Morgunblaðið - 11.12.2006, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Kúbu í beinu flugi
16. desember. Þú bókar og tryggir þér sæti og fjórum dögum fyrir brott-
för færðu að vita hvar þú gistir.
Kúba er ævintýri sem lætur engan
ósnortinn. Ekki aðeins kynnist
maður stórkostlegri náttúrufegurð
eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er
einstök í mörgu tilliti.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kúbu
16. desember
frá kr. 49.990
Ótrúlegt tilboð - allra síðustu sæti
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Flug, skattar og gisting í tvíbýli í viku og ís-
lensk fararstjórn, m.v. stökktutilboð.
Netverð á mann.
BJÖRGUNARSVEITIR á suðvest-
urhorninu sinntu mörgum hjálpar-
beiðnum á laugardagskvöld vegna
suðaustanhvassviðris. Var þetta enn
eitt stóra óveðursútkallið það sem
af er vetri en verkefni björgunar-
sveitarmanna voru þó talsvert frá-
brugðin þeim sem komið hafa upp
að undanförnu. Þannig þurftu
björgunarsveitarmenn að binda nið-
ur flugvélar og dæla upp úr smábát-
um við hafnir, enda sjávarstaða há,
auk þess sem óvenjuslæmt hvass-
viðri var á Kjalarnesi.
Jónas Guðmundsson hjá svæðis-
stjórn Landsbjargar segir veðrið
hafa skollið mjög harkalega á um
klukkan 21 á laugardagskvöld og
unnið hafi verið í 13 björgunarhóp-
um sem í voru alls 70 menn.
Ástandið á Kjalarnesinu hafi staðið
upp úr.
„Þar var veðrið miklu verra en
við höfum lengi lent í,“ segir hann.
„Þar voru stórir gámar á sorpsvæð-
um farnir að hreyfast og á tímabili
leist okkur ekkert á blikuna og
beindum því talsvert mörgum
björgunarsveitarmönnum þangað.
Einnig má nefna háa sjávarstöðu
sem gerði okkur líka lífið leitt og
því vorum við með menn í 2–3 hóp-
um við að reyna að tjónka við báta
og dæla upp úr þeim ásamt slökkvi-
liðinu. Engu að síður sukku nokkrir
bátar við bryggju.“
Jónas segir óveðrið hafa skollið á
harkalega um klukkan 21 eftir ró-
legan aðdraganda.
Á höfuðborgarsvæðinu fuku flug-
vélar, bátar og hjólhýsi og fleiri
hlutir til. Á Akranesi losnuðu þrjú
jólatré, sem stóðu við sjúkrahús
staðarins, auk þess sem vinnupall-
ar, bretti og járnarusl fuku í storm-
inum.
Björgunarsveitin Þorbjörn frá
Grindavík var kölluð út um kvöld-
matarleytið vegna óveðurs í og við
Grindavík og fleiri sveitir á suð- og
vesturhorninu voru einnig kallaðar
út vegna veðursins. Félagar í björg-
unarsveitinni Þorbirni björguðu
jólatré bæjarins, sem var í þann
mund að falla.
Hjálparsveit skáta í Hveragerði
aðstoðaði ökumenn á Hellisheiði en
þar var töluverð hálka á vegi. Í
Keflavík voru björgunarsveitar-
menn kallaðir út um miðnættið
vegna þakplatna sem voru farnar að
losna af frystihúsi við Hafnargötu.
Rafmagn fór af Kjós um kvöldið
klukkan 21:31 og klukkan 22:27 fór
rafmagn af í Hvalfirði. Viðgerðar-
flokkar frá Borgarnesi voru sendir
af stað til að gera við. Ellefu raf-
magnsstaurar brotnuðu utan við
Nauteyri í Ísafjarðardjúpi um nótt-
ina og var flokkur frá Orkubúi
Vestfjarða á Hólmavík sendur til
viðgerðar. Þá slitnuðu rafmagnsvír-
ar og staur í Dýrafirði auk þess sem
vírar slitnuðu í Önundarfirði og
a.m.k. fimm stautar brotnuðu. Þá
slitnuðu rafmagnsvírar í Álftafirði.
Bátar og flugvélar í hættu
70 björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu sendir í enn eitt óveðursútkallið á þessum vetri
Stórir gámar hreyfðust í vindi og bátar og flugvélar voru farin að láta undan vindálaginu
Bátar sukku við bryggju
og rafmagnsstaurar
brotnuðu í óveðrinu á
laugardagskvöld og voru
tugir björgunarsveit-
armanna sendir til að-
stoðar. Óvenjuhvasst var
á Kjalarnesi.
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Golli
Fauk Jólatré sem fauk um koll við JL húsið í Reykjavík á laugardagskvöldið
Að störfum Björgunarsveitarmenn voru önnum kafnir við að bjarga verðmætum frá tjóni og leiðbeina vegfarendum í óveðrinu á laugardagskvöld
ÞRJÁTÍU og eitt frumvarp var samþykkt sem lög frá
Alþingi á laugardag, en það var jafnframt síðasti þing-
fundurinn fyrir jól. Þing kemur saman að nýju hinn 15.
janúar nk. Meðal þeirra lagafrumvarpa sem samþykkt
voru eru lög um vaxtabætur. Samkvæmt þeim hækkar
lágmark eignaviðmiðunar að frádregnum skuldum til
skerðingar á vaxtabótum afturvirkt um 30%.
Í lögunum segir að endurákvörðun vaxtabóta skuli
lokið eigi síðar en 31. desember nk. Í athugasemdum
frumvarpsins kemur fram að ætla megi að langstærst-
ur hluti framteljenda fái þær bætur sem þeir eigi rétt á
samkvæmt lögunum greiddar út á innan við viku. Hins
vegar megi gera ráð fyrir að það taki tvær til þrjár vik-
ur að endurákvarða og greiða einhverjum hluta manna.
Þá var m.a. samþykkt lagafrumvarp um lækkun á
virðisaukaskatti á matvæli í 7% frá og með 1. mars nk.
Einnig var m.a. samþykkt frumvarp um lækkun tekju-
skatts einstaklinga um 1% um áramótin í stað 2%, eins
og áður hafði verið ákveðið. Pétur H. Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, greiddi einn atkvæði gegn
þessari breytingu og sagði að um væri að ræða skatta-
hækkun.
Í sömu lögum er einnig gert ráð fyrir því að persónu-
afsláttur hækki í 385.800 kr. á ári en við það hækka
skattleysismörk einstaklinga um 14%. Auk þess er m.a.
í lögunum gert ráð fyrir því að frá og með næstu ára-
mótum verði greiddar barnabætur til 18 ára aldurs í
stað 16 ára aldurs.
Þá var á laugardag m.a. samþykkt lagafrumvarp um
fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.
Frumvarp um vaxtabæt-
ur samþykkt á þingi
Þingfundum frestað fram yfir jól
Morgunblaðið/ÞÖK
Jólafrí Þing kemur saman að nýju 15. janúar