Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 313. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FEGURÐIN EIN EF AÐ LÍKUM LÆTUR FALLA TÁR Á TÓNLEIK- UM SUFJANS STEVENS Í FRÍKIRKJUNNI >> 50 ÚTVARP INGÓ LJÓSVAKI INGÓLFS MARGEIRSSONAR STÚDÍÓ Í STOFUNNI >> 30 Opið til 19 í dag og 10–18 á morgun Gefðu þér góðan tíma Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EMBÆTTISMENN franska sósíal- istaflokksins sögðu í gærkvöldi að hin 53 ára gamla Segolene Royal hefði sigrað í forkosningunum vegna for- setaframboðsins á næsta ári. „Flokksmenn hafa tekið skýra ákvörðun. Það ætti ekki að þurfa nema eina umferð,“ sagði Bruno Le Roux, háttsettur talsmaður sósíalista. Skömmu fyrir miðnætti var talið að Royal fengi 55–60 af hundraði at- kvæða og þyrfti því ekki að efna til seinni umferðar milli tveggja efstu úr fyrri umferð. Liðsmenn flokksins, alls um 219.00 manns, kusu í gær milli Royal og tveggja annarra fram- bjóðenda, Domin- ique Strauss- Kahn og Laurent Fabius en þeir eru báðir fyrrverandi ráðherrar. Hinn fyrrnefndi mun hafa fengið næstmest fylgi í gær. Talsmenn Strauss-Kahn og Fabius í héraðinu Herault gáfu í skyn að brögð hefðu verið í tafli, stuðningsmenn þeirra hefðu verið hindraðir í að kjósa. Einnig hefði sést til kjósenda sem skiluðu tveim kjör- seðlum. Sigri Royal í forsetakosningunum verður hún fyrst kvenna til að gegna embættinu í landi sínu. Andstæðingar Royal, sem hefur tekist vel að fanga athygli fjölmiðla og almennings, saka hana um hentistefnu. Og margir rót- tækir vinstrimenn segja hugmyndir hennar ganga þvert gegn hefðbundn- um baráttumálum sósíalista. Royal forsetaefni sósíalista Gæti orðið fyrst franskra kvenna á forsetastóli Segolene Royal Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda íslenska sprengjuleitarmenn til Líbanons í byrjun næsta árs á vegum Íslensku friðargæslunnar. Val- gerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra upplýsti þetta í umræðum á Alþingi í gær. Verkefni sprengjuleitarmannanna verður m.a. að hreinsa svæði í suðurhluta Líbanons. Þeir eiga að starfa við hlið neyðaraðstoðarsveitar sænska ríkisins og vera undir verndarvæng Sameinuðu þjóð- anna. Þeir verða vopnlausir og munu bera merki SÞ, að sögn ráðherra. Ætlunin er að senda tvö þriggja manna teymi til Líbanons; tvo sérfræðinga frá Landhelgis- gæslunni og einn bráðaliða eða sjúkraflutninga- mann. Hvort teymið um sig verður, fyrst í stað, sex vikur í Líbanon. Bækistöðvar þeirra verða í Týrus í Líbanon. „Öryggisástandið á þessu svæði er eins gott og verða má, um þessar mundir, að sögn Sam- einuðu þjóðanna,“ sagði utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. | 10 Íslenskir sprengjuleitar- menn fara til Líbanons Í HNOTSKURN »Aðgerðasvæði íslensku friðargæslu-mannanna verður einskorðað við ábyrgð- arsvæði Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. »Liðsmenn sveitarinnar munu klæðastfatnaði sem sveitin notar í verkefnum fyrir Landhelgisgæsluna hér á landi og bráðaliðarnir verða í venjulegum einkennis- klæðnaði sjúkraflutningamanna. NJÖRÐUR P. Njarðvík, rithöfundur og kenn- ari, veitti í gær viðtöku Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykir hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn. Á myndinni má sjá verðlaunahaf- ann fyrir miðju ásamt Þorgerði K. Gunnars- dóttur menntamálaráðherra og Einari Sveins- syni, stjórnarformanni Glitnis, en bankinn leggur til verðlaunaféð. | 23 og miðopna Morgunblaðið/Eyþór Njörður hlýtur Jónasarverðlaun BIRGIR Leifur Hafþórsson atvinnukylf- ingur úr GKG tryggði sér í gær keppnisrétt á stærstu atvinnumótaröð í Evrópu með því að enda í 24. sæti á lokaúrtökumótinu á San Rouqe á Spáni. Birgir er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem fær keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Hann mun því etja kappi við marga af bestu kylfingum heims. Má þar nefna Ernie Els, Retief Goosen og Sergio Garcia. „Ég er í skýjunum yfir að hafa náð tak- markinu eftir tíu ára bið. Þetta er hægt. Að vera íslenskur og geta eitthvað í golfi. Margir hafa efast um að þetta væri hægt en ég er stoltur af þessum áfanga,“ segir Birg- ir. | Íþróttir Birgir í hópi þeirra bestu BÓKIN Biblían á hundrað mínútum, sem bókafélagið Ugla hefur gefið út, er nú í fyrsta sæti á lista Pennans-Eymundssonar yfir söluhæstu bækur almenns efnis, hand- bækur og fræðibækur. Þá er bókin í átt- unda sæti á heildarlista yfir seldar bækur í öllum flokkum vikuna 8. til 14. nóvember. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum-Eymundsson, segir þetta mjög sérstakt. Biblían hafi aldrei áð- ur komist í efsta sæti á lista yfir söluhæstu bækur hjá versluninni. Í ritinu Biblían á hundrað mínútum er dregið saman efni Biblíunnar í texta sem tekur ekki nema rúman einn og hálfan tíma í lestri. „Þetta er Biblían í hnotskurn. Hún geymir frásagnir Biblíunnar í hnot- skurn, frá Mósebókunum til Opinberunar Jóhannesar,“ segir Jakob F. Ásgeirsson, sem er útgefandi og þýðandi bókarinnar. Hann segir mjög ánægjulegt að bókin skuli fá þessar góðu viðtökur. Biblía á toppi metsölulistans ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.