Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borðaði ég kvöldmat í gær? Frásagnargáfa og húmor eins og Íslendingar vilja hafa hann „Þetta er þaulhugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu 13. nóvember Nýtt íslenskt skáld Óskar Magnússon Bróðir fær að bera vitni Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms um að leyfa bróður Lúðvíks Gizurarsonar að bera vitni vegna kröfu um DNA-rannsókn í faðernismáli HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær að Lúðvík Giz- urarsyni væri heimilt að leiða bróður sinn fyrir dóm til að gefa vitnaskýrslu í tengslum við kröfu Lúðvíks um að gerð verði mannerfðafræðileg rann- sókn til að skera úr um hvort hann sé sonur Her- manns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Jafnframt felldi Hæstiréttur úr gildi réttar- farssekt sem lögmaður Lúðvíks, Dögg Pálsdóttir hrl., var dæmd til að greiða fyrir að ræða um málið í DV og í Kastljósinu og greina frá nöfnum þeirra sem þar koma við sögu. Systkini Lúðvíks, þau Sigurður og Sigríður, en hún lést nýlega, undirrituðu í ágúst yfirlýsingu sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust. Þar segir m.a. að þau hafi snemma í bernsku orðið þess áskynja að Lúðvík væri ekki talinn sonur föður þeirra, Gizurar Bergsteinssonar og að þau hafi oft heyrt það á mæli móður þeirra að hann væri sonur Hermanns Jónassonar. Kröfu tvívegis hafnað Hæstiréttur hefur tvívegis hafnað kröfu Lúðvíks um að mannerfðafræðileg rannsókn (DNA-rann- sókn) fari fram á lífsýnum úr Dagmar og Her- manni. Með því að leiða systkini sín fyrir dóm vildi Lúðvík enn freista þess að leiða líkum að því að móðir hans og Hermann Jónasson hafi átt í nánu sambandi sem leiddi til getnaðar hans. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þessa kröfu með úrskurði 1. nóvember og sagði ekki hægt að útiloka að systkini Lúðvíks gætu haft einhverja þá vitneskju sem myndi nægja til að krefjast lífsýna- rannsóknar. Börn Hermanns kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar en þar var hann staðfestur, eins og fyrr segir. Jafnframt voru þau dæmd til að greiða 150.000 krónur í málskostnað. Í dómi Hæstaréttar um ummæli Daggar Páls- dóttur hrl. segir að ekki sé heimild til þess að dóm- ari í einkamáli ákveði sekt vegna brota af þessu tagi heldur sæti meint brot rannsókn og ákæru samkvæmt almennum reglum laga um meðferð op- inberra mála. SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands telur að milli 30 og 37 þúsund rjúpur hafi verið veiddar á nýloknu rjúpnaveiði- tímabili. Byggir félagið veiðitölur sínar á skoðanakönnun meðal félagsmanna sinna og er þetta annað árið í röð sem slík könnun er fram- kvæmd. Athygli vekur að 40% að- spurðra gengu ekki til rjúpna í ár og 23% þeirra sem fóru til veiða komu tómhentir heim. Úrtakið var hundr- að félagsmenn. Töluverðar breytingar voru gerð- ar á tímabilinu frá fyrra ári og má t.a.m. nefna að veiðidögum var fækkað og voru nú 26 en í fyrra 45 dagar. Hins vegar telur skotveiði- félagið að aðeins hafi verið hægt að stunda rjúpnaveiðar í 16 daga sök- um veðurs þannig að ef áætlaður fjöldi rjúpna er borinn saman við veiðidaga má gera ráð fyrir að á milli 1.800 og 2.300 rjúpur hafi verið skotnar á hverjum veiðidegi. Með 30 rjúpur í frysti Veiðimenn voru hvattir til að gæta hófs í veiðum sínum í ár eins og í fyrra og virðist hvatningin, ásamt óhagstæðu veðri, litlum stofni og fáum veiðidögum hafa orðið til þess að verulega dró úr veiðum í ár. Á síð- asta ári voru t.a.m. um 76 þúsund rjúpur veiddar. Í könnunni kom fram að óvenju- margir áttu rjúpur í frysti frá fyrra ári og átti einn 39 fugla. Er talið að veiðimenn hafi lagt áherslu á að eiga varabirgðir af ótta við að rjúpnaveið- ar yrðu ekki heimilaðar aftur. Talið að veiddar hafi verið 30–37 þúsund rjúpur á tímabilinu Morgunblaðið/Ómar Lítill stofn Veiði var heldur dræm í ár sem m.a. má rekja til óhagstæðs veðurfars, færri veiðidaga og lítils stofns. