Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sparibuxur - Sparipils Pálmi Almarsson lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Brynjar Fransson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is Mokkakápur Mokkajakkar www.belladonna.is Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Verslunin er flutt í Skeifuna 11d, (beint á móti bláu húsunum) HELDUR virðast ökumenn þungaflutningabíla hafa tekið sig á með frágang á farmi sínum eftir stöðugt eftirlit lögreglunnar með þessum mál- um, sem voru í mörgum tilvikum í algerum ólestri og höfðu ítrekað valdið umferðaróhöpp- um svo lá við stórslysum í sumum tilvikanna. Eitthvað ber á því að bílstjórar hafi sett upp skjólborð til að fyrirbyggja að einhverju leyti hrun af pallinum til hliðanna. En það dugar þó ekki til ef skjólborðin eru of stutt auk þess sem tryggja verður að farmurinn renni ekki aftur af pallinum. Lögreglan telur þrátt fyrir allt að ein- hver merki séu um betrun í þessu sambandi. Yfirbreiðslur ekki notaðar Vandinn snýst ekki endilega um að bílstjórar séu vanbúnir, heldur að þeir skýli sér á bak við loðnar reglugerðir um t.d. frágang á sandi, sem þarf að bleyta en ekki nauðsynlega hylja alveg. Þannig eiga ófáir bílstjórar yfirbreiðslur fyrir nokkur hundruð þúsund krónur sem telst vart há upphæð fyrir flutningabíla upp á 15–20 millj- ónir króna. En einhverra hluta vegna eru yfir- breiðslurnar ekki notaðar mikið, hugsanlega vegna þess að það tekur tímann sinn að breiða þær yfir pallinn. Í þessu samhengi má benda á að nýlega var flutningabílstjóri á Suðurlandi sakfelldur í héraðsdómi fyrir ónógan frágang á malarfarmi sínum. Í gær var lögreglan í Reykjavík á ferðinni til að fylgjast með frágangi farms á flutningabílum og voru tveir bílstjórar stöðvaðir á Suðurlands- vegi. Annar var með stafla af hitaveiturörum, samtals um 40 tonna farm, og var hann festur niður með sverum böndum og voru stuðnings- staurar úr járni hafðir út til hliðanna. Ekkert var hins vegar til stuðnings aftan við farminn og var það talið aðfinnsluvert þótt ekki væri bíllinn kyrrsettur eða ökumaðurinn kærður. Hann tjáði lögreglu að vaninn væri að festa slíkan farm niður með keðjum þegar farið væri um lengri veg, en sú var ekki raunin að hans mati í gær, aðeins upp á Hellisheiði. Farmur fýkur af flutningabíl Skömmu síðar kom tilkynning um ökumann á Suðurlandsvegi á leið til borgarinnar með ýms- an farm sem sagt var að hefði fokið út á veginn. Lögreglan ók á móti bílnum og skoðaði frágang og taldi að skoðun lokinni ekki ástæðu til frekari aðgerða. Á pallinum voru fiskikör með ýmsum varningi ásamt fleiru. Fyrir skemmstu var haldinn fundur með að- aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík og aðilum í flutningaakstri. Þar lof- uðu bílstjórar bót og betrun ásamt því að tveim stærstu flutningafyrirtækjunum var send reglugerð um frágang á farmi og hin minni munu fá eins sendingu síðar. Málið er vissulega alvarlegt, ekki síst í ljósi þeirra tæplega eitt þúsund mála sem lögreglan hefur sinnt í þessum flokki það sem af er árinu. Lögreglumenn sem taka að sér að hafa af- skipti af meintri vanrækslu á frágangi verða að kunna vel gildandi reglur um frágang til að geta sinnt málum af öryggi og taka ákvarðanir um aðgerðir á staðnum og/eða kærur eftir atvikum. Örlar á bót og betrun hjá flutningabílstjórum eftir gróf dæmi um lélegan frágang á farmi upp á síðkastið Morgunblaðið/Júlíus Nokkuð gott Logi Sigurjónsson lögreglumaður hjá umferðardeild kannar frágang flutningabíls á Suðurlandsvegi. Ekki reyndist þörf á kæru. Betur má ef duga skal Heimir Eðvarðsson lögreglumaður við 700 kg þung hitaveiturör. Betra hefði verið að nota keðjur í stað tauborða þó að ekki væri um langan veg að fara. Afskipti af tveimur bílum en ekki kært Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Kvenfélagið Heimaey Jólafundur félagsins verður mánudaginn 4. des. kl. 18.00 á Grandótel. Tilkynnið þátttöku eigi síðar en fimmtudaginn 30. nóv. nk. Gleymið ekki litlu jólapökkunum! Símar: Dússý 565 6480/864 2701, Fríða 553 3265/868 8038 og Palda 554 1628/895 1328. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.