Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 41

Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 41
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 7blátt áfram ● fréttablaðið ● sinna forvörnum „Sumum börnum finnst gott að láta strjúka á sér handarbakið og öðrum ekki. Þá er frábært að þau þori að segja það,“ segir Rannveig Bjarnadóttir leikskólastjóri á Gullborg við Rekagranda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ð axla ábyrgð M YN D /B Æ JA RI N S BE ST A hafa móttökur verið góðar. „Hvar sem við komum er vel tekið á móti okkur og hafa sveitarfélögin verið mjög jákvæð gagnvart okkur og vilja endilega fá okkur til að fræða alla sína starfsmenn.“ Á námskeiðunum er fólk hvatt til að sýna kjark og þor til að tala um málin almennt í fyrirtækj- um, stofnunum og heima við. „Við viljum uppræta þá trú að um- ræður um kynferðisofbeldi gegn börnum séu eitthvert tabú. Nauð- synlegt er að ræða um hlutina til að koma í veg fyrir þá. Þannig sýnum við gerendum að þeir eru ekki velkomnir í okkar sam félag, við erum að fylgjast með,“ segir Harpa ákveðin. „Efni námskeiðs- ins er fengið frá Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum og hefur nýst vel. Í námskeiðinu er innifalin vinnubók sem er mjög gott tæki að grípa til þegar maður er í einhverjum vafa eða vantar upplýsingar. Þar eru spurning- ar sem svara þarf á námskeiðinu og allir fá sjö skrefa bæklinginn sem námskeiðið byggir á en þar er farið í sjö skref til verndar börn- um okkar. Þar leiðbeinum við fólki hvernig það getur greint merki þess að barn hafi orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi og hvernig við fullorðna fólkið getum fyrirbyggt að það eigi sér yfirleitt stað, hvaða aðstæður ber að varast og svo framvegis, en líka hvernig skal bregðast við þegar börn leita að- stoðar og segja frá kynferðislegu ofbeldi. Þá má ekki sýna börnum hræðslu og ótta heldur bregðast þannig við að þau styrkist og þori að segja frá.“ Harpa viðurkennir að til að byrja með hafi sér reynst erfitt að koma fram og segja sína sögu sem þolandi. „Það tók gríðarlega á. Ég lét birta mína sögu í bæjar- blaðinu hér á Ísafirði og lýsti þar því sem kom fyrir mig. Í raun leið mér eins og ég væri nakin á eftir en við hvert skipti sem ég ræði um þetta styrkist ég og verð ábyrgari og hugrakkari að tala um þessi mál. Ein helsta afleiðing kynferðis- ofbeldis er skömmin og þegar maður áttar sig á að þetta er ekki manns skömm að bera fylgir því mikil frelsun,“ segir hún einlæg. Eftir námskeiðin hafa komið fram fleiri sem hafa haft svipaða sögu að segja en í kjölfar námskeiðanna hafa einnig skapast jákvæðar um- ræður til styrktar átakinu. „Í maí verða fleiri leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram og finna má frek- ari upplýsingar á vefsíðunum sol- stafir.is og blattafram.is.“ - hs sem við höfum verið að vinna að og höfum aukið fræðslu um líkam- ann. Eins hefur starfsfólkið verið að lesa bækur um tilfinningar og samskipti. Leikskólar hafa velferð barna að leiðarljósi og fræðsla af þessu tagi gerir starfið enn mark- vissara.