Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 24
24 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
T
alsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreyt-
ingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli
fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa
þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að
meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi.
Á hinn bóginn liggur fyrir að meirihluti allra þeirra sérfræð-
inga sem stjórnarskrárnefnd þingsins hefur kallað til varar við því
flaustri sem ríkisstjórnin hefur á breytingunum. Sumir vilja ekki
segja álit sitt vegna óvandaðra vinnubragða. Aðrir benda á hætt-
una sem fylgir óskýrum stjórnarskrárákvæðum. Loks eru þeir sem
leggja áherslu á að reyna eigi til þrautar að ná víðtækri samstöðu
þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut.
Umræðan á Alþingi snýst ekki um málefnaleg rök og gagnrök af
því tagi sem lesa má í umsögnum um stjórnarskrárfrumvarpið. Hún
fer alfarið eftir forskriftarbók lýðskrumsins: Við erum með fólkinu.
Þeir sem ekki eru sammála okkur eru á móti fólkinu. Röksemda-
færslur lýðskrumsins hafa orðið ofan á. Stjórnarandstaðan hefur
orðið undir í þeirri orðræðu.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta kosningu til stjórnlagaþings
um eitt ár. Ljóst er að kjósa þarf til Alþingis um leið og ný stjórnar-
skrá hefur verið samþykkt. Með þessari frestun á stjórnlagaþing-
inu hefur ríkisstjórnin tryggt að hún getur setið einu ári lengur en
áformað var. Á síðustu stundu er þannig verið að fresta því um að
minnsta kosti eitt ár að fólkið fái stjórnarbót og rétt til að kjósa eftir
nýjum stjórnskipunarreglum.
Sá háttur að umsagnir séu veittar um lagafrumvörp er í þágu
fólksins. Hann er málefnaleg vörn þess gegn ofríki framkvæmdar-
valdsins. Hefði ríkisstjórnin hlustað á þær athugasemdir sem Alþingi
hafa borist er eins víst að ná hefði mátt sátt um bæði vandaðri og
skjótvirkari framgang stjórnarskrárbreytinga en raun verður á.
Málamiðlun hefði falist í því að ákveða nú að stjórnarskrárbreyt-
ingar tækju gildi með samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæða-
greiðslu. Alþingi fengi þá allan næsta vetur til að ljúka vandaðri
endurskoðun sem síðan yrði borin undir þjóðaratkvæði samhliða
sveitarstjórnarkosningum strax næsta vor.
Í beinu framhaldi af því fengi þjóðin að kjósa fulltrúa á löggjafar-
samkomuna á grundvelli nýrra stjórnarskrárákvæða og eftir atvik-
um að kjósa framkvæmdarvaldið beint í sérstökum kosningum.
Vönduð vinnubrögð hefðu tryggt fólkinu þegar á næsta ári nýja
stjórnarskrá og valdhafa með umboð á nýjum grundvelli. Málefna-
leg sjónarmið hafa nú vikið fyrir textabók lýðskrumsins í þessu
mikilvæga máli.
Mesta athygli vekur þó að ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan hafa
með öllu útilokað að setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar
aðild að Evrópusambandinu. Þvert á móti hefur verið bent á að auð-
lindaákvæðið geti verið Þrándur í Götu aðildar.
Allra alvarlegast er að með frestun á kosningu stjórnlagaþings
er um leið verið að fresta að heimildarákvæði um aðild komist í
stjórnarskrá. Augljóst er að umboð Alþingis til stjórnarskrárbreyt-
inga fellur niður þar til bráðabirgðaákvæðið um stjórnlagaþing
verður óvirkt með starfslokum þess.
Alvöruleysi stjórnmálaumræðunnar lýsir sér best í því að þing-
menn Samfylkingarinnar telja nú brýnast að ljúka störfum Alþingis
með stjórnarskrárleikfléttum sem viðhalda aðildarbanni næsta kjör-
tímabil. Er þetta í þágu fólksins?
Stjórnarskrárleikfléttur:
Fyrir fólkið?
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Sóley Tómasdóttir skrifar um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykja-víkurborgar liggur nú fyrir, sam-
þykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Fjárhagsáætlun
sem meirihlutinn fullyrðir að stríði ekki
gegn aðgerðaráætlun borgarinnar, þar
sem kveðið er á um að standa skuli vörð
um störf á vegum borgarinnar, þjónust-
an verði ekki skert og gjaldskrár ekki
hækkaðar.
Fullyrðingar meirihlutans standast því miður
ekki. Á flestum sviðum er gengið í berhögg við
aðgerðaráætlunina, en tvö skýr dæmi um það er
að finna í endurskoðaðri fjárhagsáætlun íþrótta-
og tómstundasviðs.
