Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 42
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is
Reykjavík – Halifax
frá 24.800 kr.
Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum.
Flogið er 3 sinnum í viku.
Flug til Halifax gefur 3.500–11.200 Vildarpunkta.
Vildarklúbbur
sem koma til Halifax, líkist hún meira smábæ en
borg með nærri hálfri milljón íbúa. Þið veitið því
fljótt athygli að ökumenn stöðva bíla sína þegar
þið gangið nærri gangstéttarbrún og gefið í skyn
að þið ætlið yfir götuna. Þó að Halifax sé stærsta
borgin í Nova Scotia er hún örugg borg á
evrópskan og bandarískan mælikvarða.
Gaman að versla
Í Halifax býðst frábært tækifæri til að versla og
gera góð kaup. Innan borgarmarkanna er fjöl-
breytt úrval verslana, allt frá litlum, sérhæfðum
búðum upp í stórar, yfirbyggðar verslana-
miðstöðvar þar sem þekktustu tísku- og
stórmarkaðsverslanir í Norður-Ameríku eru með
útibú. Látið ekki hjá líða að líta við á Brewery-
bændamarkaðnum á laugardögum.
Háskólar, krár og næturklúbbar
Halifax er miðstöð mennta, menningar og
skemmtanalífs á suðurströnd Nova Scotia og
þekkt fyrir fjörugt næturlíf, menningarviðburði og
alls konar afþreyingu. Í miðbænum er iðandi
mannlíf og á hafnarbakkanum urmull af krám og
MÍN
Ólafur Þorsteinsson
Borgarvirkið – Citadel
Þótt Halifax sé tiltölulega ung borg á evrópskan
mælikvarða er hún fyrsta borgin, sem Bretar
settu á stofn í Kanada, en það gerðist árið
1749. Borgin breiðir úr sér út frá endurgerðu
Borgarvirkinu, efst á hæðinni fyrir ofan höfnina.
Langi þig að fá innsýn í sögu Halifax ættir þú að
bregða þér í Borgarvirkið á sólríkum morgni.
Alls konar andlit
Íbúar Halifax, „Haligonians“ eins og þeir kalla
sig á móðurmálinu, eru flestir af evrópskum
uppruna. Þegar blaðað er í símaskránni sjáum
við að mikið ber á nöfnum með enskar, keltn-
eskar, þýskar og franskar rætur. Í Halifax eru
fimm háskólar þar sem stúdentar hvaðanæva úr
veröldinni stunda nám. Því ætti ekki að koma
okkur á óvart að sjá Kínverja, Nígeríumann eða
Kúvæta á götunum.
Gestrisni og vinsemd
Eitt af því fyrsta, sem þið takið eftir þegar þið
komið til Halifax, er hvað gestkomandi er tekið af
mikilli hlýju, vinsemd og gestrisni. Í augum flestra,
ALIFA
næturklúbbum, fyrir utan að sjálfsögðu spilavítis-
höllina þar sem einnig eru í boði fyrsta flokks
tónleikar og kabarettsýningar. Þið megið búast
við að sjá þarna á götu frægar stjörnur úr
kvikmyndaheiminum og tökulið á þönum að taka
upp atriði í kvikmynd eða sjónvarpsþátt. Útiatriði
í mörgum Hollywood-kvikmyndum hafa verið
tekin í Halifax.
Bregðið ykkur út fyrir borgina
Ekki þarf að aka langt út fyrir Halifax til að fá
stórkostlegt útsýni yfir klettaótta ströndina,
sandfjörur og víðáttumikið Atlantshaf. Mikið er
um göngustíga og ferðamenn geta notið
náttúrunnar á landi eða t.d. með því að róa út á
kajak (ég mæli með því). Í grennd við Halifax eru
margir góðir golfvellir (ég mæli sérstaklega með
Glen Arbour) og eilítið fjær borginni eru margir
frábærir golfvellir í heimsklassa. Hafið í huga að
Halifax er á sömu breiddargráðu og sunnanvert
Frakkland svo að sumrin eru yndislegur tími og
veðrið sólríkt og hlýtt; reyndar svo gott að
aðeins klukkustundar-akstur frá Halifax eru ágæt
vínræktarsvæði.
Golf í Nova Scotia
Nova Scotia og þar með talið næsta nágrenni
Halifax er sannkölluð paradís fyrir golfara.
Í Nova Scotia eru meira en 60 golfvellir opnir
almenningi (public golf courses), margir þeirra í
undurfallegu umhverfi með fram ströndinni og
henta bæði þeim sem eru að taka fyrstu skref sín
í íþróttinni og snillingum í greininni. Ágætar
upplýsingar um golf í Nova Scotia má fá t.d.
á www.golfnovascotia.com
Flug og gisting í 2 nætur
frá 48.900 kr.
á mann í tvíbýli á Citadel Halifax Hotel ***
Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar
og gisting.
Oak Island Resort
45 MÍN. FRÁ HALIFAX
Þriggja nátta pakki á þessum skemmtilega stað
rétt fyrir utan Halifax. Slökun, spa, siglingar og
fleira spennandi í boði. Möguleiki á að bæta við
aukanóttum.
Oak Island Resort and Spa er huggulegt hótel
þar sem margt er í boði. Spa, dekur og slökun,
fallegt umhverfi, bátsferðir, kajakferðir og margt
fleira. Nauðsynlegt er að hafa bíl þar sem Oak
Island er í 45 mínútna akstursfjarlægð frá
Halifax. Í nágrenni Oak Island er margt að sjá
eins og Lunenburg, Mahone Bay, Peggys Cove
og margt fleira.
Verð á mann í tvíbýli frá 52.900 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 3
nætur á Oak Island Resort and Spa og
morgunverður.