Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 43 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ HildigunnurSveinsdóttir fæddist á Eskifirði 15. desember 1926. Hún lést á Land- spítalanum 10. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Guðnason ljós- myndari, f. á Dísar- stöðum í Breiðdal 7.5. 1902, d. 1.12. 1983, og Guðrún Valgerður (Gerða) Kristjánsdóttir hús- freyja, f. Ljótsstöðum í Fnjóska- dal 7.9. 1900, d. 20.1. 1985. Hildi- gunnur var einkabarn þeirra hjóna en að auki ólu þau upp bróðurson Sveins, Geir M Jónsson kjötiðnaðarmann, f. 15.2. 1930, d. 18.2. 1990. Hinn 16. júlí 1949 giftist Hildi- gunnur Guðmundi Björgvinssyni rafvirkjameistara, f. á Fáskrúðs- firði 21.2. 1928, d. 23.10. 2001. Hann var sonur hjónanna Maríu Guðmundsdóttur ljósmóður, f. 24.3. 1894, d. 24.11. 1978, og Björgvins Þórarinssonar báta- smiðs, f. 27.3. 1897, d. 12.11. 1973. Gunnar Óskarsson, börn Arndís Sara, f. 1995, Eva Ósk, f. 1999 og Óliver Andri, f. 2000; c) Þórir, f. 7.7.1977, sambýlismaður Kristján Friðbertsson; d) Hildigunnur, f. 1.3. 1985, maki Adam Þorsteins- son. Synir Margrétar eru Þór- mundur, f. 4.5. 1973 og Hafþór, f. 21.5. 1979, sem jafnframt er upp- eldissonur Sveins. Hildigunnur ólst upp á Eskifirði þar sem faðir hennar rak ljós- myndastofu og lauk þar barna- skóla. Hún var einn vetur í heima- vistarskóla á Laugum í Reykjadal og sótti vefnaðarnámskeið í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1944 settist hún í Ingimarsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Að því loknu gerðist hún ritari í Stjórnar- ráðinu þar sem hún starfaði þar til hún gifti sig. Eftir að börnin komust á legg hóf hún verslunar- störf og starfaði lengst í Bóka- verslun Ísafoldar við Austurstræti og síðast í Pennanum við Hallar- múla. Útför Hildigunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Börn Hildigunnar og Guðmundar eru: 1) Eygló, f. 3.12. 1949, maki Pálmi Ragnar Pálmason. Börn Eyglóar eru a) Guðmundur, f. 8.6.1967, maki Hrefna Björg Þor- steinsdóttir, sonur Matthías, f. 2001; b) Yrsa Björt, f. 13.8. 1971, maki Hróðmar Helgason, börn Hlynur Davíð, f. 1989, Birkir Helgi, f. 1991, Vífill Ari, f. 2000 og Eygló Sóley, f. 2001; c) Áskell Yngvi, f. 12.11. 1977, maki Elva Rut Jóns- dóttir, dóttir Sif, f. 2006. 2) Björk, f. 16.3. 1952, maki Birgir Páll Jónsson. Þeirra synir eru a) Örv- ar, f. 13.6. 1974; b) Jón Páll, f. 19.7. 1977, unnusta Rannveig Oddgeirsdóttir. 3) Sveinn, f. 4.2. 1954, maki Margrét Þórmunds- dóttir. Börn Sveins eru a) Edda, f. 7.7. 1971, maki Jóhann Tómas Egilsson, börn Jóhanna Björg, f. 1993, Hildur Berglind, f. 1999, Elín Edda, f. 2003 og óskírð, f. 2006; b) Linda, f. 20.4. 1974, maki Þegar haustvindar tóku að næða og vetrarmyrkrið læddist að setti ævinlega kvíða að móður minni. Því var kannski við hæfi að hún kveddi í vetrarbyrjun. Líkt og samnefndur glitvefur milljóna köngulóa sem stundum sést á grasi á haustmorgni og áður fyrr þótti boða harðan vet- ur risti þó vetrarkvíðinn ekki djúpt. Hún lét hann aldrei ná á sér tökum og létt lundin náði alltaf skjótt yf- irhöndinni. Kvíðinn átti eflaust ræt- ur að rekja til barnæsku á Eskifirði þar sem tíðum stóð stórviðri af