Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 26
26 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir skrifar
um jafnréttismál
Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám
mismununar gegn konum
var samþykktur fyrir
30 árum. Þó að margt
hafi áunnist í jafnréttisbarátt-
unni er ljóst að jafnrétti er ekki
að fullu náð. Til þess þarf hugar-
farsbreytingu. Hún verður ekki
án þess að styrkja grunninn til
framtíðar með því að fræða börn-
in. Leikskólar og grunnskólar eru
mikilvægar menntastofnanir. Þeir
gegna veigamiklu hlutverki í upp-
eldi barna og félagsmótun. Höfuð-
máli skiptir því að áhersla sé lögð
á fræðslu og umræðu um jafnrétti
og mannréttindi í öllu skólastarfi,
þannig er stutt við málaflokkinn
til framtíðar.
Í lögum um jafna stöðu og rétt
kynjanna er kveðið á um að á
öllum skólastigum skuli nemend-
ur hljóta fræðslu um jafnréttis-
mál. Skal lögð áhersla á að búa
bæði kynin undir jafna þátttöku í
samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og
atvinnulífi.
Stórt skref í þessa átt var stigið
í fyrra þegar farið var af stað
með þróunarverkefnið jafnréttis-
fræðsla í leik- og grunnskólum
en það miðar að því að auka og
efla jafnréttis- og kynjasjónar-
mið í leikskólum og grunnskólum.
Að verkefninu standa félags- og
tryggingamálaráðuneytið, Jafn-
réttisstofa og fimm sveitarfélög:
Reykjavíkurborg, Kópavogsbær,
Hafnarfjarðarkaupstaður, Mos-
fellsbær og Akureyrarkaupstaður.
Menntamálaráðuneytið leggur
verkefninu lið ásamt Jafnréttisráði
og mörgum styrktaraðilum. Annað
markmið verkefnisins er að auka
samvinnu innan og milli sveitar-
félaga um jafnréttismál,
auka upplýsingar um
jafnréttisfræðslu og búa
til vettvang til að miðla
reynslunni af verkefninu.
Fimm leikskólar og
fimm grunnskólar hafa
í vetur unnið tilrauna-
verkefni á sviði jafnréttis-
mála. Námsstefna þar
sem þeir kynna verkefnin
verður haldin 26. maí.
Nánari upplýsingar um verkefnið
er að finna á vefsetrinu jafnretti-
iskolum.is. Þar er aðgengilegt
fjölbreytt efni sem hentar vel til
jafnréttisfræðslu í skólastarfi.
Í ár gegnir Ísland formennsku í
Norrænu ráðherranefndinni og
er jafnréttisfræðsla í skólum eitt
af fimm meginjafnréttisþemum
ársins. Norræn ráðstefna um
jafnréttis fræðslu í skólum verður
haldin hér á landi í september
2009. Fyrirmyndarverkefni
Norður landanna verða kynnt þar.
Þegar samningur SÞ um afnám
kynjamismununar var gerður
bjuggu margar konur við misrétti.
Enn er hann mikilvægt tæki í jafn-
réttisbaráttunni. Félags- og trygg-
ingamálaráðuneytið útbjó dagatal
í samstarfi við Jafnréttisstofu,
Kópavogsbæ og Fljótsdalshérað
til að marka tímamótin. Í tilefni af
alþjóðlegum baráttudegi kvenna
8. mars, færði undirrituð öllum
bekkjardeildum tólf ára nemenda
í grunnskólum landsins dagatalið
sem daglega áminningu um mikil-
vægi jafnréttis.
Með því að fræða börnin okkar
um jafnrétti og mannréttindi
gerum við þau meðvituð um mikil-
vægi þeirra. Með aukinni jafnrétt-
isfræðslu eflum við einnig skiln-
ing barna okkar á því að réttindi
þessi eru ekki sjálfgefin heldur
afrakstur langrar baráttu sem enn
á langt í land víða um heim.
Höfundur er félags- og
tryggingamálaráðherra.
Jafnrétti á erindi við börn
ÁSTA RAGNHEIÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
UMRÆÐAN
Hjörtur Hjartarson
skrifar um persónukjör
Í kjölfar fjármála- og efnahagshruns risu
örvæntingarfullar og til-
finningaþrungnar kröfur
almennings um aukið lýð-
ræði. Málsmetandi fólk
sagði berum orðum að
„stjórnmálastéttin“ yrði að víkja
til hliðar. Öllum var ljóst að við lýð-
ræðiskröfunum yrði að bregðast 25.
apríl. Persónukjör og stjórnlaga-
þing urðu aðalatriði í málefnasátt-
mála ríkisstjórnar Samfylkingar
og Vinstri grænna, með stuðningi
Framsóknarflokksins.
Frumvarpið um persónukjör
gerir ráð fyrir varfærnu skrefi í átt
til meiri áhrifa kjósenda í
alþingiskosningum. Flokk-
arnir geta boðið fram rað-
aða lista eins og venjulega.
