Morgunblaðið - 05.01.2007, Page 56

Morgunblaðið - 05.01.2007, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 8 B.i. 12 ára THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:40 B.i. 7 ára / KEFLAVÍK EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ SAW 3 kl. 10:30 B.I. 16 ára STRANGER THAN FICTION kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI Óskum landsmönnum öllu FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD GEGGJUÐ GRÍNMYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS FLUSHED AWAY eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. „KÖLD SLÓÐ ER AFBRAGÐS SAKAMÁLA- SAGA SEM HÆGT ER AÐ MÆLA MEГ JVJ TOPP5.IS „MYNDIN VAR SKEMMTILEG, HÉLT ATHYGLI ALLAN TÍMANN OG PLOTTIÐ KOM Á ÓVART“ ASB VÍSIR.IS góð frammistaða í leik, dansi og söng líka upp- talin. Tölvugrafíkin, sem myndefnið á diskinum byggist að verulegu leyti á, er skelfilega unnin. Börnin taka eftir því (góðu vön frá Disn- ey og Pixar) og hafa orð á því hvað þetta sé lé- legt. Svo keyrir um þverbak þegar jóla- sveinarnir syngja „hæ, hæ, mig hlakkar til …“ x x x Diskurinn, sem barstá heimili Víkverja, týndist á milli jóla og nýárs og enginn hefur saknað hans. Kannski hafa krakkarnir hent honum í ruslið. Hefði Víkverji fundið diskinn hefði hann lík- lega farið og skilað honum sem gall- aðri vöru, þó ekki væri nema vegna málvillnanna. Víkverja finnst sorglega lítil virð- ing borin fyrir yngstu kynslóðinni að framleiða annað eins drasl handa henni. Markmiðið virðist hafa verið að ná skjótfengnum gróða fyrir jólin, í vissu þess að margir myndu kaupa íslenzkan jólamynddisk, enda er vissulega ekki of mikið af þeim á boð- stólum. Úr þeim skorti hefur ekki verið bætt með þessari útgáfu. Börn Víkverja fengumynddiskinn Jólasveinarnir syngja og dansa að gjöf fyrir jólin. Diskurinn hafði verið auglýstur í sjón- varpi og víðar og eft- irvæntingin var mikil þegar hann var settur í tækið. Skemmst er frá því að segja, að vonbrigðin voru líka mikil, þegar búið var að horfa á diskinn, ekki sízt hjá Víkverja sjálfum. Eru engin takmörk fyrir því hvað menn telja sig geta kastað til hönd- unum, þegar um efni fyrir börn er að ræða? Vinnubrögðin við vinnslu þessa disks eru að mati Víkverja með ólíkindum og hann er engan veginn peninganna virði. x x x Víkverja sýnist að ekki hafi margtfagfólk í leik, söng og dansi kom- ið nálægt gerð disksins. Ólafur Darri Ólafsson leikari gegnir reyndar hlut- verki sögumanns, les Jólasveina- kvæði Jóhannesar úr Kötlum undir klaufalega unninni teiknimynd af jólasveinalegum karli og ferst lest- urinn vel úr hendi, eins og allt annað, sem sá ágæti leikari gerir. Þar með er           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Í dag er föstudagur 5. janúar- , 5. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is „Jólagjöf“ KB-banka OKKUR hjónum barst fyrir skömmu í hendur „jólagjöf“ frá KB- banka. Var þar um að ræða ein- hverja tusku sem maður hélt við fyrstu skoðun að væri húfa sem maður gæti notað við bankarán. Við nánari skoðun var miði í tuskunni sem sagði að þetta væri brauðpoki. Gæti notast fyrir brauð sem maður færir öndunum, en þá vantar höld. Það er svo sem gott að fá gjafir en þessi „gjöf“ er einhver sú tilgangs- lausasta og vitlausasta sem til okkar hefur komið. Ætlunin er að skila þessari tusku þannig að KB-banki geti sent einhverjum öðrum til við- bótar „gjöfina“. Ef maður gerði sig sekan um að taka ófrjálsri hendi t.d. 1.000 kr. sem væru í eigu KB-banka mundi maður hljóta dóm og sæta refsingu. Aftur á móti er hér framið „rán“, veit ekki hve stórt, og keyptir fyrir einhverja summu „brauðpokar“ og sendir til viðskiptavina nú fyrir jólin. Í áramótaskaupinu brá fyrir í mynd Gísla á Uppsölum með hattinn sinn. Tuskan frá KB banka er mun ljótari en hann. Þarna er ekki verið að horfa í aurana enda verið að ráðska með annarra fé. Ég held að bankinn hefði getað ráðstafað þess- um fjármunum á betri hátt til ein- hverra góðra verkefna t.d. sjúkra barna eða einhverra sem eiga um sárt að binda og þurfa á aðstoð að halda. Ég vona bara að sem flestir skili „gjöfinni“ eða láti heyra frá sér á annan hátt, t.d. með tölvupósti til bankans. Það er ekki ástæða til að þegja yf- ir þessu þannig að þeir menn sem tóku þessa undarlegu ákvörðun haldi ekki að þessi „gjöf“ sé talin góðra gjalda verð. Ævarr Hjartarson, fyrrverandi ráðunautur. Digital Ísland SÍÐAN ég gerðist áskrifandi að Digital Ísland hef ég þurft að hringja í þá vegna vandamála með lykilinn margoft. Eftir að vera búinn að bíða í hálftíma í símanum eftir þjónustu hef ég fengið ótrúlegustu svör, t.d. rigningin, sólin, flóð og fjara er orsökin að myndtruflunum. Ég hef þurft að fara og fá nýja lykla, núna síðast þrjár ferðir og þrjá lykla. Þetta kostar allt tíma og fyr- irhöfn. Er ekki bara verið að selja okkur gallaða vöru sem er ekki í lagi? Þeg- ar ég hef rætt þetta við þá er alltaf eins og ég sé sá eini sem lykillinn virkar ekki hjá. Staðreyndin er sú að ég þekki ekki einn einasta mann sem er ekki í vandræðum með lykilinn sinn. Hvað eigum við að líða þetta lengi? Íslendingar eru ótrúlegir í þessum efnum, við borgum bara af- notagjöldin og brosum yfir frosnum skjá heima í stofu. Örn Harðarson, kt. 070661-2259. Kisi er týndur HANN Kisi er svartur/hvítur, stór og fallegur. Hann týndist á að- fangadag jóla úr Skipasundinu. Hann er eyrnamerktur ROH 155, en var ekki með hálsól. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega hafi samband við Björgvin í síma 867 6392. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 90 ára af-mæli. Laugardaginn 6. janúar verður níræður Jón Einarsson, vél- stjóri, Höfða- grund 13, Akra- nesi. Börn hans og tengdabörn halda kaffi- samsæti honum til heiðurs á afmæl- isdaginn á Hótel Örk í Hveragerði milli kl. 15 og 17 og eru ættingjar og vinir velkomnir. 70 ára af-mæli. Í dag, 5. janúar, er sjötugur Gísli G. Auðunsson, læknir og skóg- arbóndi í Lind- arbrekku, Kelduhverfi. Í tilefni þess taka Gísli og kona hans, Katrín Eymundsdóttir, á móti fjölskyldu og vinum í Skúlagarði, Kelduhverfi, frá kl. 19–22 í kvöld. 70 ára af-mæli. Í dag, 5. janúar, verður sjötugur Valgeir Gests- son, fv. skóla- stjóri. Valgeir er að heiman. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.