Hól- matindi sem ógnaði tilveru lítillar stúlku. Í einum slíkum veðurham var hún barnung borin úr rúmi sínu um miðja nótt og búið um hana í baðkerinu þar sem baðherbergið þótti öruggasta herbergið í húsinu. En lífið á Eskifirði bauð líka upp á bjartari hliðar við nám og leik og þar hnýttust vinabönd til lífstíðar. Í þá tíð þótti tilhlýðilegt að börn gegndu einhverjum skyldustörfum og hafði mamma þann starfa að reka heimiliskúna til beitar út í Hólmaborg. Það þótti henni erfitt verk enda löng leið litlum fótum. Móðir mín var einkabarn, auga- steinn foreldra sinna, og bjó við mikið ástríki og umhyggju. Hún var smágerð og veikbyggð og held- ur táplítil framan af. Hún hafði fengið kíghósta sem ungbarn og ekki verið hugað líf en móðir henn- ar gafst ekki upp heldur ferðaðist með hana til Seyðisfjarðar þar sem möguleikar til meðferðar voru betri, þrátt fyrir hrakspár um að barnið lifði ekki ferðina af. Fyrir skólaaldur fékk mamma svo berkla og dvaldist á berklahælinu í Krist- nesi um margra mánaða skeið, fjarri foreldrum og ástvinum. Hún kvartaði þó aldrei, sagði alla hafa verið sér góða, sem lýsir kannski best gildismati þess tíma. Trúlega hafa veikindin í æsku hneigt hana að bóklestri og sat hún löngum stundum innanbúðar hjá bóksalan- um og gleypti í sig hverja bókina af annarri. Á kvöldin faldi hún gjarn- an lampa undir sænginni og stalst til að lesa fram á nætur. Sannaðist á henni að bók er best vina enda urðu bækur hennar líf og yndi alla tíð. Þrátt fyrir uppvöxt á Eskifirði lágu rætur mömmu frekar á slóðum móðurfjölskyldunnar í Þingeyjar- sýslu. Björtustu æskuminningarnar eru frá Litlu-Tjörnum í Ljósavatns- skarði þar sem hún dvaldi á sumrin hjá móðurafa og móðursystrum sem þar bjuggu. Fáum sögum fer af þátttöku í bústörfum en frásagn- arverðari voru hestaferðir í Vagla- skóg og netalagnir í Ljósavatni. Sil- ungur í hvert mál, soðinn, steiktur, reyktur. Dálætið á Norðurlandi leiddi hana svo í Laugaskóla í Reykjadal á unglingsárum þar sem hún lærði að spila á gítar enda mik- ið sungið og leikið í skólanum. Í Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað óf hún meðal annars rúmtepp- ið sem prýddi hjónarúm hennar og pabba á mínum uppvaxtarárum. Fjölskyldan var samhent við rekstur ljósmyndastofunnar sem var til húsa í gamla barnaskólanum á Eskifirði sem afi hafði keypt eftir að eldri stofan fauk í norðanbáli. Jafnframt bjuggu þau í húsinu. Amma vann með afa á stofunni og mamma þótti liðtæk við litun ljós- mynda sem auðvitað voru eingöngu svarthvítar á þeim tíma. Þótti slíkt nokkur kúnst. Mamma ferðaðist meira en al- gengt var á þeim árum. Auk tíðra ferða norður fór hún víða með for- eldrum sínum, bæði í hreinar skemmtiferðir og einnig í ljós- myndaleiðangra, en auk landslags- mynda tók afi myndir af velflestum Austfirðingum á þessum tíma. Á stríðsárunum kom líka fjöldi her- manna á stofuna til að láta taka af sér mynd en afi setti það að skilyrði að vopn kæmu ekki inn í hans hús, byssur skyldu skildar eftir utan dyra og einn látinn gæta þeirra. Þetta þótti lítilli stúlku forvitnilegt en auðvitað var harðbannað að koma nærri slíkum drápstólum. Skömmu fyrir stríðslok urðu kaflaskil í lífi fjölskyldunnar er