Morgunblaðið - 11.12.2006, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2006, Side 26
26 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hefur verið mikil umræða í hinum ýmsu fjöl- miðlum um uppeldi barna, starf- semi leikskóla og um afreks- mannastefnu í barnaíþróttum. Þar hefur líka verið fjallað um minni hreyfingu barna og aukin hreyfi- vandmál hjá börnum og þau fé- lagslegu, andlegu og líkamlegu vandamál sem slík börn eiga oft við að glíma. Í þessari grein mun ég fjalla um barna- íþróttir og þau mark- mið sem ættu að vera þar í brennidepli. Látum ekki barna- íþróttirnar verða að afreksmannaþjálfun. Við þurfum að gæta þess að íslensk börn fái að leika sér og því ástæðulaust að hefja keppnisíþróttir fyrr en börn eru orðin 10– 11 ára. Barnaíþróttir eru á villigöt- um á Íslandi í dag. Rannsóknir sýna að börn þurfa að stunda líkamlega hreyfingu í að minnsta kosti eina klukkustund á dag (Saris m. fl. 2003). Barna- íþróttir eiga því að hafa hreyfingu sem höfuðmarkmið, þar sem leik- ur, íþróttir, dans og útilíf eru leið- irnar að markmiðinu. Það þarf að skapa möguleika og umhverfi fyrir hreyfingu og hreyfigleði. Byggjum upp svæði fyrir hreyfingu í kring- um skólana eða þar sem fólk býr, þar sem börn geta leikið sér frjálst. Einnig gætu ráðamenn lært af Reykjanesbæ, sem lætur börn og unglinga á grunnskólaaldri fá frítt í sundlaugar, sem leitt hefur til þess að fleiri stunda nú sund en áður! Markmiðið hlýtur að vera, að sem flest börn fái sem allra mesta hreyfingu. Það hlýtur einnig að vera mjög mikilvægt að börn fái jákvæða upplifun af því að hreyfa sig, bæði félagslega og líkamlega. Rannsóknir á 12 ára börnum í Noregi, þar sem 80–90% af börn- um eru með í barna- íþróttum, sýna að 70% eru með í íþróttum vegna félagslega ástæðna, það er að segja út af vinunum, en 30% ætla að verða afreksmenn. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar íþrótta- starf fyrir börn er skipulagt. Einnig er mikilvægt að hafa hugfast að ekki einu sinni 1% af þeim sem stunda íþróttir sem börn verður afreks- menn. Skipulegt tilboð á vegum íþróttafélaga fyrir börn yngri en 10 ára gæti verið í formi íþrótta- skóla. Þar fengju 6–8 ára börn til- boð um tvær æfingar á viku þar sem alhliða hreyfing yrði í fyr- irrúmi. Börn geta komið á eina æf- ingu eða tvær eftir því hvað þau vilja sjálf. Á aldrinum 9–10 ára gæti maður hugsað sér 3–4 æfing- ar í viku, þar sem hreyfing yrði höfuðmarkmið. Þannig gætu börn- in fengið að prófa 3–4 mismunandi íþróttir í hverri viku. Á sumrin gæti það til dæmis verið frjálsar íþróttir, sund og fótbolti, en á vet- urna gæti það verið handbolti, fim- leikar og blak. Einnig er mikilvægt að æfingum sé stjórnað af fólki með menntun á sviði íþróttakennslu/þjálfunar barna. Of lítil fagþekking hjá þeim sem eru leiðbeinendur getur spillt fyrir árangri æfinganna og einnig haft neikvæð áhrif á þá ánægju- tilfinningu sem fylgir ástundun hreyfingar. Skortur á uppeldis- og að- ferðafræðilegri kunnáttu getur til dæmis leitt til illa skipulagðra æf- inga. Það getur aftur torveldað ár- angur og að markmið æfinganna náist, auk þess sem börnin geta orðið fráhverf eða leið á íþróttaiðk- uninni. Dæmi eru um að sex ára strákar á fótboltaæfingu spili 10 á moti 10, þar sem einn eða tveir einstaklingar í hvoru liði hafa allt- af boltann! Hvaða áhrif hefur þetta á áhugann og færniþjálfun