Morgunblaðið - 02.01.2007, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
SJÁIÐ HVAÐ ÉG FÆ
GÓÐA ÞJÓNUSTU
HÉRNA! HVAR ERU SVO
BUXURNAR
MÍNAR?
VERTU
ALVEG
RÓLEGUR
HVAÐ? EINS OG...
EINS OG... TIL
DÆMIS... STELPUR?
ÉG VISSI AÐ ÞÚ
MUNDIR SEGJA ÞETTA!
SUMT Í
LÍFINU ER
MIKIL-
VÆGARA EN
TÓNLIST
SVONA
LEYSTU MIG
KATTAR
KVIKINDI
ÞAÐ ERT
ÞÚ SEM
ÞYKIST VERA
HUDINI!
ÉG VERÐ
AÐ LOSNA
NÚNA
ANNARS
BRJÁLAST
MAMMA!
ÞÚ ÁKVAÐST
AÐ TAKA ÞESSA
ÁHÆTTU
FYRIR-
GEFÐU
AÐ ÉG
UPP-
NEFNDI
ÞIG
VEISTU
HVERNIG
MAÐUR SEGIR
„BANANI“ MEÐ
MORSI?
HVAÐ ER KALVIN AÐ GERA
ÞARNA UPPI? ÞAÐ HLJÓMAR
EINS OG HANN SÉ AÐ HENDA
TIL STÓL
MATURINN
HANS ER
ORÐINN
KALDUR!
ÞAÐ ER MIKIL OG BLÓÐUG
ORRUSTA FRAM UNDAN,
ÞANNIG AÐ EF...
...ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ FARA Á
KLÓSETTIÐ ÞÁ SKULIÐ ÞIÐ
DRÍFA YKKUR NÚNA!
GLEYMIÐ SAMT EKKI
AÐ KOMA AFTUR!
ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ
KOMA SÉR Í FORM FYRIR
SAFARÍ FERÐ
FARÐU VAR-
LEGA ÁSTIN
MÍN ÞAÐ ER
HÁLT ÚTI
HAFÐU
EKKI
ÁHYGGJUR
ÉG ER VANUR AÐ KEYRA Í
SNJÓ OG HÁLKU. ÞETTA ER
BARA EITTHVAÐ SEM MAÐUR
ÞARF AÐ VENJAST
Gæsamamma og Grímur
ER
ÞETTA
ÞITT
EPLATRÉ
?
LÖGFRÆÐINGUR SIR
ISAAC NEWTONS
ÞAÐ er ýmislegt sem fólk leggur á sig. Þessi berrassaða þýska fjölskylda
mætti eldsnemma í árlegt íssund í gærmorgun til að fagna nýju ári.
Fjölskyldan er meðlimur í íssundklúbbi í Berlín sem ber nafnið Berliner
Seehunde (Berlínarselirnir). Þau sjást þarna ganga út í Oranke vatnið í
austur Berlín, nánar tiltekið í héraðinu AltHohenschoenhausen.
Það er árleg hefð hjá um tvöþúsund íssundköppum í Berlínarselunum að
mæta eldsnemma á nýársmorgun og synda naktir í ísköldu vatninu til að
bjóða nýtt ár velkomið.
Reuters
Fagna nýju ári
Lækna-, tannlækna-, hjúkr-unar- og lyfjafræðideildirHáskóla Íslands efna tilXIII. Ráðstefnu um rann-
sóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í
Háskóla Íslands dagana 4. og 5. jan-
úar
Dagskrá ráðstefnunnar er mjög
vegleg, með yfir 260 framlögum, þar
á meðal 5 gestafyrirlestrum, 151
stuttum erindum og yfir 100 kynn-
ingum á veggspjöldum.