afi seldi ljósmyndastofuna og þau fluttu búferlum til Reykjavíkur. Mamma settist þá í Ingimarsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Enn hnýttust vinabönd, við söng og gít- arspil bættust bíó og böll. Mamma var dökkhærð og lagleg, lítil og grönn, kvik í hreyfingum og hafði gaman af að dansa, ástir kviknuðu. Hún hafði hug á framhaldsnámi en fékk þann dóm að hún væri of ba- kveik til að geta setið á skólabekk. Þá þegar hefur slitgigtin verið farin að herja á hana. Hún gerðist ritari í Stjórnarráðinu og starfaði þar uns hún gifti sig og eignaðist okkur börnin þrjú. Við nutum þeirrar gæfu að búa í sama húsi og afi og amma. Það gaf mömmu líka visst frjálsræði, amma var alltaf tilbúin að gæta bús og barna. Auðvelt var að komast út á kvöldin en foreldrar mínir stunduðu meðal annars dans- nám og voru í dansklúbbi árum saman. Utanlandsferðir urðu held- ur ekkert vandamál. Mömmu gafst þannig tækifæri til að fara aftur út á vinnumarkaðinn þegar börnin voru komin á legg. Hún byrjaði smátt en örlögin leiddu hana fljót- lega í Bókaverslun Ísafoldar sem varð hennar starfsvettvangur um áraraðir. Enn bundust vinabönd sem aldrei brustu og styrktust til muna eftir að pabbi dó. Mamma og Sissa vöktu hvor yfir velferð hinn- ar. Eftir lát afa og ömmu urðu aftur þáttaskil í lífi mömmu er þau pabbi fluttu í hús ætlað eldri borgurum, yngst allra íbúanna. Var þar alla tíð gott að búa, samhjálp og vinarþel í öndvegi, húsvörðurinn gull af manni. Þverrandi kraftar ollu því að mamma varð að hætta að vinna úti fyrr en ella. Gigtin aftraði henni þó ekki frá að taka dansspor á eldhús- gólfinu þegar gömlu, góðu lögin hljómuðu í útvarpinu. Barnabörnin áttu líka alltaf skjól hjá ömmu sinni, þar mátti fá mat eða gistingu eftir þörfum. Hún hafði líka mikinn áhuga á námi þeirra og fræddist jafnt um gang himintungla, töfra- heim tölva og leyndardóma lækn- islistar. Mamma var alltaf glöð og jákvæð. Þótt lífið færi ekki alltaf um hana mjúkum höndum var hún hress og kát út á við. Vandamál voru ekki til. Aldrei gerðar kröfur. Hún gladdist með okkur afkomend- unum og hvatti okkur óspart til að njóta lífsins og vera saman. Mamma sá stundum fleira en við flest. Þannig birtust afi og amma henni bæði eftir að hún flutti í ný heimkynni, eins og til að láta hana vita að þau vektu enn yfir velferð hennar. Ég trúi því að þau ásamt pabba hafi á sama hátt tekið á móti henni þegar hún steig inn í ljósið ei- lífa. Friður sé með þér, faðmi þig, vefji, frelsisrík, draumfögur nótt. Englar guðs yfir þér vaki er sól hnígur skýi að baki. Vaggi þér, vaggi þér rótt. Þessi voru orð Gerðu ömmu til Sveins afa þegar hann lést. Ég læt þau verða hinstu kveðju mína til ástríkrar móður. Eygló Guðmundsdóttir. Það var á fimmtudaginn að hringt var í mig og mér sagt að amma væri komin á spítala. Ég hugsaði jæja nú hefur mjöðmin gef- ið sig. Mér datt ekki í hug að um nóttina myndi hún deyja. Þarna lá hún sofandi og svo falleg. Eitthvað var öðruvísi. Jú, amma var ekki með varalit. Amma var alltaf falleg, alltaf með púður og alltaf með vara- lit. Hún fór aldrei út án þess að gera sig fína. Þegar ég var lítil bjuggu amma og afi í Mávahlíðinni. Þar fékk ég að búa hjá þeim fyrsta