Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÉG VIL eindreg- ið skora á rík- isstjórn og borg- arsstjórn að kaupa aftur Heilsuvernd- arstöðina við Barónsstíg. Heilsuvernd- arstöðin er teikn- uð af einum frægasta arkitekt landsins (að öll- um öðrum ólöstuðum), en hún var teiknuð af Einari heitnum Sveins- syni, arkitekt Reykjavíkurborgar og Gunnari H. Ólafssyni. Þar sem aldarafmæli Einars heit- ins Sveinssonar var 16. nóvember í haust, væri það verðugt verkefni að heiðra minningu hans með því að borgin eignaðist þetta glæsi- lega hús aftur. Einar var fyrsti ís- lenski arkitektinn sem lauk námi í arkitektúr frá Þýskalandi. Hann nam sín fræði frá hin- um fræga háskóla í Darmsdadt í Þýska- landi og lauk þaðan námi 1932. Skömmu eftir að hann kom heim, eða 1934, var hann gerður að húsa- meistara Reykjavík- urborgar og var hann það allt til hann lést í mars 1973. Eftir Einar liggur svo ótrúlega mikil vinna, vönduð og fögur, og var hann vafalaust af- kastamesti listamaður í sinni grein. Einar var afar stoltur af Heilsu- verndarstöðinni og Borgarspít- alanum í Fossvogi sem hann er líka höfundur að enda mátti hann vera það. Jón Björnsson arkitekt, lauk við starf Einars við Borgarspít- alann. Ég kynntist Einari er ég var ráð- inn raftækjavörður við Borgarspít- alann 1965. Einar var að mínu mati afar mikið prúðmenni en afskaplega ómannblendinn maður. Þegar við vorum að velja tæki og ljós við Borgarspítalann 1965 og 1968 urðu kynni okkar allnáinn. Einar kom oftast á kvöldin, eftir venjulega vinnu eða fyrir hádegi á laug- ardögum og á sunnudögum til að skoða og athuga vinnu dagsins og hugsa allt verulega vandað; þá vor- um við kannski búnir að sitja tvo til þrjá sjúkrahúsfundi. Þá var verið að innrétta Borgarspítalann 1965- 1970. Einar flanaði ekki að neinu, allt varð að vera fyrsta flokks, ljós, tæki, vinna, litir og annað. Hann valdi sér við hlið aðeins fyrsta flokks fagmenn, topp arkitekta, og aðra verkmenn. Hann fékk sér þekktan listamann (Valtý Pétursson) til að velja með sér litina á Heilsuverndarstöðina og Borgarspítalann. Ég taldi mig hafa lært mikið af honum fyrir það er ég þakklátur. Einar var svo mikill framúrstefnumaður að Heilsu- verndarstöðin hentar í dag fyrir allt það sama og hún var byggð fyrir, 1953-55, engu þarf að breyta nema venjulegu viðhaldi. Föðurbróðir minn, Jón Ormsson, hafði lengi verið eftirlitsmaður ljósa og raftækja hjá borginni. Í hans hlut kom að velja ljós með Einari í Heilsuverndarstöðina, þeir voru miklir vinir. Ég minnist þess þegar við vorum að velja ljós í stóra borðsalinn á Borgarspítalanum, þetta var fyrir hádegi á sunnudegi, ljósaklasar, fimm til sjö kúlur við hvert ljósa- stæði, ég stóð upp í tröppu og færði kúlurnar til, eina neðar, tvær ofar, þetta myndaði eins konar vínber- jaklasa. Innanhúsarkitektinn, Gunnar heitinn Gunnarsson, var ekki alveg sammála Einari. Þetta stóð yfir í tvo til þrjá tíma, allt í einu segir Einar með sinni einstöku hægð og vináttu: „Mér finnst voða- lega leiðinlegt að vera ekki sam- mála þér Gunnar minn en svona ætla ég nú að hafa þetta.“ Einar heitinn var fæddur 16. nóvember 1906 og er því ald- arafmæli hans í haust, hann lést 12. mars 1973. Ég vonast eftir að Heilsuverndarstöðin verði aftur í eigu Reykjavíkurborgar eða rík- isins. Það var nú meiri rataskapurinn hjá R-listanum að selja þetta glæsi- lega hús. Það virðast allar eignir borgarinnar hafa verið falar hjá R- listanum og síðan notaðar sem eyðslufé. KARL JÓHANN ORMSSON Starengi 26, Reykjavík. Áskorun til ríkisstjórnar og borgarstjórnar Reykjavíkur Frá Karli J. Ormssyni: Morgunblaðið/Brynjar GautiHeilsuverndarstöðin við Barónsstíg. Karl J. Ormsson Einar Sveinsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÆL Þorgerður Katrín. Félag íslenskra fótaaðgerðafræð- inga skorar á þig að fella nú þegar úr gildi vilyrði það sem Mennta- málaráðuneytið veitti Snyrtiakademí- unni í Kópavogi með bréfi dags. 31. júlí 2006 varðandi nám í fótaaðgerða- fræðum. Vilyrðið var