Breytingin felst í því að
framboðum verður einn-
ig heimilt að bjóða fram
óraðaða lista sem kjósend-
ur þeirra mega raða ef þeir
vilja. Það er nú öll bylting-
in. Engu skiptir þótt lokuð
prófkjör eða forval hafi
þegar farið fram.
Flokkarnir ákveða sjálfir hvora
leiðina þeir fara. Þorkell Helgason
upplýsti að tæknilega væri ekkert því
til fyrirstöðu að leyfa framboðum að
viðhafa persónukjör 25. apríl. Með
því er heldur ekki verið að leggja í
neina óvissuferð. Í nágrannalöndum
okkar eru þrautreynd kosningakerfi
með persónukjöri sem nær öll gera
kjósendum hærra undir höfði en hér
þekkist. Getur verið að þingmenn og
frambjóðendur sem nú hafa tryggt
sér örugg þingsæti í lokuðum próf-
kjörum flokkanna hafi misst áhuga
á lýðræðisumbótum? Svo er að sjá.
Hálmstrá þeirra er að vísa í eina
mjög ósannfærandi álitsgerð eins
starfsmanns Alþingis þar sem segir
að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að sam-
þykkja frumvarpið um persónukjör.
Ríkisstjórnin ætlar að láta það duga
til þess að hætta við allt saman. Það
mun hefna sín grimmilega.
Stjórnmálamenn verða að þekkja
sinn vitjunartíma. Vorið 2009 á
Íslandi gæti orðið heitt ekki síður
en haustið 2008, og þá verður erfitt
að standa uppi með svikin loforð.
Höfundur er í framboði fyrir
Borgarahreyfinguna.
Sviknir um persónukjör(?)
UMRÆÐAN
Jakob Hrafnsson
skrifar um menningu
Menningarstefna Reykjavíkurborgar
hefur verið í endurskoðun
að undanförnu með það
að markmiði að finna enn
betri leiðir til að stuðla að
því að blómleg menning og listir ein-
kenni höfuðborgina áfram. Samstarf
borgarinnar við tónlistarmenn hefur
verið gott og hefur Reykjavíkurborg
um árabil stutt dyggilega við bakið á
íslenskri tónlist með ýmsum hætti,
t.d. með starfssamningum og verk-
efnastyrkjum til allra tegunda tón-
listar og stuðningi sínum við ýmsar
hátíðir og viðburði tengda tónlist.
Eitt af betur heppnuðum verkefnum
á sviði tónlistar er svo útflutnings-
sjóðurinn Reykjavík Loftbrú. Nú er
gaman að segja frá því að Reykja-
víkurborg, Icelandair, FÍH,
STEF og SFH hafa endurnýj-
að samstarf sitt um sjóðinn
Reykjavík Loftbrú en fregna
af framhaldinu hefur verið
beðið með eftirvæntingu.
Sjóðurinn hefur verið
starfræktur frá miðju ári
2003 og styður framsækið
tónlistarfólk við að hasla
sér völl erlendis. Á síðasta
ári styrkti sjóðurinn 197 verkefni,
sem á bak við stóðu 497 tónlistar-
menn, tónskáld, textahöfundar og
útgefendur. Í heildina hefur sjóður-
inn styrkt 536 verkefni frá stofnun
árið 2003, eða hátt á þriðja þúsund
einstaklinga.
Útflutningsverðlaun Reykjavík-
ur Loftbrúar voru afhent á Íslensku
tónlistarverðlaununum fyrir
skömmu og varð Mugison fyrir val-
inu að þessu sinni. Hann er tvímæla-
laust glæsilegur fulltrúi Íslands og
íslenskrar tónlistar erlendis.
Með stofnun Reykjavíkur Loft-
brúar felst viðurkenning á hlut tón-
listar og lista í kynningu á Reykjavík
sem nútímalegrar menningarborgar
og spennandi viðkomustaðar ferða-
manna. Markmið styrkveitinga er
að auka tækifæri íslenskra tónlist-
armanna, tónskálda og útgefenda til
að sækja á erlenda markaði. Úthlut-
að er úr sjóðnum mánaðarlega og
er hann vistaður hjá menningar- og
ferðamálasviði Reykjavíkurborgar
og eru ný umsóknareyðublöð ásamt
upplýsingum um breytt fyrirkomu-
lag aðgengileg á vefsíðum aðstand-
enda sjóðsins s.s. á www.reykjavik.
is, www.icelandair.is/loftbru og á
vefsíður fagfélaga tónlistarmanna
og útgefenda. Samningurinn gildir
út árið 2009 og stefnt er að endur-
skoðun og viðræðum um framhaldið
á haustdögum.
Höfundur er formaður stjórnar
Reykjavíkur Loftbrúar.
Góðar fréttir af Reykjavík Loftbrú
HJÖRTUR
HJARTARSON
JAKOB HRAFNSSON
fyrst og fremst ódýr
4x2 l
kippa
Þú kaup
ir 4x2l
Coke eð
a
Coke Lig
ht og Fr
eyju
Rísegg n
r. 4 sam
an
á aðeins
998kr.
FLOTT TILBOÐ
FYRIR PÁSKANA!