Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 41

Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 41 Nú geta allir haft aðgang að skrifstofuumhverfi á sanngjörnu verði. Með Open- Hand nýtir þú núverandi netfang áfram en færð dagatal, tengiliði og önnur gögn í farsímann og tölvuna líkt og þú værir hluti af stóru skrifstofuumhverfi. OpenHand geymir öll gögnin þín á öruggum stað. Ef farsíminn eða tölvan glatast er ávallt til öruggt afrit hjá okkur. Hver kannast ekki við að týna símanum og öllum tengiliðum í leiðinni? Slík leiðindi eru úr sögunni með OpenHand. Ef þú þarft aukið skipulag í þínum rekstri, aðgengi að gögnum á ferðinni og öruggan stað til að geyma þín gögn þá er OpenHand lausnin fyrir þig. Líttu við hjá Hátækni og leitaðu nánari upplýsinga. SoHosted Tilvalin lausn fyrir smærri fyrirtæki, einyrkja og verktaka P I P A R • S ÍA • 6 08 55 TÖLVUPÓSTUR Í SÍMANN ÞINN www.openhand.isÁrmúli 26 www.hataekni.is DAPURLEG reynsla af skólakerf- inu í Kópavogi, nánar tiltekið af einum skóla, svo að allir skólar liggi ekki undir ámæli eða rangri sök, er tilefni þess- arar greinar. Forsagan er einföld og lít- il harmasaga. Atburðarásinni verður ekki lýst í smáatriðum hér en er örugg- lega algengari en margur heldur. Ung- ur ofvirkur drengur með athyglisbrest er hrakinn úr eða gerður fráhverfur skólanum sínum vegna fáfræði starfs- fólks skólans. Ekki vegna mannvonsku eða skipulagðra aðgerða heldur ein- faldlega vegna fáfræði um veikindi ungs drengs. Nú er Kópavogur eitt af öflugustu sveitarfélögum landsins. Stærir sig af mikilli uppbyggingu, tekjuafgangi og fjármálasnilli. Þegar byggja á íþrótta- hallir, óperuhús eða keypt eru lönd undir áhugamál eins og hestamennsku eða byggja á stórskipahöfn eru allir vasar opnir og upphæðirnar í íslensk- um krónum eru af þeim stærðum sem erfitt er að átta sig á eða skilja. Þegar kemur að því að hlúa að okkar smæstu einstaklingum sem hvorki geta borið hönd fyrir höfuð sér né skilja hvað er að gerast bregðast þeir sem ættu að veita þeim skjól og vernd. Forgangsröðun bæjarfélags eins og Kópavogs er manni hulin ráðgáta þeg- ar á reynir. Þeim einstaklingum sem þurfa sérúrræði í skólakerfinu eins og lýst er hér í upphafi er boðið upp á eina úrlausn, hún er Ástún, þar er fámennt en góðmennt teymi fagfólks sem kann sitt verk en eru því miður takmörk sett bæði hvað varðar stöðugildi og hús- næði. Húsakosturinn í dag er gamalt einbýlishús á þremur hæðum sem stendur til að setja undir kúluna. Menn geta velt því fyrir sér í þessu ljósi hversu gott húsnæðið er. Eins geta menn velt því fyrir sér hversu starf- semin er hátt skrifuð hjá bæjaryf- irvöldum í húsnæði sem þessu. Nú þeg- ar hefur verið ákveðið að byggja fjölbýlishús á þessari ágætu lóð í Ást- úninu en starfseminni í húsinu er ekki enn fundin staður. Þessi viðkvæma en mikilvæga starfsemi er sett út á gadd- inn eða í uppnám fyrir nútíma hag- kvæmni sem felst í framkvæmdagleði og fjármálasnilli. Bæjarfélagið sér meiri hag í því að afhenda verktökum lóðina sem fyrst og hagkvæman bygg- ingarstað en börnin eru ekki áhyggju- efni í slíku reiknisdæmi. Ef einhver manndómur er í kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar sem bera al- vöru ábyrgð í starfi sínu og skyldum sínum við samfélagið ætti röð atvika að vera önnur. Eðlilegast væri að Kópa- vogur stæði undir nafni og gengi fram með nýja sýn og nýtt viðhorf í mál- efnum barna sem þurfa sérúrræði í skólakerfinu vegna hegðunarröskunar. Mjög eðlilegt væri að byggja sérhæft húsnæði undir starfsemi sem þessa. Einnig þarf að manna slíka starfsemi þannig að hún hafi kraft til þess að starfa eðlilega og virki eins og net fyrir skólana. Þannig væri hægt að bregðast við vanda og jafnvel harmleik mun fyrr heldur en gert er í dag. Skólarnir og starfsemi þeirri nytu góðs af aðgerðum sem þessum. Börnin sem mestu máli skipta í þessari umræðu fengju með- höndlun sem þau eiga skilið. Það er því miður ótrúleg staðreynd að eyru þeirra sem fara með valdið og fjármagnið heyra illa ef vandinn sem við blasir er ekki í þeirra nánasta umhverfi. Bæj- arfulltrúar Kópavogsbæjar eru beðnir um að staldra við og hugsa þessi mál upp á nýtt. Kópavogsbær þolir það vel að vera orðaður við framsækni og for- ystu í þjónustu við veik börn. Forgangsröðun hjá Kópavogsbæ? Arnþór Sigurðsson fjallar um forgangsröðun hjá Kópavogsbæ Arnþór Sigurðsson » Bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar eru beðnir um að staldra við og hugsa þessi mál á ný. Faðir ofvirks drengs í Kópavoginum. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.