Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 36
36 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
að lýsa yfir stríði á hendur þeim. Helgi
telur að neysla á fíkniefnum eigi ekki
endilega heima innan refsilöggjafar-
innar. Hún virðist frekar vera félags-
og heilbrigðismál.
Reynsla Hollands og Ameríku
„Við höfum reynsluna frá Bandaríkjun-
um þar sem um fimmtán ríki breyttu
lögum um neyslu kannabisefna milli
1970 og 1980, þannig að neytendur fóru
ekki á sakaskrá. Þá varðaði þetta ekki
lengur við refsilög, heldur var gert að
minni háttar broti, sem var sektað fyrir
eins og fyrir umferðarlagabrot eða slíkt.
Þessi afglæpun hafði ekki áhrif á neyslu
þessara efna. Hún jókst ekki sérstak-
lega, heldur þróaðist með sama hætti og
í öðrum ríkjum,“ segir Helgi og bætir
við að í Hollandi séu kannabisefni ekki
lögleg, heldur sé neysla þeirra bundin
skilyrðum og við ákveðna sölustaði. Fá
lönd uppræti til að mynda jafn mikið af
ólöglegum fíkniefnum og Holland.
„Það sem kemur í ljós þar er að það
er hugsanlegt að heldur fleiri hafi
einhvern tíma prófað þessi efni en
í öðrum löndum. Ef við tökum hins
vegar vananeytendur eða misneyt-
endur er lítið sem bendir til þess að
Holland standi síður en önnur lönd,
heldur jafnvel þvert á móti. Áhættu-
þættirnir og misnotkunin fara eftir
einhverju öðru en löggjöfinni,“
segir Helgi. Að hans sögn eru
áherslubreytingar víða í Evr-
ópu í þessum málum. Lögreglan
dragi úr því að eltast við neyt-
endur og veikari efni. Hún ein-
blíni frekar á sölu harðari efna.
Bann getur klofið samfélagið
Spurningin um lögleiðingu
kannabisefna er pólitísk og afar
viðkvæm, segir Helgi, og erfitt
að svara henni án þess að vita
nákvæmlega við hvað sé átt;
hvernig eigi að framkvæma
slíka lögleiðingu.
„Menn verða að skoða þetta í
mikilli yfirvegun og íhuga ólíkar
leiðir, út frá því hvað er í húfi. Við lög-
leiðingu má búast við að þessi mál komi
meira upp á yfirborðið, sem gæti verið
jákvætt. Í dag eru þessir einstaklingar
í felum. Með ríkjandi stefnu eigum við
á hættu að ýta þessum hópum út í jaðar
samfélagsins og þar grasserar ýmis-
legt sem við vitum ekkert af og fáum
kannski í bakið á okkur síðar. Þessu
fylgja afbrot og ofbeldi og fleira. Þar
er til dæmis verið að bítast um sölu-
svæði og ef þú telur þig hlunnfarinn er
hringt í handrukkara og slíkt. Svo er
engin neytendavörn. Það eru fleiri nei-
kvæðir fylgifiskar bannstefnunnar og
með lögleiðingu myndum við vissulega
draga úr þeim. Hins vegar ber að fara
mjög varlega í þeim efnum.“
Lögleiðing leiðir til meiri neyslu
„Síðan er spurningin um mat á skað-
semi. Það er búið að sýna fram á að
kannabisefni eru skaðleg og að ein-
staklingar fari illa út úr ofneyslu. En
spurningin er hversu mikil skaðsemin
sé, til dæmis í samanburði við tóbak og
áfengi.
Við lögleiðingu er einnig hætta á að
fleiri einstaklingar neyti þessara efna
og misnoti þau og það viljum við vita-
skuld ekki sjá. Aukin notkun er þó ekki
alveg sjálfgefin, eins og framangreint
dæmi frá Hollandi sýnir,“ segir Helgi.
Engin einföld svör séu við þessum
spurningum.
Fræðsla frekar en uppræting
Helgi telur að fræðsla og forvarnir geti
gert meira gagn en bannstefnan. Ekki
sé raunhæft að uppræta efnin, heldur
eigi að leita leiða til að einstaklingar
fari sér ekki að voða við neyslu þeirra.
„Opinbera stefnan er sú að engin
svona neysla eigi að vera í samfélaginu
og það er nánast tabú að ræða um hana.
En þessi efni eru þarna og það þýðir
ekkert að loka augunum fyrir því. Með
leiðbeiningum getum við jafnvel dregið
úr skaðsemi þeirra. Þetta er spurning
um hvaða skilaboðum við getum komið
til neytendanna.“
Um útbreiðslu kannabisefna tekur
hann dæmi af um hundrað manna
hópum nemenda sinna í Háskólanum.
