Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 34

Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 34
34 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR L eiðtogar hinna 28 aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins eru nú saman komnir í Strassborg við Rín til að fagna sextíu ára afmæli bandalagsins. Þessi afmælisfundur leið- toganna fer reyndar fram báðum megin Rínarfljóts, það er báðum megin landamæra Frakklands og Þýzkalands. Er það gert til að leggja áherzlu á þann árang- ur sem bandalagið hefur náð í að tryggja frið í Evrópu. Um aldir var Elsass-hérað, hvers höfuð- borg Strassborg er, bitbein sem tekizt var á um í stríðum milli Þjóðverja og Frakka. Nú hefur ríkt friður á þessum gömlu víg- stöðvum í meira en sextíu ár. Táknrænt staðarval Það má líka segja að þetta stað- arval afmælisfundarins sé til að hnykkja á því að sá frasi sem á tímum kalda stríðsins var gjarn- an hafður eftir til að lýsa tilgangi NATO sé nú endanlega úreltur: samkvæmt þessum frasa var til- gangur bandalagsins að „halda Rússum úti, Könum inni og Þjóð- verjum niðri“. Staðarvalið gefur einnig Nicol- as Sarkozy Frakklandsforseta tækifæri til að fylgja á heima- vettvangi eftir ákvörðuninni um að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi NATO eftir 43 ára fjarveru. Þessi ákvörð- un er almennt túlkuð þannig að Frakkar gefi með henni upp á bátinn tilraunir sínar til að gera varnar samstarf í nafni Evrópu- sambandsins að alvöru keppinaut við NATO; með öðrum orðum: Frakkar hætti að reyna að stofna til meginlands-evrópsks varnar- samstarfs þar sem Frakkar hefðu forystuhlutverki að gegna en Bandaríkjamenn engu. Obama lætur ljós sitt skína Fundurinn gefur hinum nýja forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, tækifæri til að koma nýjum áherzlum sínum varð- andi stríðsreksturinn í Afganist- an milliliðalaust á framfæri við hina NATO-leiðtogana. Geta NATO til að ná áþreifan- legum árangri í því verkefni sem það sinnir nú í Afganistan er álit- in ein helzta prófraunin á mátt bandalagsins og vægi. NATO hefur nú þegar misst mikið af mikilvægi sínu sem vett- vangur stefnumótunar milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Heims- kreppan er mál G20-hópsins, valinn hópur sex ríkja fæst við hættuna af kjarnorkuvígvæð- ingu Írans, öryggi orkusölu frá Rússlandi á Evrópusambandið betra með að annast, og söfnun leyniþjónustuupplýsinga í tengsl- um við varnir gegn hryðjuverka- ógninni er skipulögð tvíhliða milli ríkja, án aðkomu NATO. „Hernaðar aðgerðir eru orðnar okkar til vistarréttlæting [raison d‘étre],“ hefur The Economist eftir ónafngreindum háttsettum manni í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Hann umorðar þetta líka svo: „Ég stunda hernaðaríhlutun, þess vegna er ég.“ Í þessa stöðu er bandalagið komið í framhaldi af þeirri stefnu sem tekin var á tíunda áratugn- um, sem var orðuð í frasanum „utan svæðis eða verkefnalaus“ („out of area or out of business“). Með þessu var átt við að breytti NATO ekki frá því að vera ein- göngu hefðbundið landvarna- bandalag, eftir að kalda stríðinu var lokið, og beindi hernaðar- mætti sínum í stað þess að því að stilla til friðar á átakasvæð- um „utan svæðis“, þ.e. utan lög- sögu aðildarríkjanna sjálfra, þá stefndi það í að úreldast. Í stríð „fyrir slysni“ Þegar hernaðarmætti NATO var beitt til að hrekja serb- neska herinn frá Kosovo árið 1999 renndu fáir í grun að her- menn NATO yrðu innan fárra ára farnir að berjast austur við rætur Hindúkush-fjalla. Það má reyndar segja að NATO hafi ratað í mestu hernaðarátök sögu sinn- ar nærri því fyrir slysni. Þegar flugránsárásirnar voru framd- ar á Bandaríkin í september 2001 virkjuðu aðildarríki NATO 5. greinina í fyrsta sinn – það er þá grein Atlantshafssáttmál- ans sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. En þáverandi ráðamenn í Washington kærðu sig ekki um að starfsreglur varnarbandalags- ins flæktu þær aðgerðir sem þeir töldu rétt að ráðast í. Þess í stað handvöldu þeir ákveðna þætti úr því sem hernaðarmáttur banda- lagsins byggist á og notuðu til að hrekja stjórn talibana frá völdum í Afganistan. Það var ekki fyrr en síðar, þegar athygli Banda- ríkjamanna beindist að Írak, sem NATO tók formlega yfir stjórn íhlutunarinnar í