Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
VIÐSKIPTI
ÞETTA HELST ...
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu 13,7 milljörðum
króna. Þar af voru viðskipti með
hlutabréf fyrir 4,4 milljarða.
Úrvalsvísitala aðallista Kauphall-
arinnar hækkaði um 1,3% og er loka-
gildi hennar 6.383 stig. Mest hækk-
un varð á hlutabréfum Kaupþings
banka, eða 2,3% og þá hækkuðu
bréf Landsbankans um 1,5%. Mest
lækkun varð hins vegar á bréfum
Marels, eða um 1,3%.
Úrvalsvísitalan
hækkar um 1,3%
● TAP Alfesca á fyrsta fjórðungi yf-
irstandandi rekstrarárs, sem hófst
þann 1. júlí síðastliðinn, nam um 1,8
milljónum evra,
eða um 160 millj-
ónum króna. Á
sama tímabili í
fyrra var tap fé-
lagsins 3,3 millj-
ónir evra.
Sala Alfesca á
ársfjórðungnum
nam 112 millj-
ónum evra, sem
er 6,7% aukning frá síðasta ári.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca,
segir í tilkynningu frá félaginu að
rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórð-
ungs séu nokkru betri en áætlanir
gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir að hráefn-
isverð á laxi hafi verið í sögulegu há-
marki á sama tíma.
Dregur úr
tapi Alfesca
Xavier Govare
● ALLIR hlutirnir sem í boði voru
hafa verið seldir í hlutafjárútboði
Tryggingamiðstöðvarinnar, TM. Alls
voru 157.894.737 hlutir seldir sem
nemur um 16,9% aukningu hlutafjár.
Um 134,7 milljón hlutir voru seldir í
forgangsréttarútboði en söluverðið
er um 5,1 milljarður króna. Þá voru
23,3 milljónir hluta seldir í almennu
útboði að söluvirði 884 milljónir
króna. Útboðið var til að styrkja eig-
infjárstöðu TM vegna kaupa í norska
félaginu NEMI. Helstu hluthafar og
stjórnendur nýttu sér forkaupsrétt,
m.a. Óskar Magnússon forstjóri,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson
stjórnarformaður og Guðbjörg
Matthíasdóttir í Eyjum.
Allir hlutir seldust í
hlutafjárútboði TM
ICELANDIC
Group hagnaðist
um 3,3 milljónir
evra, um 296
milljónir króna, á
fyrstu níu mánuð-
um þessa árs. Á
sama tímabili í
fyrra var tap fé-
lagsins 279 þús-
und evrur.
Hagnaður á
þriðja ársfjórðungi nam 953 þúsund
evrum, eða um 85 milljónum króna.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandic Group, segir í tilkynningu
að stjórnendur félagsins séu bjart-
sýnir á að þær breytingar sem gripið
hefur verið til í rekstrinum muni
áfram skila sér í bættri afkomu á
fjórða ársfjórðungi og á næsta ári.
Úr tapi
í hagnað
Björgólfur
Jóhannsson
!!"#
$"%&'
(!!)(
*
+ , ')
-
.( /0 12 "&#
3&)-
"&#
0!
/0 12 "&#
.( ' /0 12 "&#
4
!!
.%0 /0 12 "&#
5607' "&#
8 /0 12 "&#
/3('(0 6
'!( "&#
$
129('5 6
'!( "&#
8
'6
'!( :3
' "&#
0)3 "&#
(-
"( ' "&#
; 3
'(- )0 3)1<
0
1<10=410>
0? @?0# "&#
A10 "&#
B(
"&#
3
5
/0 12 "&#
*-)3
'(- /0 12 "&#
C")0@( "&#
0D55('5
<(>%>(' "&#
E(''31%>(' "&#
!"
3?10&F3
5 1>103
' .&#
! #$ %
*G
& '
(
H)(3
0=
.(>!(2(
5('
(36 > I 3 !
5J
$
12
3
##
#
# =
# #
# # #
# ##
##
## # ##
##
## ## #
# #
# ##
## #
# =
=
=
=
##
=
=
E(>!(2( I !0K'1<
H# L "151'
03(( @%3(
.(>!(2
=
=
=
=
=
I>
.(>!#.)0>
STJÓRN Dags-
brúnar hefur
ákveðið að ganga
til viðræðna við
mögulega kaup-
endur um sölu á
meirihluta hluta-
fjár í Daybreak
Acquisitions, móð-
urfélagi prent- og
samskiptafyrir-
tækisins Wynde-
ham press Group í Bretlandi.
Daybreak bauð í allt hlutafé
Wyndeham í marsmánuði síðastliðn-
um og var félagið þá metið á liðlega 10
milljarða króna. Í tilkynningu frá
Dagsbrún í gær segir að í ljósi breyt-
inga í starfsumhverfi á breskum
prentmarkaði sé ljóst að rekstrar-
áætlanir sem gerðar voru við kaupin
muni ekki standast hjá Dagsbrún fyr-
ir árið 2006. „Telur stjórn fyrirtæk-
isins rétt að gera ráð fyrir 1,5 millj-
arða króna varúðarfærslu vegna
eignarhlutar félagsins í Daybreak
Acquisitions Ltd.“
Styrkari efnahagur
Afkoma Dagsbrúnar á fyrstu sex
mánuðum þessa árs, sem birt var í
ágústmánuði síðastliðnum, var nei-
kvæð um 1,5 milljarða króna, en það
var undir áætlunum félagsins. Í sept-
ember ákvað stjórn Dagsbrúnar svo
að skipta félaginu í tvennt, í þeim til-
gangi að styrkja efnahag beggja fé-
laganna.
