Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 23
á staðnum,“ segir hann og glottir.
„Síðan er bara svo gaman að blanda
geði við fólk. Ég stefni að því að
verða „frægi kokkurinn í Borgar-
nesi“,“ segir hann hlæjandi.
Boðið verður upp á hlaðborð í há-
deginu alla virka daga þar sem
áhersla er á hollustu. Á kvöldin
hyggst Gauti verða með fimm til sex
rétti dagsins en það verður enginn
fastur matseðill. „Þetta verður súpa,
kjöt, fiskur eða pasta – það fer eftir
skapinu hverju sinni. Markmiðið er
að setja ást og hamingju í matinn,
þannig að enginn ætti að verða svik-
inn af því að sækja okkur heim.
Loksins er komin ástæða til að
beygja til vinstri þegar fólk kemur í
Borgarnes!“
Anisgrafinn lax
1 hluti sykur
1 hluti salt
stjörnuanís (mulinn)
mulinn engifer
mulin kóríanderfræ
fennugreek fræ
Sykri og salti blandað saman og
dreift yfir laxinn, stjörnuanís, engi-
fer og kóríanderfræjum dreift yfir
laxinn í gegnum sigti (til að fá jafna
áferð) í lokin er fennugreek fræjum
stráð yfir laxinn.
Laxinn látinn standa yfir tvær
nætur og þá ætti hann að vera tilbú-
inn á þriðja degi.
Epla-aoli sósa
2 græn epli
2 rif af hvítlauk
250 ml sýrður rjómi
Epli afhýdd og kjarnhreinsuð,
Epli og hvítlaukur sett í mat-
vinnsluvél og unnið saman, því næst
hrætt saman við sýrða rjómann, salt
og pipar eftir þörfum.
Bakaður lax með bláberja-
sósu og spínatskel
Spínatskel
spínat
salt
laukur
brauðraspur
lax
Spínat, laukur og brauðraspur
sett í matvinnsluvél og hrært saman,
ef of þykkt þá er hægt að bæta smá
ólífuolíu saman við.
Spínatskelinni smurt á laxinn og
hann settur í ofn við 150°C í fimmtán
mínútur.
Meðlæti
kartöflur
Kartöflur skornar í
þykkar sneiðar og
steiktar á pönnu,
bætið smá balsamico-
ediki saman við og
látið sjóða niður, sett
í ofn og bakað í um 10
mínútur við 180°C.
Rauðvínsgljáður
rauðlaukur
Laukur svitaður á
pönnu, rauðvíni bætt
við og látið sjóða nið-
ur, blóðbergi (helst
fersku) bætt við.
Bætið við smá hun-
angi og salt og pipar.
Bláberjasósa
Laukur skorinn smátt og svitaður
á pönnu, rauðvíni bætt við og látið
sjóða niður, þar næst balsamik-ediki
bætt við og látið sjóða niður, bláberj-
um og fersku rósmarín bætt við og
látið sjóða niður þangað til að sósan
smáþykkist.
Frönsk súkkulaðikaka
2 hlutar 60–70% súkkulaði
1 hluti smjör
1 hluti egg
1 hluti sykur
½ hluti hveiti
Súkkulaði, smjör og hveiti brætt
saman yfir vatnsbaði. Egg og sykur
stífþeytt. Súkkulaðinu hellt saman
við eggin og sykurinn. Bakist við 150
til 160°C í u.þ.b 30 mínútur.
Sætt og seiðandi Frönsk súkkulaðikaka að hætti Gauta.
Framandi Anísgrafin lax með epla- aoli.
Ánægður „Það er frábært að vera kominn hingað í sveitasæluna. Það er
miklu minna stress hér en í Reykjavík,“ segir Arnór Gauti Helgason, vert á
Landnámssetrinu, sem nýtur þess að dvelja í Borgarnesi.
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Alvöru amerískir
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
AFSLÁTTUR
30%
GE kæliskáparnir eru öflugir,
endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Ís
sk
áp
u
r
á
m
yn
d
G
CG
21
SI
SF
SS
Verð nú
kr. 199.570 stgr.
GCE21YETFSS
Stærð: h 176x b 90,9 x d 60,7 sm
Með ryðfríum stálhurðum
Verð áður kr. 285.100 stgr.
EFTIRSPURN eftir lífrænni fæðu víðs vegar í heiminum
fer hratt vaxandi, segir í nýrri skýrslu breska markaðs-
rannsóknafyrirtækisins Datamonitor, og nefna neytendur
„betra bragð“ og hollari vöru sem ástæðu vals síns. Í Evr-
ópu er stærsti markaðurinn fyrir lífræna fæðu í Þýska-
landi, þar sem veltan nam tæpum 47 milljörðum króna ár-
ið 2005 og hafði þá aukist um 50% frá árinu 2000. Mestur
hefur vöxturinn hins vegar verið á Spáni þar sem sala á líf-
rænum matvælum hefur aukist um 165% á sama tímabili.
Fersk og óunnin matvæli eru í skýrslunni sögð vera
stærsti mögulegi vaxtarbroddur matvælaiðnaðarins, og
virðast bæði evrópskir og bandarískir neytendur vera þeirrar skoðunar að auk-
in neysla á ferskum matvælum sé besta leiðin til að bæta mataræðið.
Lífræn fæða í sókn