Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 13

Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 13 Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RASK af völdum botnvörpu hefur greinileg áhrif á landslag botns og lífríki og mun meira er af stór- gerðum viðkvæm- um tegundum botndýra, eins og til dæmis svömp- um, innan friðaðra svæða en á ná- lægri veiðislóð. Kemur þetta fram í frumniðurstöðum rannsóknar Haf- rannsóknastofnunarinnar. Stefán Áki Ragnarsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun- inni, kynnti rannsóknina og fyrstu niðurstöður á málþingi á dögunum. Rannsóknin snerist einkum um tvö svæði sem friðuð hafa verið fyrir botnvörpuveiðum vegna verndunar ungviðis þorsks. Annað er við Langa- nes og hitt norðaustur af Horni. Tekin voru sýni af botndýrum innan friðuðu svæðanna og utan þeirra í þeim til- gangi að bera saman þéttleika og samsetningu botndýra. Nýtast þessar upplýsingar við athugun á áhrifum botnvörpunnar á lífríki botnsins sem og á mikilvægi friðunar svæða. Notuð voru ýmis söfnunartæki til að taka sýni af hafsbotninum, til dæmis dregnir sleðar, botngreip og neðansjávarmyndavél. Fjarstýrður kafbátur var auk þess notaður á svæðinu við Langanes. Sýnin voru tekin á árunum 2004 og 2005 og er enn verið að vinna úr þeim, að sögn Stefáns.. Stefán segir að minna sé af stór- gerðum viðkvæmum botndýrateg- undum, til dæmis svömpum, á ná- lægri veiðislóð en innan friðuðu svæðanna. Við Langanes sáust einnig mikil ummerki eftir botnvörpuna, svo sem för eftir toghlera. Bæði svæðin voru friðuð á árinu 1993 en hluti af svæðinu við Langanes var friðað rúm- um tuttugu árum fyrr. Segir Stefán Áki að vísbendingar hafi komið fram um mun á milli friðuðu svæðanna, þannig að stærri lífverur væru á því svæði sem lengur hafi verið friðað. Þarf að auka þekkingu Stefán tekur fram að áhrif botn- vörpunnar fari eftir gerð botnsins, dýpi og gerð botndýralífs á viðkom- andi stað. Nefnir að áhrifin séu líklega lítil á einsleitum sandbotni, sérstak- lega á grunnsævi, en aukist sennilega með auknu dýpi. Spurður um hvað sé hægt að gera til að draga úr áhrifum botnvörpu á botndýralíf, segir Stefán Áki að unnt sé að friða svæði þar sem viðkvæmar tegundir þrífist. Vandinn við það sé hins vegar sá að fyrst þurfi að kort- leggja landslag og flokka gerð botn- lægra búsvæða og finna hvar þau sé að finna en Hafrannsóknastofnunin hafi gert áætlun um að stórefla þær rannsóknir. Hann nefnir líka mikil- vægi þess að betrumbæta veiðarfærin þannig að þau hafi minni áhrif á botn- inn – en þó án þess að það dragi úr afla. Það hafi reynst þrautin þyngri. Fyrirhugað er að taka sýni á þriðja svæðinu, út af Reykjanesi, á næsta ári. Þar eru meðal annars þekkt kór- allasvæði. Minna af svömp- um á veiðislóð en á friðlandi ÚR VERINU Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Botnvarpa Sjómenn hífa steina- stikur botnvörpu um borð í togara. Stefán Áki Ragnarsson Rannsókn sýnir áhrif botnvörpu á landslag og lífríki Morgunblaðið/Kristinn Botndýr Unnið að rannsókn á botn- dýri af miklu dýpi. Bolungarvík | Aflahæsti smábátur landsins er að skipta um eigendur, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Rekavík ehf. í Bolungarvík mun vera að festa kaup á Útgerðar- félaginu Ósi ehf. á sama stað og þar með aflabátnum Guðmundi Einars- syni ÍS. Rekavík ehf. er í eigu Bakkavíkur hf. í Bolungarvík, Þorbjarnar-Fiska- ness hf. í Grindavík, A.G. Sjávar- afurða hf., Sjóvár-Almennra hf., Nafta ehf. og útgerðarfyrirtækisins Óss ehf. og gerir þegar út aflabátana Hrólf Einarsson ÍS og Einar Hálf- dánarson ÍS. Samkvæmt upplýsing- um sem bb.is er kaupverðið um 1 milljarður króna og verður skrifað undir samninga þar að lútandi á sunnudag. Agnar Ebenesersson, framkvæmdastjóri Bakkavíkur, vildi hvorki játa þessum fréttum né neita þegar vefurinn bar þetta undir hann í gær. Krókaaflamarksbáturinn Guð- mundur Einarsson ÍS frá Bolungar- vík skilaði mestu aflaverðmæti smá- báta á síðasta ári, eða rétt tæplega 142 milljónum króna fyrir 1.365 tonna afla. Næstur honum var Hrólf- ur Einarsson ÍS, sem skilaði 140 milljónum fyrir 1.349 tonna afla. Á árinu bætir Guðmundur Einarsson enn heimsmet sitt, þegar hann ber yfir 1500 tonna afla að landi. Aflabátur seldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.