Í tilkynningu Dagsbrúnar frá því í
gær segir að í september hafi við-
skiptavild að fjárhæð 1 milljarður
króna verið afskrifuð í kjölfar virðis-
rýrnunarprófs á eign félagsins í
Kögun. Þá hafi fallið til einskiptis-
kostnaður vegna skiptingar og end-
urskipulagningar félagsins. Loks sé
rekstur 365 miðla ehf. undir áætlun-
um.
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarfor-
maður Dagsbrúnar, segir í tilkynn-
ingunni að útlitið fyrir rekstur fjar-
skipta- og fjölmiðlahluta Dagsbrúnar
í framtíðinni sé gott. „Sala á hlut fé-
lagsins í Wyndeham myndi létta mik-
ið á skuldsetningu samstæðunnar og
skerpa áherslur í rekstrinum,“ segir
hún.
Stefnt er að því að selja allan hlut
Daybreak í Wyndeham á næstu 24
mánuðum.
Wyndeham til sölu
Afkomuviðvörun frá Dagsbrún vegna 9 mánaða uppgjörs
Þórdís
Sigurðardóttir
BANDARÍSKI hagfræðingurinn
Milton Friedman lést í gær, 94 ára
að aldri. Friedman, sem fékk Nób-
elsverðlaunin í hagfræði árið 1976,
var í hópi þeirra hagfræðinga sem
mest áhrif hafa haft á hagstjórn
heimsins, og er kenning hans um or-
sakatengsl verðbólgu og magns pen-
inga í umferð almennt viðurkennd
meðal hagfræðinga.
Í minningargrein sem birtist í
Financial Times í gær segir að það
sem einkennt hafi heimsmynd
Friedmans hafi verið einlæg trú
hans á frelsi einstaklingsins og að
markaðurinn væri besta leiðin fyrir
mikinn fjölda einstaklinga til að sam-
ræma aðgerðir sínar öllum til fram-
gangs og hagnaðar.
Þrátt fyrir að vera einkum minnst
fyrir hagfræðikenningar sínar barð-
ist Friedman einnig fyrir margs kon-
ar réttlætis- og mannréttindamálum
og fór til að mynda stór hluti tíma
hans á Víetnam-árunum í baráttuna
gegn herskyldunni.
Friedman kenndi hagfræði við
Chicago-háskóla frá 1946 til 1976.
Friedman kom hingað til lands árið
1984 í boði Hannesar H. Gissurar-
sonar, prófessors, og hitti íslenska
ráðamenn og fræðimenn að máli.
Prófessor Milton Friedman látinn
Milton Friedman
KÍNVERSK stjórnvöld hafa breytt
lögum í þá veru að erlendum fjár-
málafyrirtækjum verður heimilað
að starfa í landinu. Þetta er liður í
því að uppfylla skuldbindingar
Kína gagnvart Alþjóðavið-
skiptastofnuninni (WTO).
Haft er eftir Song Dahan, að-
stoðar framkvæmdastjóra lög-
fræðisviðs kínverska ríkisráðsins, í
frétt AFP-fréttastofunnar, að með
þessum breytingum hafi Kína stað-
ið að fullu við loforð sem stjórnvöld þar í landi gáfu á sínum tíma um
að opna fjármálamarkaðinn í landinu fyrir erlendum fjármálafyr-
irtækjum.
Hinar nýju reglur munu taka gildi 11. desember næstkomandi. Þá
verða liðin fimm ár frá því að Kína fékk aðild að WTO.
Í frétt AFP segir að erlend fjármálafyrirtæki muni þurfa að uppfylla
ströng skilyrði vilji þau ná sneið af hratt vaxandi auði Kínverja. Hag-
vöxtur hefur verið mikill í Kína á umliðnum árum.
Opna Kínversk stjórnvöld opna fyr-
ir erlendum fjármálafyrirtækjum.
Skilyrði WTO uppfyllt
!"#$
!
#% !!&'(!!)* (+"
%,+-. /
"#$%&$%'()*+ )$%',-($%"((.)/0)
"*) 12
"'-30) #
"*) 1($% * $45(0 - )!"%& ($
+- !!'0*% !"
6$7(8$!0("%&$%"*%&0$3 * 98-8#%%0
# 11!!'# #*!+- (+"2-!/ !'*
"8(0- " 8"*%9: ;-% 3<%&-1
-%& '=3&1"71) '-%" 7$)'"$%08$*(8> (3-%%$8
-%&- $%%" <33-1)!$%%"%?(8$3"'0" 7(8 @:@000<8-
*# $ * 1@///$$(5@*-%&$ A$$("7@(8 $*(0)*-6$7(8$!0 @7(9(91
B
2'%" !!'53<'* ?7$%'- 6C5(0> $ *-%&$%-1
3 453
6447 4
7859 :; 5
;
52& 5
88 78<4
467868;2
;7& D
E ,
8 8
==>
6
FGH .G
G
C
FG
52&
78 VERÐBÓLGA hér á landi mældist
5,8% á ársgrundvelli samkvæmt
samræmdri vísitölu neysluverðs í
október. Þetta er 0,3% minni verð-
bólga en mældist fyrir Ísland í sept-
ember. Frá þessu er greint í Vegvísi
greiningardeildar Landsbanka Ís-
lands.
Hagstofa Íslands mun birta nið-
urstöður fyrir mælingu á sam-
ræmdri vísitölu neysluverðs fyrir
október í dag.
Í Vegvísinum segir að samkvæmt
samræmdu vísitölunni sé verðbólga
hæst í Ungverjalandi, 6,3%, en næst
hæst á Íslandi. Lægst verðbólga sé
hins vegar í Lúxemborg, 0,6%, og í
Tékklandi 0,8%
Verðbólga 5,8%
♦♦♦