Morgunblaðið - 09.12.2006, Side 37

Morgunblaðið - 09.12.2006, Side 37
Fé merktu tóbaksvörnum hefur í gegnum tíðina verið vel varið til að draga úr notkun tóbaks meðal landsmanna og hafa þær aðferðir fjarri því falist eingöngu í áróð- ursherferðum með ljótum myndum. Verkefnin sem snúa að skólunum hafa ver- ið heildstæð og tekið á viðfangsefnum ung- menna, með það að markmiði að auka sjálfstraust þeirra og bæta sjálfsmynd til að verða hæfari í að hafna tóbaki. Einnig hefur fjármunum ver- ið varið í kynning- arefni fyrir heilbrigð- isstarfsfólk, kennara og aðra sem vinna að tóbaksvörnum. Það er algjörlega ótímabært að hætta að eyrnamerkja fé í ákveðin verkefni svo viðkvæmt sem ástand- ið er enn í starfsemi Lýðheilsustöðvar. Þegar Lýð- heilsustöð var sett á laggirnar var mjög lít- ið fé lagt til með starf- seminni, og enn þann dag í dag varir það ástand. Svo undarlegt sem það nú er, þá kemur meira en helm- ingur alls fjár til rekstrar stofnunar- innar inn með tveimur málaflokkum. Hver hefði starfsemin orðið ef þessir tveir málaflokkar hefðu verið áfram utan Lýðheilsustöðvar? Ég kalla stjórnvöld til ábyrgðar. Ég hef setið í tóbaksvarnaráði undanfarin misseri. Hefur sá tími einkennst á köflum af álagi sem stafar af starfsumhverfi sem lýsir sér öðru fremur í ríg og stífni ef umræðan snýst um mikilvæg mál- efni Tóbaksvarnaráðs og Lýð- heilsustöðvar eins og skiptingu fjármagns sem úthlutað er til tób- aksvarna. Minni mál ganga vel. Ég hef af því áhyggjur hvort starfsfólk Lýðheilsustöðvar, sem sinnir tóbaksvörnum, hafi þann styrk sem þarf til að bjóða birginn hugmyndum er lúta að því að setja fé merkt tóbaksvörnum yfir í ann- an frekari málaflokk ef svo ber undir. Í MORGUNBLAÐINU hinn 28. nóvember birtist viðtal við Önnu Elísabetu Ólafs- dóttur, forstjóra Lýð- heilsustöðvar. Þar fjallar Anna Elísabet um þann vanda sem Lýðheilsustöð glímir við í formi eyrna- merktra fjármuna. Mér þótti mjög leitt að lesa þetta viðtal við forstjóra jafn mik- ilvægrar stofnunar sem Lýðheilsustöð á að vera í forvarna- starfi þjóðarinnar. Í stað þess að byggja viðtalið á því sem væri forvörnum til fram- dráttar fór það að mestu í að rífa niður starf áfengis-, vímu- efna- og tóbaksvarna, sérstaklega tóbaks- varna. Eru það afar sérstök vinnubrögð yfirmanns þeirra málaflokka. Ef tóbaksvarnir eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að eyrna- merkt fé þeirra kemur eingöngu af sölu tób- aks þannig að ekki er verið að taka fé frá öðrum. Við eigum enn langt í land með að ná markmiðum heilbrigð- isáætlunar til 2010 og því ljóst að þá fjármuni sem ætlaðir eru til tóbaks-, áfengis- og vímuvarna þarf að nota í þá málaflokka. Þrátt fyrir að hlutfall Íslend- inga, er reykja daglega, hafi lækkað er ljóst að annar vágestur innan tóbaksfjölskyldunnar er á góðu skriði. Þar á ég við mikla notkun munntóbaks sem ekki er bara skaðleg heilsu ungmenna og fullorðinna, heldur einnig ólögleg á Íslandi. Þarna er líka mikilvægt verk sem þarf að sinna af miklum krafti. Ef einhver málaflokkur innan Lýðheilsustöðvar líður fyrir lítið fjármagn verður að fá viðbótarfé utan frá í stað þess að rýra hlut annarra málaflokka sem svo sannarlega eiga nóg með sitt. Stjórnvöld þurfa að sjá sóma sinn í því. »Ef einhvermálaflokkur innan Lýð- heilsustöðvar líður fyrir lítið fjármagn verð- ur að fá viðbót- arfé utan frá í stað þess að rýra hlut ann- arra málaflokka sem svo sann- anlega eiga nóg með sitt. Eyrnamerkt fé til forvarna Rósa Jónsdóttir gerir at- hugasemd við viðtal við Önnu Elísabetu Ólafsdóttur Rósa Jónsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 37 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Meindl Colorado GTX Jólatilboð 17.900 kr. verð áður 19.900 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 Gætið þess að kerti séu vel stöðug og föst í kertastjakanum Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS UM HELGINA RJÚPNASALIR 12, 201 KÓPAVOGUR - LAUS STRAX 11. HÆÐ - GLÆSILEG EIGN 109,2 fm, 2 herbergi. Hægt að breyta í 3 herbergi. 2 stórar stofur. Vandaðar innréttingar. Flísalagðar svalir. Mikil lofthæð. Tvær lyftur. Stórglæsilegt útsýni. Bílastæði í kjallara. Áhvílandi lán 18 millj. með 4,15% vöxtum getur fylgt. Laus við kaupsamning Gunnar Valdimarsson, s. 895 7838 Viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali BÓKIÐ SKOÐUN Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.