Morgunblaðið - 05.01.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 05.01.2007, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Reykjavík | Árleg risaflugeldasýn- ing KR-flugelda verður haldin í dag og hefst hún klukkan 18 á mótum Ægisíðu og Faxaskjóls. KR-flugeldar hafa í yfir 20 ár boðið Vesturbæingum og reyndar Reykvíkingum öllum upp á flug- eldasýningu um áramótin. Lúðvík S. Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, segir að sýningin hafi ávallt þótt ein sú besta hérlendis og hafi verið sótt víða að. „Með sýningunni vilja KR- flugeldar þakka Reykvíkingum fyr- ir frábæran stuðning í flugelda- kaupum fyrir áramótin en sá stuðn- ingur stuðlar að öflugu uppeldis- starfi hjá knattspyrnudeild KR,“ segir Lúðvík og bætir við að sýn- ingin sé í boði KR-flugelda og Landsbankans í Vesturbænum. Morgunblaðið/Þorkell Risaflug- eldasýning KR-inga Flugeldasýning Gera má ráð fyrir margmenni á Ægisíðunni í kvöld. Reykjavík | Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavík- urborgar, og Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinn- ar, segja að allra leiða verið leitað til að koma til móts við notendur ferða- þjónustu fatlaðra og verður tillögu þess efnis skilað til borgarráðs innan tveggja vikna. Fyrirhuguð breyting á ferðaþjón- ustu fatlaðra í Reykjavík í þá veru að fatlaðir geti óskað eftir ferðum sam- dægurs tók ekki gildi um áramót eins og til stóð vegna ónógs undir- búnings. Tildrög málsins eru þau að reglu- gerð um ferðaþjónustu fatlaðra var samþykkt í borgarráði 24. nóvember 2005 og tók hún gildi 1. janúar 2006. Í henni er kveðið á um að hún skuli endurskoðuð einu sinni á ári í sam- vinnu og samráði við hagsmunaaðila. Í einni greininni er ákvæði þess efnis að frá og með 1. janúar 2007 verði hægt að óska eftir ferðum samdæg- urs með að minnsta kosti þriggja klukkustunda fyrirvara. Um þær ferðir verði settar sérstakar verk- lagsreglur. Þurfa meiri tíma Jórunn Frímannsdóttir segir að verklagsreglur liggi því miður ekki fyrir. Nauðsynlegur undirbúningur hafi ekki verið unninn til að hægt hafi verið að taka reglurnar í gildi um nýliðin áramót en verið sé að hraða málinu eins og hægt sé og inn- an tveggja vikna muni velferðarsvið skila tillögum til borgarráðs um verklag og með hvaða hætti verði hægt að taka þjónustuna upp að ein- hverju leyti. Að sögn Jórunnar er nauðsynlegt að vinna málið betur. „Þetta var samþykkt fyrir um 13 mánuðum án þess að fyrir lægi kostnaðargreining, verklag eða innleiðingaferli sem hefði átt að fara af stað,“ segir hún. Útfærsla þessarar þjónustu er með mismunandi hætti í nágranna- löndunum. Jórunn segir að í sumum tilfellum annist önnur ferðaþjónusta þessa umræddu þjónustu og ljóst sé að miklu þurfi að breyta hjá ferða- þjónustu fatlaðra til að hún geti tekið upp þessa þjónustu. „Í raun þarf að setja upp litla leigubílastöð vegna þessa,“ segir hún. Stella Víðisdóttir tók við starfi sviðsstjóra í haust. Hún segir að nú verði farið í þá vinnu að athuga hvort hægt verði með einhverjum hætti að koma til móts við notendur þjónust- unnar sem fyrst. „Í framhaldinu þurfum við að skoða þetta í víðara samhengi og gera okkur grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur í heild, bæði á framkvæmd þjónustunnar og út- gjöld.