Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 50
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
SEX myndhöfundar eru tilnefndir til heið-
ursverðlauna Myndstefs, myndhöfundasjóðs
Íslands, sem verða afhent næstkomandi
þriðjudag. Þetta er í annað sinn sem heið-
ursverðlaunum Myndstefs er úthlutað en
þau eru veitt fyrir afburða framlag til
myndlistar, framúrskarandi myndverk eða
sýningu.
„Þótt þetta heiti heiðursverðlaun þá er
ekki verið að veita þau fyrir nokkurra ára-
tuga feril á einhverju sviði heldur er verið
að miða þau við þá myndhöfunda sem eru
að vinna í dag og hafa komið með athygl-
isvert framlag á seinustu árum,“ segir
Knútur Bruun, stjórnarformaður Myndstefs,
og bætir við að verðlaunin
séu ekki eingöngu fyrir
unnið verk heldur líka
uppörvun um framhald.
Úthluta eigin fé
Innan vébanda Mynd-
stefs eru á fjórtánda
hundrað manns í sex að-
ildarfélögum. „Verðlauna-
upphæðin nemur einni
milljón króna, Landsbanki Íslands leggur til
helminginn en hinn helmingurinn kemur úr
sjóðum Myndstefs,“ segir Knútur.
Aðspurður hvað sé frábrugðið með Sjón-
listaverðlaununum og heiðursverðlaunum
Myndstefs segir Knútur Sjónlistaverðlaunin
vera miklu víðtækari. „Þar er verið að veita
peninga sem ríkið og fleiri koma að, en við
erum að úthluta höfundum að hluta til
þeirra eigin peninga og það er stóri mun-
urinn.“
Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim
Valgerði Hauksdóttur myndlistarmanni,
Pétri Ármannssyni arkitekt og Björgólfi
Guðmundssyni stjórnarformanni Lands-
banka Íslands, valdi tilnefnda eftir ábend-
ingum frá aðildarfélögum Myndstefs og
velja þau líka sigurvegarann. Knútur segir
að þeim hafi þótt eðlilegra að láta einhverja
úr þeirra eigin hópi sitja í dómnefnd frekar
en aðkomandi fræðinga. „Grasrótin er að
veita sínu fólki verðlaun, okkur finnst vel
hafa til tekist með að velja í dómnefndina,
þar situr fólk með mikla yfirsýn og þekk-
ingu á þessu sviði.“
„Myndstefi vex fiskur um hrygg með
hverju árinu. Samtökin eru að stækka og ná
inn meiri tekjum og það er að vera meiri og
meiri viðurkenning á höfundarétti myndhöf-
unda í landinu. Við úthlutum líka verkefna-
og ferðastyrkjum á hverju ári. Það eru allt
peningar sem við erum að fá í greiðslu fyrir
höfundarétt og komum þeim út til höfund-
anna aftur með þessum hætti,“ segir Knút-
ur að lokum.
Forseti Íslands veitir heiðursverðlaun
Myndstefs við hátíðlega athöfn í Listasafni
Íslands á þriðjudaginn. Tilnefndir eru:
Andrés Kolbeinsson, ljósmyndari, Atli Hilm-
arsson grafískur hönnuður, Birgir Andr-
ésson myndlistarmaður, Rúrí myndlist-
armaður, Sigríður Sigurþórsdóttir arkitekt
og Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður.
Myndlist | Sex tilnefndir til heiðursverðlauna Myndstefs
Veitt fyrir athyglisvert framlag til listarinnar
Knútur Bruun
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
F
áir tónlistarmenn hafa vakið jafnmikla undr-
un og umtal hin síðustu ár og Sufjan Stev-
ens. Plata hans frá því í fyrra, Illinois (full-
ur titill: Sufjan Stevens invites you to:
Come on feel the Illinoise) toppaði fjöl-
marga árslista tónlistartímarita og hafa tónlistar-
áhugamenn fylgst grannt með hverju skrefi hans síðan.
Auk þess að vera í dýrlingatölu hjá jaðartónlist-
artímaritum er nafn hans farið að skjóta upp kolli æ oft-
ar í meginstraumnum, og ekki skrýtið, enda fátt ut-
angarðs eða skringilegt við sjálfa tónlistina, sem best
færi á að lýsa einfaldlega sem gríðarlega fallegri. Það er
engu upp á Sufjan logið og tónleikarnir sem hann heldur
í kvöld og annað kvöld ásamt fjögurra manna hljómsveit
óhikað einn af atburðum ársins í hérlendu tónlistarlífi.
Fylkin fimmtíu
Greinarhöfundur sá Sufjan Stevens á tónleikum í
Berlín í fyrrahaust.
Líkt og hér á landi lék hann í kirkju, en Sufjan sjálfur
fór þess á leit við tónleikahaldara hér á landi að honum
yrði útveguð kirkja til hljómleikahaldsins. Sufjan er afar
trúaður maður, en hvort hann er að leita eftir góðum
hljómburði eða nálægð hins heilaga anda veit ég ekki.