hinna, sem fá aldrei boltann? Eftir 10 ára aldur má hins vegar byrja á meiri sérhæfingu og keppni. Það væri því æskilegt að seinka hinni miklu þjálfun og sér- hæfingu þar til eftir 10 ára aldurs- markið. Þá er mikilvægt að börn- um sé skipt eftir færni þannig að þau fái ögranir og verkefni sem miðast við færni þeirra. Ég hvet því til að eftirfarandi verði haft í huga: Látum alhliða hreyfingu vera höfuðmarkmið barnaíþrótta og stuðlum að hreyfi- gleði fyrir ÖLL börn. Barnaíþróttir á villigötum Hermundur Sigmundsson fjallar um íþróttaiðkun barna » Skortur á uppeldis-og aðferðafræðilegri kunnáttu getur til dæm- is leitt til illa skipu- lagðra æfinga. Hermundur Sigmundsson Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. SAMKVÆMT fréttum frá sam- gönguráðneytinu stendur til að setja inn í samgönguáætlun fyrir árið 2007, lengingu Akureyrarflugvallar. Lengja þarf flugbrautina um 460 metra svo að arðvænt millilandaflug, til og frá Akureyrarflugvelli geti átt sér stað og vax- ið. Ný samgönguáætl- un tekur gildi um ára- mót. Ef flugvöllurinn hefði verið lengdur myndum við sjá fram á mikla aukningu í ferða- og hótelþjónustu. Myndi þetta án efa stuðla að betri dreif- ingu erlendra ferða- manna um landið og þar með betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu og ýta undir nýjar og djarfari. Með slíka aðstöðu gætu er- lendir ferðamenn hugsanlega byrjað ferð sína um landið á Akureyr- arflugvelli og endað hana í Keflavík og öfugt. Flug þar sem hægt væri að fljúga út frá einum stað og koma inn á öðrum myndi án efa skapa betri möguleika fyrir heimamenn til að nýta sér flugið fyrir styttri ferðir. Þessi lenging á flugbrautinni snertir ekki Akureyringa eingöngu. Heldur snertir þetta alla hótel- og ferðaþjónustu frá Hrútafirði til Djúpavogs. Þetta mun án efa valda stórfelldri uppbyggingu á þessum stóriðnaði okkar. Veðurfar er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af eftir stækkunina. Til dæmis flaug Air Greenland til Akureyrarflugvallar frá Kaup- mannahöfn frá lokum apríl til enda nóvember 2003. Flogið var tvisvar í viku á fimmtudögum og mánudögum um hádegisbil og var aldrei feld nið- ur ein einasta ferð vegna veðurs. Á því landsvæði sem telst í nágrenni Ak- ureyrarflugvallar búa tæplega 16% íslensku þjóðarinnar. Felur þetta í sér mikla mögu- leika á áframhaldandi uppbyggingu í utan- landsferðum frá Ak- ureyraflugvelli. Margir líta til þess tíma- og peningalega sparnaðar sem fylgir beinu flugi frá Akureyrarflugvelli. En sú starfsemi sem fyrir er hefur einkum verið bundin við sumartíma, það hef- ur það valdið ýmsum takmörkunum í markaðssetningu. En með lengingu flugbrautarinnar er kominn sá hæll sem þurfti til að flug allt árið væri raunhæft. Aðrir raunverulegir mögu- leikar En möguleikarnir takmarkast ekki við fólksflutninga, heldur er þar kominn góður grundvöllur fyrir fraktflutningum. Vöruflutningar með þeim hætti hafa farið vaxandi á liðnum árum og áratugum um allan heim. Þróunin á Íslandi hefur verið með sama hætti og ekki annað að sjá en hún haldi áfram á næstu árum. Hlutur fiskverkunarfyrirtækja á Norðausturlandi var 23% af heildar- útflutningi á ferskum fiski sem flutt- ur var með flugi. Hafa starfsmenn fiskverkunarfyrirtækjanna á þessu svæði ítrekað sagt að þeir telji að mikið hagræði yrði í rekstri fyr- irtækja þeirra ef ekki þyrfti að senda fiskinn