Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 45

Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 45
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 11blátt áfram ● fréttablaðið ● gt starf FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON á einstaklingsgrunni,“ segir hann og á þá til dæmis við börn sem lent hafa í einhverju kynferðislegu þegar þau voru ung, eru búin að fá aðstoð frá Barnahúsi og verða síðan kynþroska og þá getur fyrri reynsla truflað þau. „Þá er mjög gott að tala við ein- hverja um þessa hluti eins og til dæmis einhvern frá samtökunum Blátt áfram sem getur gefið þeim þessa leiðréttingu, staðfest að þau beri enga sök og útskýra fyrir þeim hvað er að gerast á mannamáli. Blátt áfram talar nefnilega um þessa hluti á mannamáli sem börn skilja og er það dýrmætt.“ - hs Öll börn eiga rétt á að geta greint á milli þess hvað má og má ekki gera við líkama þeirra. Talaðu við barnið þitt og upplýstu það um staðreyndirnar - því fyrr því betra Barn sem þekkir muninn á réttu og röngu er betur í stakk búið að neita, segja frá og komast óskaddað frá óeðlilegum kringumstæðum sem það vill ekki taka þátt í. „Ég vil ekki að einhver strjúki mér og verði góður við pjölluna mína“ Þögnin er Rjúfðu þögnina og fræddu barnið þitt – það er þín ábyrgð Hvernig tölum við um þetta við börnin? www.blattafram.is / Ef velferð barns er í húfi hringdu í 112 AN TO N &B ER G U R Þegar Blátt áfram fór að leita að efni sem mætti nota í grunnskólum Íslands var bent á The Kids on the Block, eða Krakkarnir í hverfinu. Áhugi vaknaði þegar ljóst varð að þetta efni hefur þegar reynst vel til að fræða börn og unglinga um mál eins og kynferðislegt ofbeldi. Í leikþætti talast brúður við og taka við spurningum frá börnum um ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi, en brúður sem tala líkt og börn geta oft náð betur til þeirra en fullorðnir og svarað spurningum um hvað er satt og logið þegar málin eru rædd. Sálfræðingur eða ráðgjafi verður að vera viðstaddur hverja sýningu. Komi barn fram eftir eða í sýningu og lýsir ofbeldi verður að taka rétt á því. Blátt áfram hefur samband við félagsþjónustu í þeim bæ þar sem sýningar fara fram og biður um samstarf og stuðning við sýn- ingarnar. Annar kostur við efnið er að hér gefst fullorðnum, sem vinna með börnum, kostur á að sjá og læra hvernig börn taka á þessum málum, sérstaklega af hverju þau „kjafta ekki frá“. Með efninu vonast Blátt áfram til þess að stuðla að frekari skiln- ingi barna og unglinga á kynferð- islegu ofbeldi. Einnig að fræðslan veiti einhverjum börnum leið til að koma fram og biðja um hjálp. Vitað er um allt að tíu tilkynningar til barnaverndarnefnda í kjölfar sýn- inga. Efnið er áhrifaríkt og fræð- andi. Rannsókn hefur verið gerð á efn- inu og niðurstöður sýna að brúðu- leikhúsið eykur öryggiskunnáttu barna. Þess skal getið að Blátt áfram fékk veglega styrki árið 2004 frá Velferðarsjóði íslenskra barna og forvarnarnefnd Reykjavíkurborgar til þess að koma brúðuleikhúsinu á legg. Án þessa framlags og stuðn- ings væri leikhúsið draumur einn. Brúðuleikhúsið hefur farið víða í grunn- og leikskóla landsins. Til að fá sýningu er hægt að fá nánari upp- lýsingar á vefsíðu félagsins. Sigríður Björnsdóttir Leikhús sem stuðlar að frekari skilningi Blátt áfram stendur fyrir Verndar- ar barna-maraþoni í húsnæði sínu að Haukanesi 23, Garðabæ, 18. apríl næstkomandi. Um þrjú nám- skeið er að ræða. Það fyrsta hefst klukkan 10, næsta klukkan 13 og síðasta klukkan 16. Hvert nám- skeið tekur um þrjá klukkutíma. Nauðsynlegt er að skrá sig í maraþonið með því að senda tölvu- póst á blattafram@blattafram.is eða hafa samband í síma 893 2929. Þess skal sérstaklega getið að frítt er fyrir foreldra. Barnamaraþon Maraþonið fer fram 18. apríl.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.