Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 14

Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BARÁTTAN gegn barnaklámi á Net- inu þarf að vera alþjóðleg enda eiga slíkir glæpir sér engin landamæri. Þetta kom fram á fundi um ofbeldi gegn börnum á Netinu sem haldinn var á vegum Barnaheilla í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Barnaheill hafa undanfarin ár barist gegn barnaklámi á Netinu og um leið tekið þátt í alþjóðlegu starfi. Verkefn- ið er styrkt af ESB sem og ríki og sveitarfélögum hérlendis. Á fundinum kom fram að barna- klám á Netinu hefði upphaflega verið í formi einhvers konar skiptimarkað- ar þar sem menn skiptust á kynferð- islegum myndum af börnum og til að taka þátt þurfti að leggja eitthvað til. Nú sé barnaklám hins vegar orðið að iðnaði þar sem menn borgi fyrir að- gang að netsíðum með klámefni. Almenningur láti vita Stærsti liðurinn í átaki Barnaheilla er ábendingarlína þar sem almenn- ingi gefst kostur á að láta vita af barnaklámi á Netinu. Hrönn Þor- móðsdóttir, verkefnastjóri ábending- arlínunnar, sagði á fundinum að til- kynningum hefði fækkað undanfarin ár en að fjöldi tilkynninga um efni sem reyndist vera ólöglegt hefði þó staðið í stað og væri í kringum tvö hundruð á ári hér á landi. Tilkynning- arnar fara ýmist áfram til Ríkislög- reglustjóra, annarra ábendingarlína eða Interpol. 27 ábendingarlínum er haldið úti í 24 löndum. Alþjóðlegt samstarf hefur leitt til þess að mikið af ólöglegu efni hefur verið fjarlægt af Netinu og barnaníðingar verið leiddir fyrir dóm. Verkefnið er enn sem kom- ið er að miklu leyti bundið við Evrópu en Hrönn sagði mikilvægt að ná til fleiri landa og helst allra heimsálfa. Hrönn benti á að netnotkun á Ís- landi væri hæst í heimi á íbúa. „87% Íslendinga hafa aðgang að Netinu en það þýðir að aðgangur íslenskra barna að Netinu er gríðarlega mikill.“ Hrönn sagði möguleikana á að dreifa efni hratt á Netinu óþrjótandi. Þannig fari myndir manna í milli án þess að sá sem upphaflega kom þeim af stað ráði nokkru þar um. „Það er einfalt að geyma og miðla barnaklámi,“ sagði Hrönn og bætti við að auk alþjóðlegs samstarfs væri mikilvægt að hafa gott samstarf innanlands milli lög- reglu, barnaverndaryfirvalda, net- þjónustuaðila, stjórnvalda, dómara og almennings. „Við þurfum að vera meðvituð um barnaklám á Netinu og ég held að tilkynningarskylda al- mennings um ofbeldi gegn börnum ætti að ná yfir þetta svið líka, þ.e.a.s. að verði fólk vart við barnaklám á Netinu beri því að láta vita.“ Refsiramminn ekki nýttur Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur Barnaheilla, sagði á fundinum frá nokkrum dómum sem varða barna- klám og hafa fallið í héraðsdómum á Íslandi á þessu ári. Rán benti á að há- marksrefsing fyrir vörslu barnakláms væri tvö ár en svo virtist sem refsi- ramminn væri sjaldnast nýttur til fulls. Í sumum tilvikum væru menn dæmdir á sama tíma fyrir önnur brot, t.d. líkamsmeiðingar eða kynferðis- legt ofbeldi, og þá væri erfitt að átta sig á hversu mikill hluti refsingarinn- ar tæki til barnakláms. Rán tók dæmi af manni sem hafði fundist sekur um að hafa hýst barna- klám og að hafa haft samræði við barn sem hann komst í kynni við í gegnum Netið. „Hann var dæmdur í átta mán- aða fangelsi og það finnst mér ótrú- lega lágur dómur. Þetta er dæmi um tælingu eða blekkingu þegar Netið er notað til að búa til jarðveginn fyrir kynferðisbrot.