Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 47

Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 47 Einn af öðrum tínast spennusagnahöfundarnir í Þjóðmenningarhúsið á aðventunni og skjóta áhlýðendum skelk í bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum sínum: Óknyttalegt tilboð á blóðrauðri rauðrófusúpu eða súpu dagsins á veitingastofunni Matur og menning. Jólakort hússins, bækur og forvitnileg hollusta til sölu í versluninni. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík sími 545-1400 thjodmenning@thjodmenning.is www.thjodmenning.is 13. 12 Ævar Örn Jósepsson Sá yðar sem syndlaus er 14. 12 Stefán Máni Skipið 15. 12 Stella Blómkvist Morðið í Rockville. Ólafía Hrönn Jónsdóttir les. 16. 12 Bragi Ólafsson Sendiherrann 17. 12 Einar Hjartarson Nehéz 18. 12 Steinar Bragi Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins 19. 12 Sigurjón Magnússon Gaddavír 20. 12 Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson Farþeginn. 21. 12 Bjarni Klemenz Fenrisúlfur 22. 12 Jökull Valsson Skuldadagar 23. 12 Yrsa Sigurðardóttir Sér grefur gröf MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL 12. 12 Arnaldur Indriðason Konungsbók Ingvar E. Sigurðsson les. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Fágun Elsta upptaka af söngkonunniJudy Garland, sem vitað er um, verður seld á uppboði hinn 17. desember næstkomandi. Um er að ræða upptöku frá árinu 1935 þar sem má heyra Garland, þá 12 ára, syngja við píanóundirleik móður sinnar. Upptökurnar fundust í húsi sem Garland bjó eitt sinn í en áður var talið að þær væru glataðar. Á diskinum heyrist Garland syngja „Bill“ úr söngleiknum Show- boat auk syrpu úr lögunum „Good Ship“, „Lollypop“, „Object of my Af- fections“ og „Dinah“. Garland lést árið 1969. Hún var valin áttunda skærasta kvikmynda- stjarna allra tíma af American Film Institute.    Fulli og kjaftfori jólasveinninnsem leikarinn Billy Bob Thorn- ton gerði svo eftirminnilegan í kvik- myndinni Bad Santa hefur verið kosinn eftirlætis kvikmynda- jólasveinninn í nýrri skoðanakönn- un. Breska kvikmyndatímaritið Hot- dog gerði könnunina og það er ekki ólíklegt að niðurstaðan eigi eftir að koma mörgum á óvart, enda er um- ræddur sveinki kvenhatari, karl- remba og kjaftfor fyllibytta. Tals- menn tímaritsins segja hinsvegar að persóna Thorntons eigi fyrsta sætið fyllilega skilið. „Jólasveinn Billy Bob Thorntons er einn sá skemmtilegasti sem þú munt nokkurn tíma hitta. Í stað þess að breiða út kærleiksboðskapinn rænir hann stórverslanir.“ Jóla- sveinn Edmund Gwenns í kvik- myndinni Miracle Of 34th Street varð í öðru sæti og jólasveinninn í teiknimyndaþáttunum South Park varð í því þriðja. Í fjórða sæti voru svo jólasveinastúlkurnar í í Love Actually og jólasveinninn í teikni- myndinni Father Christmas varð í fimmta sæti.    Kapalsjónvarpsstöðin TV Land íBandaríkjunum tók nýverið saman lista yfir eftirminnilegustu setningar sem fólk hefur sagt í sjón- varpi frá upphafi. Eftirminnilegustu orðin eru sam- kvæmt listanum: „Here’s Johnny!“ („Hér kemur Johnny!“) sem þátta- stjórnandinn Ed McMahon sagði þegar hann kynnti á svið kollega sinn Johnny Carson. Setningin fræga var reyndar einnig notuð af kolbrjáluðum Jack Nicholson í kvik- myndinni The Shining. Önnur eft- irminnilegasta setning sjón- varpssögunnar þykir: „Þetta er lítið skref fyrir mann, en stórt fyrir mann- kynið“, orðin sem Neil Armstrong lét út úr sér þegar hann steig fyrstur á tunglið. Í þriðja sæti var svo: „Þú ert rek- inn“ sem auðkýfingurinn Donald Trump sagði vikulega í sjónvarps- þætti sínum The Apprentice. Fjölda setninga er að finna á list- anum góða, sumt úr sjónvarps- auglýsingum, annað úr sjónvarps- þáttum.    Söngkonan Britney Spears hefurverið mikið í sviðsljósinu und- anfarin ár, svo mikið að mörgum þykir eflaust nóg um. Eða hvað? Spears er sú sem flestir hafa flett upp á leitarvél vefjarins Yahoo á þessu ári. Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem Spears er sú sem mest er leitað að á vefnum. Niðurstöðurnar komu á óvart, að sögn Cathi Early hjá Yahoo. Sér- staklega í ljósi þess að Spears hefur ekki gefið út plötu í nokkur ár. Fregnir af einkalífi hennar þykja greinilega spennandi en hún á tvö börn með eiginmanni sínum Kevin Federline, sem hún sótti nýverið um skilnað frá. Einnig var þeim stöllum Shakiru, Jessicu Simpson og Paris Hilton mikið flett upp á leitarvél Yahoo á árinu. Þær fréttir sem mest voru lesnar á síðunni eru annars vegar fregnin af dauða krókódílamannsins Steves Irwins og af dauða sonar Önnu Ni- cole Smith.    Taylor Hicks,síðasti sig- urvegari American Idol, sendi á dög- unum frá sér sína fyrstu plötu. Platan ber nafn söngvarans en þar syngur hann lög eftir kempur á borð við Bryan Adams, Marvin Gaye og Smokey Robinson. Áætlað er að platan komi út í Bandaríkjunum í vikunni. Hicks stó uppi sem sigurvegari American Idol þegar 36,4 milljónir manna greiddu honum atkvæði sitt fyrr á árinu. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.