Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 78

Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 78
46 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. blikk, 6. mannþyrping, 8. skar, 9. stormur, 11. samanburðartenging, 12. tólf tylftir, 14. beikon, 16. í röð, 17. mánuður, 18. ennþá, 20. átt, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. ófá, 3. eftir hádegi, 4. fjölmiðlar, 5. hylur, 7. slípaður, 10. eldsneyti, 13. er, 15. ávöxtur, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. ös, 8. hró, 9. rok, 11. en, 12. gross, 14. flesk, 16. hi, 17. maí, 18. enn, 20. nv, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. mörg, 3. eh, 4. pressan, 5. lón, 7. sorfinn, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. hes, 19. nú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Sarah Brown. 2 Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG. 3 Mistökum R-listans í skipulagsmálum. Auglýsingasími – Mest lesið „Margir fá þá grillu í höfuðið að þeir megi ekki láta sjá sig neins staðar. Ég hef aldrei þjáðst yfir því að vera þekkt- ur og fer á barinn ef mig langar. Stundum verður maður fyrir óþægindum, þegar ráðist er að manni og maður er ekki í skapi til að tala við fólk. En ég held nú reyndar að allir verði fyrir því.“ Egill Ólafsson í Pressunni 1991. „Ég hef kannski verið aðeins uppteknari af því að vera þekktur á þessum tíma, en það má venjast öllu. Ég verð ekki var við neitt annað en velvilja og góðvild. Það er bara gaman að hitta fólk, maður er manns gaman,“ segir Egill um ummæli sín í dag. Útvarpsstöðin Bylgjan hefur tekið Spurninga- keppni fjölmiðlanna upp á sína arma eftir að Rás 2 skar keppnina niður vegna sparn- aðar. Fréttablaðið sagði á dögunum frá því að þetta væri í bígerð og upphaflega hugmyndin var að fá Ævar Örn Jósepsson til að stjórna keppninni líkt og á Rás 2. Það gekk ekki eftir og í staðinn var Logi Bergmann Eiðsson fenginn til starfans. Logi er þrautreyndur stjórnandi spurningakeppna og mun jafnframt semja spurningarn- ar. Spurningakeppni fjölmiðlanna verður send út um páskana. Áhugi erlendra fjöl- miðla á Íslandi hefur verið ótrúlegur eftir bankahrunið. Nýjasti miðillinn sem sýnir ógöngum okkar Íslend- inga áhuga er franska útgáfan af Marie Claire. Í nýjasta tölublaði þess er að finna viðtal við blaðakonuna og rithöfundinn Snæfríði Ingadóttur. Fyrirsögn viðtalsins við hana, og viðmælendur víðar að, er „Krísan gerði þær sterkari“. Þar segir af því hvernig Snæfríður hefur nýverið snúið sér að því að skrifa vinsæl- ar ferðamannabækur sem vekja athygli út fyrir landsteinana. Og sagan er sögð á ljóðrænan hátt eins og tíðkast hjá þeim frönsku. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er mikil óánægja með þá ákvörðun RÚV að sýna ekki beint frá Söng- keppni framhaldsskólanna. Í gær höfðu rúmlega níu þúsund skráð sig á Facebook-síðu þar sem skor- að er á Sjónvarpið að endurskoða þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem leggja orð í belg er tónlistamaður- inn André Bachmann sem tekur undir áskor- un framhalds- skólanem- anna. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði í gær tæpum ellefu milljónum króna til listamanna og hljómsveita, eigin verkefna Kraums og samstarfsverkefna sjóðs- ins. Alls var 4,9 milljónum veitt til tónlistarmanna og hljómsveita. Hjaltalín fékk hæsta styrkinn, eða 1,2 milljónir króna. Hann mun nýtast við gerð nýrr- ar plötu og tónleikahald. „Fyrir hljómsveit eins og Hjaltalín þar sem eru sjö kjarnameðlimir er það mjög gott að fá svona pening. Við erum líka að vinna í okkar næstu plötu og það er mikill kostnaður við hana. Þessi peningur verður vel nýttur við gerð hennar,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjalta- lín, hæstánægður með styrkinn. Næsthæsta styrkinn, eða hálfa milljón, fengu Nord- ic Affect, Sin Fang Bous, Ólafur Arnalds og For a Minor Reflection. Einnig fékk Lay Low hálfa milljón fyrir tónleika sína erlendis síðar á árinu, þar á meðal á hátíðunum Glastonbury og End of the Road. Að auki fékk Mógil hálfa milljón í styrk fyrir tónleika sína á stærstu heims- og þjóðlagahátíð heims, Vomex, og fyrir væntanlega tónleikaferð sína um Ísland. Ólöf Arnalds, sem spilaði einmitt á Vomex í fyrra við mjög góðar undirtektir, fær einnig hálfa milljón vegna undirbúnings annarrar plötu sinnar. Þá fá þrjár efstu sveitirnar