Morgunblaðið - 09.12.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.12.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HLJÓMSVEITIN Laser held- ur tónleika á Rósenberg í kvöld og hefjast þeir klukkan 23. Tónleikarnir eru hluti af þriggja vikna tónleikaferð La- ser um Norðurlöndin, en sveit- in hélt einnig tónleika á Rósen- berg í gærkvöldi. Laser spilar blöndu af djassi, rokki og frjálsum spuna. Hún var stofnuð í Gautaborg haust- ið 2005 af finnska saxófónleik- aranum Pauli Lyytinen og gítarleikaranum Sig- urði Rögnvaldssyni. Þeir fengu svo til liðs við sig norska kontrabassaleikarann Jo Berger Myhre og sænska trommuleikarann Andreas Werliin. Tónleikar Seinni tónleikar Lasers á Rósenberg Hljómsveitin Laser. Á MORGUN klukkan 16 munu þau Stefán Máni, Óskar Árni, Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Guðmundsson lesa úr nýút- komnum bókum sínum í stof- unni á Gljúfrasteini. Slíkir upp- lestrar eru orðnir að föstum lið á aðventunni. Er upplestur morgundagsinssá nnar í röð- inni af þremur en dagskrána í heild má nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í móttökuhúsi Gljúfrasteins er margmiðl- unarsýning helguð ævi og verkum Halldórs Lax- ness. Upplestur Ný verk lesin upp á Gljúfrasteini Stefán Máni KVIKMYNDIN La cittá delle donne frá 1980, eða Kvenna- bærinn eins og hún hefur verið kölluð á íslensku, verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði í dag klukkan 16. Myndin er eftir ítalska leikstjórann Federico Fellini og segir frá Snáporaz, sem leikinn er af Marcello Mastroianni. Hann eltir konu sem hann hrífst af í lest inn á hótel þar sem hann lendir í yfirgengilegri kvenna- ráðstefnu. Miðasala verður opnuð u.þ.b. hálftíma fyrir sýningu og er miðaverð 500 krónur. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.kvik- myndasafn.is. Kvikmyndir Kvennabær Fellinis í Bæjarbíói Federico Fellini Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is ÞAÐ ER vissulega áhyggjuefni að ekki eru til aukaeintök af gömlum dagskrárupptökum Ríkisútvarpsins og að einu ein- tökin sem til eru liggi sum hver undir skemmd- um. Þetta segja Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri. Þau fullyrða þó að það horfi til betri vegar enda taki nýr sam- starfssamningur milli stofnunar- innar og mennta- málaráðuneyt- isins sérstaklega á varðveislu- skyldu RÚV. „Það eru auð- vitað ákveðnar áhyggjur sem ég hef af þessu. Í þessum gömlu upptökum eru fólgin mikil menningarverðmæti og hluti af okkar menningararfi,“ segir Þor- gerður Katrín sem kveðst einnig þekkja til málsins frá því hún starf- aði við RÚV á sínum tíma. „Því miður hefur þessu verkefni ekki verið sinnt sem skyldi. En ég tel mig hafa vissu fyrir því að það verði farið í það á grundvelli þess samn- ings sem liggur fyrir,“ en nýr samningur milli menntamálaráðu- neytisins og RÚV tekur gildi verði frumvarp um RÚV að lögum. Engin aukafjárveiting Þorgerður Katrín segir að í samningnum séu kvaðir á RÚV um að gera ráðstafanir til að gera hljóðrit og myndir ásamt handritum aðgengileg almenningi. „Í öðru lagi er kveðið á um að RÚV geri áætlun um að koma eldra efni yfir á að- gengilegt form til geymslu og fram- tíðarnotkunar. Og RÚV á að birta þá áætlun ekki síðar en í desember 2007,“ upplýsir hún og bætir því við að í frumvarpi til laga um Rík- isútvarpið sé stofnuninni gert að varðveita frumflutt efni til fram- búðar, eins og reyndar í núgildandi lögum nr. 122/2000. Aðspurð hvort til þurfi að koma aukafjárveiting eyrnamerkt þessu verkefni sérstaklega segir hún að ekki sé gert ráð fyrir slíku í um- ræddum samningi. „Með breyttum lögum verður til aukið svigrúm til að forgangsraða betur. Núverandi stjórnendur [RÚV] hafa séð að þeir geti gert þetta. Þess vegna eru þeir reiðubúnir til að samþykkja samn- inginn. Þetta er ein af þeim menn- ingarlegu kröfum sem við leggjum á herðar Ríkisútvarpinu og Rík- isútvarpið verður þá að sinna.