Morgunblaðið - 05.01.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.01.2007, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björg Jóhann-esdóttir fæddist á Karlsstöðum í Vöðlavík í Helgu- staðahreppi hinn 15. júní 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 28. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sig- fússon, f. 1889, d. 1933, og Valgerður Arnoddsdóttir, f. 1889, d. 1962. Systkini Bjargar eru: Aðalheiður Sigurveig, f. 1910, d. 1985, Jón, f. 1911, d. 1984, Arnoddur, f. 1913, d. 1984, Björg, f. 1915, d. 1923, Ágúst, f. 1916, d. 1989, Þor- björg, f. 1919, d. 1983, Ragnheið- ur, f. 1921, Sigfús, f. 1924, Hulda, f. 1926, Gunnlaugur, f. 1926, og Alexander, f. 1928, d. 1999. Hinn 28. júlí 1945 giftist Björg Árnadóttir, f. 24. september 1977. Börn þeirra eru: Eyþór Ingi og Eva Lind. Fyrir átti Róbert son- inn Daníel Aron. d) Jóhann Ingi, f. 30. nóvember 1982, maki Hjör- dís Emilsdóttir, f. 19. janúar 1984. Dóttir þeirra er Aþena Ósk. 2) Alexander Vilmarsson, f. 27. nóvember 1948, maki Lilja Frið- riksdóttir, f. 23. ágúst 1953. Börn þeirra eru: a) Friðrik, f. 23. októ- ber 1972. b) Björg, f. 22. júlí 1975, maki Arinbjörn Þórhalls- son, f. 4. ágúst 1962. Börn þeirra eru Alexander og Magdalena. c) Eyjólfur, f. 3. mars 1981. Björg ólst upp til tíu ára aldurs í Vöðlavík. Þá fluttist hún ásamt móður og systkinum til Keflavík- ur og þar bjó hún alla tíð síðan. Björg vann hin ýmsu störf utan heimilisins ásamt því að sinna börnum og búi. Þau hjónin byggðu sér hús við Tjarnargötu 25 í Keflavík og bjuggu þau þar allan sinn bú- skap. Útför Bjargar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vilmari Guðmunds- syni frá Hafnarfirði, f. 28.júní 1922. For- eldrar hans voru Katrín Margrét El- ísdóttir, f. 1900, d. 1984, og Guðmundur Sigurðsson, f. 1894, d. 1938. Fósturfaðir Vilmars var Jóhann Skagfjörð, f. 1892, d. 1976. Börn Bjargar og Vilmars eru: 1) Margrét Jóhanna, f. 25. september 1945, maki Reynir Guð- jónsson, f. 14. júní 1945. Börn þeirra eru: a) Guðjón Vilmar, f. 20. febrúar 1966, maki Lilja Jó- elsdóttir, f. 28.júlí 1965. Börn þeirra eru Margrét Jóhanna, Guðrún Rannveig og Reynir. b) Bryndís Ásta, f. 3. janúar 1970. Börn hennar eru Viktoría Hrund og Ragnar. c) Róbert Arnar, f. 15. september 1976, maki Ása Ljúfsárar minningar hafa leikið í gegnum huga okkar síðastliðna daga og við erum enn ekki búin að átta okkur á því að amma sé dáin. Amma var ótrúleg kona, smágerð og pen en krafturinn og dugnaður- inn í henni var ekki í samræmi við hið ytra byrði. Meðan heilsan leyfði gerði amma allt sem þurfti á heim- ilinu og meira til. Hún var hvorki sérhlífin né eigingjörn. Amma var alltaf með fulla dalla af kökum og öðru bakkelsi. Pönnukökurnar hennar voru umtalaðar í fjölskyld- unni, svo þunnar og mátulega steiktar, garðurinn hjá henni og afa á Tjarnargötunni alltaf til fyr- irmyndar, dragtirnar, kjólarnir og allt sem hún saumaði var ótrúlega vel gert og vandað í alla staði. Það sem amma tók sér fyrir hendur var vel gert og hún lagði metnað sinn í hvert handtak. Það var sama á hvaða tíma dags maður kíkti í heimsókn, alltaf var tekið á móti okkur með opinn faðminn og maður fékk það aldrei á tilfinninguna að maður væri að trufla. Alltaf var nóg til af öllu og maður var ekki fyrr sestur en búið var að koma upp myndarlegu hlað- borði fullu af kræsingum og amma stóð við eldavélina búin að hræra út pönnukökudeig og farin að steikja pönnukökur. Það var ömmu mikið hjartans mál að allir myndu hittast eins og vaninn var á aðfangadagskvöld og það var í raun hún sem lagði mest á sig til að svo gæti orðið. Við er- um henni ævinlega þakklát fyrir þetta einstaka kvöld. Minningin um yndislega konu lif- ir áfram í hjörtum okkar og yljar okkur á þessum köldu og myrku vetrardögum. Megi Guð leiða elsku afa okkar með styrkri hendi í gegnum sorgarferlið og umvefja alla þá sem nú syrgja af öllu hjarta. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Hinsta kveðja. Friðrik, Björg og Eyjólfur Alexandersbörn. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber. Ég dey, þegar komin er stundin. Ég dey, þegar ábati dauðinn er mér. Ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. (Stefán Thor.) Björg Jóhannesdóttir föðursystir okkar er látin. Björg frænka var einstök kona. Hún var hlý, glaðvær og fádæma mikil mamma, amma, frænka, systir, félagi og vinur. Í kringum Björgu var alltaf mikill gestagangur enda var viðkvæðið alltaf: „Hvað, ætlið þið ekki að koma inn?“ sem hún sagði svo glaðlega með sínu skemmtilega austfirska málfari. Það voru marg- ir sem leituðu til hennar og löð- uðust að henni. Fjölskyldan átti hug hennar allan. Hún var ein af ellefu systkinum og fylgdist náið með afkomendum systkina sinna allra. Björg skipaði stóran sess í upp- vexti okkar systkinanna. Hún pass- aði okkur ef foreldrar okkar þurftu að fara í burtu og tók alltaf á móti okkur opnum örmum eins og við værum mikilvægustu manneskjur í heimi. Þegar við vorum lítil börn komu Björg og Villi eitt sinn sem oftar í heimsókn rétt fyrir jólin og gáfu okkur fallegar jólabjöllur. Þessar jólabjöllur hafa verið og munu alltaf verða mestu gersem- arnar sem prýða jólatrén okkar. Ef okkur vantaði aðstoð við til dæmis saumaskap þá fórum við til Bjarg- ar frænku og þegar mikið stóð til í fjölskyldunni svo sem brúðkaup eða aðrar veislur þá var Björg mið- punkturinn í undirbúningnum. Allt varð fallegt sem hún snerti á. Á milli Bjargar og pabba var alltaf mjög náið og gott samband, eins og hún orðaði það sjálf: „Við getum ekki án hvort annars verið.“ Hinn 1. september sl. vorum við systur staddar í Keflavík, á ljósa- nótt. Það var afmælisdagurinn hans pabba en hann var staddur á Vestfjörðum. Björgu fannst ekki hægt að við fengjum ekki afmæl- iskaffi, jafnvel þótt afmælisbarnið væri víðs fjarri. Þess vegna fórum við í afmælið hans pabba hjá Björgu, með pönnukökum og tert- um, og eins og venjulega spurði hún frétta af fjölskyldunni og kvaddi okkur síðan með knúsi og sínum dillandi hlátri. Sú minning mun fylgja okkur um ókomin ár. Villa, Grétu, Alla og fjölskyldum sendum við innilegar samúðar- kveðjur, missir þeirra er mikill. Blessuð sé minning Bjargar. Valgerður, Sigurbjörg, Björg og Jóhannes. Elskuleg amma okkar er dáin. Okkur finnst erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki lengur meðal okkar því hún amma var stór hluti af okkar lífi og fyrirmynd okkar allra. Amma var dugleg kona og hugsaði vel um fjölskyldu sína, vildi öllum vel og gerði aldrei upp á milli fólks. Þrautseigja hennar kom bersýnilega í ljós í veikindum hennar. Þegar við systkinin sitjum hér saman, lítum til baka og rifjum upp þá kemur ýmislegt upp í hug- ann. Á Tjarnargötuna var alltaf gott að koma og var amma ávallt með miklar kræsingar á borðum. Villi man vel eftir steikta stein- bítnum með lauksósunni, Bryndís eftir kvöldkaffinu þegar hún gisti hjá þeim afa og amma lagaði heitt kakó úr ekta súkkulaði og Róbert og Jóhann muna eftir ristabrauð- inu sem amma smurði fyrir þá og að sjálfsögðu var brauðið hvítt. Ekki má gleyma „ömmukókinu“ en það drukkum við með bestu lyst þó svo að það væri löngu orðið gos- laust. Amma var mikil saumakona og mjög handlagin. Hún var iðin við að sauma á okkur systkinin föt hér á árum áður og voru þær mæðgur, amma og mamma, mjög hug- myndaríkar hvað saumaskapinn varðaði. Á okkar yngri árum gerði amma oft alls kyns fígúrur úr pappír okkur barnabörnunum til skemmtunar og afþreyingar. Fí- gúrur eins og fugla og báta, þetta kunni enginn nema amma. Hún kunni líka margar vísur og er vísan „Fagur fiskur í sjó“ okkur minn- isstæðust. Amma fylgdist vel með sínu fólki og gladdist þegar okkur gekk vel. Hún vildi vita hvernig okkur vegn- aði hvort sem var í námi eða hinu daglega lífi. Hún hafði gaman af að segja frá og lá ekki á sínum skoð- unum og sagði hún það sem henni fannst, var ekkert að fara í kring- um hlutina. Nú er amma komin á fallegan stað og laus við veikindin, í faðmi ástvina sinna sem tóku á móti henni. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með ömmu og munum við varðveita minningu hennar í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig elsku amma og hvíl þú í friði. Guðjón Vilmar, Bryndís Ásta, Róbert Arnar og Jóhann Ingi. Elsku langmamma, nú ert þú hjá Guði og munt ávallt líta eftir okk- ur. Þó svo að þú sért farin þá verð- ur þú alltaf í hjörtum okkar og við munum aldrei gleyma hversu hepp- in við vorum að eiga þig fyrir lang- ömmu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín barnabarnabörn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Litlu langömmubörnin Alexander og Magdalena. Björg Jóhannesdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍN MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 28. desember. Útför hennar fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 6. janúar kl. 13.00. Sigríður Birna Birgisdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Sveinbjörn Birgisson, Sigurjón Halldór Birgisson, Sævar Birgisson, Rúnar Birgisson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. ✝ Útför elsku, elsku eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar, TORFA FREYS ALEXANDERSSONAR, sem lést miðvikudaginn 13. desember, fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. janúar kl. 13.00. Renata Edwardsdóttir, Karólína Vilborg Torfadóttir, Hafdís Lilja Torfadóttir, Alexander Valdimarsson, Hafdís Lilja Pétursdóttir, Ágúst Guðmundsson, Bjarki Þór Alexandersson, Elín Jónsdóttir, Óliver Bjarkason, Soffía Bæringsdóttir, Helgi Hafsteinsson, Hlynur Bæringsson, Unnur Edda Davíðsdóttir, Valdimar Ólafsson, Helga Árnadóttir, Vilborg Torfadóttir, frændfólk og vinir. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK BJÖRNSSON bóndi á Gili í Svartárdal, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi miðvikudaginn 3. janúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Erla Hafsteinsdóttir, Örn Friðriksson, Guðríður Friðriksdóttir, Hafrún Friðriksdóttir, Sigþrúður Friðriksdóttir, Björn Grétar Friðriksson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn, barna- barnabarn og frændi, JÓN ÆVAR ÁRMANNSSON, Vallengi 7, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 3. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elísabet Unnur Jónsdóttir, Ármann Rögnvaldsson, Steinunn Birna Ármannsdóttir, Ásdís Ósk Ármannsdóttir, Steinunn Melsted, Birna F. Óskarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, langömmur, langafar og frændsystkini. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÖLVÍNA HERDÍS JÓNSDÓTTIR, Lyngholti, Ólafsfirði, síðar dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, andaðist þriðjudaginn 2. janúar. Minningarathöfn verður haldin í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, föstudaginn 5. janúar kl. 13.00. Jarðsungið verður frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 13. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Kristján Reykdal, Guðfinna Ólöf Friðriksdóttir, Gunnar Ágústsson, Margrét Friðriksdóttir, Einar Gestsson, Hildur Friðriksdóttir, Gylfi Ólafsson, Jón Sveinn Friðriksson, Jóna Gunnarsdóttir, Auður Regína Friðriksdóttir, Sævar Anton Hafsteinsson, Eygló Friðriksdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.