að honum er vöndun þess. Hann hefur t málstað tungunnar með e og skýrum hætti og beitt sérstökum aðgerðum hen ingar og til að halda á loft m Jónasar Hallgrímssonar. H t.a.m. í fylkingarbrjósti þe stofnuðu til dags íslenskr fyrir rúmum áratug, með angri og vinsældum sem v um.“ Hefur talað fyrir málstað tungunn Njörður P. Njarðvík hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrím Morgunblað Jónasarverðlaun Njörður P. Njarðvík veitir verðlaununum viðt hátíðlega athöfn í Hjallaskóla á degi íslenskrar tungu. „ÞETTA er mjög kær- komið fyrir okkur og staðfesting á því sem okkur hefur grunað, að það sem við höfum verið að gera sé metið úti í þjóðfélaginu,“ sagði Sigurður H. Pálsson, formaður Hugleiks. „Þetta þýðir vonandi líka að fólk kunni að meta sérstöð- una í því sem við ger- um.“ Í rökstuðningi ráð- gjafarnefndar um við- urkenningar dagsins segir meðal annars: „Áhugaleikhópurinn Hugleikur hefur um árabil verið vettvangur nýsköpunar, spéspegla og skapandi útúrsnúninga gagnvart íslensku máli og klassískum bókmenntum. Hópurinn hefur starfað í 22 ár og er þar með elsti starfandi áhuga- leikhópur í Reykjavík. Athygli vekur að verkin sem Hugleikur setur á svið eru öll skrif- uð innan hópsins, þannig er hann þarft og merkt athvarf áhuga- manna um leikritaskrif og hvetj- andi vettvangur hópvinnu þar sem tungumálið er eitt helsta tjáning- artækið. Innan Hugleiks hefur og þróast sérstakur leikstíll þar sem áhugaleikararnir ýmist ýkja eða stíga út fyrir áhugamennskuna og gera hana þannig að rannsókn- arefni. Uppsetningar Hugleiks eru yfir eitt hundrað talsins og sum verkanna hafa verið tekin upp af öðrum leikfélögum. Þá hafa nokkrir höfundar fært sig upp á skaft atvinnu- mennskunnar eftir að hafa hlotið þjálfun í herbúðum Hugleiks. Hugleikur leitar gjarnan fanga í íslenskum þjóð- sagnaarfi og bók- menntum, en fylgist einnig með þjóð- málum í samtíma. Elja þessa áhugaleikhóps og samfella í starfi er til fyrirmyndar og sýn félaganna á íslenska tungu er bæði skapandi og smitandi.“ Spurður hvort það hafi verið erf- itt fyrir Hugleik að vinna ævinlega með orðið frá grunni, allt frá því að hugmynd fæðist, segir Sigurður það erfiða spurningu, Hugleikur hafi ekki reynslu af öðru. Hann seg- ir svo mikið víst að fyrir vikið kosti undirbúningur sýninga þeirra jafn- an meiri vinnu, en að margar hend- ur vinni létt verk. „Það er að minnsta kosti ljóst að þetta er geysilega skemmtilegt og þakklátt fyrir okkur að sjá verkin verða til frá a til ö í okkar höndum, allt frá hugmynd til fullbúinnar sýningar.“ Spéspegill og skapandi útúrsnúningur Sigurður H. Pálsson SIGRÚN Helgadóttir reiknifræðingur er formaður orða- nefndar Skýrslu- tæknifélags Íslands. „Þetta er mikill heið- ur og viðurkenning á starfi okkar í þrjátíu ár,“ segir Sigrún, en nefndin hefur gefið út fjórar útgáfur Tölvu- orðasafns. „Verk okkar felst í því að finna hvaða fyrirbæri það eru sem þurfa að fá íslensk heiti, finna skilgreiningar á þeim og mynda okkur svo skoðun á því hvað þau ætt heita. En það þarf líka að m upplýsingarnar, og það er öðru vísi en að gefa út hve orðabók.“ Í rökstuðningi ráðgjafa um viðurkenninguna segir „Árið 2005 kom út fjórð Tölvuorðasafns. Það hefur geyma 7700 íslensk heiti o 8500 ensk heiti á rúmlega hugtökum sem lúta að upp ingatækni og tölvunotkun eru um 30% fleiri hugtök e ustu útgáfu. Tölvuorðasaf rakstur af áratuga starfi o nefndarinnar. [...] Orðanefndarmenn hafa fjölbreytilega reynslu af tö notkun allt frá upphafsáru Óþægileg ensk orð í S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.