Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 54

Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 54
|laugardagur|9. 12. 2006| mbl.is staðurstund Ort verður um fuglana í Hús- dýragarðinum sem slátrað var á dögunum í útvarpsþættinum Orð skulu standa í dag. » 57 útvarp Bogomil Font gefur út plötuna Majones jól fyrir jólin en þar er meðal annars að finna lag um samkynhneigt jólatré. » 56 tónlist Arnar Eggert Thoroddsen gefur tónleikadiski Björgvins Hall- dórssonar fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 56 dómur Teiknimyndin Hnotubrjóturinn og músakóngurinn var frum- sýnd hér á landi í gær með ís- lensku og ensku tali. » 58 kvikmynd Blúsgoðsögnin BB King verður sæmd Frelsisorðu Bandaríkj- anna af George W. Bush síðar í mánuðinum. » 65 fólk Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is ÞAÐ verður sannkallað ættarmót á árlegum jólatónleikum Salarins næstkomandi sunnudag þegar stór- fjölskylda Ólafs Kjartans Sigurð- arsonar flytur hátíðardagskrá sem Ólafur Kjartan hefur sett saman. Fimm ættliðir fjölskyldunnar verða þátttakendur í tónleikunum. „Það er búið að stefna saman fimm ættliðum. Mér voru gefnar frjálsar hendur með útlistingu á tón- leikunum og ég talaði náttúrulega fyrst við meistara Jónas Ingimund- arson um að hann veitti mér lið. Eig- inlega er þetta dálítið Jónasi að kenna hvernig komið er því hann fór að impra á því hvort fleiri úr fjöl- skyldunni vildu hugsanlega taka þátt,“ segir Ólafur Kjartan. „Það eru náttúrulega hæg heima- tökin hjá mér. Ég vanur því að níð- ast á karli föður mínum með aðstoð við ýmiss konar tónlistarflutning. Síðan kom það nú til að draga afa gamla inn í spilið, afa Jón bassa. Síð- an fór þetta að vinda upp á sig. Langafi minn, Gissur Ó. Erlingsson, sem er ekki nema 97 ára, var að ljúka við nýjan texta fyrir okkur við nýtt lag eftir karl föður minn. Það getur vel verið að ég dragi hann upp á svið en í það minnsta verður hann í salnum. Ég ætla síðan að syngja bæði ljóð og þýðingar eftir dóttur hans og ömmu mína, Jóhönnu G. Erlingsson. Hún er landskunn söng- textakona. Afi minn og hennar mað- ur, Jón bassi, ætlar að plokka kontrabassann sinn. Við ætlum með- al annars að syngja jólalag fjölskyld- unnar, Jólin alls staðar, sem er ljóð ömmu við lagið hans afa. Pabbi, Diddi fiðla, á svo nýja tónsmíð sem við flytjum við ljóð eftir afa hans og langafa minn. Síðan er búið að draga blessuð börnin mín inn í spilið líka. Fjölnir sonur minn mætir með sinn gítar og dætur mínar, Ásgerður og Brynja, ætla að spila og syngja líka. Ég er nokkuð viss um að þetta sé einsdæmi, jafnvel á heimsvísu, að fimm ættliðir komi að einum tón- leikum. Eigum við ekki alltaf heims- metið í öllu?“ segir Ólafur Kjartan. Boð um að syngja í Falstaff Auk stórfjölskyldunnar koma fram á tónleikunum Jónas Ingi- mundarson og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Ólafur Kjartan kom til landsins í fyrradag eftir sex mánaða dvöl í London þar sem hann söng í Rigo- letto. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið sérlega viðburðarríkir. „Ég söng hlutverk Rigoletto í sumar í London sem gekk mjög vel. Síðan hljóp ég í skarðið fyrir mjög virtan baritón fyrir skemmstu og söng tvær sýningar á Rigoletto hjá Opera North. Í framhaldi af því fékk ég boð frá þeim um að syngja stórt hlutverk á komandi hausti. Ég mun syngja hlutverk Ford í Falstaff eftir Verdi. Guðmundur Jónsson, söngkenn- arinn minn, sagði alltaf að það færi ekkert að gerast hjá mér fyrr en það færi að halla undir fertugt hjá mér. Það eru orð að sönnu. Nú er ég 38 ára og hlutirnir loksins farnir að gerast,“ segir Ólafur Kjartan. Morgunblaðið/RAX Tónlistarfjölskylda Diddi fiðla, Ólafur Kjartan og börnin hans þrjú, Ásgerður, Brynja og Fjölnir á æfingu í Salnum í gær. Stórfjölskyldan syngur í Salnum Gissur Ó. Erlingsson, langafi Ólafs Kjartans, er þýðandi og skáld. Dóttir hans og amma Ólafs Kjart- ans, er Jóhanna G. Erlingsson. Jóhann er landskunn söng- textakona. Eiginmaður hennar er Jón Sigurðsson, Jón bassi, Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, er sonur Jóns og Jóhönnu. Diddi fiðla er faðir Ólafs Kjart- ans. Þrjú börn Ólafs Kjartans koma fram á tónleikunum í salnum. Þau heita Fjölnir, Ásgerður og Brynja. Persónur og leikendur AÐVENTUTÓNLEIKAR Íslands- deildar Amnesty International verða í Neskirkju á sunnudaginn kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir á alþjóðlega mannréttindadeginum. Fram koma Auður Gunnarsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og flytja verk eftir Mozart, Franck, Bach-Gound og Sigvalda Kaldalóns. Þá flytja Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari og Elísabet Waage hörpuleik- ari verkið Til hafsins eftir Toru Ta- kemistu. Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Einar Jóhannesson klar- ínettuleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og Ari Vilhjálmsson fiðlu- leikari flytja Klarinettkvartett eftir Hummel og tyrkneskan mars í út- setningu Atla Heimis Sveinssonar. Þá flytja systkinin Kristján og Ellen Kristjánsbörn lög af plötunni Jólin eru að koma og ný lög eftir KK. Í kvöld verða aðventutónleikar í Skálholti kl. 20.30. Fram koma Skál- holtskórinn og Barna- og kammerkór Biskupstungna ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Óskari Péturs- syni. Frumflutt verður jólalag eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Annað kvöld kl. 20.30 heldur Kór Bústaðakirkju sína árlegu jólasveiflu í kirkjunni. Með kórnum syngur Egill Ólafsson og gleðisveitin Tangósveit lýðveldisins leikur undir. 12. og 13. desember verða aðventu- tónleikarnir Tendrum ljós á tré. Fram koma Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystur Reykjavíkur. Einsöngvari er Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Vox feminae mun einnig koma fram í Þjóðmenningarhúsinu nk. sunnudag kl. 16 í tilefni af útgáfu á sínum þriðja geisladiski, Ave Maria. Björn Steinar Sólbergsson og kammerkórinn Schola cantorum und- ir stjórn Harðar Áskelssonar flytja aðventu- og jólasálma og sálma- forleiki eftir Johann Sebastian Bach úr Litlu orgelbókinni nk. sunnudag kl. 17. Fjöldi tónleika um helgina Schola cantorum Kórinn kemur fram í Hallgrímskirkju á morgun. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.