Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 43 menning Það gerist ekki á hverjumdegi í bóklestri að augunopnast upp á gátt, að bókin sú hverfur ekki úr minni, að hún er lesin aftur og verður tilefni frekari uppgötvana. Ein slík op- inberun er skáldsagan Beloved eft- ir bandarísku skáldkonuna Toni Morrison. Bókin er til í íslenskri þýðingu Úlfs Hjörvar, undir heit- inu Ástkær. Söguhetja er blökkukonan Sethe sem styttir litlu dóttur sinni aldur frekar en að vita af henni í ánauð þrælahalds, eftir að hún hefur gert tilraun til að flýja með hana. Og augu lesandans, sem telur sig ekki illa upplýstan, opnuðust fyrir því að hann hafði ekki einu sinni verið á byrjunarreit í því að skilja hvað þrælahald er og hvaða myndir þetta form kúgunar getur tekið á sig. Toni Morrison tekst eins og endranær að fara þeim höndum um efnið, að það er hægt að lesa um þrengingar og hrylling án þess að springa á limminu og leggja bókina frá sér. Húmorinn sem er gróinn í textann á sinn þátt í því að gera lesandann sjáandi án þess að ofbjóða honum.    Í fyrstu skáldsögu sinni, TheBluest Eye, fjallaði Toni Morr- ison um efni sem er nánast óskrif- andi um – sifjaspell. Það er dirfsku hennar líkt að fara af stað með því að ráðast á þann garð, og komast glæsilega frá því. Þessi skáldsaga hlýtur að teljast eitthvert magnað- asta byrjendaverk sem hægt er að hugsa sér, og hún hefur að geyma sumt af því allra hugmyndaríkasta sem höfundurinn hefur sett saman. Þar á meðal er sagan af gallaða sófanum sem eitrar líf tiltekinnar fjölskyldu, og verður nánast mið- depill og orsök fyrir óhamingju hennar. Efniviður skáldsagna Toni Morr- ison er fólkið hennar, Ameríkanar af afrískum uppruna. Þær endur- óma af djúpri þjáningu og kúgun aldanna – um leið og lífskrafturinn í margradda söng ómar öllu ofar. Það er ekki söguþráður eða sál- fræði sem þær eru helst byggðar úr, heldur tungumálið sjálft, í feg- urð, frelsi og fyndni. Tungumál sem hljómar eins og söngur – mót- vægi við þjáninguna – og þjáningin sjálf, í senn. Það er þessi merkilega blæ- brigðaríka, frumlega og þjála rödd höfundarins sem öðru fremur gerir verkin hennar óviðjafnanleg. Svo vill líka til að Toni Morrison er frábær upplesari og erfitt að hugsa sér fallegri ensku en þá sem hún talar. Og sögupersónurnar ólga af lífi og uppátækjum ekki síður en text- inn sjálfur, en eitt af höfund- areinkennum eru ólíkindi sett fram eins og sjálfsagðir hlutir. Mestu ólíkindatól eru kvenpersónurnar, þar sem Sula, í samnefndri skáld- sögu, væri fremst meðal jafningja.    Toni Morrison er ein fárrakvenna sem hlotið hafa Nób- elsverðlaun í bókmenntum, árið 1993. Á þessu ári valdi New York Times skáldsöguna Beloved (Ást- kær) bestu bandarísku skáldsögu síðustu 25 ára. Varla fjarri lagi, því það mun vera leitun yfirleitt að núlifandi skáldsagnahöfundi sem stæði henni framar. Syngjandi skáldsögur » Toni Morrison erein fárra kvenna sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun í bók- menntum, árið 1993. FRÁ PARÍS Steinunn Sigurðardóttir Nóbelsverðlaunahafi Efniviður Toni Morrison er fólkið hennar. 