“ - gun FORVARNIR ERU BESTA LEIÐIN Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum í Háskólanum í Reykjavík dagana 19. og 20. maí 2009 Skráning hefst 1 apríl www.blattafram.is Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Fundarstjórar eru þær Guðrún Ebba Ólafsdóttir grunnskólakennari og Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri Blátt áfram. Verð 9.500 kr. og 5.500 kr. fyrir nema og atvinnulausa Allar helstu upplýsingar er að finna á www.blattafram.is eða hjá Svövu Björnsdóttur svava@blattafram.is Markmið Markmið ráðstefnunnar er að skoða allar þær leiðir sem samfélagið getur farið í að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Þegar forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum eru ræddar eru viðbrögð almennings oft ótti, reiði og afneitun og er það miður. Um leið og lagðar eru fram tillögur um að þessi mál séu rædd, blátt áfram og í dagsljósinu þarf jafnframt að taka ábyrgð á því að vera gott fordæmi fyrir umhverfið. Það er gert með því að vekja athygli á þeim fjölda leiða sem eru færar til þess að fræðast um og fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Á þessari ráðstefnu verður lögð áhersla á meðferðarúrræði fyrir þolendur og unga gerendur kynferðislegs ofbeldis. Á ráðstefnunni verður einnig haldið áfram að vekja fólk til umhugsunar um að ofneysla áfengis, fíkniefna og lyfja er oft nátengd kynferðislegri misnotkun og/eða öðrum áföllum í æsku, eins og fjölmargar rannsóknir gefa til kynna. Ráðstefnan Forvarnir er besta leið- in fer fram í Háskóla Reykjavíkur dagana 19. og 20. maí. Tilgangur- inn er að bjóða helstu stofnunum og félagasamtökum að taka þátt í því mikilvæga forvarnarverkefni að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi. Á ráðstefnunni verður vakin at- hygli meðal annars á eftirfarandi: Hafa áföll í æsku áhrif á heilsu síðar meir? Hvernig er best hægt að styðja við einstaklinga sem verða fyrir áfalli? Hvernig getum við fyrirbyggt frekari áföll? Þess- um spurningum erum við að leitast við að svara meðal annars á þess- ari árlegu forvarnarráðstefnu Blátt áfram. Rannsóknir sýna að ofneysla áfengis, fíkinefna og lyfjaneystu eru oft nátengd kynferðislegri misnotkun og eða öðrum áföllum í æsku. Einnig hafa rannsóknir sýnt að meðal þolenda kynferðislegar misnotkunar í æsku eru mjög mikl- ar líkur á að viðkomandi nái ekki að þroska varnarkerfi heilans með eðlilegum hætti og leiðist út á braut áhættuhegðunar, áfengismisnotk- unar og fíkniefna síðar á ævinni. Skilningur á mörgum hliðum vand- ans og afleiðingum hans hafa því mikið forvarnargildi. Hugmyndin með ráðstefnunni er að sýna fram á mikilvægi þess að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi leiti sér hjálpar og mikil- vægi þess að fagfólk sé vel upplýst um hvernig best er að hjálpa hverj- um einstakling fyrir sig. Afleiðing- ar ofbeldis eru að mörgu leiti svip- aðar en hvernig einstaklingurinn vinnur úr þessari reynslu er mjög einstaklingsbundið. Margar leiðir er hægt að fara fyrir einstaklinga sem vilja ná bata. Það tekur tíma og þolinmæði, en mikilvægt er að bæði fagfólk og þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi kynni sér vel hvað best hentar hverjum einstakling. Við teljum það hluta af okkar starfi að minna fólk á mikilvægi þess að leita sér hjálpar. Margar breyting- ar hafa átt sér stað en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum. Meðal gesta á ráðstefnunni verð- ur David Burton, MSW, Ph.D, sem fjallar um rannsóknir og saman- burð á meðferðarúrræðum fyrir unga gerendur. Sá hópur sem fer ört vaxandi í kynferðisbrotum eru ungmenni sem gera sig sek um kynferðislega misnotkun. Þá fjall- ar Linn Getz læknir um hvaða áhrif áföll í æsku geta haft á heilsuna síðar. Nánar á www.blattafram.is. Svava Björnsdóttir Áríðandi að leita hjálpar „Áföll í æsku geta síðar haft alvarlegar afleiðingar í för með sér á bæði líkamlega og andlega heislu. Því þarf að tryggja að öll börn fái öruggt uppeldi. Þá myndum við spara mikla fjármuni í öllu heilbrigðiskerfinu,“ segir Linn Getz, sem flytur erindi á ráðstefnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.