landleiðina til Kefla- víkur. Svo ekki sé minnst á minnkun óþarfa þungaflutninga með tilheyr- andi álagi í þjóðvegi landsins. Fyrirtækin yrðu um leið sam- keppnishæfari í sínum rekstri. Þau gætu brugðist með skjótari hætti við óskum markaðarins hverju sinni ef nálægðin við flutningsleiðina út úr landinu væri meiri, en einnig kæmist fiskurinn fyrr á markað. Mikilvægt mál Beint flug er augljóslega mik- ilvægt fyrir uppbyggingu ferðaþjón- ustu á Norður- og Austurlandi. Sér- staklega yfir þann tíma þegar sem minnst hefur verið að gera. Ljóst er af þessu að þjóðhagslegur ábati ferðaþjónustu er mun meiri úti á landsbyggðinni og þess vegna þjóð- inni allri mikilvægt að vandað sé til verks og þetta mál nái í gegn. Mikilvægum áfanga í byggða- málum Norðurlands náð Alex Björn Stefánsson skrifar um samgöngur » Beint flug er aug-ljóslega mikilvægt fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Norð- ur- og Austurlandi. Alex Björn Stefánsson Höfundur er í stjórn Ungra framsóknarmanna. EFTIRFARANDI var á heima- síðu slfi.is: „28. nóvember 2006 var haldinn fundur með sjúkraliðum á Hrafnistu Reykjavík, líknardeild LSP og á Landspítala Fossvogi. Dagskrá fundarins fjallaði um það ástand sem tröllriðið hefur umræðunni um náms- leið fyrir ófaglærða sem sett var í gang sl. haust. Sett var upp kynning á námsleið- inni. Fundarmenn hafa tjáð sig um, að eftir upplýsta umræðu hafi þeir allt aðra sýn á málið og harma þá aðför að félaginu sem uppi hefur verið. Margir hafa komið að máli við félagið og spurst fyrir um hvar hægt sé að stroka sig út af umræddum und- irskriftalistum og eru miður sín vegna máls- ins. Sérstaklega er fólk slegið yfir því að verið sé að eyðileggja þá vinnu og fjármuni sem sjúkraliðastéttin hefur varið í útsend- ingu á bæklingi til 10. bekkinga, sem kynningu á náminu og hvatn- ingu um að ganga til liðs við sjúkraliðastéttina. Jafnframt hafa sjúkraliðar komið að máli við for- ystuna með áhyggjur um að verið sé að ganga af samstöðu stétt- arinnar dauðri með þeim skemmd- arverkum sem verið er að vinna. Þeir líkja því helst við trúarofstæki. Hringt er á skrifstofuna og kvartað undan því að ofstopinn sé svo mikill að sjúkraliðar séu truflaðir við vinnu sína þegar ruðst sé inn á vinnustaði með umræðuna og und- irskriftalista. Þess er að geta að félagið hefur aldrei gengið svo langt að vinna á þennan máta. Í staðinn eru boðaðir fundir með sjúkraliðum, þeir sem ekki komast frá vinnu fá frið til að vinna vinnuna sína. Vonast er til að sjúkraliðar hafi samband og fái upplýsta umræðu áður en allt er sett á annan endann á vinnustað.“ Ég hafði heyrt talað vel um stjórn sjúkraliðafélagsins og að Kristín hefði gert góða hluti í gegn- um tíðina. Nú bregður öðruvísi við og sjúkraliðar mega ekki hafa skoðanir lengur og sitja undir ásök- unum frá hendi stjórnar vegna um- ræðunnar um brúarnámið, en um- ræðan á fullan rétt á sér vegna þess að búið er að gjaldfella sjúkra- liðanámið. Stjórnin gerir sér ekki grein fyrir því að á bak við þessar undirskriftasafnanir eru m.a. sjúkraliðar sem árum saman hafa stutt stjórnina með ráðum og dáð og treyst henni í einu og öllu hing- að til. Ég skil ekki hvernig er hægt að tala um að sjúkraliðar fái aðra sýn eftir kynningarfundi stjórnarinnar. Á þeim fundum talar stjórnin um að ástæðurnar fyrir brúarnáminu séu að sjúkraliðar séu deyjandi stétt, félagsliðar