Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
RANNVEIG Traustadóttir prófess-
or hlaut í gær hvatningarverðlaun í
minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur,
alþingismanns og fyrrverandi for-
manns Landssamtakanna Þroska-
hjálpar. Í minningu Ástu verða ár-
lega einstaklingi, félagasamtökum
eða stofnun veitt hvatningarverðlaun
fyrir framúrskarandi starf sem stuðl-
ar að þátttöku fatlaðs fólks í sam-
félaginu til jafns við aðra.
Í þakkarræðu sinni sagði Rann-
veig það sérstakan heiður að fá verð-
launin og hún væri afar hrærð yfir
því. Hún sagði Ástu hafa verið ein-
staka baráttu-, hugsjóna- og athafna-
konu sem ætti engan sinn líka. „Það
er stundum sagt að maður komi í
manns stað og ég held að það geti
verið rétt í einhverjum tilfellum. En
það er ekki alltaf rétt vegna þess að
stundum stíga fram einstaklingar á
áveðnum sviðum sem hafa þá gæfu
eða þann gjörvuleika til að bera að
vera sérstakir leiðtogar, talsmenn,
baráttumenn og ímynd fyrir ákveð-
inn málstað, geta orðað hann og hrif-
ið aðra með sér með sérstökum hætti.
Ásta var þannig mannseskja í okkar
málaflokki.“
Sérstök þriggja manna úthlut-
unarnefnd, skipuð Friðriki Sigurðs-
syni, framkvæmdastjóra Þroska-
hjálpar, Stefáni Hreiðarssyni,
forstöðumanni Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríkisins, og Svanfríði
Larsen kennara, sá um valið og að
sögn Stefáns varð nefndin mjög fljótt
sammála um hver skyldi hljóta þau.
„Þegar ferill Rannveigar er skoð-
aður er ljóst að upphafleg störf henn-
ar eru í starfi með fólk með fötlun.
Hún lauk þroskaþjálfaprófi frá
Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1969
og næsta rúma áratuginn vann hún á
ýmsum stofnunum fatlaðra og á leik-
skóla og kynntist því af eigin raun að-
búnaði þeirra og lífi,“ sagði Stefán en
auk þess lauk Rannveig prófi í upp-
eldisfræði og stjórnun frá Social-
pedagogisk højskole í Kaupmanna-
höfn og BA-prófi í félagsfræði frá HÍ
1985. Hún lauk síðan doktorsprófi á
sviði fötlunarfræða frá Syracuse-
háskólanum í New York-ríki árið
1993. Vorið 2006 var Rannveig ráðin
forstöðumaður nýstofnaðs Rann-
sóknarseturs í fötlunarfræðum við
Háskóla Íslands.
„Kynntist því af eigin raun
aðbúnaði fatlaðra og lífi“
Verðlaun afhent í
minningu Ástu B.
Þorsteinsdóttur
Morgunblaðið/Kristinn
Afhending Fjölskylda Ástu afhenti verðlaunin. F.v.: Þorsteinn og Ásdís
Jenna, börn hennar, Rannveig og Ástráður Hreiðarsson, eiginmaður Ástu.
FULLTRÚAR Hafrannsóknastofn-
unar gerðu í gær tilraun til þess að
taka sýni, mæla hita, seltu og súrefni
í sjónum ásamt því að mynda á hafs-
botni Grundarfjarðar í gær, en urðu
frá að hverfa vegna veðurs. Að sögn
Héðins Valdimarssonar, haffræð-
ings hjá Hafró, verður gerð önnur
tilraun til sýna- og myndatöku eftir
helgi. Segist hann vonast til þess að
komast megi að því hvað olli því að
um 20 tonn af þorski í þorskeldi sjáv-
arútvegsfyrirtækisins Guðmundar
Runólfssonar drápust fyrir skömmu.
Að sögn Þorsteins Sigurðssonar,
sviðsstjóra nytjastofnasviðs Hafró,
er unnið eftir tveimur tilgátum.