4thfloorhotel Laugarvegur 101 • 4thfloorhotel.is Vetrartilboð 1. nóvember - 1. maí Útvegum miða á leiksýningar og jólahlaðborð 1 manns herbergi 2ja manna herbergi Hópar 10+ Helgarferð kr. 5.900 kr. 7.900 kr. 5.000 á mann kr. 14.000 2 nætur í hjónaherbergi Frábært tilboð til Kanarí 29. nóvember. Njóttu lífsins á þess- um vinsæla áfangastað í 3 vikur. Bjóðum nokkrar íbúðir á þessum vinsæla gististað á einstökum kjörum. Sama verð, hvort sem 2 eða 3 eru saman í íbúð. Allar íbúðir eru með 1 svefnherbergi. Skelltu þér til Kanarí, gerðu hagstæð jólainn- kaup í leiðinni. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí 29. nóvember í 3 vikur Sértilboð á Roque Nublo frá kr. 39.990 Aðeins 8 íbúðir í boði Frá kr. 39.990 Flug. skattar, gisting og íslensk fararstjórn, m.v. 2 eða 3 saman í íbúð á Roque Nublo í 3 vikur. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Það heyrir ávallt til tíðinda ítónlistarheiminum þegar nýplata með bandaríska tónlist- armanninum Tom Waits kemur út. Orphans: Brawlers, Bawlers & Bast- ards, kallast sú nýjasta og inniheld- ur 54 lög á þremur þemaskiptum diskum; 24 lög teljast til fágætra, (lög sem ekki hafa ratað inn á op- inberar breiðskífur Waits) nokkur laganna eru eftir aðra listamenn (Ramones, Peggy Singer, Kurt Weill o.fl.) sem Waits gerir að sínum og svo er restin glæný lög sem Waits semur með eiginkonu sinni og sam- starfsmanni til fjölmargra ára, Kat- hleen Brennan. Ef dæma skal ein- vörðungu eftir kili er nýja platan sannarlega glæsileg og meðfylgj- andi er ljósmyndabók með fjölmörg- um myndum og svo textabók en Wa- its hefur ekki alltaf látið texta fylgja plötum sínum þrátt fyrir mikilvægi þeirra í listsköpun hans.    Tom Waits er sumpart holdgerv-ingur þess sem Evrópubúar hafa sótt í í bandarískri menningu í meira en öld. Hann er hinn hugsandi listamaður, vel lesinn og lærður en umfram allt dæmigerður fyrir sína kynslóð og þá bandarísku list sem hann hefur tekið þátt í að skapa. Ef til vill þess vegna hefur hann ekki náð almennri hylli í Bandaríkjunum – það eru helst tónlistarspekúlantar og menningarvitar þar vestra sem halda tónlist hans á lofti. En það er kannski skiljanlegt, Waits fer óhefðbundnar leiðir í tón- listarsköpun sinni, er alls óhræddur við að skipta um stíla en tekst samt alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér. Sumir vilja meina að tónlist Wa- its sé „an aquired taste“, þ.e.a.s. áunnin eða lærð og ef til vill er nokkuð til í því þegar síðustu plötur Waits eru skoðaðar, en fyrstu plötur hans eru enn þá mjög aðgengilegar og líklega er það með þeim sem nýir hlustendur læra að meta tónlist Wa- its. Ég bendi áhugasömum sér- staklega á Closing Time, Heart of Saturday Night og Small Change. Orphans-platan nýja fær frábæradóma víðast hvar og skýtur það frekar skökku við ef hún fær ekki fullt hús stiga hjá gagnrýn- endum. Fyrsti hlutinn Brawlers (óeirðaseggir) er eins og nafnið gef- ur til kynna uppivöðslusamur, þung- ur en hressandi og í þeim hluta er m.a. að finna ádeilulagið „Road To Peace“ sem fjallar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hér er Waits jafn góður og á Mule Variations, Real Gone og Bone Machine. Annar hlutinn Bawlers (orgarar(?)) er ró- legri og melankólískari þó að húm- orinn sé aldrei langt