Tónleikarnir í Berlín fóru fram 19. október í Passion-
kirche, kirkju sem er nokkuð framþróuð hvað tónleika-
hald varðar þar sem það var bar í horninu. Það þótti Ís-
lendingnum skrítið.
Á þeim tónleikum var Stevens að fylgja Illinois eftir
og hafði sér til fulltingis sveitina The Illinoisemakers.
Skemmst frá að segja var uppsetning tónleikanna nán-
ast í öfugu hlutfalli við þá fegurð og angurværð sem ein-
kennir plötuna. Grallaraskapur og stuð einkenndi settið
og vinnan sem í það var lögð var eftirtektarverð. Sufjan
virðist ekki geta gert neitt með hangandi hendi, og
metnaður hans (sem virðist einkennast af einhvers kon-
ar fullkomnunaráráttu) er mikill, en Illinois er aðeins
einn fimmtugasti hluti af tilkomumesta temaverki sem
dægurtónlistarmaður hefur ráðist í. Sufjan hyggst
nefnilega semja plötu um öll fylki Bandaríkjanna, og í
því skyni virðist engan veginn nægja að semja lagstúfa
og gefa þeim heiti sem skírskota til fylkisins. Nei, Sufjan
Fegurðin
fullkomnuð
Sufjan Stevens spilar í Fríkirkjunni í kvöld og annað kvöld Snillingur Sufjan Stevens er 31
árs gamall og kemur frá
Detroit í Michigan-fylki í
Bandaríkjunum.
hefur lagst í umfangsmiklar rannsóknir á fylkjunum, og
bindur plöturnar saman af nákvæmni, þar sem hvert lag
tekur á stað eða atburði sem tengist sögu þess. Sufjan er
nú þrjátíu og eins ár og plöturnar í þessu verkefni eru
orðnar tvær, Illinois og Michigan (Greetings from
Michigan: The Great Lake State). Michigan er heima-
fylki Sufjans, en hann er fæddur þar, í Detroit. Meðfram
þessu er Sufjan að gefa út aðrar plötur og fyrir þessi jól
er t.d. áætlaður kassi með fimm jólaplötum sem Sufjan
hefur tekið upp í gegnum tíðina.
Þá kom út í ár plata með lögum sem tekin voru upp
í tengslum við Illinois. Heitir hún The Avalanche:
Outtakes and Extras from the Illinois Album og
inniheldur tuttugu og eitt lag. Ég ét hatt minn og
ýmislegt annað líka þegar Sufjan skilar inn fimm-
tugustu plötunni.
Tónleikum flýtt
En aftur að Berlínartónleikunum. Sufjan og sveit
hans voru íklædd lúðalegum íþróttafötum, kven-
fólkið í klappstýrumúnderingu og karlmennirnir í
jogginggöllum, allt kirfilega merkt Illinois. Á undan
hverju lagi kom sérstaklega samið kynningarlag,
auk þess sem búið var að semja sérstaka dansa og
höndum var veifað samkvæmt einhverju kerfi.
Tónleikunum lauk með því að sveitin bjó til mann-
gerðan pýramída á sviðinu! Hápunktur tónleikanna
var þegar Sufjan lék einn á kassagítar hið und-
urfallega lag „Chicago“ og svei mér þá, ef maður
heyrði ekki tárin falla á marmaragólf kirkjunnar.
Sufjan er hingað kominn til að kynna áðurnefnda
Avalanche og hefur verið að troða upp í fleiri Evr-
ópuborgum. Guð má vita hvað hann er með í poka-
horninu nú. Um upphitun sér St. Vincent, stúlka
nokkur sem hefur getið sér orðs að undanförnu sem
framúrskarandi gítarleikari. Hefur meðal annars
leikið með avant-garde-tónskáldinu Glenn Branca
og er jafnframt í „stórsveitinni“ Polyphonic Spree.
Væntanlegir tónleikagestir ættu að athuga að
tónleikunum í kvöld hefur verið flýtt og verður
húsið opnað kl. 18. Tónleikarnir hefjast því
klukkan 18.30 en ekki 20. Fór Sufjan sjálfur
fram á þetta, en hann og fylgdarlið hans ætlar
eins og fleiri á tónleika Sykurmolanna sem
verða síðar um kvöldið.
|föstudagur|17. 11. 2006| mbl.is
Fjórar kvikmyndir verða frum-
sýndar um helgina, þar á meðal
stórmyndin um njósnarann
James Bond. » 54
kvikmyndir
Nýjasta plata Bigga, Id, fær
þrjár stjörnur hjá Atla Bollasyni
tónlistargagnrýnanda Morgun-
blaðsins. » 55
dómur
Aðalskona vikunnar sem nú líð-
ur er Elínborg Halldórsdóttir,
betur þekkt sem Ellý í Q4U og
einn dómara X-Factor. » 55
aðallinn
Hljómsveitin Sykurmolarnir
heldur upp á tuttugu ára afmæli
sitt í dag með tónleikum í Höll-
inni. » 52
tónlist
staðurstund