veitt án samráðs við heilbrigðisráðuneytið, stafsgrein- aráð heilbrigðis- og félagsgreina og Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga. Félagið er mjög uggandi um fram- tíð fagsins ef hefja á kennsluna á þeim forsendum sem stefnt er að í Snyrti- akademíunni. Ennfremur skorum við á þig að draga það ekki lengur að tilnefna full- trúa í nefnd þá sem heilbrigð- isráðherra skipaði í september sl. til að fjalla um framtíð náms í fótaað- gerðum á Íslandi heldur gera það nú þegar svo að nefndin geti hafið störf. Þar sem KB banki kemur að fjár- mögnun skólans má ætla að arðsem- iskröfur bankans þrýsti á um að nám- ið hefjist sem fyrst. Upphaf náms í fótaaðgerðum hérlendis á að grund- vallast á faglegum undirbúningi í sam- starfi Félags íslenskra fótaaðgerða- fræðinga, menntamála- og heilbrigðisyfirvalda en þar eiga fjár- hagsleg sjónarmið ekki að ráða ferð- inni því að lengi býr að fyrstu gerð. SÓLRÚN Ó. SIGURODDSDÓTTIR, formaður. Áskorun – Opið bréf til menntamálaráðherra Frá Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga: MÁNUDAGINN 6. nóvember sl. ritar maður að nafni Stefán Helgi bréf til blaðsins þar sem hann úthúðar stefnu borgaryf- irvalda í bíla- stæðamálum og vill miklar bætur þar á. Eins og fyrirsögn bréfsins gefur til kynna vill Stefán Valur íhuga þann mögu- leika að flytja Kvennaskólann og Menntaskólann burt úr bænum, en fyrirsögnin er einmitt „Flytjum MR og Kvennaskólann úr miðbænum“. Ritar Stefán þetta bréf vegna þess að hann á erfitt með að fá stæði beint fyrir utan heimili sitt. Ágætt er að rifja upp sögu Menntaskólans fyrir Stefáni, en hún er um margt merkileg. Skólinn á sögu að rekja til biskupsstólsins í Skálholti frá árinu 1056, en eftir viðkomu á Hólavöllum og á Bessa- stöðum var skólinn fluttur haustið 1846 í það hús sem hann starfar í nú. Það var nokkru áður en Stefán Valur var svo mikið sem fósturvísir og áður en bílar fóru að keyra hér um götur. Í bréfi áðurnefnds Stefáns segir einnig: „Og stefna borgaryfirvalda um þéttingu byggðar gerir illt verra. Byggingarverktakar ásælast byggingarreiti og vilja byggja há- hýsi hvar sem mögulegt er í þessu rótgróna hverfi í algerri mótsögn við byggingarsöguleg einkenni þess […].“ Eru þessi orð merkileg þegar aldur og saga Menntaskólans og Kvennaskólans eru höfð í huga, því Kvennaskólinn á Fríkirkjuvegi 9 reis einnig fyrir daga Stefáns, eða árið 1909. Stefán er því í mótsögn við sjálfan sig og kemur upp um fá- fræði sína á opinberum vettvangi, sem er fremur neyðarlegt. Enda þótt húsnæðis skólanna nyti ekki við væri eigi að síður margt við skrif Stefáns að finna. Búseta í miðbænum býður upp á umhverfi gamalla og fallegra húsa auk þess sem flestöll þjónusta er í göngufæri við íbúana. Íbúar mið- bæjarins hafa því ákveðin forrétt- indi og er svæðið eftirsóknarvert ef marka má íbúðaverð þess. Það sem einkennir líka gamla bæinn eru þröngar götur, enda er hann byggð- ur fyrir tíma ökutækjanna. Það er góður kostur fyrir þá sem kjósa að nota reiðhjól og almennings- samgöngur, en Lækjartorg er ein- mitt ein helsta meginæð stræt- isvagnanna. Draga má þá ályktun af skrifum Stefáns Helga að hann hafi ekki farið til margra evrópskra borga, eða hefur þá í besta falli verið með skerta meðvitund í þeim ferðum, því mitt í borgum nágrannaríkja okkar eru helstu samgöngutæki einmitt reiðhjól, strætisvagnar og í sumum tilvikum neðanjarðarlestir. Stefán Helgi streitist samt sem áð- ur við og vill vera á bíl sem aug- ljóslega er svo fínn að rífa ætti þann stað sem er hvað merkileg- astur í sögu sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga, allt fyrir bíl Stefáns Helga. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að borgaryfirvöld gera mjög vel við einkabíla og fara marg- ir ferkílómetrar verðmæts bygging- arlands undir umferðarmannvirki. Einnig hefur engin gjaldtaka verið á almenningsbílastæðum nema á litlu svæði mitt í bænum. Hægt er að finna margar aðrar leiðir til að auðvelda Stefáni lífið. Sem dæmi má nefna að tvö bíla- stæðahús eru í nágrenninu, við Traðarkot og undir Ráðhúsinu. Hinum reiða íbúa yrði varla meint af að ganga þessa stuttu leið frekar en nokkrum öðrum og mætti einnig líta á það sem heilsubótargöngu, nú þegar mikið er rætt um offitu og hjartasjúkdóma. Reiðhjól eru reglu- lega seld á uppboði hjá lögreglunni og síðast en ekki síst eru títtnefndu strætisvagnarnir ódýr og umhverf- isvænn kostur fyrir íbúa miðbæj- arins sem og höfuðborgarbúa alla. Sú hugmynd að fjarlægja gamla Menntaskólann og Kvennaskólann er nokkuð sem hugsandi mönnum dytti varla í hug. DAGUR SNÆR SÆVARSSON, forseti Vísindafélags Mennta- skólans í Reykjavík. Menntaskólann burt úr bænum? Frá Degi Snæ Sævarssyni: Dagur Snær Sævarsson HÁSKÓLI Íslands hefur sett sér háleit markmið til framtíðar og markað sér skýra stefnu fram til 2011. Þau þrjú aðalmarkmið sem Háskólinn hefur sett sér eru fram- úrskarandi rannsóknir, framúrskar- andi kennsla og framúrskarandi stjórnun og stoðþjónusta. Vaka, fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta fagn- ar þessu framtaki Háskólans og tel- ur það eitt af hlutverkum sínum sem félags í hagsmunabaráttu stúdenta að styðja og aðstoða Háskólann við að ná þessum markmiðum sínum. Í stefnu Háskóla Íslands frá 2006–2011 eru kynntar hugmyndir um að skipta Háskólanum upp í nokkra minni skóla. Það þýðir að skora- og deildaskipting skólans yrði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að efla starfsein- ingar hans. Þessu fagnar Vaka og telur mjög nauðsynlegt. Til að hver deild geti sinnt sínum mark- miðum til fullnustu er mikilvægt að auka sjálfstæði þeirra. Í raun má segja að stjórnsýsla Háskól- ans í núverandi mynd sé orðin úrelt og úr- bóta er því þörf. Rektor skipaði í haust nefnd til að fara yfir þessi mál og á hún að skila tillögum um skiptingu Háskólans í smærri skóla. Loka- tillögur nefndarinnar eiga að vera tilbúnar fyrir mitt ár 2007. Núna hafa hins vegar grunnhugmyndir nefndarinnar verið kynntar og verða þær ræddar á háskólafundi í dag. Tillögurnar fela í sér að skólanum verði skipt upp í 6 minni skóla og hver skóli verði að faglega sjálf- stæðri einingu. Einnig yrði innan hvers skóla starfrækt að minnsta kosti ein rannsóknarstofnun. Þessi skipting yrði til þess að auka sam- starf og samþættingu innan deilda sem sameinaðar yrðu í einum skóla. Skólarnir 6 sem þá yrðu til sam- kvæmt þessum fyrstu tillögum væru félagsvísindaskóli, heilbrigðis- og líf- vísindaskóli, hugvísindaskóli, laga- og viðskiptaskóli, tækni- og nátt- úruvísindaskóli og uppeldisvís- indaskóli. Tillögur þessar bjóða upp á ýmsar útfærslur sem ekki verður farið nánar í og taka ber fram að þetta eru ekki endanlegar tillögur frá nefndinni. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, er sammála meginstefi þessara hugmynda og telur mik- ilvægt að góð og málefnaleg um- ræða fari fram um þessar hug- myndir í skólanum í vetur. Félagið mun leggja sitt af mörkum til að svo verði. Einnig vill félagið minna á mikilvægi þess að vandað verði til verka við uppbyggingu hvers skóla fyrir sig. Vaka leggur einnig til að einhvers konar reglur verði settar fyrir hvern þessara skóla og þá sér- staklega að bann yrði lagt við upp- töku skólagjalda. Einnig telur Vaka það eðlilegast að skráningargjaldið sem nemendur greiða skuli renna beint til þeirrar deildar sem nem- andi stundar nám í. Vaka telur að ef vel takist til með þessa end- urskipulagningu geti hún verið lyk- ilatriði í að tryggja Háskóla Íslands sem menntastofnun í fremstu röð. Endurskipulagning Háskóla Íslands – framfaraspor Helga Lára Haarde og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjalla um málefni Háskóla Íslands » Í raun má segja aðstjórnsýsla Háskól- ans í núverandi mynd sé orðin úrelt og úrbóta er því þörf. Helga Lára er ritari Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og Sunna Kristín situr í stúdentaráði fyrir hönd Vöku. Helga Lára Haarde Sunna Kristín Hilmarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.