undan. Lögin á þessum hluta hefðu sómt sér vel á bæði Alice og Blood Money en öðr- um svipar til þess besta sem hann gerði á seinni hluta áttunda áratug- arins. Lögin á síðasta hlutanum Bastards eru svo eðli málsins sam- kvæmt föðurlaus, neðanmáls og skítug. Hreint magnaðar tónsmíðar sem engin leið er að flokka og gott til þess að vita að hinn magnaði hug- ur Toms Waits er hvergi nærri hug- myndalaus. Þegar það sem er áunnið verður ánetjandi » Tom Waits erholdgervingur þess sem Evrópu- búar hafa sótt í í bandarískri menningu í meira en öld. Listamaðurinn Tom Waits hoskuldur@mbl.is AF LISTUM Höskuldur Ólafsson UM hríð var Buttercup ein vinsæl- asta ballsveit landsins. Í kringum buttercup.is (2000) og Öll ljós kveikt (2001) reis stjarna hennar hvað hæst, en þá leiddi Íris Kristinsdóttir bandið í söng. Tónlistarlega hefur Buttercup upplifað furðulega tíma. Tvær fyrstu plöturnar eru skelfilegar en fyrir ein- hverjar sakir snaraði sveitin út popp- gullmola í líki buttercup.is. Öll ljós kveikt var hins vegar frekar andlaust framhald á stefnunni sem þar var mótuð og fljótlega eftir það hvarf sveitin af vettvangi. Hún hefur þó aldrei hætt og hefur verið rekin sem „hálfgerður saumaklúbbur“ eins og fram kemur á vefsíðu sveitarinnar. Lög hafa safnast saman jafnt og þétt og líta nú dagsins ljós á plötunni 1.500 dagar. Hér er ýmislegt gott að finna og sömuleiðis ekki. Það besta við plötuna er að menn leyfa sér alls kyns til- raunir, sem þeir hefðu kannski ekki hætt sér út í þegar verið var að toppa í poppinu. Þetta gefur mörgum lögum skemmtilegan, áhugaverðan blæ og tosar miður góðar smíðar eilítið upp. Höfuðeinkenni plötunnar er þó hversu séríslensk þessi popptónlist er. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt það sem í gangi er í útlöndum en tónlist sú sem Sálin hans Jóns míns, Land og synir, Skítamórall, Butter- cup og fleiri leika er einstök og í raun ætti að kynna hana fyrir þeim útlend- ingum sem hafa áhuga á sérstakri, ís- lenskri tónlist. Platan hefst á laginu „Fyrr en þú heldur“, óræður og kröftugur popp- rokkari sem siglir þó lygnan sjó. Ann- að er að segja um annað lagið, „Ekki þess virði“, metnaðarfull smíð, hálf- gert proggrokk sem vinnur vel á. Strax á eftir kemur svo „Dansarinn“, handónýtt lag. Svona rúllar platan, ágætlega heppnaðar smíðar innan um eitthvað sem hefði allt eins mátt henda. Sum laganna eru brotin upp með þunga- rokkssprettum sem virðast í fyrstu algerlega út úr kú, en það eru einmitt þeir, ásamt ýmsu öðru (mandólín, glúrnir hljómborðskaflar) sem gerir Buttercup að því sem hún er. Hálf furðuleg popprokksveit sem á ekki að ganga upp, en gerir það þó samt. 1.500 dagar er lítil, heiðarleg plata sem meðlimir geta verið stoltir af. Ekki gallalaus en síst eitthvert slor heldur. Skriðið úr híði TÓNLIST Geisladiskur Buttercup eru Valur H. Sævarsson (söng- ur og bakraddir), Davíð Þór Hlinason (gít- ar, mandólín, hljómborð og bakraddir), Símon Jakobsson (bassi, hljómborð og bakraddir) og Heiðar Kristinsson (tromm- ur og slagverk). Lög og texta á Butter- cup. Sveitin stýrði sjálf upptökum og gef- ur einnig út. Buttercup – 1.500 dagar  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.