Annars vegar að gríðarlegt magn af
síld hafi valdið súrefnisskorti í sjón-
um og þar með dauða þorsksins, en
hins vegar að brennisteinssambönd
tengd eldinu hafi valdið eitrun. Að-
spurður segir hann vel þekkt að ís-
lenska síldin gangi inn firði og hafi
þar vetursetu. Bendir hann á að sjór-
inn sé kaldari inni í fjörðum.
„Með þessu móti reynir síldin að
kæla sig til að draga úr efnaskiptum
meðan hún er að bíða eftir vorkom-
inni,“ segir Þorsteinn.
Rannsóknum frestað
Morgunblaðið/Alfons
Vont veður Sérfræðingar Hafró sigldu með Munda SH, sem er notaður í eld-
iskvíarnar hjá Guðmundi Runólfssyni, í því skyni að kanna fiskidauðann.
AÐ sögn Sturlu Böðvarssonar sam-
gönguráðherra liggur á þessari
stundu ekki ljóst fyrir hver muni
bera kostnað af færslu Reykjanes-
brautar komi til stækkunar álversins
í Straumsvík.
„Ég tel að það sé ekki tímabært að
taka neina afstöðu til málsins fyrr en
búið er að kjósa um þetta og fyrir
liggur hvað verður,“ segir Sturla og
tekur fram að hann sjái fyrir sér að
fulltrúar ríkisins, Vegagerðarinnar,
Hafnarfjarðarbæjar og álversins í
Straumsvík fundi um málið fljótlega
eftir að niðurstaða kosninganna liggi
fyrir. „Það þarf að fara yfir þetta, því
bæði snýst þetta um endanlega legu
vegarins, skipulag, framkvæmd og
kostnað,“ segir Sturla og tekur fram
að nær undantekningarlaust beri
ríkið kostnað af endurbyggingu
stofnbrauta á borð við Reykjanes-
braut.
Aðspurður segist Sturla hafa full-
an skilning á því
að Hafnarfjarðar-
bær vilji ekki
greiða kostnað af
færslu. Tekur
hann fram að sér
finnist hins vegar
ekki útilokað að
álverið í Straums-
vík taki með ein-
hverjum hætti
þátt í verkefninu. Bendir hann jafn-
framt á að þekkt sé að ríkið hafi lagt
sitthvað til vegna umfangsmikillar
uppbyggingar atvinnufyrirtækja.
„Það kann að vera að forsvarsmönn-
um ríkisins finnist eðlilegt að ríkið
greiði alfarið þessa færslu og það sé
þá liður í því að liðka um þessa fram-
kvæmd. Þannig að það kann vel að
vera að það verði niðurstaðan, en ég
tel ekki ástæðu til þess að gefa neina
yfirlýsingu um það af hálfu sam-
gönguráðuneytisins,“ segir Sturla.
Vill bíða niður-
stöðu kosninga
Óljóst hver beri kostnað af færslu
Sturla Böðvarsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
RÁÐGJAFAR Félags heyrnarlausra
gerðu nýlega tillögur til félagsmála-
ráðuneytis um aðgerðir til stuðnings
þeim sem óhjákvæmilega myndu leita
til félagsins eftir að niðurstöður rann-
sóknar á kynferðislegu ofbeldi í sam-
félagi heyrnarlausra yrðu kynntar.
Þar var bæði átt við þolendur slíks of-
beldis og þá sem hefðu orðið vitni að
því. Sem kunnugt er hafa Rannsóknir
og greining, í samvinnu við Félag
heyrnarlausra og félagsmálaráðu-
neytið, unnið að rannsókninni og birt
bráðabirgðaniðurstöður þar sem
fram kemur m.a. að þriðjungur svar-
enda hafi orðið fyrir slíku ofbeldi.
Samkvæmt upplýsingum frá Þór
Jónssyni, upplýsingafulltrúa félags-
málaráðuneytisins, hafði ráðuneytið
forgöngu um að Félag heyrnarlausra
fengi styrk til að láta gera könnunina.
Ráðuneytið hefur átt fundi með
fulltrúum félagsins og beðið um hug-
myndir um aðkomu stjórnvalda, eða
annarra að verkefnum, þjónustu eða
úrræðum sem niðurstöður könnunar-
innar gætu gefið tilefni til. Ráðuneyt-
ið segir að í því sambandi beri að taka
tillit til þess að í mörgum tilvikum sé
um að ræða atburði sem gerðust fyrir
mörgum árum og áratugum.