á Músíktilraunum eina milljón króna samanlagt fyrir hljóðverstíma á Flat- eyri. Einnig voru myndarlegir styrkir veittir vegna námskeiða og vinnusmiðja á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður og vegna tónleika ungra listamanna á Listahátíð Reykjavíkur og tónlistarhátíð unga fólks- ins í Kópavogi, auk fleiri styrkja. - fb Tónlistarmenn fengu 11 milljónir KRAUMUR ÚTHLUTAR MILLJÓNUM Eldar Ástþórsson hjá Kraumi tilkynnir um úthlutanir Kraums á skemmtistaðnum Boston við Laugaveginn. FRÉTTBLAÐIÐ/ANTON Keppendur á alþjóðlegu páskamóti Stráka- félagsins Styrmis í fótbolta ætla saman í kvöldsiglingu næsta fimmtudag með hvalaskoðunarbátnum Eldingu. Til- gangurinn er að gefa samkyn- hneigðum þátttakendum tækifæri til að kynnast betur. „Pælingin er að þjappa fólkinu betur saman. Þau koma héðan og þaðan þessi lið og við ætlum að taka tveggja til þriggja tíma sigl- ingu um sundin hérna,“ segir Jón Þór Þorleifson, skipuleggjandi mótsins. „Hápunkturinn verð- ur síðan lokaballið á Rúbín á laugardeginum með Páli Óskari.“ Fyrr um daginn verður verðlaunaafhending í Kórnum í Kópavogi. Alls etja tólf lið kappi á mót- inu. Þau eru skipuð hommum og lesbíum, þar af tíu erlend, og segir Jón Þór útlendingana gífurlega spennta fyrir Íslandsförinni. Þeir munu gista víða á höfuð- borgarsvæðinu, margir hverjir í heimahúsum. „Einhverjir fá að gista hjá liðsmönnum og fjölskyldum þeirra. Ég lána dómurunum íbúðina mína því ég verð fyrir vestan,“ segir Jón Þór, sem kemur einnig að skipulagningu hátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði þessa sömu helgi. - fb Samkynhneigðir boltastrákar í kvöldsiglingu STYRMIR Strákafélagið Styrmir stendur fyrir alþjóðlegu páskamóti í fótbolta þar sem tólf lið taka þátt. ELDING Samkynhneigt knatt- spyrnufólk ætlar í kvöldsiglingu með bátnum. „Við erum að halda námskeið úti um allan bæ og verðum á Hótel Sögu á morgun og flytjum þar fyrirlestur um verkefnið okkar. Félagsmálaráðherra opnar fyrir- lesturinn og borgarstjórinn lýkur honum,“ segir Sigríður Snævarr, fyrrverandi sendiherra. Hún hefur ásamt Maríu Björk Óskarsdóttur stofnað fyrirtækið Nýttu kraft- inn en tilgangur þess er hvatning og stuðningur við atvinnulausa í formi fræðslu, fyrirlestra og nám- skeiðahalds eins og það er orðað í fyrirtækjalýsingunni. María segir hugmyndina upp- haflega komna frá Sigríði. Hún hafi viljað miðla af reynslu sinni sem sendiherra í Finnlandi og Svíþjóð þegar kreppan skall þar á undir lok síðustu aldar. Sigríður hafi síðan haft samband við hana skömmu eftir að hún missti vinn- una í Landsbankanum og feng- ið hana til að móta með sér hug- myndafræðina sem býr að baki Nýttu kraftinn. María segir grunn- hugmynd Sigríðar hafa verið þá að atvinnumissirinn hefði í raun ekk- ert með einstaklinginn eða hæfni hans að gera. Ferlið sem þær María og Sigríð- ur hafa sett saman stendur yfir í þrjá mánuði. Grundvallaratriðið er að viðkomandi gangi til hvers dags sem vinnudagur væri. Fólk eigi að nota að minnsta kosti fjóra tíma á hverjum virkum degi í eitthvað uppbyggilegt. Þetta felist ekki í því að setja í uppþvottavélina eða önnur hversdagsleg störf held- ur að það fari á námskeið, sinni sjálfboðastörfum eða láti gaml- an draum rætast. „Allt á þetta að miða að því að gera hvern og einn samkeppnishæfan í atvinnuleit- inni,“ útskýrir María og bætir við að allir taki áhugasviðspróf til að víkka hugann og skapa ný tæki- færi. Of langt mál færi í að útskýra þetta ferli og námskeiðið í þaula. María segir þó að þær leggi mikla áherslu á tengingu við atvinnu- lífið. Stór þáttur í því sé að hver og einn fái svokallaðan mentor úr atvinnulífinu sem hann hittir aðra hverja viku. „Auðvitað geta fjár- hagsáhyggjurnar verið miklar og við gerum ekkert lítið úr því. Aðal- atriðið er hins vegar að brjótast út úr þeirri einangrun sem atvinnu- leysi getur reynst mörgum.“ freyrgigja@frettabladid.is MARÍA BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR: ATVINNULEYSI ÞARF EKKI AÐ ÞÝÐA EINANGRUN Sigríður Snævarr aðstoðar atvinnulausa í kreppunni BYGGT Á REYNSLU FRÁ FINNLANDI Sigríður Snævarr vildi miðla af reynslu sinni sem sendiherra í Finnlandi og Svíþjóð þegar kreppan skall þar á. Ásamt Maríu Björk Óskarsdóttur hjálpar hún nú atvinnulausum að takast á við hversdagsleikann og atvinnuleitina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.