Hann spyrji þá öðru hvoru hvort erf-
itt sé að nálgast þessi efni. Yfirgnæf-
andi meirihluti nemanna rétti upp hönd
og segi að það sé litlum vandkvæðum
bundið.
„Það er því tímabært að kanna vel
hversu mikil þessi neysla er meðal
fullorðinna, því við vitum ekki nægi-
lega mikið um það. Maður hefur á til-
finningunni að það sé mikið af efnum í
umferð en að það sé um leið bannað að
ræða hvað beri að varast.“
Vímuefni
eru hluti
samfélagsins
hvort sem
fólki líkar
betur eða
verr.
Ísland stefnir í sama farveg og Bandaríkin í fangelsismál-
um, hvað varðar þróun í fjölda fanga sem sitja inni fyrir
innflutning og sölu efnanna, segir Helgi. Um helmingur
fanga þar afpláni vegna fíkniefnabrota.
„Nú er hlutfall fíkniefnafanga komið í um þriðjung hér á
landi, en fyrir fimmtán árum voru þeir undir tíu prósent-
um. Landslagið í löggæslu- og réttarvörslukostnaði er
því talsvert breytt.“
Hann rifjar upp ástand mála á áfengisbannárunum.
„Litla-Hraun var stofnað 1929 og þá voru fimm, sex
ár eftir af bannárum. Þá sat helmingur fanga inni fyrir
áfengislagabrot og við erum á leiðinni í sömu átt með
fíkniefnabrotin,“ segir hann. Þá hafi verið starfræktar á
Íslandi áfengissérsveitir lögreglu sem unnu gegn fram-
leiðslu, smygli og dreifingu áfengis.
Áfengi var bannað hér á landi árið 1915, en sala
léttvína leyfð að nýju árið 1922. Annað áfengi, fyrir utan
bjór, var svo leyft aftur árið 1935. Bjórinn var ólöglegur
allt til ársins 1989.
Áfengissérsveitir lögreglu
K
annabisræktun virðist í
miklum vexti hér á landi,
miðað við að lögregl-
an finnur nokkur slík
gróður hús í viku hverri.
Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í afbrotafræði við Háskóla
Íslands, telur þetta benda til að spurn
eftir þessum vímugjafa hljóti einnig að
vera töluverð. Dýrara sé að kaupa inn-
flutta vöru en áður og erfitt að verða
sér úti um gjaldeyri til að kaupa hass
erlendis. Því fari fólki út í innlenda
framleiðslu.
Fréttablaðið spurði Helga hvern-
ig hann teldi að bregðast ætti við því
sem virðist vera mikil neysla og mikill
hvati til lögbrota, en hann gaf út bók í
fyrra þar sem segir meðal annars að
hertar aðgerðir virðist ekki slá á neyslu
þessara efna og að „afglæpun“ á neyslu
kannabisefna erlendis hafi heldur ekki
ýtt undir notkunina þar. Vímuefni séu
hluti samfélagsins, hvort sem fólki
líki betur eða verr. Nauðsynlegt sé að
borgar arnir taki upplýstar ákvarðanir
um þessa neyslu og að reynt sé að draga
úr áhættuhegðun ungmenna, í stað þess
Margt neikvætt fylgir banninu
Lögreglan hefur lagt hald á þúsundir kannabisplantna á árinu og ljóst að einhver spurn er eftir þeim. Viðskiptin fara öll fram
í undirheimum þar sem ofbeldi tíðkast og harðari efni fást. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, segir í samtali við
Klemens Ólaf Þrastarson að stjórnvöld þurfi að íhuga stefnu sína í vímuefnamálum hverju sinni, og fordómalaust.
HELGI GUNNLAUGSSON Prófessorinn telur óheilbrigt að næstum sé bannað að ræða kosti og galla löggjafar, sem virðist ekki skila miklum árangri. Hann hvetur til þess að sem flestir möguleikar verði skoðaðir, en að
farið sé með ýtrustu gát þegar ákvörðun er tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hátt í sjöunda þúsund manna hafa skráð
sig í nýjan þrýstihóp, sem kallast Lögleið-
um kannabis og skattleggjum neysluna.
Hópurinn telur að með því að koma
böndum á fjárhagslega veltu af sölu
kannabisefna, og skattleggja hagnaðinn,
megi meðal annars styrkja heilbrigðis-
kerfið myndarlega. „Björgum fjárhag
heilbrigðiskerfisins, lögreglunnar og fang-
elsismálastofnunar og hættum að henda
fjármunum út um gluggann. Lögleiðum
kannabis og skattleggjum neysluna,“
segir á Facebook-síðu hópsins.
Nýr skattstofn?