Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 18

Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 18
18 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S amkvæmt greininni í Science verða nánast engir fiskistofnar til að veiða eftir miðja öldina og rekja greinarhöf- undar það til vaxandi líf- fræðilegs fábreytileika í höfunum. Þeir leggja þó um leið áherzlu á að með meiri friðun, bættri fisk- veiðistjórnun og strangari meng- unarvörnum megi enn snúa þróun- inni við. Bæði Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Haf- rannsóknastofnunarinnar, og Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, segja tilkynningar um greinina í Science hafa verið agn fyrir fjölmiðla, sem þeir bitu á. Báðir gagnrýna þeir höfunda greinarinnar harðlega fyr- ir vinnubrögð og framsetningu, en eru ósammála um framkvæmd fiskveiðistjórnunar við Ísland. Vísindi með ólíkindum Björn Ævarr Steinarsson, sviðs- stjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrann- sóknarstofnunarinnar, segir „agn- ið“ hafa falizt í því „að framlengja kúrfuna, sem sýnir hrun fiskistofna í hafinu, og fá þannig út að þeir yrðu horfnir árið 2048. Þessi vís- indi eru alveg með ólíkindum. Sem dæmi má nefna, að hefði stefna kúrfunnar verið miðuð við árin upp úr 1975, þegar víða um heim var hafist handa við virka fisk- veiðistjórnun, þá hefði hún náð a.m.k. 500 ár fram í tímann. Þann- ig er ekkert tillit tekið til þeirra ráðstafana, sem þegar hefur verið gripið til, eða þeirra sem eru í bí- gerð.“ Björn Ævarr segir að margir virtir vísindamenn hafi hafnað nið- urstöðum greinarinnar með öllu. „Ég get nefnt Ray Hillborn, heimsfrægan fiskifræðing og pró- fessor við Washingtonháskóla, sem dæmi. Hann segir hreint út að þetta sé með ólíkindum heimsku- legt, enda er hann þekktur fyrir að tala tæpitungulaust. Þetta geti e.t.v. átt við einhvers staðar, t.d. við strendur Afríku, en því fari fjarri að þetta gildi í heiminum öll- um. Steve Murawski, sem líka er heimsþekktur vísindamaður og for- stöðumaður veiðiráðgjafar banda- rísku hafrannsóknastofnunarinnar, fullyrðir að þessi spá sé mjög lituð af svartsýni og eigi ekki við um fiskimiðin við Bandaríkin. Loks get ég nefnt Christopher Zimmerman, vísindamann hjá þýzku hafrann- sóknastofnuninni og félaga í ráð- gjafarnefnd Alþjóða hafrannsókna- ráðsins, en hann segir framreikn- ingana merkingarlausa og byggða á röngum grunni. Fræðimenn á sviði fiskifræði eru því á einu máli um þessar niðurstöður, sem eiga að sýna fram á að fiskurinn verði horfinn úr hafinu um miðja öldina.“ Björn Ævarr segir að þótt fram- tíðarspáin sé byggð á röngum for- sendum og ætlað að vekja athygli á grein vísindamannanna, þá bendi þeir jafnframt á ýmis raunveruleg vandamál. „Greinin sjálf er fyrst og fremst um líffræðilegan fjöl- breytileika, tengsl hans við stöð- ugleika og fjaðurmagn vistkerfa. Niðurstaðan er sú að eftir því sem líffræðilegur fjölbreytileiki sé meiri, þeim mun stöðugra sé vist- kerfið. Mér skilst, án þess að ég sé vistfræðingur, að þessi umræða hafi átt sér stað áratugum saman innan þeirrar fræðigreinar. Einkennileg vinnubrögð Í greininni í Science skoða vís- indamennirnir niðurstöður tilrauna, skoða strandsvæði og fjalla um stór hafsvæði. Þar fara þeir þá leið að skoða tíðni stofna sem hafa hrunið, miðað við líffræðilegan fjöl- breytileika á svæðunum. Þeir skoða hins vegar ekki hvort líf- fræðilegur fjölbreytileiki innan þessara svæða hafi breytzt eða leitt til hruns stofnanna. Þeir sjá tengsl á milli þess að þar sem líf- fræðilegur fjölbreytileiki er hár, þar hafa færri stofnar hrunið.