“ Unnið að bættri ferða- þjónustu fatlaðra Morgunblaðið/Sverrir Þjónusta Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur að breytingu á ferða- þjónustu fatlaðra með betri og bætta þjónustu í huga. Í HNOTSKURN » Reglugerð um ferðaþjón-ustu fatlaðra var sam- þykkt í borgarráði 24. nóv- ember 2005 og tók hún gildi 1. janúar 2006. » Innan tveggja vikna verðalagðar fram tillögur um hvernig hefja megi breytta þjónustu. JÓN Geir Pétursson, skógfræðing- ur hjá Skógræktarfélagi Íslands, segir að taka þurfi á uppsprettum svifryks en ein leið til að draga úr svifryki sé að gróðursetja sígræn tré við umferðargötur. Svifryk er mun meira á höfuð- borgarsvæðinu á veturna en á sumrin og er mikið umhverfis- vandamál í þéttbýlinu á suðvestur- horninu og á Akureyri. Jón Geir Pétursson segir að uppspænt mal- bik af völdum nagladekkjanotkunar að vetri til sé helsta uppspretta svif- ryks og á þessu þurfi að taka. Hann bendir á að þar sem tré geti tekið upp svifryksagnir auk þess sem þær setjist á barr og lauf sé tilvalið að gróðursetja tré samsíða umferð- aræðum. „Sérstaklega sígræn tré sem standa græn á veturna þegar svif- rykið er hvað mest,“ segir hann. „Þau virka eins og greiður, ekki síst þegar þau standa nærri umferðar- æðunum, og geta veitt í sig óhemju- mikið af svifryki.“ Mikilvægt hlutverk trjáa Jón Geir segir að aðstæður til trjáræktar við umferðaræðar á höf- uðborgarsvæðinu séu yfirleitt mjög góðar og því ætti að vera auðvelt að koma upp neti af öflugum trjágróðri sem gæti síað svifrykið við umferð- aræðarnar. Hann bendir á að rykið þyrlist líka síður upp séu tré nálægt þessum æðum. Auk þess skapi trén skjól, hafi áhrif á hljóðmengun og séu ennfremur yfirleitt til prýði. „Það er grafalvarlegt mál þegar svifryksmörkin fara yfir heilsu- verndarmörk því það hefur bein áhrif á heilsu fólks,“ segir hann. Sígræn tré gegn svifryki Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GULLSMIÐIR Sigtryggur og Pétur, stendur á skilti fyrir ofan dyr neðarlega í Brekkugöt- unni og svo verður áfram þó að Pétur Breið- fjörð hafi selt fyrirtækið og láti af störfum. Sigtryggur félagi hans dó fyrir nokkrum árum og Auður Sigvaldadóttir tók við rekstrinum nú um áramótin. Hún hefur starfað í fyrirtækinu í um það bil tvo áratugi og ætlar að halda nafni verslunarinnar óbreyttu, sem Pétur er afar ánægður með. Byrjaði 13 ára á Iðunni Pétur Breiðfjörð fæddist og ólst upp á bæn- um Bandagerði í Glerárþorpi sem þá var ekki orðið hluti af Akureyri. Hann segist einn fárra sem geti kallað sig innfædda Þorpara. Í nóvember síðastliðnum voru 60 ár frá því Pétur hóf nám í gullsmíði, en það var algjör til- viljun að hvaða fag varð fyrir valinu. Hann byrjaði að vinna á skógerðinni Iðunni 13 ára, daginn eftir að hann fermdist, og 16 ára fór hann síðan til sjós með mági sínum, Bjarna Jó- hannessyni skipstjóra. „Ég ætlaði mér alltaf að verða sjómaður en þegar við að vorum að hætta á síldinni þetta ár, 1946, spurði Bjarni mig hvað ég ætlaði mér að gera þegar ég kæmi til Akureyrar. Ég spurði hvort ég hefði ekki mitt skipspláss áfram og hann sagði svo vera, en ráðlagði mér að fara í land og læra eitthvað svo ég hefði til einhvers að hverfa þegar ég hætti á sjónum.“ Pétur segist ekki hafa vitað hvað það ætti svo sem að vera; „pabbi var búinn að reyna að koma mér í rafvirkjun en það vildi enginn strák utan úr Þorpi í vinnu,“ segir Pétur. Margir íbúar norðan Glerár voru fátækir og drengir þaðan ekki vinsælir til vinnu, segir hann, nema hvað margir unnu á Sam- bandsverksmiðjunum eins og Pétur hafði gert. „Svo auglýsa þeir Sigtryggur og Eyjólfur eftir lærlingi, ég mætti um morguninn og fékk plássið. Ég veit ekki hvers vegna en ég held að einir 20 hafi sótt um.