“ Efnið verði aðgengilegt Páll Magnússon viðurkennir einnig að ekki hafi verið gengið fram af nægum krafti í að afrita gamlar upptökur. „Eins og kom fram [í Morgunblaðinu í gær] hefur þó verið stöðug vinna í gangi um skeið, en hins vegar ekki af nægi- lega miklum þrótti. Það eru uppi fyrirætlanir um að setja í þetta stóraukinn kraft. Bæði er það í tengslum við þennan nýja þjónustu- samning og eins erum við að huga að samstarfi við aðra aðila sem hafa sýnt málinu áhuga. Páll segir málið tvíþætt en bera að sama brunni. „Annars vegar er það varðveisluþátturinn, þ.e.a.s. að upptökunum verði hreinlega forðað frá skemmdum. Hinn hluturinn er svo að gera aðgengilegt almenningi það af þessu efni sem menn telja að eigi ennþá erindi við samtímann. Ég lít á það sem frumskyldu Rík- isútvarpsins að opna þessa gull- kistu. Leiðin til þess fellur saman við varðveisluna, þ.e. að koma upp- tökunum á stafrænt form. Páll segist eiga sér þann framtíð- ardraum að hægt verði að nýta nýj- ustu tækni í þessum tilgangi; „að fólk geti farið inn á vef RÚV, fundið t.d. lestra Halldórs Kiljans Laxness á Íslandsklukkunni, hlaðið þessu niður á iPod-inn sinn og hlustað á í næstu utanlandsferð.“ Að hans sögn er gert ráð fyrir því í hinu nýja frumvarpi um RÚV að hægt sé að fjármagna verkefnið að hluta til með því að taka gjald fyrir slíkan aðgang þegar þar að kemur. Hann segir einnig að gert sé ráð fyrir því í áðurnefndum samningi að RÚV leggi aukna fjár- muni í yfirfærsluverkefnið. „Ég lít á þetta sem grundvallarmál.“ Menntamálaráðherra og útvarpsstjóri segja mikilvægt að varðveita upptökur RÚV Gullkista sem þarf að opna Í HNOTSKURN » Í Morgunblaðinu í gærkom fram að mikill meiri- hluti gamalla upptakna er ein- ungis til í einu og gjarnan við- kvæmu eintaki, ýmist á lakkplötum eða segulbandi. » Í dag vinnur starfsmaður íhálfri stöðu að því að af- rita gamlar upptökur RÚV yf- ir á aðgengilegra og ending- arbetra form. » Tæknimenn við stofn-unina segja þörf á mun umfangsmeiri aðgerðum til að tryggja framtíð þeirra heim- ilda sem þar leynast. Morgunblaðið/Ásdís Frá safninu Safnadeild Rík- isútvarpsins geymir gríðarlegt magn af upptökum úr dagskrá út- varpsins og sjónvarpsins í gegnum tíðina. Varúð Í viðtali við tvo tækni- menn RÚV í blaðinu í gær kom fram að sum af eldri seg- ulböndum RÚV eru orðin mjög stökk og farin að morkna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Páll Magnússon PÁLÍNA Jónsdóttir, leikkona, fær góða dóma í The New York Times í gær, fyrir leik sinn í söngleiknum „Still Life With Commentator“ sem sýndur er um þessar mundir í BAM Harvey-leikhúsinu í Brooklyn. Í blaðinu er það haft eftir höfundum verksins, þeim Vijay Iyer og Mike Ladd, að sýningin fjalli „um sýnd- arveruleika umhverfis okkar“, en gagnrýnandinn Nate Chinen bætir því við að sú lýsing eigi ekki síst við um „óráðskennda hringiðu fjöl- miðlunar samtímans á sviðum hörmunga og