Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 12
 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR „Sérlega ámælis- vert er að kjörinn fulltrúi í bæjar- stjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um odd- vita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlut- ans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóða- viðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitar- félagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirn- ar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaup- verð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðis- ins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni held- ur en áformað var þegar samning- ur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitar- félagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingar- rétt. Kaupverð byggingarréttar- ins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunn- áttu á skipulagsmálum. „Þetta veld- ur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmála- manna er grunnforsenda þess upp- byggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjar stjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverð- ið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjar- félaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjar- yfirvöld hafi engan áhuga á að inn- heimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjón- ustugjalda en þessi stóri aðili lát- inn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Miðjumenn segjast beittir rangfærslum Forsvarsmaður Miðjunnar ehf. sem keypti byggingarrrétt á Selfossi segir ámælis- vert að oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, Eyþór Arnalds, segi ranglega að fyrirtækið skuldi bænum kaupverðið. Eyþór sakar bæjaryfirvöld um slóðaskap. SELFOSS Breytingar urðu á áformum um skipulag miðbæjarins á Selfossi og hefur sveitarfélagið ekki getað afhent umsaminn byggingarrétt á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. FRANS JEZORSKYEYÞÓR ARNALDS RAGNHEIÐUR HERGEIRSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL „Þessi gjöf er gríðar lega mikilvæg fyrir heil- brigðisstofnanir í því erfiða árferði sem nú er,“ segir Björn Zöega, framkvæmdastjóri lækn- inga á Landspítalanum, sem í gær tók við gjöf frá lyfjafyrirtækinu Actavis. Gjöfin er til íslenskra sjúkra- stofnana og er fólgin í fimm teg- undum krabbameinslyfja sem fyrirtækið framleiðir. Að sögn Björns má meta gjöf- ina á ellefu til tólf milljónir króna. Um er að ræða lyf sem Actavis hefur boðið á hagstæðustu kjör- unum í útboði. Ella hefðu sam- keppnislög komið í veg fyrir að fyrirtækið gæti gefið sjúkrastofn- unum lyfin. „Þessi gjöf sýnir mikinn velvilja gagnvart íslenskum heilbrigðis- stofnunum og við erum mjög þakk- lát,“ segir Björn. Það var Ólöf Þórhallsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi, sem afhenti gjöfina. Í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að lyfin séu gefin í tilefni þess að fyrstu krabbameinslyf Actavis í stungu- lyfjaformi verði brátt aðgengileg á Íslandi. Fram kemur að um ell- efu þúsund manns starfi nú fyrir Actavis í fjörutíu löndum í þrem- ur heimsálfum og að höfuðstöðvar félagsins séu á Íslandi. - gar Actavis færir íslenskum sjúkrastofnunum lyf fyrir á annan tug milljóna króna: Gefa ársbirgðir af krabbameinslyfjum BJÖRN ZOËGA OG ÓLÖF ÞÓRHALLS- DÓTTIR Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum tók, fyrir hönd íslenskra sjúkrastofnana, á móti lyfjagjöf úr hendi markaðsstjóra Actavis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVEITARSTJÓRNIR „Það að bærinn ætli að greiða kostnað vegna dag- dvalar með hluta fasteignar innar hlýtur að vera lögleysa,“ segir í bókun Róberts Hlöðverssonar, oddvita minnihlutans í bæjarráði Hveragerðis. Róbert gagnrýnir sölu bæjarins á húseigninni Hverahlíð 24 til Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Hann segir að miðað við kauprétt- arsamning frá árinu 1999 og miðað við að umrætt hús sé 300 fermetrar ætti Grund að greiða þrjátíu millj- ónir króna fyrir húsið en fái það hins vegar á 20,5 milljónir með því að fá þrettán prósenta afslátt auk þess sem bærinn leggi fram 65 fer- metra af húsinu sem greiðslu fyrir kostnað vegna dagdvalar eldri borg- ara næstu fimm árin. „Umræddur kaupréttarsamn- ingur, sem gerður var af meiri- hluta Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn 1999, er búinn að kosta bæjar félagið gríðarlega fjármuni,“ segir Róbert. Fulltrúar meirihlutans bókuðu hins vegar á móti að samningur- inn við Grund væru afar góður og sparaði bænum minnst tuttugu milljónir króna á fimm árum. „Hvað varðar aðdróttanir um lögleysu er rétt að benda bæjar- fulltrúanum á að enn sem komið er ríkir sem betur fer samnings- frelsi á Íslandi og því er heimilt að semja um allt það sem ekki er and- stætt lögum eða brot gegn almennu siðferði. Hvorugt er til staðar hér en ef bæjarfulltrúinn gæti bent á lagagrein sem verið er að brjóta væri það ágætt,“ bókuðu Aldís Haf- steinsdóttur bæjarstjóri og Guð- mundur Þór Guðjónsson. - gar Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðis gagnrýnir sölu á húsi til dvalarheimilis: Kveður bæinn selja hús á undirverði RÓBERT HLÖÐVERSSON ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ Gorenje ísskápur RK60358DBK Svört hönnun. Nýtanlegt rými kælis 230 l. Nýtanlegt rými frystihófs 86 l. Hljóðstig 40 dB(A). Hæð: 180 cm. Tilboð 115.900 Gorenje ísskápur Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.