“ Björn Ævarr segir að greinin fjalli ekki með beinum hætti um að þessir umræddu stofnar hafi fyrst og fremst hrunið vegna ofveiði, en ekki vegna þessa að gengið hafi verið á líffræðilegan fjölbreytileika á þessum svæðum. Það sé dálítið einkennileg nálgun. Hann segir að greinarhöfund- arnir taki nokkurra ára gamlar töl- fræðilegar upplýsingar frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, um að 30% fiskistofna heims hafi hrunið. „Greinin fjallar ekkert um hversu líklegt sé að allir stofnar hrynji al- veg, heldur er fullyrt að þeir muni gera það ef ástand síðustu áratuga verði óbreytt. Aðalhöfundur grein- arinnar, Boris Worm, tók reyndar fram í einhverju viðtalinu að þetta væri „projection“ en ekki „predic- tion“, þ.e. áætlun en ekki spádóm- ur um hvernig fari. Svona vinnu- brögð myndu aldrei verða viðurkennd innan fiskifræðinnar, enda eru greinarhöfundar einungis að framlengja bogakúrfuna sem sýnir stöðuna undanfarna áratugi.“ Almenn skoðun fiskifræðinga er að hrun fiskistofna sé fyrst og fremst vegna ofveiði, en ekki vegna þess að gengið hafi verið á líf- fræðilegan fjölbreytileika. Þótt samhengi sé þarna á milli sé það tiltölulega veikt. Björn Ævarr tekur sem dæmi, að hrun loðnustofnsins hér við land hafi alvarleg áhrif á vistkerfið í heild sinni, þar sem loðna sé mik- ilvæg fæða annarra fiska. Hins vegar sé hún áfram til sem tegund og því sé líffræðilegur fjölbreyti- leiki hinn sami, eftir sem áður. Taka ekkert tillit til aðgerða „Ýmislegt hefur gerzt á síðustu árum og áratugum, sem höfundar greinarinnar taka ekkert tillit til. Byrjað var að starfa eftir var- úðarsjónarmiðum FAO frá 1995 hjá Alþjóða hafrannsóknaráðinu 1997-1998, á undanförnum 10 árum hefur í auknum mæli verið rætt um vistfræðilega nálgun við stjórn fiskveiða og flestar þjóðir á Norðurhveli hafa skrifað undir samþykkt um að nálgast fisk- veiðistjórnun á þann hátt frá og með 2010. Í því felst, að tekið verð- ur meira tillit til áhrifa veiða á um- hverfið og öfugt.“ Viðbrögð við þeirri yfirvofandi vá, sem greinarhöfundar telja blasa við, segja þeir vera sjálfbæra veiði, stærri fiskverndarsvæði og að draga þurfi úr mengun við strandir. „Það er ekkert nýtt í því, menn eru að bæta fiskveiðistjórn- un. Svo er það alltaf spurning um hvort pólitískur vilji sé nægilega sterkur til að af framkvæmdum verði. Fiskifræðingar almennt telja að ekkert skorti upp á vísindalega þekkingu til að ná stjórn á fisk- veiðum. Ég vona að stjórn- málamenn í hverju landi byggi ákvarðanir sínar á beztu þekkingu á hverjum tíma um hvernig nýta megi fiskistofna með sjálfbærum hætti. Þessi hræðsluáróður í grein- inni hjálpar ekkert til í því efni.