Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR LOKAÐ Í DAG Útsalan byrjar á fimmtudag Þriðjudagur 02.01 Spínatlasagna Miðvikudagur 03.01 Afrískur pottréttur m/steiktum bönunum Fimmtudagur 04.01 Hummus, buff & bakað grænmeti Föstudagur 05.01 Linsubaunabollur & cashewkarrý Helgin 06.01-07.01 Burritos m/ chillisósu & guacamole Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýjar vörur frá Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Útsalan er hafin St. 38-56 Útsalan er hafin Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 LOKSINS FÁANLEG AFTUR Á ÍSLANDI BÓKIN SEM BREYTT HEFUR LÍFI MARGRA TIL HINS BETRA Mjódd, sími 557 5900 Við sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðilegt ár, með þakklæti fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Verslunin er lokuð í dag 2. janúar Útsalan hefst miðvikudaginn 3. janúar Verið velkomnar Munið gjafabréfin MAÐUR var stunginn með hnífi á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar á nýársnótt. Vinnufélagi hans játaði verknaðinn. Atburðurinn átti sér stað í vinnubúðum við Aðgöng 2 um klukkan eitt á nýársnótt, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Egilsstöðum sem sendi menn á staðinn. Kínverskur maður stakk portúgalskan mann þrisvar, tvisv- ar í hendur og einu sinni í kvið. Sárin voru þó ekki alvarleg, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu, og gerði læknir að þeim á staðnum. Lögreglan tók gerandann í sína vörslu og játaði hann að hafa stungið manninn. Í gær var unnið að skýrslutöku en ekki var vitað um ástæður verknaðarins. Maður- inn er nú laus úr vörslu lögregl- unnar. Maður stunginn í kvið við Kárahnjúka FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi fjórtán Íslend- inga riddarakrossi, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Þeir sem orðuna hlutu eru: Baltasar Kormákur Baltas- arsson, leikstjóri, Reykjavík, fyrir framlag til leiklistar og kvik- myndagerðar. Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, Akranesi, fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðs- málum. Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, Reykjavík, fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safnamála. Einar Stefánsson, prófessor, Reykjavík, fyrir störf í þágu menntunar og læknavísinda. Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Selfossi, fyrir frumherjastörf í fé- lagsráðgjöf og framlag til rétt- indabaráttu. Guðfinna Dóra Ólafs- dóttir, kórstjóri, Garðabæ, fyrir störf í þágu tónlistar og kóra- menningar. Helga Steffensen, brúðuleikstjóri, Reykjavík, fyrir framlag til leiklistar og barna- menningar. Hermann Sigtryggs- son, fv. æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi, Akureyri, fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum. Krist- ín Ingólfsdóttir, háskólarektor, Seltjarnarnesi, fyrir störf í þágu menntunar og vísinda. Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri, Reykjavík, fyrir brautryðj- endastörf í fjölmiðlun. Ólafur Jó- hann Ólafsson, rithöfundur og at- hafnamaður, Bandaríkjunum, fyrir ritstörf og framlag til kynn- ingar á íslenskum málefnum. Sig- urður Einarsson, stjórnarformað- ur, Bretlandi, fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi. Sig- urveig Hjaltested, söngkona, Reykjavík, fyrir störf í þágu söng- listar og menningar. Trausti Magnússon, fv. skipstjóri, Seyð- isfirði, fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi. Morgunblaðið/Kristinn Forseti Íslands sæmdi fjórtán riddarakrossi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra Reykjavíkur: „Vegna ummæla Páls Hreinsson- ar, lagaprófessors og formanns stjórnar Happdrættis Háskóla Ís- lands, um að Happdrætti Háskóla Íslands sé „ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda á rekstri spilasalar Háspennu í Mjódd“ vil ég koma eft- irfarandi á framfæri: Happdrætti Háskóla Íslands er fyrirtæki í eigu Háskóla Íslands. Há- skólinn tilnefnir í stjórn þess en til- gangur fyrirtækisins er að afla fjár- muna til reksturs Háskólans. Formaður stjórnar er fyrrgreindur Páll Hreinsson prófessor. Nú hagar þannig til, lögum sam- kvæmt, að tveir lögaðilar hafa einka- leyfi til að reka peningahappdrætti og er annar þeirra Happdrætti Há- skóla Íslands. Aftur á móti er það svo að Happdrætti Háskóla Íslands hvorki á né rekur þá ógæfukassa sem dreifðir eru víða um borgina. Þessir kassar á vegum Happdrættis Háskólans munu vera í eigu einhvers fyrirtækis í Reno í Bandaríkjunum þar sem rekstur spilavíta er land- lægur. Þetta bandaríska fyrirtæki leigir spilakassa til einkafyrirtækis hér á landi sem heitir Háspenna og er í eigu tveggja einstaklinga. Há- spenna rekur síðan þessa spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Ís- lands samkvæmt lögum frá Alþingi. Skipting ágóða milli þessara þriggja aðila hefur ekki komið fram opinber- lega svo ég viti til. Þótt Happdrætti Háskólans sé ekki lögformlegur eigandi að því spilavíti sem til stendur að starf- rækja í Mjóddinni er hins vegar ljóst að Happdrættið og Háskólinn bera fulla ábyrgð á því hvar þessir spila- kassar eru niðurkomnir. Í þeim efn- um er það afdráttarlaus skoðun borgaryfirvalda að það sé með öllu óforsvaranlegt að slíkri starfsemi sé stungið niður í fjölförnum þjónustu- kjarna fyrir fjölskyldur eins og raun ber vitni. Ég hef nú þegar óskað eftir fundi, strax eftir áramót, með eigendum Háspennu, stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til að ræða fyrirkomulag þessa reksturs. Borgaryfirvöld hafa það í hendi sér að skipuleggja hvar starfsemi af þessu tagi fer fram með heildar hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég sem borgarstjóri mun beita mér fyrir því.“ Yfirlýsing frá borgarstjóranum í Reykjavík Feluleikur Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.