Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 48

Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 48
● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd á heimili Steinunnar Aldísar Helgadóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD ROALD EYVINDSSON heimili&hönnun LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 KÓSÍ Í KYRRÐINNI Steinunn Aldís Helgadóttur nýtur lífsins í náttúrufegurð Álftaness. BLS. 6-7 Á FERÐ UM LANDIÐ Fyrirtækið Síbyr hefur sett á markað nýstárlegt fatahengi þar sem fyrirmyndin er landið sjálft. BLS. 2 EINU SINNI ER Handverk og hönnun opnar sýningu í Safnahúsinu á Svalbarðs- strönd í dag. Þar verða til sýnis verk eftir 24 lista- menn. BLS. 4 ● heimili&hönnun N ýlega festi ég kaup á alveg frábærri bók um mann sem vill koma betra lagi á líf sitt og fær þá hugdettu að setja saman verkefna- lista í því skyni. Í fyrstu hripar hann niður nokkur atriði sem hann vill ljúka til að ná settu marki en fyrr en varir hefur list- inn tekið völdin og lengist úr hófi fram þar til eftir standa 1.271 verkefni. Bókin gengur síðan út á glímuna við að ljúka við verkin innan árs og fá svo vinina til að meta árangur erfiðisins. Sjaldan hefur ein bók haft jafnmikil og jafnframt óvænt áhrif á mig. Ég lagði hana uppljómaður frá mér að lestri loknum og rifjaði upp þá dýrðartíð þegar ég bjó til mína eigin verkefnalista og þá ómældu ánægju sem það veitti mér að ljúka við verkefnin á þeim. Velti svo í framhaldinu fyrir mér hvort ég byggi enn yfir þeirri staðfestu sem þarf til verksins, greip í skyndi penna og blað og hófst handa við að útbúa minn eigin verk- efnalista, algjörlega óviss um hvaða stefnu hann kynni að taka. Fyrst á listann rötuðu nokkrar syndir sem höfðu lengi plagað mig. Þannig fór á hann ýmis- legt sem vinum og vandamönnum viðkemur, svo sem loforð um að halda betri tengslum. Nokkur stórvirki bókmennta og kvikmynda fengu pláss og ýmsir duttlungar eins og heimsókn til spá- konu, ferð í Fíladelfíu og brasilísk vaxmeðferð. Heimilishaldið var svo sérstaklega sett undir smá- sjá, sem leiddi í ljós að ótrúlegustu hlutir hafa setið á hakanum síðustu ár. Þannig hefur blá tunna ekki enn verið pöntuð þrátt fyrir að hafa verið í umræðunni í tvö ár, kjall- arinn er fullur af drasli sem á eftir að flokka og hluti búslóðarinnar er enn í foreldrahúsum, húsráðendum til ómældrar gleði. Skammarlegast fannst mér þó að uppgötva að frá því að við félagarnir fluttum í húsið árið 2001 hef ég ekki í eitt einasta sinn þvegið glugg- ana, heldur sársaukalaust eftirlátið betri helmingn- um þetta leiðindaverk. Sem er athyglisvert í ljósi þess að ég setti ekki fyrir mig að taka húsið í gegn ásamt eiginmanninum svo inn- volsið varð nær óþekkjanlegt. Við nánari umhugsun er það kannski það afrek sem veldur því að mér gengur illa að takast á við einföld húsverk eins og gluggaþvott og verður óglatt af tilhugsuninni einni saman. En nú á sem sagt að bæta fyrir gamlar syndir, verkefnin liggja fyrir og bara spurning um að takast á við þau af þeirri auðmýkt, kjarki og stað- festu sem til þarf. Og að sjálfsögðu með ælufötuna við hendina. Íslandslaga fatahengi er hugar- fóstur húsgagnaframleiðandanna í Síbyr. Fatahengið, sem fæst í fánalitunum, er þannig úr garði gert að hægt er að hengja af sér á mismunandi stöðum á landinu. Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Höfn eru á meðal valkosta og geta áhugasamir skoð- að fatahengin í Epal. Fatahengin eru framleidd í Vestmannaeyjum og hafa þeir Sigurður Gústafsson arkitekt, Leifur Ársæll Leifsson smiður og Björgvin Björgvinsson tækni- fræðingur, sem standa að baki Síbyr, nýtt sér aðstöðuna í staf- rænu smiðjunni FAB LAB, sem var sett á laggirnar í Vestmanna- eyjum síðastliðið sumar. Þar hafa þeir aðgang að nauðsynleg- um tölvubúnaði og fræsivélum. Þá eru snagarnir framleiddir hjá vél- smiðjunni Þór og kortin sprautuð hjá bílasprautunarverkstæðinu Bragganum ásamt því sem tré- smíðaverkstæðið Tréverk hefur lagt hönd á plóg. „Við höfum það að markmiði að að halda framleiðslunni hér í Eyjum, að minnsta kosti fyrst um sinn,“ segir Björg- vin en hann og Sigurður hafa gengið með hugmyndina að Síbyr í mag- anum um nokkurra ára skeið. „Við Sig- urður höfum unnið saman við húsbyggingar og annað en Sigurður hefur auk þess starfað við húsgagnahönnun um áratuga skeið. Okkur langaði að vita hvort við gætum ekki skapað einhvern atvinnugrundvöll með frekari samvinnu og erum nú að ýta þessu úr vör,“ segir Björgvin en Síbyr framleiðir húsgögn, hill- ur, lampa og fleira. „Um notenda- væna húsgagna- og húsbúnaðar- list er að ræða, auðuga að lit og lögun.“ - ve Snagarnir úti um allt land ● Ísland er formfagurt. Það nýta þeir Sigurður, Leifur og Björgvin hjá Síbyr sér til hins ýtr- asta eins og sjá má á fatahengi þeirra, Íslandi, sem býður upp á skemmtilega möguleika. Fatahengið tekur sig vel út eitt og sér en býður gestum og gang- andi upp á þann mögu- leika að hengja yfirhöfnina á uppáhaldslandshlutann. Gamlar syndir gerðar upp ...hluti búslóðarinn- ar er enn í foreldra- húsum, húsráðend- um til ómældrar gleði. Þeir Leifur og Björgvin hafa ásamt Sigurði einnig leikið sér að því að gera „pikkólóa“ sem taka við yfirhöfnum gesta. M YN D /Ú R EI N KA SA FN I SÍGILDUR Þessi stóll eftir hinn heimsfræga hönnuð Arne Jakobsen (1902-1971) nefnist Svanur inn (1957) og er meðal hans þekktustu verka, ásamt Egginu (1957) og Maurnum (1951). Stólinn hannaði hann sérstaklega inn í SAS Royal hótelið, sem Jakobsen hannaði jafnframt allt. Akralind 9 201 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is VIÐ HÖFUM DREGIÐ SAMAN SEGLIN TÍMABUNDIÐ OG LOKAÐ VERLSUNINNI Í BÆJARLIND. VIÐ MUNUM EINGÖNGU SELJA VÖRUR OKKAR Á LAGERSÖLU Í AKRALIND 9 OPIÐ FÖSTUDAGA 14 - 18 OG LAUGARDAGA 12 - 15 LÍTIL YFIRBYGGING = LÆGRA VERÐ LAGERSALA AKRALIND 9 ALLAR VÖRUR Á 40 - 50% AFSLÆTTI 4. APRÍL 2009 LAUGARDAGUR2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.