Afgan- istan. Skæruhernaður talibana hefur orðið skæðari með hverju árinu síðan. Obama Bandaríkja- forseti segir NATO ekki vera að vinna þetta stríð og hefur boðað mikla fjölgun í bandaríska herlið- inu. Hann vill að evrópsku banda- mennirnir leggi líka meira af mörkum; trúverðugleiki banda- lagsins og jafnvel sjálf framtíð þess sé í húfi. Tvenns konar klofningur Ágreiningur um Afganistan-verk- efnið hefur opinberað tvenns konar innri klofning í bandalag- inu. Fyrsta klofningslínan liggur milli þeirra sem telja það þjóna tilgangi að halda áfram að mæta talibönum með hernaðarmætti – í þessum hópi eru aðallega Banda- ríkin, Kanada, Bretland, Holland og Pólland – og allra hinna aðild- arríkjanna. Hin klofningslínan liggur jafnvel á milli „vígfúsustu“ ríkjanna, þar sem einn ríkjahóp- ur telur að „hnattrænt heilagt stríð“ íslamskra öfgamanna sé mesta ógnin sem NATO verði að einbeita sér að; hinn hópurinn telur aftur á móti að endurvak- in hernaðarhyggja í Rússlandi sé mesta ógnin sem NATO megi ekki trassa að mæta með viðeig- andi hætti. Hið stutta stríð milli Rússa og Georgíumanna í fyrrasumar vakti upp umræðu um það hversu langt „út fyrir svæði“ NATO eigi að teygja sig. Og að hve miklu leyti bandalagið eigi að beina sjónum sínum að Rússlandi í stað „ósam- hverfra“ ógna á borð við hryðju- verkaöfl. Endurmat forgangsröðunar Það hefur enginn – enn sem komið er að minnsta kosti – lagt til að NATO hætti öllum afskiptum af Afganistan. Og tónninn sem hefur verið sleginn í samskiptum Obama-stjórnarinnar vestra við ráðamenn í Kreml lofar góðu um að þau samskipti verði mun upp- byggilegri en tilfellið var síðustu misseri Bush-stjórnarinnar. En sérstaklega fyrrverandi austantjaldslöndin innan banda- lagsins vilja að meiri athygli sé beint að hefðbundnu landvarna- öryggi þeirra. Því er gjarnan hvíslað að þessar þjóðir hafi geng- ið í NATO til að komast í öruggt skjól undan Rússum, ekki til að standa í stríði við Afgana. Jafnvel gamlir og tryggir bandamenn Bandaríkjamanna á © GRAPHIC NEWS Gamlar ógnir, nýjar áskoranir fyrir NATO NATO á sextíu ára afmæli um þessar mundir. Á fundi sem haldinn er í Frakk- landi og Þýskalandi verður þess freistað að endurskilgreina hlutverk bandalags- ins. Einnig verður tekið á fjölmörgum málum sem snúa að framtíðarstækkun- aráformum, samskiptum við Rússland, eldflaugavörnum, orkuöryggi, sjóránum, glæpum á netinu og stríðinu í Afganistan. 1. ALBANÍA / 2. KRÓATÍA Báðum löndunum verður veitt innganga í NATO á fundinum. 3. FRAKKLAND Verður aðili að herstjórnarkerfi NATO á ný eftir 43 ára fjarveru. 4. MAKEDÓNÍA Grikkland beitir neitunar- valdi til að hindra inn- göngu Makedóníu, vegna ágreinings um nafngift landsins. 5. BOSNÍA / 6. SVARTFJALLALAND Bæði lönd vonast eftir að verða boðin áætlun um aðildarundirbúning – vegvísi að fullri innöngu í NATO. 7. KOSOVO NATO fer fyrir tíu ára friðar- gæsluliði sem telur nú um 15.000 hermenn. 8. SERBÍA Sækist ekki eftir inngöngu eftir að NATO tók undir sjálf- stæðisyfirlýsingu Kosovo. 9. RÚSSLAND Í ljósi batnandi samskipta við NATO leyfa Rússar nú birgðaflutninga um yfir- ráðasvæði sitt til herliðsins í Afganistan. 10. ELDFLAUGAVARNIR Bandaríkin endurskoða ef til vill áætlanir um eld- flaugavarnir í Evrópu, sem Rússar mótmæla harðlega. 11. ÚKRAÍNA/ 12. GEORGÍA Sækjast bæði eftir inngöngu í NATO en nálægðin við Rússland gæti varnað þeim að verða boðin áætlun um aðildarundirbúning. 13. AFGANISTAN Bandaríkin bregðast við auknum ófriði með því að senda viðbótarherafla við 55.000 manna setulið, auk þess að kanna önnur úrræði. 14. SÓMALÍA NATO sker upp aðra herör gegn sjóránum við Adenflóa. Verðandi aðildarríki NATO-ríki Bandaríkin og Kanada sjást ekki. ATLANTSHAF SLÓVENÍA UNGVERJALAND RÚMENÍA Adríahaf B Ú LG ARÍA GRIKKLAND ÍTALÍA ÍRAK ÍRAN IN DL AN D SH AF Tekizt á um framtíð NATO Er Atlantshafsbandalagið á villigötum með stríðsrekstri af því tagi sem það stendur nú í austur í Afganistan? Á það frekar að einbeita sér að hefðbundnum vörnum aðildarríkjanna? Á 60 ára afmælisleiðtogafundi NATO er tekizt á um þetta, skrifar Auðunn Arnórsson. ATHYGLIN Á OBAMA Angela Merkel kanslari, Barack Obama forseti, Michelle Obama og Joachim Sauer, eiginmaður Merkel, í Baden-Baden í Þýzkalandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.