Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 28

Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 28
Tikka masala keila Fyrir 4 1 kíló ný keila skorin í jafna bita 1 dós hrein jógúrt 1 msk. rifið ferskt engifer 1 msk. saxaður ferskur hvítlaukur 1 msk. saxað ferskt rautt chili 1/2 tsk. malað kóríander 1/2 tsk. malað cummin salt og pipar Allt hrært saman og hellt yfir keiluna. Látið liggja í 2-3 klst. og fiskbitarnir eru síðan þræddir á grillspjót með papriku og/eða rauðlauk. Pönnusteikt í 5-10 mín. Borið fram með hýðisgrjónum, raita-agúrkusósu og naanbrauði. Raita-agúrkusósa 1 dós hrein jógúrt 10 cm biti af agúrku 1 msk. ólífuolía saxaður hvítlaukur á hnífsoddi mynta á hnífsoddi fáfnisgras (esdragon) á hnífsoddi 1 msk. sítrónusafi salt og pipar. Agúrkan er rifin á rifjárni og öllu blandað saman. UPPSKRIFT HAUKS Veitingastaðurinn Saffran var opnaður 15. mars síðastliðinn í Glæsibæ í Álfheimum. Eigendur staðarins eru þeir Haukur Víðis- son matreiðslumaður og Jay Jamchi. „Jay er hálfur Rússi og hálfur Persi en hefur búið í Bandaríkjunum þar sem hann kynntist konu sinni sem er íslensk og besta vinkona konu minnar,“ útskýrir Haukur. Hugmyndin um veitingastaðinn vaknaði með þeim Jay fyrir um ári. Haukur lýsir staðnum sem léttum og ferskum hvunndags- stað. „Svo eru pínu indversk áhrif enda notum við tandoori-pott. Einnig bjóðum við upp á persnesk- an mat en saffran er mikið notað hjá Persum,“ segir Haukur. Þeir bjóða einnig upp á speltbökur sem eru nokkurs konar pitsur úr heil- hveitispelti og möluðu íslensku hveiti. „Við reynum að nota eins mikið af íslenskum vörum og við getum,“ segir Haukur, sem býður upp á ferskan fisk á hverj- um degi. Mikið er notað af íslensku skyri og jógúrt í sósurnar á Saffran og til marks um vinsældir staðar- ins síðustu vikur hafa um áttatíu kíló af skyri verið notuð í hverri viku. „Staðurinn hefur farið alveg ævintýralega vel af stað. Það hefur verið mjög mikið að gera og við önnum varla eftirspurn,“ segir Haukur. Saffran er opið frá níu á morgnana til níu á kvöldin en í sumar verður opið til klukk- an tíu. solveig@frettabladid.is Nota 80 kíló af skyri á viku Á hinum nýja veitingastað Saffran ríkir hversdagsleg, létt og fersk stemning undir áhrifum frá Mið- Austurlöndum. Haukur Víðisson matreiðslumaður eldaði keilu í tikka masala fyrir lesendur Fréttablaðsins. Haukur Víðisson matreiðslumaður á Saffran segir staðinn hafa farið ævintýralega vel af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nokkurra áhrifa frá Mið-Austurlöndum gætir á veitingastaðnum Saffran. KANELSNÚÐAR eru alltaf góðir með kaffinu. Myllan hefur nú hafið framleiðslu á kanelsnúðum sem eru mjúkir og ljúffengir. Í snúðunum eru sex prósent trefjar og engin transfitusýra. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.