Jórunn Erla Eyfjörð er formaður
Vísindanefndar læknadeildar og
jafnframt formaður undirbúnings-
nefndar ráðstefnunnar: „Aðaltil-
gangur ráðstefnunnar er að kynna
rannsóknir við Háskóla Íslands á
sviði líf- og heilbrigðisvísinda,“ segir
Jórunn Erla. „Á ráðstefnunni nú
endurspeglast ný og metnaðarfull
stefna Háskóla Íslands þar sem
megináhersla er lögð á eflingu rann-
sókna og framhaldnáms, en ákaflega
virk rannsóknastarfsemi er við
deildirnar sem standa að ráðstefn-
unni.“
Jórunn Erla segir ríkar kröfur
gerðar til framlaga til vísindaráð-
stefnunnar: „Mjög metnaðarfullar
rannsóknir eru kynntar á ráðstefn-
unni, og eru flestir þátttakendur
jafnframt að kynna niðurstöður sín-
ar á erlendum ráðstefnum og í virt-
um vísindatímaritum,“ segir Jórunn
Erla. „Dagskráin að þessu sinni ein-
kennist m.a. af miklu framlagi
doktorsnema og sömuleiðis góðu
samstarfi við erlendar rannsóknar-
stofnanir og háskóla, en öflugt sam-
starf er nauðsynlegt fyrir þróun
þessara fræðasviða innan Háskóla
Íslands.“
Meðal dagskrárliða eru kynningar
á störfum doktorsnema sem hlutu á
síðasta ári styrki úr Háskólasjóði
Eimskipafélagsins: „Þá var í fyrsta
skipti úthlutað úr sjóðnum styrkjum
til nema í framhaldsnámi. Styrkur-
inn skiptir sköpum fyrir þá sem
hann hljóta, en styrkþegar fá sem
nemur fullum launum á styrktíma-
bilinu, sem er frá 1 til 3 ára,“ segir
Jórunn Erla. „Við munum kynna þá
nemendur líf- og heilbrigðisvísinda-
deilda Háskólans sem hlutu styrki
úr sjóðnum, og rannsóknir þeirra.“
Einnig verða, með stuðningi
menntamála- og heilbrigðisráðu-
neyta og Hvatningarverðlaunasjóðs
Jóhanns Axelssonar, veitt sérstök
verðlaun fyrir framlög ungra vís-
indamanna. „Það skiptir miklu máli
að styðja við bakið á doktorsnemum
og nýdoktorum, og þörf á fleiri sjóð-
um og fjármögnunaraðilum,“ segir
Jórunn Erla. „Við Háskóla Íslands
vantar t.d. stöður fyrir nýdoktora,
svokallaðar „post-doc“-stöður. Auk
þess að hjálpa nýútskrifuðum
doktorum að hefja rannsóknarferil
sinn veita nýdoktorastöður háskóla-
samfélaginu aukinn styrk, en ný-
doktorar eru helsti drifkrafturinn í
rannsóknum við flesta virtustu há-
skóla heims.“
Vísindaráðstefnan hefst kl. 9 á
fimmtudag, eftir skráningu, greiðslu
þátttökugjalda og afhendingu ráð-
stefnugagna.
Haldnar verða málstofur um hin
ýmsu sérsvið líf- og heilbrigðisvís-
inda samhliða í stofum 130, 131 og
132 í Öskju.
Segir Jórunn Erla aðstandendur
ráðstefnunnar geta verið hreyknir af
gæðum dagskrárinnar: „Svo aðeins
séu nefnd örfá dæmi má geta áhuga-
verðra öldrunarrannsókna Hjarta-
verndar, næringarfræðirannsókna á
áhrifum fiskolíu á ónæmiskerfið,
rannsóknar á nýrri meðferð við
eyrnabólgu og stofnfrumurann-
sókna, sem gerð verða skil á vísinda-
ráðstefnunni.“
Heilbrigðisvísindi | Ráðstefna um rannsóknir
í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
Metnaður og
fjölbreytni
Jórunn Erla
Eyfjörð stundaði
nám við Háskóla
Íslands, Háskól-
ann í Minnesota
og Háskólann í
Sussex, og lauk
doktorsprófi í
sameindaerfða-
fræði frá þeim
síðastnefnda 1976. Hún er nú pró-
fessor við læknadeild Háskóla Ís-
lands. Jórunn Erla er gift Robert
Magnus prófessor í stærðfræði við
HÍ og eiga þau tvö börn og eitt
barnabarn.