Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 32
32 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR MIKIÐ OG GOTT VERK AÐ BAKI Anna Lára Steindal, verkefnastjóri Rauða kross-deildarinnar á Akranesi, og Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri Rauða krossins á Íslandi, unnu hörðum höndum að því að koma 29 flóttamönnum frá einum verstu flóttamanna- búðum heims, Al Waleed í Írak. Fyrir það fékk Akranesdeildin Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Talið er að á bilinu 30-40 milljónir manna séu á flótta í heiminum, sumir segja allt að 100 milljónir. Þar af eru um ellefu milljónir manna sem eru skilgreindar sem flóttamenn samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Sá tæplega þrjátíu manna hópur Palestínumanna sem kom til Íslands síðastliðið haust frá Írak tilheyrir þeim hópi. Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands, sagði frá því í stuttu máli hvernig flóttamönnum er veitt hæli í öðrum löndum. Fæstir fá hæli á Vesturlöndum „Þvert á það sem margir halda, leita langflestir flóttamenn fyrst til nágrannaríkjanna. Þannig liggur straumur fólks sem þarf að flýja heimaland sitt fyrst til þeirra landa sem liggja hvað næst stríðshrjáðum löndum en ekki hingað til Vestur- landa. Þegar fólk er komið í annað land eru þrjár leiðir mögulegar til að leysa vanda þess. Í fyrsta lagi getur fólk snúið til sinna heima ef ástand- ið lagast. Ef það gengur ekki getur fólk reynt að aðlagast því ríki sem það flúði til. Þriðja úrræðið, er algert neyðarúrræði, og snýst um það, eins og í tilfelli þessa fólks, að flytja það til þriðja ríkisins. Það verkefni er undir hatti Sameinuðu þjóðanna og það er Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem metur hverjir það eru sem eru í hvað mestri hættu og í hvað brýnustu þörf fyrir að komast í öruggt land.“ Talið er að innan við 1 prósent flóttamanna fái griðland í þriðja ríki með þessum hætti, eða um 60-70 þúsund flóttamenn á ári. Bandaríkin taka á móti langflestum flóttamönnum. Yfirlýsing frá 2007 Flóttamannastofnun biður önnur ríki um að veita fólki hæli innan sinnan landamæra og á þeim lista eru um 15-20 ríki. Ísland hefur verið á lista ríkja sem aðstoða flóttamenn síðan árið 1956 og hefur tekið á móti flóttamönnum nokkuð reglulega frá 1996. Það var þó ekki fyrr en vorið 2007 sem gefin var út yfirlýsing þess efnis að tekið skyldi árlega á móti flóttamönnum. „Flóttamannastofnun tekur saman skjöl um fólkið sem þarf að komast í burtu eins skjótt og má verða og sendir til flóttamannanefnd- ar. Í flóttamannanefnd sitja fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, dómsmála- ráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins. Þessi nefnd vinnur mjög náið með Flóttamannastofnun og eftir samráð við stofnunina leggur flóttamannanefndin fram tillögu til ríkisstjórnar Íslands um móttöku flóttamanna og frá hvaða svæði það skal vera. Flóttamannanefndin er þannig milligönguliður milli Flótta- mannastofnunar og ríkisstjórnar. Tillögur flóttamannanefndar um að taka á móti hópi Palestínumanna frá Írak kom heim og saman við áherslur Flóttamannastofnunar sem ríkisstjórn- in svo samþykkti.“ Nokkrir kjósa að yfirgefa ekki búðirnar Í framhaldi fær flóttamannanefnd sendan forvalslista og les gögn um flóttafólk. Sendinefnd frá flótta- mannanefnd fer svo út og tekur viðtöl við fólkið. Í sendinefndinni voru fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Útlend- ingastofnunar og Rauða krossins. „Við fórum út í júní í fyrra og vorum í byrj- un með um 50 manns á lista. Í sam- vinnu og samráði við Flóttamanna- stofnun var svo hluta þess boðið að koma til Íslands. Nokkrir kjósa að yfirgefa búðirnar ekki ef þeir eiga þar stóra fjölskyldu. Þess í stað kjósa þeir að deila örlögum sínum með hinum fjölskyldumeðlimunum sem eiga að vera eftir, í þeirri von að það leysist úr málum allra.