stríðsátaka“. Árás á skilningarvitin Gagnrýnandinn segir sýninguna ekki vera í anda jólasýningar Radio City, þrátt fyrir að vera mikið sjón- arspil. Sýningin er „stormsveipur orða, hljóðs, myndmáls og hreyf- ingar, sem best verður lýst sem árás á skilningarvitin“, segir hann. „En það er auðvitað markmiðið: verkið með þeim óþægilegu kennd- um sem það vekur, heldur á lofti spéspegli er afhjúpar upplýs- ingaofhlæði menningar okkar. Um hlut Pálínu Jónsdóttur í sýn- ingunni segir m.a. að íslenska leik- konan, „hafi boðið upp á velkominn léttleika í [laginu] „Cyber-Nut Buc- olia“, augljósri skrumskælingu af Björk“. Pálína Jónsdóttir vekur athygli Fær góða dóma í The New York Times RÚSSNESKA njósnaranum fyrr- verandi, Alexander Lítvínenko, og örlögum hans verða gerð skil í sjón- varpsþáttum á Channel 4 í Bret- landi. Í frétt BBC um málið kemur fram að handrit þáttanna verði skrifað af Peter Kosminsky, en hann mun einnig leikstýra þátt- unum. Hann hefur áður leikstýrt tveim- ur þáttaröðum fyrir sjónvarp í Bretlandi, „Warriors“, og „The Project“. Kosminsky hefur unnið til tvennra Bafta-verðlauna fyrir „The Government Inspector“, sem fjallaði um dauða vísindamannsins David Kelly. Á sér enga hliðstæðu Talsmaður Channel 4, Liza Mars- hall, segir að leikstjórinn hafi allt til að bera til að geta gert þessum ein- staka efniviði skil. „Kringumstæð- urnar við dauða Alexanders Lítv- ínenko er ekki hægt að bera saman við nokkuð annað í Bretlandi og sú athygli sem dauði hans vakti bæði á pólitíska sviðinu og meðal almenn- ings á sér enga hliðstæðu“. Lögregla í Bretlandi hefur stað- fest að dauði Lítvínenkos, hinn 23. nóvember síðastliðinn, er nú rann- sakaður sem morð. En KGB- njósnarinn fyrrverandi lést sem kunnugt er úr eitrun tengdri geisla- virka efninu polonium. Þættir um Lítvínenko LEIKHÓPURINN Peðið frum- sýndi í síðustu viku á Grand Rokk söngleikinn Jólapera – helgileik- urinn um Jósef frá Nasaret. Söng- leikurinn Jólapera er þriðja leikverkið sem Peðið setur upp en áður hefur hóp- urinn sýnt leikritið Lamb fyrir tvo og söngleikinn Barpera. Báðar sýn- ingarnar voru liður í Menning- arhátíð Grand Rokk en leikhópurinn samanstendur af fastagestum og velunnurum staðarins. Í þessu þriðja verkefni hópsins er sjónum beint að Jósef og stöðu hans á hinni helgu nótt. Þetta mann- talsvesen á keisaranum hefur sett allt hans líf úr skorðum og hann neyðist til að halda upp í langt og erfitt ferðalag með konu sína sem er að því komin að fæða barn sem hann á ekkert í. Gistihúsin eru öll full og þau verða að hafast við í fjárhúsi þar sem barnið fæðist. Þá hefst vægast sagt óvenjulegur gestagangur engla og vitringa svo Jósef þarf að taka á öllu því jafnaðargeði sem hann á til. Vegna vegna mikillar ásóknar verður aukasýning kl. 20 nú á morg- un, og þarnæsta sunnudag líka. Uppselt er á fyrri sýninguna á morgun kl. 18 og fáir miðar eru eftir á sýninguna í næstu viku. Miða er hægt að nálgast á Grand Rokk en einnig er hægt að hringja þangað í síma 551–5522. Höfundur verksins er Jón Benja- mín Einarsson og leikstjóri er Vil- hjálmur Hjálmarsson. Tónlist er samin af Björgúlfi Egilssyni og Magnúsi Einarssyni sem jafnframt sjá um tónlistarflutning ásamt Tóm- asi M. Tómassyni. Leiklist | Leikhópurinn Peðið á Grandinu Jósef og jafnaðargeðið Peðin Jólapera er þriðja leikverkið sem leikhópurinn Peðið setur upp. ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.