Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI SNÖRP orðasenna varð milli Þór- unnar Sveinbjarnardóttur, þing- manns Samfylkingarinnar, og Hall- dórs Blöndal, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær, er Þór- unn sakaði Halldór um að bera blak af stríðsglæpamönnum um allan heim með stuðningi sínum við Bandaríkjastjórn. Hún sagðist best gætu trúað því að Halldór myndi enn eftir 20 ár verja Íraksstríðið. Halldór óskaði eftir þessi ummæli eftir því að fá að bera af sér sakir. „Ég vek athygli hins háa forseta á því að háttvirtur þingmaður sagði hér að ég hefði borið blak af stríðs- glæpamönnum um allan heim. Nú veit ég ekki hvort ég hef nógu falleg augu til þess að því sé trúað, þegar ég segi: að þessi ummæli þing- mannsins eru á misskilningi reist og ekki mælt af góðum hug.“ Ber af sér sakir Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÍSLENDINGAR eiga að taka for- ystu í baráttunni gegn sjóræningja- veiðum, sagði utanríkisráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, á Alþingi í gær, en þá flutti hún skýrslu sína um utan- ríkismál. Umræður um utanríkismál fóru fram á Alþingi í allan gærdag. Ráðherra kom víða við í ræðu sinni, en stjórnarandstæðingar gagnrýndu hana helst fyrir að minnast ekki á málefni Íraks, Afganistans né heldur deilur Ísraels og Palestínu. Valgerður sagði m.a. í ræðu sinni að utanríkisráðuneytið hefði í samráði við sjávarútvegsráðuneytið á undan- förnum vikum og mánuðum tekið þátt í aðgerðum til að koma böndum á rán- yrkju „hinna lifandi auðlinda hafsins í okkar nágrenni“. Sjóræningjaveiðar ógnun „Ólöglegar og eftirlitslausar fisk- veiðar skipa sem skráð eru undir hentifána eru alvarleg ógnun við hagsmuni sjávarútvegsríkja,“ sagði hún. „Við þessari ógn verður að bregðast af fullri einurð. Við Íslend- ingar eigum að taka forystu í barátt- unni gegn sjóræningjaveiðum. Þessi barátta kallar á gott samstarf við aðr- ar þjóðir um þetta brýna hagsmuna- mál alls mannkyns. Það er einnig mikilvægt að ráðast að rótum vand- ans, sem er einfaldlega sá að sjóræn- ingjaveiðar borga sig þrátt fyrir allt. Löndunarbann og bannlistar geta verið mikilvægt tæki til að auka kostnað þeirra sem stunda þetta ólög- lega athæfi. Samstarf við fjármála- stofnanir og önnur fyrirtæki sem veita útgerðum sjóræningjaskipa þjónustu sína getur einnig gert slík- um útgerðum erfiðara um vik. En við verðum einnig að vera tilbúin til þess að taka sjálf af skarið. Hugsanlegt er að við stöndum frammi fyrir því að heyja nýtt þorskastríð til varnar fiski- miðunum umhverfis landið gegn taumlausri rányrkju. Þá hlýtur að koma til álita að beita öllum tiltækum ráðum – og verða togvíraklippurnar sem nýttust vel í fyrri þorskastríðum ekki undanskildar í þeim efnum.“ Valgerður vék einnig að varnar- málum og sagði m.a. að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um fram- hald varnarsamstarfsins væri traust umgerð um öryggis- og varnarmál Ís- lands. „Engum dylst þó að sú staða sem nú er komin upp kallar á aukið frumkvæði af hálfu okkar Íslendinga að því að tryggja öryggi landsins. Nauðsynlegt er að efla samráð og samstarf við þau ríki sem deila hags- munum með okkur við norðanvert Atlantshaf. Þó að Bandaríkin skipti hér mestu er einnig rétt að nefna Kanada og ekki síður Bretland og Norðurlöndin. Þá verða auknar kröf- ur gerðar um framlag Íslands til Atl- antshafsbandalagsins og þá sér í lagi til aðgerða á þess vegum. Ef við leggj- um okkar af mörkum til starfsemi og aðgerða bandalagsins mun rödd okk- ar hljóma hærra innan þess.“ Geti ekki þagað Íraksmálið í hel Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, átaldi ráð- herra, eins og aðrir stjórnarandstæð- ingar, fyrir að minnast ekki á Írak í ræðu sinni. Ingibjörg Sólrún sagði það svartan blett á ríkisstjórninni að styðja innrásina í Írak. Það væri blettur sem þjóðin sem heild sæti uppi með. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók í sama streng. Hann sagði að ríkisstjórnin gæti ekki þagað Íraksmálið í hel og inn í gleymskuna. Gera þyrfti upp stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak. Þar dygði ekkert minna en afsökunar- beiðni, þótt seint væri. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, talaði á sömu nótum. Hann sagði að óöld ríkti í Írak, en hvergi væri minnst á það í ræðu ráðherra. Allir, nema einstakir íslenskir ráðherrar, væru farnir að viðurkenna að innrásin í Írak hefði farið úr böndunum. Morgunblaðið/Sverrir Utanríkismál Þingmenn ræddu skýrslu Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um utanríkismál í gær. Þór- unn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, hlusta á umræðurnar. Nýtt þorskastríð? Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra flytur skýrslu um utanríkismál. Stjórnarandstæðingar gagnrýna að hvergi sé minnst á ástandið í Írak. „ÞETTA var svolítið skrýtin tilfinn- ing, en afar ánægjulegt. Nánast eins og að koma heim aftur,“ segir Ellert B. Schram, sem settist aftur á þing í gær eftir tæplega tveggja áratuga hlé. Ellert er varaþingmað- ur Helga Hjörvars sem er í tveggja vikna feðraorlofi. Ellert settist fyrst á þing árið 1971 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá rétt rúmlega þrítugur. „Þá var ég blautur á bak við bæði eyrun, þann- ig að ef ég átti erindi þá, á ég miklu meira erindi núna,“ segir Ellert og tekur fram að hann ætli sér að nota tímann vel næsta hálfa mánuðinn til þess að flytja mál sem sér séu hug- leikin og láta heyra í sér. Að- spurður hvort hann hafi farið upp í pontu í gær svarar Ellert því ját- andi. „Mér gafst tækifæri til þess að spyrjast fyrir um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til innrásarinnar í Írak. Ég vildi vita hvort ríkis- stjórnin ætlaði að biðjast afsökunar á stuðningi Íslands við innrásinni á sínum tíma í ljósi nýrra upplýsinga og breyttra aðstæðna.“ Aðspurður segist Ellert einnig hafa notað gærdaginn til að rifja upp gamla tíma og heilsa upp á fólk. Þar á meðal var Halldór Blön- dal, en þeir Ellert sátu saman á þingi árið 1971. „Halldór er sá eini sem er eftir af þeim sem sátu á Al- þingi þegar ég fór fyrst á þing.“ Morgunblaðið/Sverrir Ellert B. Schram settist á þing eftir 20 ára hlé FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að lækkun olíugjalds úr 45 kr. í 41 kr. á hvern lítra og lækkun á gjald- skrá vegna sér- staks kílómetra- gjalds, sem falla átti úr gildi um næstu áramót, verði framlengd til loka næsta árs. Ráðherra hef- ur einnig lagt fram frumvarp um að framlengd verði tímabundin heimild til að lækka vörugjald af bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða raf- magn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu. Heimildin fellur að óbreyttu úr gildi 31. desember nk. Lagt er til að hún verði framlengd um tvö ár. „Innflutningsverð um- ræddra bifreiða er alla jafna nokkru hærra en hefðbundinna ökutækja og er heimildinni ætlað að gera þær samkeppnisfærari á almennum markaði.“ Áfram 41 kr. gjald Árni M. Mathiesen VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra vill endurskoða lög um Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands. Núverandi lög um stofnunina eru 25 ára gömul. Ráðherra sagði, í umræðum á Alþingi í gær, að síðan þá hefðu orðið miklar breytingar við framkvæmd þróunarverkefna. „Markmiðið með endurskoðuninni verður að færa þróunarsamvinnu okkar til nútímahorfs og auka skil- virkni í störfum okkar með þarfir og hagsmuni þeirra sem njóta að- stoðarinnar að leiðarljósi. Ég legg áherslu á að vandað verði til verks í þessu starfi,“ sagði hún meðal ann- ars. Valgerður ítrekaði einnig í ræðu sinni að í þróunarsamvinnu Íslands hefði verið lögð rík áhersla á mál- efni kvenna. „Stefna Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í jafnrétt- ismálum er að leggja höfuðáherslu á samþættingu kynja- og jafnrétt- issjónarmiða í þróunarverkefnum stofnunarinnar.“ Endurskoðar lög um Þróunarsamvinnustofnun ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.