“ Skrefið ekki stigið til fulls Rán hefur sótt fundi erlendis um barnaklám á Netinu og það hefur komið henni á óvart við að skoða ís- lenska dóma hversu mikið á sér stað hér á landi. Tók hún sem dæmi föður sem hafði tekið myndir af börnum í barnaafmæli en notað síðan tölvu til að breyta þeim eða skeyta þeim sam- an þannig að börnin virtust í kynferð- islegum athöfnum. Hvað löggjöfina varðar sagði Rán miklar breytingar til góðs hafa orðið í sl. sumar í framahaldi af því að íslensk stjórnvöld undirrituðu sáttmála Evr- ópuráðsins um tölvuglæpi. Sam- kvæmt sáttmálanum máttu ríki þó ráða hvort þau bönnuðu með lögum að nota fullorðinn einstakling í klámi en láta hann líta út sem barn og þegar tveimur myndum er skeytt saman með ofangreindum hætti. „Íslensk stjórnvöld ákváðu að hafa það ekki ólöglegt,“ sagði Rán og bætti við að hún vildi gjarnan sjá skrefið stigið til fulls til að auðvelda baráttuna gegn barnaklámi á Netinu. Morgunblaðið/Kristinn Gegn barnaklámi Fundurinn um átak gegn barnaklámi á Netinu á fundi í Kornhlöðunni í Reykjavík. Barnaklám á Netinu er landamæralaust Í HNOTSKURN »Árlega berast um 200 til-kynningar hér á landi um ólöglegt barnaklámsefni á Netinu. »Almenningur þarf að látavita af slíku efni. »Refsirammi fyrir vörslubarnakláms virðist sjaldn- ast nýttur til fulls. EFASEMDIR hafa komið fram vegna notkunar á koltjöru-epoxy við húðun í fallgöngum Kárahnjúka- virkjunar en efnið á að nota til að varna tæringu í hinum 420 m löngu lóðréttu og stálfóðruðu göngum í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Efnið er talið vera krabbameins- valdandi og valda arfgengum sjúk- dómum. Þá er herðir sem blandað er út í koltjöruna talinn geta valdið truflunum á hormónastarfsemi lík- amans. Sérfræðingur hjá Umhverf- isstofnun, Haukur Rúnar Magnús- son, hefur sagt erfitt að meta áhættu af notkun koltjöru-epoxy, sannað sé að einstök efni í efnablöndunni valdi krabbameini og hætta fyrir heilsu manna sé mikil meðan unnið er með efnin en þau hættulaus eftir að hafa þornað. Notkun koltjöru-exposy er leyfð hér á landi en er leyfisskyld. Skylt er að viðhafa fullkomna loft- ræstingu og hlífðarfatnað við notkun efnisins. Mengunarmörk efnisins eru 0,2 mg/m3 miðað við hvern 8 stunda vinnudag. Löng og örugg ending sönnuð „Koltjöru-epoxy með Zigma Co- ver 300 efni var fyrirskrifað af hönn- uðunum í upphafi, eingöngu vegna tryggrar endingar,“ segir Sigurður Arnalds hjá Landsvirkjun. „Þetta var notað í Blöndu og Sultartanga með prýðilegum árangri. Það hagar þannig til í Kárahnjúkum að ekki er hlaupið að því að komast inn í 420 m há göng til eftirlits og viðhalds næstu ár eða áratugi og vegna sérstöðu ganganna var lögð höfuðáhersla á að tryggja notkun efnis sem hefði langa og örugga endingu sem hefði verið sönnuð við sambærilegar aðstæður.