Morgunblaðið - 02.01.2007, Page 47

Morgunblaðið - 02.01.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 47 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Now with english subtitles in Regnboginn Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15 B.I. 10 ára eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM Sími - 551 9000 - Verslaðu miða á netinu Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2 ENSKT TAL Sýnd kl. 8 og 10:30450 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU KLIKKUÐ GRÍNMYND ÞAR SEM JACK BLACK OG KYLE GASS FARA Á KOSTUM Í LEIT AÐ ÖRLAGANÖGLINNI GEGGJUÐ TÓNLIST! Hinn ungi og og bráðefnilegi Freddie Highmore úr Charlie and the Chocolate Factory fer á kostum í hlutverki Artúrs. Mynd eftir Luc Besson ÍSLENSKT OG ENSKT TAL JÓLAMYNDIN 2006 eeee Þ.Þ. Fbl. KLIKKUÐ GRÍNMYND ÞAR SEM JACK BLACK OG KYLE GASS FARA Á KOSTUM Í LEIT AÐ ÖRLAGANÖGLINNI STÆRSTI KVIKMYNDA- VIÐBURÐUR ALLRA TÍMA JÓLAMYNDIN Í ÁR -bara lúxus Sími 553 2075 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið 2 TILNEFNINGAR TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA eee SV MBL eee V.J.V. TOPP5.IS Köld slóð kl. 3.40, 5.50, 8.20 og 10.30 B.i. 12 ára Eragon kl. 3, 6, 8.20 og 10.40 B.i. 10 ára Arthur & Mínimóarnir kl. 3 og 6 Tenacious D kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 10.20 B.i. 14 ára Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 8 Skógarstríð kl. 3 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin frá kl. 9–16.30. Jóga kl. 9. Postulíns- málun kl. 13. Lestrarhópur kl. 13.30. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 14 ganga. Kynning á félagsstarfinu í Gjá- bakka í jan.– maí verður á morgun, miðvikudaginn 3. jan. kl. 15.15. FEBK kynnir þá einnig sína starfsemi til vors. Hópum sem starfa í félagsheim- ilinu er velkomið að kynna sína starf- semi. Við fögnum nýjum hugmynd- um. Félagsmiðstöðin í Gullsmára 13 | Vetrarstarfið í félagsmiðstöðinni í Gullsmára 13 verður kynnt miðviku- daginn 3. janúar kl. 13. Eldri borgarar eru hvattir til að fjölmenna. Félagsstarf Gerðubergs | Gleðilegt nýtt ár til allra þátttakenda, sam- starfsaðila og velunnara um land allt. Í dag er opið kl. 9–16.30, m.a. verður kl. 10.30 farið í létta göngu um ná- grennið og spilasalur er opinn frá há- degi, heitt á könnunni og piparkökur. Leiðsögn í vinnustofum hefst mánud. 8. jan. Fyrsta kóræfing á nýju ári verður mánud. 8. jan. kl. 14.20. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag er opið kl. 9–16.30. M.a. verður kl. 10.30 farið í létta göngu um nágrennið og spilasalur er opinn frá hádegi, heitt á könnunni og hátíðlegt yfirbragð á svæðinu. Á morgun kl. 14 er „ára- mótaguðsþjónusta“ í Grensáskirkju á vegum Ellimálaráðs. Upplýsingar í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, glerskurður, hárgreiðsla (sími 894 6856). Kl. 10 Boccia. Kl. 11 leikfimi, banki. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 12.15 Ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Allir velkomnir í félagsstarfið á nýju ári. Bútasaumur kl. 9–13 hjá Sigrúnu. Minnum á ára- mótaguðsþjónustuna í Grensáskirkju kl. 14 á morgun, miðvikudag. Fótaað- gerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Starfsfólk og not- endaráð félagsmiðstöðvarinnar í Hæðargarði 31 óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs. Starfsemin hefst á fullu 2. jan. Laugard. 6. jan. kl. 9.40 verður farið með rútu í morgunboð til Hana-nú í Gjábakka í Kópavogi. Allir velkomnir. Skráning hafin. Uppl. í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9.15–16 postulíns- málun. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45– 12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 búta- saumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 13– 14.30 leshringur. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum á Háaleit- isbraut 58–60 miðvikudaginn 3. jan- úar kl. 20. „Orð Guðs vors stendur.“ Ræðumaður er Guðlaugur Gunnars- son. Starfið og fjármálin: Guðlaugur Gunnarsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. BROOKLYN fæv landa hér loks breiðskífu eftir átta ára starf. Góð jól heitir platan og inniheldur bæði ný og sígild jólalög. Útkoman er heldur en ekki vafasöm, því miður fyrir sönghópinn en þó aðallega hlustendur. Það sem fellir þessa plötu fyrst og síðast er hljómurinn. Það er eig- inlega ekki hægt að hlusta á plötuna, án þess að finna fyrir óþæg- indum í eyrum. Einkanlega er hlustað er í heyrnartólum. Það er eitthvað við hljóðupptökuna sem gerir hana þannig, að það er eins og það sé verið að pota í eyrun á þér með títuprjónum. Hljómurinn er skerandi og hvell, og ekki vottur af þeirri hlýju og mýkt sem fólk leitar sérstaklega eftir í jólalögum. En vandamálið liggur einnig í söngnum og hvernig hann er út- settur. Oftast er þetta eins og að hlusta á mismunandi stillt vélmenni kyrja í kór. Engin tilfinning, en allt saman á rökfræðilega réttum stað. Engir hnökrar en engin gáskafull innlifun og aldrei brugðið af þeirri línu sem gæti hugsanlega gefið til kynna að hér sé fólk af holdi og blóði að syngja. Gott dæmi er „Konungar þrír“ („We Three Kings Of Orient Are“). Alveg hreint skelfilegt á að hlýða. Ég mæli með því að fólk beri þetta saman við út- gáfu Beach Boys af sama lagi (af The Beach Boys’ Christmas Album, 1964). Í aftöku sem þessari verður að koma fram að ég efast ekki eitt augnablik um heilindi Brooklyn fæv manna. Hvatinn er hiklaust sú hreina þörf fyrir að syngja, og lagaval, umbúðir og slíkt er allt saman leyst smekklega. En það hefur eitthvað stórkostlega mikið farið úrskeiðis í þessu plötuferli öllu, sú staðreynd er æpandi. Ef kveikt hefði verið á upptöku er strákarnir hefðu óafvitandi verið að æfa sig í kaffipásu hefði þetta mögulega getað gengið upp. Það hefði líka verið sniðugt að slaka á í hinu stafræna upptökufylleríi. Hvað um það, í öllu falli er þessi plata misheppnuð, svo einfalt er það. Góð jól? TÓNLIST Geisladiskur Sönghópurinn Brooklyn fæv er skipaður Aðalsteini Jóni Bergdal, Davíð Þ. Olgeirs- syni, Karli Sigurðssyni, Kristbirni Helga- syni og Viktori Má Bjarnasyni. Lögin eru eftir ýmsa höfunda, erlenda sem inn- lenda. Ragnar Bjarnason er sérlegur gestasöngvari í „Góða ósk um gleðilega hátíð“. Slagverk og smellir voru í umsjón Karls Olgeirssonar og Karls Sigurðs- sonar. Þeir útsettu einnig en Karl Olgeirs- son tók upp og stýrði upptökum. Frost music ehf. gefur út. Brooklyn fæv – Góð jól  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.