Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 12
3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
SVEITARSTJÓRNIR „Sérlega ámælis-
vert er að kjörinn fulltrúi í bæjar-
stjórn Árborgar komi fram með
þessum hætti þar sem öll gögn
málsins liggja fyrir og eru honum
kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn
eigenda Miðjunnar ehf., um odd-
vita minnihluta sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn Árborgar.
Frans telur oddvita minnihlut-
ans, Eyþór Arnalds, vísvitandi
fara með rangt mál um stöðu lóða-
viðskipta Miðjunnar við Árborg. Á
árinu 2006 samdi Miðjan við sveitar-
félagið um kaup á byggingarrétti
fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ
Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir
króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu
viku lagði Eyþór til að milljónirn-
ar 45 yrðu innheimtar enda væri
upphæðin löngu gjaldfallin. Frans
segir það rangt hjá Eyþóri.
„Samkvæmt samningi milli aðila
er umsamið að Miðjan greiði kaup-
verð byggingarréttarins þegar
deiliskipulag fyrir svæðið hefur
verið samþykkt,“ segir Frans,
sem bendir á að á árinu 2007 hafi
Árborg ákveðið að deiliskipuleggja
einungis hluta miðbæjarsvæðis-
ins. „Deiliskipulagið gerir því ráð
fyrir minna byggingarmagni held-
ur en áformað var þegar samning-
ur milli aðila var gerður árið 2006.
Það hafði í för með sér að sveitar-
félagið hefur ekki enn getað afhent
Miðjunni umræddan byggingar-
rétt. Kaupverð byggingarréttar-
ins gjaldfellur því ekki fyrr en sú
afhending hefur farið fram.“
Frans kveðst telja vinnubrögð
minnihluta sjálfstæðismanna bera
vott um þekkingarleysi og vankunn-
áttu á skipulagsmálum. „Þetta veld-
ur vonbrigðum á þessum tímum þar
sem ábyrg framkoma stjórnmála-
manna er grunnforsenda þess upp-
byggingarstarfs sem fram undan
er hér á landi,“ segir hann.
Ragnheiður Hergeirsdóttir
bæjar stjóri segir bæinn ekki hafa
getað afhent Miðjunni umsaminn
byggingarrétt og því sé kaupverð-
ið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins
vegar í viðræðum við Miðjuna um
útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir
Ragnheiður.
Eyþór Arnalds segir hins vegar
að lögformlegu ferli sé löngu lokið
og að ekkert sé eftir sem varði
samninginn nema greiða bæjar-
félaginu hina gömlu skuld: „Það
virðist hins vegar eins og bæjar-
yfirvöld hafi engan áhuga á að inn-
heimta þessar 45 milljónir en geti
ekkert borið fyrir sig nema eigin
slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar
rukkaðir af Intrum vegna þjón-
ustugjalda en þessi stóri aðili lát-
inn skulda án þess að skuldin sé
innheimt með einum eða neinum
hætti.“
gar@frettabladid.is
Miðjumenn segjast
beittir rangfærslum
Forsvarsmaður Miðjunnar ehf. sem keypti byggingarrrétt á Selfossi segir ámælis-
vert að oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, Eyþór Arnalds, segi ranglega að
fyrirtækið skuldi bænum kaupverðið. Eyþór sakar bæjaryfirvöld um slóðaskap.
SELFOSS Breytingar urðu á áformum um skipulag miðbæjarins á Selfossi og hefur
sveitarfélagið ekki getað afhent umsaminn byggingarrétt á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL.
FRANS JEZORSKYEYÞÓR ARNALDS RAGNHEIÐUR
HERGEIRSDÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL „Þessi gjöf er
gríðar lega mikilvæg fyrir heil-
brigðisstofnanir í því erfiða
árferði sem nú er,“ segir Björn
Zöega, framkvæmdastjóri lækn-
inga á Landspítalanum, sem í gær
tók við gjöf frá lyfjafyrirtækinu
Actavis.
Gjöfin er til íslenskra sjúkra-
stofnana og er fólgin í fimm teg-
undum krabbameinslyfja sem
fyrirtækið framleiðir.