“ Sigurður segir önnur efni og hættu- minni hafa verið skoðuð en skv. mati tækniráðgjafa hafi reynslan af þeim ekki verið nægilega trygg eða löng til að verjanlegt væri að velja þau. Hafa skilað áhættugreiningu DSD Stahlblau, þýski verktakinn sem sér um fallgöngin, er með hol- lenskan undirverktaka sem sjá mun um málningu þeirra og sérhæfður í málningu við erfiðar aðstæður. „Þeir eru með mikla reynslu af notkun á hættulegum efnum í lokuðum rým- um“ segir Sigurður. „Þeir koma með sérþjálfaða menn í þetta verkefni að utan. Verktakinn sjálfur hefur skilað vinnuáætlun og áhættugreiningu vegna verkefnisins en er ekki búinn að ljúka leyfisferlinu, enda verkið ekki hafið. Leyfisferlið fer í gegnum Vinnueftirlit ríkisins. Síðan verður gengið úr skugga um að loftræsting og persónuhlífar séu í lagi við að koma þessu efni á.“ Allra næstu daga verður byrjað að grunna fallgöngin og verður farið í að mála þau með koltjöru-epoxyefninu á næstu vikum, eða þegar leyfi liggur fyrir. Áhættumálarar í fallgöngunum Fara ekki að mála í fallgöngum virkjunarinnar fyrr en leyfi liggur fyrir Í HNOTSKURN »Umhverfisstofnun telur erfittað meta áhættu af notkun koltjöru-epoxy, en sannað sé að einstök efni í efnablöndunni valdi krabbameini. »Efnið er notað til að varnatæringu í hinum 420 m löngu stálfóðruðu fallgöngum. þessari þróun með því að efla landhelgisgæslu sína. Hann sagði ein- kennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Ís- landi, þegar litið væri til þess, sem Richard Lugar, formaður utanrík- ismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefði sagt nýlega um mikilvægi þess fyrir Bandaríkin að tryggja orkuöryggi sitt sem best, þar á meðal á flutningaleiðum olíu. BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti ræðu á 52. ársfundi Atlantic Treaty Asso- ciation (ATA), sem haldinn er í Aþenu. Á fundinum var rætt um viðfangsefni Atlantshafsbandalags- ins (NATO) við upphaf nýrrar ald- ar. ATA eru samtök félaga á borð við Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg og eru á þriðja hundr- að fulltrúa frá tæplega 50 löndum á fundinum í Aþenu. Í ræðu sinni lýsti Björn Bjarna- son þróun orkuvinnslu á norður- slóðum en þó einkum í Barentshafi og líkum á fjölgun siglinga risa- skipa með gas og olíu yfir Norður- Atlantshaf. Ráðherrann gat þess, að Íslendingar hefðu brugðist við Björn lýsti því, hvernig rúss- neska fyrirtækið Gazprom hefði svo til fyrirvaralaust breytt um stefnu við gasvinnslu á Stokkman-svæðinu í Barentshafi. Lokað á samstarf við erlend fyrirtæki og ákveðið að flytja gasið í leiðslu til Evrópu í stað þess að setja það um borð í skip til Bandaríkjanna. Sérfróðir menn teldu þetta til marks um, að Rússar hikuðu ekki við að beita orkulindum sínum til að styrkja stöðu sína. Dómsmálaráðherra taldi, að væri eitthvert verkefni á sviði orkuör- yggis, sem félli augljóslega að störf- um og markmiðum NATO, væri það að tryggja öryggi á siglinga- leiðum Norður-Atlantshafs. Orkuöryggi er eitt af hlutverkum NATO Björn Bjarnason NIÐURSTÖÐUR liggja fyrir í blaðberakapphlaupi nóvembermánaðar. Að þessu sinni varð Kara Ásta Magnúsdóttir fyrir valinu. Kara ber út á Fornhaga. Vinningur mánaðarins er Ipod og á myndinni eru Kara og Bjarni Birgir Fáfnisson úr dreifing- ardeild. Blaðbera- kapphlaup Morgun- blaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.