Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 40

Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 40
 3. APRÍL 2009 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● blátt áfram Rannveig Bjarnadóttir er leik- skólastjóri, móðir og systir. Hún sótti nýlega námskeið hjá Blátt áfram um verndun barna og hreifst af því. „Í samskiptum sínum bæði við félagana og fullorðið fólk þarf barn að þora að segja „nei, ég vil þetta ekki“ þegar það á við,“ segir Rann- veig, sem er leikskólastjóri á Gull- borg við Rekagranda. Eftir að hafa sjálf sótt námskeið hjá Blátt áfram vildi hún kynna öllum starfsmönnum sínum efni þess og fékk því systurnar í Blátt áfram til að koma með fræðslu í leikskólann á skipulagsdegi. „Þær eru nefnilega færanlegar og við erum með stóran sal þar sem nóg pláss var fyrir alla,“ lýsir hún. En hvað fannst henni eftirtekt- arverðast á námskeiðinu? „Hversu einfalt er fyrir hvern og einn að sinna forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Það er best gert með því að styrkja sjálfsmynd barna sem er aðalmarkmið leikskólans. En við fengum viðbótarfræðslu um hvernig við eigum að hlusta á börn- in í stórum atriðum sem smáum. Sumum finnst kannski gott að láta strjúka á sér handarbakið en öðrum ekki. Svo rýnum við í hegð- un þeirra og ef grunur vaknar um misnotkun af einhverju tagi þá leit- um við til Barnahúss eða Barna- verndarstofu. Þar tekur annað fag- fólk við. Þá er frábært að þau þori að segja það og koma tilfinningum sínum á framfæri. Við skoðuðum líka húsnæðið hér því mikilvægt er að hvergi sé hægt að loka að sér.“ Spurð hvort eitthvað hafi breyst í vinnuferli leikskólans eftir nám- skeiðið svarar Rannveig. „Við skerptum á ýmsum atriðum Einfalt fyrir alla að Að hefja fræðslu inni á þínu heim- ili, í þinni fjölskyldu, í þínu sam- félagi verður erfitt í fyrstu, því get ég lofað þér. En ég get lofað þér öðru; að líf þitt verður þér og öllum börnum í kringum þig dýr- mætara ef þú tekur þetta eina skref til að vernda börn, sama hvað aðrir segja og segja ekki. Því fyrr því betra, bæði fyrir þig og fyrir barnið. Eins og þú væntanlega áttar þig á við þessa lesningu snýst fræðsla um kyn- ferðislegt ofbeldi og forvarn- ir gegn því ekki um að tala um hræðilega hluti, heldur miklu frekar um að mynda tengsl við barnið þitt og fræða það um mikil- vægustu hlutina í lífi þess: Að geta sett fólki mörk, fjölskyldumeðlim- um jafnt sem ókunnugum. Fræðsl- an er um líkama þeirra og að þau megi segja nei við alla ef þau eru ekki sátt við það sem þau eru beðin um að segja eða gera. Það má ekki snerta einkastaði þeirra og þau eiga heldur ekki að snerta einkastaði annarra. Þá er mikilvægt að segja þeim að ef þau lenda í þeim aðstæðum að þora ekki að segja nei eða ein- hver snertir þau samt sem áður, sé það aldrei þeim að kenna og þau eigi að segja einhverjum sem þau treysta frá því. Leyndarmál sem ekki má segja mömmu og pabba frá eru slæm og það ber að segja foreldrum sínum strax frá því eða einhverjum öðrum fullorðn- um sem börnin treysta. Börn eru miklu hugrakkari heldur en við gerum okkur grein fyrir og þeim þykir gott að fá regl- ur og fara eftir þeim. Svo lengi sem fullorðna fólkið í kringum þau gerir slíkt hið sama og eru þeim góðar fyrirmyndir. Sigríður Björnsdóttir Lífið verður dýrmætara Erfitt getur verið að hefja fræðslu innan fjölskyldunnar en það er vel þess virði. NORDICPHOTOS/GETTY Sveitarfélög Vestfjarða voru fyrst til að ná því marki að fá fimm prósent fullorðinna á Vestfjörðum til að sitja for- varnanámskeiðið Verndarar barna. Harpa Oddbjörnsdóttir á stóran þátt í þeim árangri. „Ég hef setið leiðbeinandanám- skeið hjá Blátt áfram en við erum þrjár hjá Sólstöfum sem lærðum að leiða námskeiðið. Að því loknu gerðum við okkur grein fyrir hvað þetta væri í raun mikilvægt tól sem við værum með í höndunum,“ segir Harpa Oddbjörns dóttir, en hún hefur ásamt samstarfs konum sínum náð því marki að fá rúm fimm prósent fullorðinna á Vest- fjörðum til að sitja námskeiðið Verndarar barna sem er hluti af forvarnaátaki Blátt áfram. Voru sveitarfélög á Vestfjörðum fyrst til að ná því marki. Sólstafir Vestfjarða eru systur- samtök