árið mitt ásamt mömmu og pabba. Þar bjuggu líka langamma og langafi. Síðan löngu seinna flutti ég í Máva- hlíðina aftur í annað hús en rétt hjá. Þá var amma glöð, sérstaklega því að nú gæti hún keyrt til mín. Það var ekki mikið sem amma keyrði en hún rataði í Mávahlíðina. Hún kom keyrandi í afmæli barnanna og lét svo alla vita að hún hefði keyrt. Amma var líka glaðlynd kona. Hún gat talað mikið og þá sérstak- lega um það hversu stolt hún var af börnunum sínum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Amma kunni vel á börn þó að hún vildi aldrei halda á þeim, hún var alltaf svo hrædd um að missa þau. Alltaf þegar ég kom í heimsókn með krakkana byrjaði hún á því að gefa þeim að borða. Börn eru alltaf svöng, var hún vön að segja. Síðan gaf hún þeim brauð með osti og ekta smjöri og kókómjólk að drekka. Þá þurfti að passa sig að missa ekki kókómjólkina í teppið. Oftast tókst það. Það var ekki oft sem ég fékk að keyra ömmu eitthvað eða hjálpa henni. Hún var sjálfstæð kona og vildi ekki mikla hjálp. Hún var vön að segja að við hefðum nú nóg ann- að að gera en að skutlast með hana út um allan bæ. Stundum fékk ég það þó. Okkar síðasta ferð var að heimsækja nýjasta barnið í fjöl- skyldunni. Systir mín hafði eignast litla stelpu og amma var búin að kaupa handa henni gjöf. Það var bæði gaman og heiður að fá að keyra þessa litlu fögru konu. Nú er amma komin til afa og líður vel. Nú þarf hún ekki lengur að nota hækj- una sína. Núna getur hún fylgst með okkur öllum. Linda Sveinsdóttir. Amma, alltaf til staðar, svo sjálf- sagt. Amma, alltaf létt í lundu. Amma, vissi alltaf við hvað við fengumst. Amma vildi samt aldrei trufla. Amma gerði aldrei kröfur. Svo sjálfsagt að eiga hana að, eins og vita á vísum stað. En allt er í lífinu hverfult og andi ömmu hefur nú sameinast öndum forfeðra og -mæðra. Svo óvænt og óviðbúið. Eins og skellur. Eins og að vakna af fögrum draumi. Svo óraunverulegt. Miskunnarlaus raunveruleikinn þó. Samt vafalítið henni að skapi. Hún kvaddi alltaf snaggaralega. Eyddi ekki tíma í óþarfa orðagjálfur á kveðjustund- um. Líf hennar í mínum huga svo samtvinnað lífi afa uppi, langömmu Gerðu og langafa Sveins. Þrjár kynslóðir undir sama þaki í Máva- hlíðinni og sú fjórða alltaf velkom- in. Mávahlíðarbókin hefur lokast. Allt þokast lífið í eina átt. Minning- arnar ótalmargar. Allar fallegar. Allar góðar. Amma var dugnaðarforkur sem reynt hafði ýmislegt í æsku sem í dag þætti ómannúðlegt og tilhugs- unin ein vætir augu foreldra nú- tímans. Aðskilnaður lítils barns við foreldra sína í langan tíma vegna berkla sem voru ekki einu sinni smitandi. Var þetta ekki erfitt? Amma svarar því til að það hafi all- ir verið góðir við sig. Væntingar um menntun útilokaðar af þeim sem þóttust vita betur, hún gæti ekki setið á skólabekk vegna verkjanna sem hrjáðu hana allt hennar líf. Hún vann samt úti alla sína tíð að frátöldum árunum þegar börnin hennar voru lítil. Amma í Ísafold. Ég fékk bækur í jólagjöf. Aldrei eina. Heldur tvær. Eða þrjár. Alsæl lítil stúlka sem skreið upp í rúm á aðfangadags- kvöld með þessar dásamlegu nýju bækur. Svo góð lykt af nýjum bók- um. Ég svo heppin að eiga þessa ömmu. Hefðbundnar minningar barns um góða ömmu. Sunnudagssteik; „Viltu sós?