“ Þetta voru gullsmiðirnir Sigtryggur Jón Helgason og Eyjólfur Árnason „sem báðir voru frábærir menn“ og Pétur hóf nám hjá þeim 1. nóvember 1946. Sveinsprófið tók hann svo vorið 1951. Sveinsstykkið var sent til Óskars Gíslasonar gullsmiðs á Skóla- vörðustígnum, formanns dómnefndar, og stuttu síðar fékk Pétur bréf frá honum þar sem Óskar bað hann að koma í vinnu til sín. „Ég gerði það en svo leiddist mér alveg hroða- lega í Reykjavík, ákvað að fara þaðan og vildi helst aldrei koma þangað aftur!“ Pétur vann reyndar um tíma á Keflavík- urflugvelli en svaraði kalli þeirra Eyjólfs og Sigtryggs þegar þeir brugðu sér samtímis til útlanda í hálfan annan mánuð, fór norður og sá um verkstæðið fyrir þá á meðan. Það var svo Óskar Ósberg, verkstjóri á véla- verkstæðinu Odda á Akureyri og vinur Péturs, sem taldi hann af því að fara aftur suður á Keflavíkurflugvöll. Það teygðist úr vinnunni hjá Eyjólfi og Sigtryggi, Pétur var þar fram að jólum, „og þegar ég sagði Óskari að ég ætlaði aftur suður eftir sagði hann að ég færi ekki neitt!“ Hann sagði Pétri að koma til sín og læra rennismíði „og ég spurði bara hvenær ég ætti að mæta!“ Pétur hóf námið 2. janúar og segir að sér hafi alltaf líkað sú smíði vel. Þeir Óskar voru ekki einungis samferða í rennismíðinni því Pétur lék um tíma á tromm- ur í danshljómsveit Óskars og hafði gaman af, og töluverðar tekjur. „Við byrjuðum í Gúttó á gamlárskvöldi 1949 og ég fékk borgaðar 700 krónur fyrir að spila frá því klukkan tíu um kvöldið til sex að morgni. Það var miklu meira en mánaðarkaupið mitt í náminu; ég man að ég fór og keypti mér dökk föt, slaufu, skyrtu og skó og átti samt 280 krónur eftir!“ Pétur byrjaði ungur að leika á hljóðfæri. Var í Lúðrasveit Akureyrar þar sem hann lærði nótnalestur og ætlaði sér að leika á trompett eða kornett. Lék þó mest á ten- órhorn og svo var það þegar kirkjuturninn á Hólum í Hjaltadal var vígður, 1950, að tromm- arar lúðrasveitarinnar voru fjarverandi og stjórnandinn, Jakob Tryggvason, bað Pétur að fara í þessu einu ferð sem trommara. „Ég sagði að það væri allt í lagi, en var svo auðvitað á trommunni eftir það! Og það var alltaf gam- an,“ segir Pétur, sem var í Lúðrasveit Ak- ureyrar í 28 ár. Borðið verður á sínum stað Pétur sinnti alltaf gullsmíði samhliða því sem hann nam rennismíði hjá Óskari. Vinur Péturs, Tryggvi Jónatansson byggingafulltrúi, seldi honum vinnuborð og tæki til gullsmíði – og við það borð hefur hann setið við vinnu síð- an. Og borðið verður áfram í Brekkugötu. „Ég fæ að hafa það hér áfram. Hún Auður mín seg- ir að ég megi koma og dunda mér við að smíða víravirki og kannski vinna eitthvað fyrir hana ef ég vil. Ég hef ekki áhyggjur af því að ekki verði gott samkomulag á milli okkar. Enda er- um við náskyld; pabbi hennar og ég erum systrasynir.“ Það var haustið 1960 sem lærifaðirinn Sig- tryggur og lærisveinninn Pétur hófu samstarf þegar til stóð að Eyjólfur flytti suður. Þeir opnuðu verkstæði sitt 1. október og störfuðu saman þar til Sigtryggur dó. Pétur telur sinn gamla læriföður þó enn fylgjast með sér. „Ég verð að sýna þér grip, sem Sigtryggur smíðaði og við fundum hérna í morgun.“ Pétur segist hafa leitað gripsins á verkstæðinu í mörg ár en ekki fundið fyrr en í gærmorgun þegar hann var að taka til þar sem hann væri að hætta störfum. „Hann Sigtryggur minn hefur örugg- lega bara verið að láta vita af sér!“ segir hann. Ætlaði mér alltaf að verða sjómaður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Pétur Breiðfjörð, gullsmiður, rennismiður og trommuleikari, við gamla vinnuborðið. Pétur Breiðfjörð hættir eftir 60 ár í gullsmíði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.