“ Hlutirnir gerast ekki svona Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, segir höfunda skýrslunnar reyna að sýna fram á að tegundafátækt valdi meiri hættu á óstöðuleika í vistkerfum og geti valdið minni framleiðni. „Til þess nota þeir væg- ast sagt vafasöm gögn úr rann- sóknum, sem aðrir hafa gert, og álykta að minni fjölbreytni auki hættu á stofnhruni og minnki af- rakstur. Í sjálfu sér er það þekkt að tegundafátækt geti valdið ójafn- vægi, en það þarf þó ekki alltaf að vera. Má nefna að fjölbreytileiki minnkar með breiddargráðu bæði í norður og suður og því hæpið að alhæfa í þessu efni. Steininn tekur þó úr þegar þeir víkka út niðurstöður frá þéttbýlum ósasvæðum til að ná til úthafanna og ætla síðan að tegundum fiska fækki í sama takti og þeir þykjast hafa fundið út að gert hafi frá 1950 til vorra daga þannig að allar verði þær horfnar 2048. Það er hrein vit- leysa að halda slíku fram, hlutirnir gerast ekki svona; menn klára ekki eina tegund eftir aðra unz allar eru búnar.“ Jón segir það kyndugt að skil- greina stofnhrun þannig að ef afli úr stofni verður 10% af því sem hann hefur mestur orðið þá sé stofninn hruninn. Sums staðar hafi verið dregið mjög úr veiðum, eða þær stöðvaðar, til þess að reyna að ná stofnum aftur á strik. Aukist veiðar aftur sé stofninn enn á skrá sem hruninn! „Þeir athuguðu „hrunda“ stofna á tímabilinu 1960–2003 og sam- kvæmt þessari formúlu hafi 29% nýttra fiskstofna hrunið. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum fyrir nokkrum árum voru Atlanzhafslax, rækja, þorskur og fleiri algengar tegundir sagðar í útrýming- arhættu. Við Íslendingar brostum nú bara að þessu eins og komið hefur í ljós að var allt í lagi. Ekki veit ég hvort þessar þrjár tegundir eru inni í 29% höfunda þessarar nýjustu skýrslu, en það kæmi mér ekkert á óvart.“ Ef einni fækkar blómstrar önnur Höfundar Science-greinarinnar rekja endalokin til æ minnkandi fjölbreytileika í hafinu. Jón segist ekki gefa meira fyrir þau vísindi þeirra en önnur. „Við vitum, að ef fækkar í einni tegund, þá blómstr- ar önnur. Þegar Palli var orðinn einn í heiminum, þá vantaði ekkert upp á það að hann hefði nóg að borða. Það var bara ekkert gaman að vera einn í heiminum. En það er önnur saga! Við vitum líka, að ef við skiptum kartöflugarðinum upp og ræktum kartöflur í öðrum helm- ingnum og rófur í hinum, þá fáum við minna af kartöflum, en með rófunum helzt heildaruppskeran óbreytt. Út á þetta á fisk- veiðistjórnun að ganga.“ Og í fiskveiðistjórnun er framtíð okkar falin; Science-greinarhöfund- arnir segja okkur enn geta snúið þróuninni við með því að stjórna fiskveiðunum skynsamlega. „Þeir tala eins og ekkert hafi verið gert í þeim efnum,“ segir Jón. „Þvílíkt rugl! Ég veit ekki betur, en við séum að gera fullt af hlutum og að einhvers konar fiskveiðistjórnun hafi verið við lýði víða í áratugi. Og ég veit heldur ekki betur en að ástandið sé mjög svo bærilegt í höfunum í kringum okkur. Það er bara eðlilegt að innbyrðis jafnvægi tegundanna breytist eitthvað. Þeg- ar þorskurinn er í lægð, gýs ýsan upp og öfugt. En það ber að forðast þau mis- tök að stjórna veiðum eftir ástandi þeirrar tegundar sem stendur veik- ast, eins og gert er til dæmis í Norðursjónum, þar eru lagðar miklar hömlur á ýsuveiðar til að vernda þorsk. Norðursjórinn er fullur af horaðri, hægvaxta ýsu sem keppir við þorskinn og heldur honum niðri. Færeyska kerfið er hins vegar svona gott, sem raun ber vitni, vegna þess að þar er sókninni haldið stöðugri án tillits til þess, hve mikið veiðist af hverri tegund og engar aflatakmarkanir eru í gildi.