útskrifist í hrönn- um og yfirtaki okkar starfssvið, heilbrigðiskerfið vanti fólk, breyt- ingar séu í menntamálum, félagið vanti fleiri félagsmenn og hjúkr- unarfræðingar minnki nám sitt. Ef heilbrigðiskerfið vantar fleiri sjúkraliða þarf að gera starfið eft- irsóknarverðara þannig að fleiri sjúkraliðar fáist til starfa, s.s. með hærri launum og meiri möguleikum á ábyrgð. Félagsliðar geta alveg starfað við hlið okkar þar sem þeirra nám er 81 eining en brúarnám sjúkraliða 60 einingar. Ég leitaði mér upplýs- inga hjá Félagi ís- lenskra hjúkr- unarfræðinga og HÍ og fékk þær upplýsingar að ekki væri verið að stytta nám hjúkr- unarfræðinga. Í greininni er vonast til að sjúkraliðar hafi samband við félagið og fái upplýsta umræðu! Eru sjúkraliðar ekki upplýst fólk nema þeir séu í stjórn félagsins? Stjórnin hefur ítrekað talað um okkur sem óupplýsta einstaklinga en ég veit ekki betur en við séum öll vel gef- ið fólk með sjálfstæðar skoðanir. Varðandi kynning- arbæklingana er ekki heiðarlegt að senda þá út og fá krakka í nám- ið á fölskum for- sendum þar sem ekki er sagt frá því að búið er að búa til aðra leið, brúna, sem gjaldfellir fullt nám þegar fram í sækir. Landlæknisembættið vill ekki gefa okkur aukna ábyrgð miðað við sjúkraliðanám án afsláttar og þá enn síður eftir innleiðingu brúar- innar. Því er líklegasta ástæða þess að brúarnámið var samþykkt af stjórnvöldum að þannig verður hægt að fá ódýrt vinnuafl. Hvernig getur stjórn sjúkraliða- félags lýst því yfir að ekki hafi ver- ið slakað á í faggreinunum sjálfum þegar það er gert? Þá er ég að tala um þá starfsþjálfun þar sem sjúkraliðanemi fær ákveðna starfs- reynslu á þremur sértækum deild- um, deildum sem ófaglært fólk fær að öllu jöfnu ekki að starfa á. Undirskriftalistar lágu frammi í tvær vikur, allir höfðu símanúmerin okkar en enginn hefur hringt til að stroka sig út. Hins vegar hefur ver- ið hringt og beðið um lista á sum- um stöðum eftir að stjórn félagsins hélt sinn kynningarfund. Stjórnin hefur hótað siðanefnd á fundum ef skrifað sé um málið í blöðin! Hverslags ofstæki er þetta? Mega umræður ekki fara fram á vettvangi sem notendur þjónust- unnar hafa aðgang að? Þetta er ekki okkar einkamál því þeir sem við eigum að þjóna, sjúklingar og aðstandendur þeirra, eiga rétt á að vita hvað eigi að bjóða þeim upp á. Eina ástæðan fyrir tilvist spít- alanna eru einstaklingar sem þaf- nast umönnunar og það má ekki gleymast. Menntun brúarliða er 60 eininga nám og félagsliða 81 eining. Nú getum við fengið hærri laun en fé- lagsliðar vegna þess að við erum með betri mennntun en ekki í framtíðinni ef brúin heldur. Ég lét skrá mig í félagsliðanám vegna þess að ég er sannfærð um að í framtíðinni verða þeir hærra laun- aðir en sjúkraliðar. Upplýstar umræð- ur sjúkraliða Dagbjört Ósk Steindórsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða Dagbjört Ósk Stein- dórsdóttir » Þetta er ekkiokkar einka- mál því þeir sem við eigum að þjóna, sjúkling- ar og aðstand- endur þeirra, eiga rétt á að vita hvað eigi að bjóða þeim upp á. Höfundur er sjúkraliði. Sagt var: Arabar og Ísraelsmenn eigast illt við, en friður væri í beggja þágu. RÉTT VÆRI: … en friður væri í þágu hvorratveggju. Eða: hvorumt- veggju til góðs. (Ath.: báðir er sagt um tvo, en hvorirtveggju um tvenna.) Gætum tungunnar Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.