“ Nammiskúffan. Cheer- ios með sykri. Ha, má það, amma? Skartgripaskrínið. Spiladósirnar. Það var alltaf til kók hjá ömmu. Alltaf. Við að renna okkur niður snarbrattan stigann af háaloftinu hjá Hiddý ömmu niður til Gerðu ömmu. Hlátrasköll. „Í guðanna bænum, viljið þið passa ykkur!“ segir amma. Aftur hlátrasköll. Svo varð ég stór og eignaðist börn sem áttu þessa langömmu. Nammiskúffan á vísum stað. Alltaf til kók og Cheerios (ekki lengur með sykri) handa krökkunum. Það var síðast fyrir fáeinum vikum að lítill Vífill og lítil Eygló læddust í skúffuna sem þau vissu hvað geymdi og fengu kók og amma dekraði við þau. Amma kunni á krakkana. Amma svo nákvæm. Alltaf allt tandurhreint hjá ömmu. Átti svo fallegt heimili, svo nútímalegt. Allt- af svo hlýtt og bjart hjá ömmu. Ég vissi betur í seinni tíð hversu veik hún hafði í raun alltaf verið. Fékk kannski að heyra það svona sem læknir. Annars kvartaði hún ekki. Amma var lífsglöð sem hlýtur að hafa verið hennar mesti styrkur í baráttu við verki og veikindi. Sagði við mömmu kvöldið áður en hún kvaddi okkur að sér liði svo vel og væri svo ánægð. Spurði hvort hún væri ekki bara sæt og fín. Amma mín. Þessi litla, fínlega kona. Samt svo stór. Svo frábær. Svo sjálfsagður hluti lífs míns. Amma kvaddi með sínu lagi, snarpt, engar vífilengjur. Við stóð- um vörð hérna megin lífs meðan andi hennar leitaði á annan stað. Far þú í friði, elsku amma. Dreymi þig ljósið. Ég gleymi þér ekki. Yrsa Björt. Hjá stórfjölskyldu í Hlíðunum var gott fyrir lítinn dreng að alast upp. Þar sem afi og amma og langafi og langamma áttu heima á sitt hvorri hæðinni í Mávahlíð 39 fór vel á að kalla þau bara „ömmu og afa uppi“, og „ömmu og afa niðri“. Ein- falt og gott kerfi sem hentaði ört vaxandi hópi barnabarna vel. Sem föður verður mér oft hugsað til þessa fyrirkomulags þar sem ætt- liðirnir bjuggu nálægt hver öðrum; í húsinu var alltaf einhver heima og alltaf var einhver sem hafði tíma fyrir börnin. Hiddý amma vann í bókaverslun Ísafoldar, en á þessum árum kom hún eins og margar útivinnandi konur heim í hádeginu og eldaði há- degismat. Þá sameinaðist fjölskyld- an við eldhúsborðið. Annars var ég undir verndarvæng Gerðu ömmu niðri, lærði að tefla hjá Sveini afa niðri og fór í bíltúra og sund með Guðmundi afa uppi. Bernskan varð þannig samfella af sinnu og athygli þar sem litlum dreng leið vel. Glaðværð og jákvæðni Hiddýar ömmu er og verður öllum sem hana þekktu ofarlega í huga. Jafnvel þegar amma var orðin ein og okkur fannst hún hljóta að hafa lítið við að vera, þá vildi hún sem allra minnst úr því gera, og alltaf átti hún sér bóklestur að hugðarefni. „Það er nóg fyrir mig að vita að allt sé í lagi hjá fólkinu mínu“ var hún vön að segja, og átti alltaf hrós og jákvæð orð fyrir alla sem bar að garði. Þótt hún amma mín hafi sýnt fullan skilning á annríki nútíma- mannsins horfi ég sjálfur við og við um öxl, til þess tíma sem stórfjöl- skyldan bjó í Mávahlíðinni og alltaf var einhver sem hafði tíma. Þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman, elsku Hiddý amma. Guðmundur Löve. Hildigunnur Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.