Í fyrsta lagi er alls ekki útséð um að staðinn
verði vörður um störf á vegum sviðsins, þar sem
ekki hefur verið tryggt fjármagn í starfsemi
vinnuskólahópa á vegum félagsmið-
stöðvanna í ár. Félagsmiðstöðvahóparn-
ir hafa verið starfræktir um margra ára
skeið og hafa reynst afar mikilvægir
fyrir unglinga í áhættuhópi. Áframhald-
andi starf og áframhaldandi fastráðning
22 starfsmanna ÍTR veltur á því að ein-
hvers staðar finnist 10 milljónir króna.
Hagræðing um 10 milljónir þar sem
mikilvægt forvarnarstarf og 22 stöðu-
gildi eru í húfi getur ekki borgað sig.
Annað skýrt dæmi um skammsýni
meirihlutans eru áform um að loka frí-
stundaheimilum á frídögum skóla. Frá
stofnun frístundaheimilanna hefur frístundastarf
staðið börnum í 1.-4. bekk til boða allan daginn á
starfsdögum og foreldraviðtalsdögum, í jólafríum
og páskafríum. Í hagræðingarskyni ætlar meiri-
hlutinn nú að afnema þessa þjónustu og fría sig
ábyrgð á börnunum í borginni þá 16 daga sem um
er að ræða á hverju ári.
Forgangsröðun meirihlutans kemur ekki aðeins
til með að bitna á börnum og fjölskyldum samtím-
ans, heldur er hún verulega kostnaðarsöm þegar
til lengri tíma er litið. Það vita Finnar og það vita
Svíar. En meirihlutinn hefur ekki – og ætlar ekki
– að taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar.
Markmið þeirra er að skila sléttu og snurðulausu
bókhaldi á síðasta ári fyrir kosningar. Redda
deginum í dag og árinu í ár. Slík vinnubrögð eru
óábyrg og beinlínis skaðleg fyrir samfélagið
Reykjavík.
Barna- og unglingastarf í uppnámi
SÓLEY TÓMASDÓTTIR
Forgangsröðun meirihlutans kemur ekki aðeins
til með að bitna á börnum og fjölskyldum sam-
tímans, heldur er hún verulega kostnaðarsöm
þegar til lengri tíma er litið.
Skoðaðu
Mín borg
ferðablað
Icelandair á
www.icelandair.is
Duglegur umsækjandi
Umsóknir um störf aðal- og aðstoðar-
bankastjóra Seðlabankans voru opin-
beraðar í gær. Einn þeirra sem vilja
verða aðstoðarbankastjóri er Halldór
Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar-
fræðingur og kraftlyftingadómari.
Halldór Eiríkur sótti einnig um stöðu
forstjóra Fjármálaeftirlitsins á dög-
unum, en greina á frá því hver hlaut
það hnoss í dag. Og
Halldór hefur ekki
látið það nægja,
því hann sótti
einnig um starf
skrifstofustjóra hjá
samgönguráðuneytinu
á dögunum, sem og
starf forstöðumanns fang-
elsisins á Litla-Hrauni.
Harðjaxl í starfið
Stjórn FME á ekki einfalt verk fyrir
höndum þegar velja skal nýjan for-
stjóra. Stjórnarformaðurinn Gunnar
Haraldsson hlýtur þó að horfa hýrum
augum til manns sem er bæði með
þekkingu á kraftlyftingum og reiðu-
búinn að stýra fangelsi til að tukta til
harðsvíraða íslenska fjármálajöfra.
Óþekktir á Vellinum
Völlurinn heitir nýtt vefrit um
stjórnmál sem hefur hafið
göngu sína á slóðinni vollur-
inn.is. Á kornungum vefnum
kennir þegar ýmissa grasa en af
efnistökum má ráða að
síðuhaldarar hneigist
töluvert til hægri og
þeim sé fremur
lítt gefið um
sitjandi ríkisstjórn. Á upplýsingasíðu
vefritsins segir að því sé haldið úti
af „hópi áhugamanna um stjórn-
mál sem allir hafa langa reynslu af
fjölmiðlun“. Ólíkt því sem gengur og
gerist á flestum miðlum er hins vegar
hvergi að finna neitt um það hverjir
bera ábyrgð á efni því sem þar er
að finna. Lénið er hins vegar skráð
á Steingrím nokkurn Sigurgeirsson,
þaulvanan sjálfstæðismann sem
var aðstoðarmaður Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur í
ráðherratíð hennar.
stigur@frettabladid.is