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Á lit flugfjaðra rjúpunnar má greina á milli tveggja aldurshópa, fugla á fyrsta ári og eldri fugla, en upplýsingarnar eru m.a. notaðar til að reikna út heildarstofnstærð rjúpunnar. Nú þegar hafa 480 fuglar verið aldursgreindir, þ.e. 93 fullorðnar rjúpur og 387 ungar, og er hlutfall ungfugla því 81%. Það þyk- ir mjög hátt hlutfall og ólíkt því sem var á sl. ári. Skytt- um er bent á að fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Skyttur hvattar til að senda inn vængi NÍTJÁN starfsmenn frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Mat- vælarannsóknum Keldnaholti og Rannsóknastofu Umhverfisstofnun- ar þekktust ekki boð um nýtt starf hjá opinbera hlutafélaginu Matís sem mun sameina starfsemi stofn- ananna frá og með nk. áramótun. Óvíst er í hversu mörg stöðugildi verður fyllt að nýju. Formleg uppsögn starfsmanna stofnananna tók gildi í byrjun októ- ber sl. en samkvæmt lögum um stofnun hlutafélagsins bar því skylda til endurráðningar starfsmanna. Töluverð óvissa ríkti um réttindamál og lutu þau einkum að þremur atrið- um, s.s. biðlaunarétti, lífeyrissjóðs- greiðslum og orlofsrétti. Sjöfn Sigurgísladóttir, verðandi forstjóri Matís, segir launakjör starfsfólks ekki breytast við sameininguna. Hún telur ekki gott að missa svo marga en flestir hafi nýtt sér biðlaunarétt sem er sex til tólf mánuðir eftir starfsaldri. Miklar breyt- ingar verða á starfseminni sem fer nú fram á fjór- um stöðum. Stefnt er að því að flytja starf- semina á tvo staði eftir áramót og vonast er til að öll starfsemi í Reykjavík geti síðar komist undir eitt þak. Við breytingarnar mun hluti af starfseminni færast norður til Akureyrar þar sem einnig hefur verið rekin starfsemi. Ákveðið hefur verið að efla hana. Ljóst er að þörf er á frekari mann- skap hjá Matís, bæði í Reykjavík og á Akureyri, en Sjöfn segir enn óljóst hversu mörg stöðugildi verða laus og verður það metið eftir áramót. Nítján láta af störfum hjá Matís Sjöfn Sigurgísladóttir „MÉR finnst sið- ferðisstig í við- skiptum á Ís- landi vera hátt og hef ekki orð- ið var við breyt- ingu til verri vegar,“ segir Erlendur Hjalta- son, formaður viðskiptaráðs, inntur álits á niðurstöðum árlegrar skýrslu Transparency International um viðhorf almennings til spillingar í 157 löndum. Erlendur bendir á að Ísland komi mjög vel út í könnunum frá ári til árs. Á vettvangi viðskipta- ráðsins hafi menn ekki orðið þess varir að sú góða staða sé neitt að breytast. ,,Það er kappsmál ís- lensks viðskiptalífs að halda því með þeim hætti.“ Hátt siðferðis- stig í viðskipt- um á Íslandi Erlendur Hjaltason VERJENDUR sakborninga tengdra Baugi Group í rannsókn á meintum skattalagabrotum hafa ákveðið að falla frá kæru til Hæstaréttar vegna úrskurðar héraðsdóms um að hvorki ríkislögreglustjóri né yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þurfi að bera vitni fyrir dómi. Verjendurnir fóru fram á að þeir myndu bera vitni vegna kröfu sak- borninga um að yfirmenn hjá ríkis- lögreglustjóra yrðu lýstir vanhæfir til að stjórna rannsókninni. Þegar úrskurður héraðsdóms lá fyrir lýstu verjendur því þegar yfir að þeir myndu kæra til Hæstaréttar. Ástæðan fyrir því að þeir falla frá kærunni er sú að þeir vilja flýta fyr- ir að niðurstaða fáist í efnisatriðum málsins, að sögn Kristínar Edwald hrl., sem er verjandi Kristínar Jóhannesdóttur. Málið verður flutt á mánudag. Verjendur falla frá kæru Á LOKADEGI heimsóknar ut- anríkisráðherra, Valgerðar Sverr- isdóttur, til Jap- ans kynnti ráð- herrann sér starfsemi Mazda- bifreiðaverk- smiðjanna í Híró- síma, einkum rannsóknar- og þróunarverkefni í gerð vetnisbif- reiða, og gerði jafnframt grein fyr- ir vetnisvæðingaráformum ís- lenskra stjórnvalda. Munu mögu- leikar á samstarfi við bílaframleið- andann verða kannaðir frekar af hálfu beggja aðila á næstu mánuð- um. Kanna sam- starf um vetni Valgerður Sverrisdóttir FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vél- stjóra, SPV, og Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, SPH. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu höfðu stofnfjáreigendur sjóðanna samþykkt samrunann. Í tilkynningu frá sameinuðum sjóði segja sparisjóðsstjórarnir Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon að til verði mjög öflugt fjármálafyrirtæki. Heildareign sameinaðs sparisjóðs sé um 100 milljarðar króna og eigið fé verður um 11 milljarðar. Viðskiptavinir sjóðsins eru um 50 þúsund talsins og fyrirtæki vel á þriðja þúsund. Sameinaður sparisjóður starfrækir sjö útibú. Samruni samþykktur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.