Morgunblaðið - 09.12.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.12.2006, Qupperneq 32
lifun 32 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég er nú ekki mikið aðvelta fyrir mér dagsdaglega hönnun og hí-býlum,“ segir Guðjón Kjartansson þegar þau hjónin eru spurð hvort þeirra eigi nú heið- urinn af þessu fallega heimili. „Kol- brún [Davíðsdóttir] á nú mestan heiðurinn,“ segir hann og lítur stoltur á konu sína. Hún hlær en tekur strax fram að eiginmaðurinn sé mjög viðræðugóður um það sem viðkomi heimili þeirra. „En ætli ég sé ekki sú sem hefur meiri áhuga á hönnun, uppröðun hluta og smá- atriðunum eins og Guðjón nefnir það stundum. Hann er hins vegar mjög bóngóður og framkvæmir orðalaust það sem ég bið hann um og kemur oft líka með góðar hug- myndir að lausnum.“ Andrúmsloftið á heimilinu er ein- staklega notalegt, birtan hlý og heimilisfólkið gestrisið. Kolbrún hefur búið til dýrindis jólasíld og lagt á borð ásamt ilmandi banana- köku. „Við höfum búið hér í tvö ár og smám saman verið að koma okkur fyrir en við eigum þrjár dæt- ur, einn páfagauk og hund sem við höfum hálfættleitt,“ segir hún. „Húsið er aðeins fárra ára gamalt en þar sem við erum ekki fyrstu íbúar þá voru hér fyrir eldhús- innréttingar og hurðir. Þær féllu ef til vill ekki alveg að okkar þörfum eða smekk en okkur kom samt ekki til hugar að skipta þeim út. Það fannst okkur alltof mikil sóun, enda voru þær nánast nýjar,“ segir hús- freyjan ákveðin. „Við reyndum frekar að laga eldhúsinnréttinguna að okkar stíl og erum ánægð með árangurinn. Ég er hrifnari af eik- arvið en mahoníi eins og er í inn- réttingunni en við notuðum gráar flísar og granítborð til þess að draga úr rauðum tón viðarins. Hún var líka svolítið þunglamaleg en við vildum bæði fá léttari, nútímalegri blæ yfir hana og meira geymslu- rými. Við settum þá á annan vegg- inn tvo skápa með grárri stál- umgjörð og sandblásnu gleri sem gerðu mikið fyrir heildarmyndina.“ Á veggjum heimilisins eru mörg falleg myndverk en Kolbrún hefur um árabil safnað málverkum. „Gunnar Örn er föðurbróðir minn og mörg málverkin hér eru eftir hann en verkið eftir Karólínu Lár- usdóttur fengum við í brúðargjöf.“ Út um gluggana á borðstofunni og stofunni er ekki síðra myndverk er nær yfir borg, bæi, haf og fjöll. Stormurinn lemur reyndar ljórana þennan eftirmiðdag sem reyndar gerir ekki annað en að undirstrika ríkulega og hlýlega naumhyggjuna á heimilinu. „Mér finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju. Margir hlutir hér hafa fylgt okkur lengi og ég get ekki hugsað mér að vera án þeirra. Aðrir eiga sérstaka sögu og því held ég upp á þá. En mér finnst líka gaman að fylgjast með nýjum stílum eins og mínimal- ismanum og blanda honum saman við antík sem ég er mjög hrifin af. Ég hef síðan gaman af því að búa til skreytingar og fleira fyrir heim- ilið. Ég er nýtin að eðlisfari og hef gaman af því að nostra við hlutina,“ segir Kolbrún sem svo sannarlega setur sitt persónulega mark á heimilið – ásamt bóndanum. Þar fara saman skapandi hugur og hönd. uhj@mbl.is Nýtnir og samhentir nostrarar Húsmóðirin á þessu hafn- firska heimili mótar stíl- inn og útfærir smáatriðin. Húsbóndinn er með í ráð- um en aðallega er hann þó í framkvæmdum. Verklagið hentar báðum og samstarfið er stima- mjúkt og skemmtilegt eins og andinn í húsinu. Morgunblaðið/Sverrir Stíll Hér renna ólík húsgögn áreynslulaust saman í skemmtilega heild. Dökkir litir og ljósir kallast á jafnt sem andstæður í formum húsgagnanna. Nýting Kommóður með vel skipulögðu geymslurými sem jafn- framt er sólbekkur. Hannað af Rut Káradóttur. Endurnýjun Grindin er næstum tvítug en Kolbrún skipti um áklæði, sem nú er úr hrosshúð, og stóllinn er eins og nýr. En mér finnst líka gaman að fylgjast með nýjum stílum eins og mínimal- ismanum og blanda hon- um saman við antík sem ég er mjög hrifin af. Aðlögun Kolbrún er búin að bæta við eldhúsinnréttinguna sem var fyrir svo nú er hún orðin eins og hennar draumur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.