Ráðgjafar félagsins leggja m.a. til
að aðgengi heyrnarlausra að ráðgjöf-
um verði eflt. Tveir ráðgjafar starfa
hjá félaginu, fíkni- og fjölskylduráð-
gjafi í hálfu starfi og ráðgjafi og upp-
lýsingafulltrúi í fullu starfi. Talið er að
hugsanlega þurfi að bæta við fagaðil-
um tímabundið. Tryggja þarf að fólk
geti sótt ráðgjöfina annað en í hús-
næði Félags heyrnarlausra því mörg-
um muni þykja óþægilegt að geta
ekki komið öðruvísi en að aðrir fé-
lagsmenn séu á staðnum.
Mikilvægt er að efni skýrslunnar
verði kynnt í litlum hópum í samfélagi
heyrnarlausra og brýnt fyrir félags-
mönnum að leita sér aðstoðar telji
þeir hennar þörf. Eins er talið nauð-
synlegt að starfsmenn félagsins geti
aðstoðað fjölskyldur heyrnarlausra
og að félagsmenn, t.d. þeir sem búa
úti á landi, geti leitað til ráðgjafa með
hjálp tölvusamskipta.
Tillögur um aukna ráð-
gjöf fyrir heyrnarlausa
Í HNOTSKURN
»Til greina kemur aðstyrkja starfsemi Stíga-
móta til að annast heyrn-
arlausa þolendur kynferðisof-
beldis.
» Talin er mikil þörf á öfl-ugu forvarnarstarfi og er
m.a. horft til menntunar
starfsfólks í forvörnum.
SKIPTUM er lok-
ið á dánarbúi Ás-
rúnar Ein-
arsdóttur, ekkju
Arons Guð-
brandssonar,
sem jafnan var
kenndur við
Kauphöllina.
Þeim hjónum
varð ekki barna
auðið og í erfða-
skrá sinni gengu þau frá sínum mál-
um á þann veg að eigur þeirra
skyldu renna til góðgerðarfélaga og
rannsóknarstarfa. Í samræmi við
erfðaskrána hefur um 43,5 millj-
ónum króna verið skipt á milli sex
aðila. Krabbameinsfélag Íslands fær
15% upphæðarinnar eða sem svarar
6,525 milljónum, Styrktarfélag van-
gefinna fær líka 15%, Blindravina-
félag Íslands 15%, Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra 15%, Krabba-
meinsdeild Landspítalans fær 20%
eða sem samsvarar 8,7 milljónum til
eflingar á krabbameinslækningum
og Háskóli Íslands fær 20% til rann-
sókna á hvítblæði.
Styrkja
rannsókn-
arstarf
Aron
Guðbrandsson
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
farbann yfir kínverskum starfs-
manni Impregilo vegna líkamsárás-
ar sem átti sér stað í aðgöngum 2 á
Kárahnjúkum 1. janúar síðastlið-
inn. Manninum er bönnuð för frá
Íslandi þar til máli hans er lokið en
þó eigi lengur en til þriðjudagsins
30. janúar næstkomandi.
Samkvæmt rannsóknargögnum
lögreglu liggur fyrir rökstuddur
grunur um að maðurinn hafi fram-
ið verknaðinn. Hann hefur játað
fyrir lögreglu og dómi en ber fyrir
sig að um sjálfsvörn hafi verið að
ræða. Maðurinn hefur ekki verið
ákærður en svo virðist sem árásin
hafi verið tilefnislaus og hrottaleg.
Maðurinn lagði til vinnufélaga síns
með hnífi og hlaut fórnarlambið
tveggja cm breiðan og þriggja cm
djúpan skurð á nýrnastæði á hægri
síðu.
Manninum hefur verið sagt upp
störfum hjá Impregilo í samræmi
við starfsmannastefnu fyrirtækis-
ins og að mati lögreglu megi því
gera ráð fyrir að hann reyni að
komast undan frekari rannsókn
málsins og til Kína.
Bönnuð för
frá Íslandi
♦♦♦