“ Jón Kristjánsson er sjálfur að- alráðgjafi Færeyinga í fiskveiði- málum svo það segir sig sjálft að hann er ekki sammála Hafrann- sóknastofnun um fiskveiðistjórnun hennar á Íslandsmiðum. Eigum að hætta ofveiðitalinu – Eigum við þá bara að láta þessa nýju skýrslu sem vind um eyru þjóta? „Nei. En þeir sem stjórna fisk- veiðum við Ísland eiga að hætta þessu sífellda ofveiðitali. Með því er verið að moka kolum á elda þeirra sem eru andstæðingar fisk- veiða. Menn verða að fara að horf- ast í augu við það, að fisk- veiðiráðgjöf okkar er röng. Hafrannsóknastofnunin verður að fara að viðurkenna að minnkandi þorskveiði við Ísland er ekki afleið- ing þess að stjórnmálamenn og sjó- menn hafi hunzað ráðgjöf hennar, heldur er þorskaflinn svona lítill vegna þess að ráðgjöf hennar sjálfrar er röng eins og 30 ára reynsla sýnir.“ Jón segir það álíka vitlaus vís- indi og höfundar Science- greinarinnar halda fram að halda að við getum geymt okkur að veiða fisk og svo veitt hann stærri síðar. Þessi bábilja segir hann að hafi kostað okkur það, að við veiðum nú helmingi minni þorsk en fyrir 1976, þegar 200 sjómílurnar komu. Fyrir þann tíma hafi aldrei verið talað um stofnhrun; það var bara ýmist slæm eða góð vertíð. Óheftar veið- ar hafi yfirleitt aldrei leitt til vand- ræða. Og hann spyr, hvernig hægt sé að tala um ofveiði þegar aflinn hefur minnkað um helming og flot- inn líka frá þeim tíma þegar allt var í lagi. „Fiskveiðivandamálin urðu til þegar fiskveiðistjórnunin kom til sögunnar. Við eigum að snúa blaðinu við og fara aftur að veiða eins og við gerðum. Við gætum byrjað á því að leyfa frjálsar veiðar á ákveðnum afmörkuðum svæðum og sjá hvað gerist þar. Það getur ekki orðið verra en nú er, því við höfum ekki úr neinum söðli að detta.“ Og Jón segir, að við þurfum að sýna umheiminum hvernig eigi að veiða fiskistofnana rétt og þá verði fiskveiðar við Ísland ekki fyrir bí eftir 50 ár. „En við verðum að sætta okkur við ufsa einn daginn og þorsk annan. Það eru ekki alltaf jólin í sjónum frekar en annars staðar. En allir dagar geta verið góðir.“ VÁBOÐI EÐA BULLVÍSINDI Morgunblaðið/Kristinn Benediktss Veiðigleði Fiskifræðinga, sem Morgunblaðið ræddi við, greindi ekki á í gagnrýni á nýjustu ofveiðiskýrsluna, en voru ósammála með öllu um það hvernig haga á fiskveiðistjórnun við Ísland í framtíðinni. Fagur, fagur fiskur í sjó Umræðan um lífið í sjón- um hefur farið brattann að undanförnu. Síðasta fárið um fiskistofnana sótti fóður í grein í vís- indatímaritinu Science. Eftir Freystein Jóhannsson og Ragnhildi Sverrisdóttur freysteinn@mbl.is, rsv@mbl.is Jón Kristjánsson Björn Ævarr Steinarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.