Stígamóta en fyrsta verk- efni samtakanna var að koma á fót ráðgjafar- og upplýsingamið- stöð fyrir konur, karla og börn sem hafa verið beitt kynferðisof- beldi. „Við byrjuðum á því að vera með einstaklingsviðtöl og fórum með fræðslu í grunnskólana. Svo áttuðum við okkur á því að ekki væri nóg að taka bara við brota- þolum heldur þyrftum við líka að taka þátt í forvarnastarfi og fórum þá í samstarf við Blátt áfram sem berst gegn kynferðis- ofbeldi gegn börnum. Nauðsyn- legt er að taka þessa ábyrgð af börnunum og færa hana yfir á hina fullorðnu því það er okkar að vernda þau,“ útskýrir hún. Starfskonur Sólstafa Vestfjarða fengu styrki frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vestfjörðum en einnig frá dóms- og kirkjumála- ráðuneyti og heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðuneyti. Átta af tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum hafa samþykkt að senda alla sína starfsmenn á námskeiðið Vernd- arar barna og hafa Sólstafakon- ur nú þegar farið víða. „Við búum allar á Ísafirði og náðum fimm prósenta markinu í síðasta mán- uði þegar við fórum til Hólmavík- ur. Markmiðið var að ná um 230 manns á aldursbilinu 18 til 65 ára á Vestfjörðum á námskeiðin og erum við komnar í um 280 manns núna og höldum bara áfram,“ segir Harpa bjartsýn en þeim stöllum tókst að ná fimm prósenta markinu á einungis sex mánuð- um. Að sögn Hörpu hafa nám- skeiðin gengið framar vonum og Nauðsynlegt a Harpa Oddbjörnsdóttir hefur ásamt samstarfskonum sínum hjá Sólstöfum Vestfjarða starfað ötullega að forvarnar- átaki Blátt áfram með því að halda námskeið víða á Vestfjörðum. Ásta Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Garðaskóla, sótti námskeiðið Verndarar barna á vegum Blátt áfram. „Þetta var mjög upplýsandi og merkilegt námskeið og gaf mér góða innsýn inn í þennan mála- flokk sem maður þarf virkilega á að halda,“ segir Ásta Gunnars- dóttir, náms- og starfsráðgjafi í Garðaskóla, um námskeiðið Vernd- arar barna, á vegum Blátt áfram. Námskeiðið fjallaði um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig ætti að bregðast við því. „Mér þótti þetta mjög þarft fyrir mig í starfi en hafði ekki síður gott af því að hlusta á fyrirlest- ur Sigríðar Björnsdóttur sem full- orðin manneskja, móðir og þjóð- félagsþegn,“ segir Ásta og telur mikilvægt að fólk sem starfi með börnum sé vel upplýst og frótt um þessi málefni og sé þar af leiðandi óhrætt við að takast á við þau. „Námskeiðið vakti mig að auki til umhugsunar um hve mikla ábyrgð við fullorðna fólkið berum,“ segir Ásta sem fór út af námskeið- inu með það í huga að hún gæti gert eitthvað sem skipti máli. Í Garðaskóla hefur börnum í átt- unda bekk verið boðið upp á fyr- irlestra frá Blátt áfram í svokall- aðri Lífsleiknifræðslu síðustu tvö ár. „Við sjáum mikinn árangur af þessum fyrirlestrum og umræðum sem skapast í kjölfarið,“ segir Ásta og telur að með því að ræða um kynferðislegt ofbeldi finni börn sem hafi orðið fyrir því loks að þau séu ekki ein í heiminum og öðlist styrk til að leita eftir hjálp. „Það sem við þurfum að gera í framhaldi af slíkum námskeiðum er að fylgja þeim eftir með um- ræðum innan skólans,“ segir Ásta en með fræðslunni hafa fleiri mál komið inn á hennar borð. Ásta telur einnig mikilvægt að hver skóli komi sér upp ákveðnu ferli sem farið sé í þegar slík mál koma upp. „Eftir námskeiðið finnst mér ég betur í stakk búin til að taka á slíkum málum og ég veit líka hvar ég get leitað eftir aðstoð,“ segir Ásta. Hún horfir jákvæð til þess tíma þegar allt starfsfólk skólans verður búið að fara á námskeið- ið Verndarar barna, en stefnan er að halda slíkt námskeið í skólan- um í haust. „Þá getum við staðið saman að því að taka á málum,“ segir Ásta og tekur fram að nám- skeiðið hafi veitt henni hugrekki og styrk. „Maður verður að taka ábyrgð og vera hugrakkur gagn- vart kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Það er skylda okkar full- orðnu.“ - sg Öðlaðist hugrekki og styrk á námskeiðinu Ásta Gunnarsdóttir námsráðgjafi í Garðaskóla lærði margt á námskeiði Blátt áfram, Verndarar barna, sem nýtist henni í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.