“ Flóttamannastofnun tilkynnir flóttafólkinu um hverjum býðst að koma og í framhaldi fer í gang ferli við að útvega ferðaskilríki, bóka flug, sem er mikið púsluspil og tekur nokkra mánuði. Á meðan undir- býr sveitarfélagið komu fólksins. Lítill hópur fer frá Íslandi og tekur á móti fólkinu á flugvelli í Evrópu og fylgir því síðasta spölinn til landsins. Þá tekur við starf hjá sveitarfélaginu, Akranesi og Rauða kross-deildinni þar. STÓRT SAMSTARFSVERKEFNI FRAMHALD AF SÍÐU 28 Rauði krossinn á Akranesi hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Verðlaunin hlaut deildin fyrir hlutverk sitt við góða aðlögun hóps palestínsks flóttafólks að samfélaginu á Akranesi. Verðlaunin í þessum flokki eru veitt einstaklingi eða félagasamtökum sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Akraneskaupstaður undirbjó komu 29 palestínskra flóttamanna, þar á meðal Mustafa og Malah, á síðasta ári, en alls var um að ræða átta fjölskyldur. Anna Lára Steindal, verk- efnastjóri Akranesdeildar Rauða kross Íslands, tók við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins fyrir hönd deildar sinn- ar en hún segir verkefnið hafa gengið ótrúlega vel. „Þessar konur og börnin þeirra eru ótrúleg. Þær hafa kennt okkur öllum mikið og jú, ég held það sé alveg hægt að segja að þær hafi þjappað sveitarfélaginu betur saman,“ segir Anna Lára. „Okkar verkefni var að undirbúa komu þeirra, finna húsnæði og standsetja það, undirbúa íslenskunám og skólagöngu þeirra sem á skólaaldri eru, finna stuðnings- fjölskyldur og ótal margt fleira. Fólkið kom hingað og þekkti engan þannig að það að búa til gott stuðningsnet og viðhalda því er einna mikilvægast.“ Anna Lára segir að einungis sé einn túlkatími í mánuði fyrir hvern og einn þannig að deildin hafi þurft að leggja sig alla fram um að nota leik, arabískar orðabækur og allt sem hægt var að gera til að auðvelda tjáskiptin. Hún segir að það hafi komið þeim á óvart hve vel þeim miðar öllum áfram með íslenskunámið. „Það sem er svo skemmtilegt er að við höfum líka lært heilmargt af þeim. Til dæmis ætla þær að kenna okkur að elda arabískan mat. Þær hafa mikla sjálfsbjargar- viðleitni enda hafa þær lifað margt. Frumkvæði þeirra er aðdáunarvert og þær hafa ríka þörf fyrir að gefa á móti,“ segir Anna Lára. Hún segir að óánægjuraddir hafi koðnað niður fljótlega eftir að bæjarbúum var skýrt frá því hvernig aðstæður voru í flóttamannabúðun- um og að fólkið sem kom til Akranes hafi alls ekki getað dvalið áfram á sínum heimaslóðum nema hætta lífi sínu. „Í umræðunni í vor voru einhverjir sem töldu að verið væri að sólunda fjármunum og það ætti að hjálpa fólki þar sem það væri búsett. Fólk sá hins vegar fljótt að það var engin leið. Þú ferð ekki með neinar milljónir og hjálpar fólki í tjaldi í eyðimörk. Sá valkostur var ekki raun- verulegur.“ KONURNAR ERU ÓTRÚLEGAR Það sem er svo skemmtilegt er að við höfum líka lært heilmargt af þeim. Til dæmis ætla þær að kenna okkur að elda arabískan mat. Þær hafa mikla sjálfs- bjargar viðleitni enda hafa þær lifað margt. ERFIÐ BIÐ Krakkarnir í flóttamannabúðunum Al Waleed vita ekki hvort eða hvenær þeir komast burt úr eyðimörkinni. MYND/UNHCR ENGIN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Í búðunum er enginn sem getur aðstoðað sjúka og því þurfa þeir sem þurfa læknisþjónustu að fara um 150 kílómetra vegalengd til læknis. Flestir draga það því sú leið er mjög hættuleg og ekki víst að ferðalangar snúi aftur. MYND/UNHCR VATNSSKORTURINN VERSTUR Vatnið kláraðist fljótt og marga daga var ekkert vatn til. Þessi tankur geymdi vatnið en þegar hann var orðinn tómur fóru flóttamennirnir í hættuför út á veg að betla sér vatn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.