Að sögn Björns má meta gjöf-
ina á ellefu til tólf milljónir króna.
Um er að ræða lyf sem Actavis
hefur boðið á hagstæðustu kjör-
unum í útboði. Ella hefðu sam-
keppnislög komið í veg fyrir að
fyrirtækið gæti gefið sjúkrastofn-
unum lyfin.
„Þessi gjöf sýnir mikinn velvilja
gagnvart íslenskum heilbrigðis-
stofnunum og við erum mjög þakk-
lát,“ segir Björn.
Það var Ólöf Þórhallsdóttir,
markaðsstjóri Actavis á Íslandi,
sem afhenti gjöfina. Í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu segir að lyfin
séu gefin í tilefni þess að fyrstu
krabbameinslyf Actavis í stungu-
lyfjaformi verði brátt aðgengileg
á Íslandi. Fram kemur að um ell-
efu þúsund manns starfi nú fyrir
Actavis í fjörutíu löndum í þrem-
ur heimsálfum og að höfuðstöðvar
félagsins séu á Íslandi. - gar
Actavis færir íslenskum sjúkrastofnunum lyf fyrir á annan tug milljóna króna:
Gefa ársbirgðir af krabbameinslyfjum
BJÖRN ZOËGA OG ÓLÖF ÞÓRHALLS-
DÓTTIR Framkvæmdastjóri lækninga á
Landspítalanum tók, fyrir hönd íslenskra
sjúkrastofnana, á móti lyfjagjöf úr hendi
markaðsstjóra Actavis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SVEITARSTJÓRNIR „Það að bærinn
ætli að greiða kostnað vegna dag-
dvalar með hluta fasteignar innar
hlýtur að vera lögleysa,“ segir í
bókun Róberts Hlöðverssonar,
oddvita minnihlutans í bæjarráði
Hveragerðis.
Róbert gagnrýnir sölu bæjarins á
húseigninni Hverahlíð 24 til Dvalar-
og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Hann segir að miðað við kauprétt-
arsamning frá árinu 1999 og miðað
við að umrætt hús sé 300 fermetrar
ætti Grund að greiða þrjátíu millj-
ónir króna fyrir húsið en fái það
hins vegar á 20,5 milljónir með því
að fá þrettán prósenta afslátt auk
þess sem bærinn leggi fram 65 fer-
metra af húsinu sem greiðslu fyrir
kostnað vegna dagdvalar eldri borg-
ara næstu fimm árin.
„Umræddur kaupréttarsamn-
ingur, sem gerður var af meiri-
hluta Sjálfstæðisflokks í bæjar-
stjórn 1999, er búinn að kosta
bæjar félagið gríðarlega fjármuni,“
segir Róbert.
Fulltrúar meirihlutans bókuðu
hins vegar á móti að samningur-
inn við Grund væru afar góður
og sparaði bænum minnst tuttugu
milljónir króna á fimm árum.
„Hvað varðar aðdróttanir um
lögleysu er rétt að benda bæjar-
fulltrúanum á að enn sem komið
er ríkir sem betur fer samnings-
frelsi á Íslandi og því er heimilt að
semja um allt það sem ekki er and-
stætt lögum eða brot gegn almennu
siðferði. Hvorugt er til staðar hér
en ef bæjarfulltrúinn gæti bent á
lagagrein sem verið er að brjóta
væri það ágætt,“ bókuðu Aldís Haf-
steinsdóttur bæjarstjóri og Guð-
mundur Þór Guðjónsson. - gar
Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðis gagnrýnir sölu á húsi til dvalarheimilis:
Kveður bæinn selja hús á undirverði
RÓBERT
HLÖÐVERSSON
ALDÍS
HAFSTEINSDÓTTIR
NÝ SALATLÍNA FRÁ
SÓMA SEM BYGGÐ ER
Á LANGRI REYNSLU
AF SAMLOKUGERÐ
Gorenje ísskápur
RK60358DBK
Svört hönnun.
Nýtanlegt rými kælis 230 l.
Nýtanlegt rými frystihófs 86 l.
Hljóðstig 40 dB(A).
Hæð: 180 cm.
Tilboð 115.900
Gorenje
ísskápur
Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200